Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 4

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Ný spariskírteini ríkissjóðs: Góð ávöxtun — stuðlar að háum vöxtum innanlands — segir dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf. „ÞETTA ER MJÖG góð ávöxtun, og mun vissulega stuðla að því að halda uppi háum vöxtum innanlands. Það mun enginn láta sér detta í hug að bjóða minna en 2-3% hærri ávöxtun en ríkissjóður,“ sagði dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf., spurður álits á því hvaða áhrif hin nýju spariskírteini ríkissjóðs kæmu til með að hafa í vexti á almennum verðbréfamarkaði. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á föstudag, býður ríkissjóður nú spariskirteini sem bundin eru til fjögurra ára með 8,5% vöxtum og til sex ára með 9% vöxtum umfram verðtryggingu. Pétur sagði að það væri einkum tvennt sem gerði það að verkum að vextir annarra ávöxtunarleiða þyrftu að vera nokkru hærri en af bréfum ríkissjóðs. í fyrsta lagi vegna þess að nánast engin áhætta er samfara því að kaupa spariskír- teini ríkissjóðs, og í öðru lagi vegna þess að þau eru eignaskattsfrjáls. „Bara það að losna við eignaskatt- Borgarstiórnarkosningarnar: Framsóknarflokkurinn ekki með prófkjör Óvissa með eftirmann Kristjáns H. Benediktssonar Framsóknarflokkurinn hyggst ekki halda prófkjör fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Á fundi í stjórn fulltrúaráðs í vik- unni var ákveðið að láta skipa 9 manna uppstiiiingarnefnd til vals frambjóðenda flokksins. Nokkur óvissa ríkir um hver komi til með að vera arftaki Kristjáns H. Benediktssonar í fyrsta sæti listans, en Kristján hefúr lýst því yfir opinberlega að hann gefi ekki kost á sér í þetta sinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Gerður Steinþórsdóttir, sem varð í öðru sæti í síðustu kosningum, vera að velta því fyrir sér að draga sig í hlé. Sigrún Magnúsdóttir, sem hafnði í þriðja sæti í síðustu kosn- ingum, hefur áður sagt að hún gæfi ekki kost á sér nú, en í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagðist hún hafa gert það í þeirri trú að flokkurinn fengi verðuga konu í fyrsta sætið. En nú þegar Gerður væri á báðum áttum gæti komið til greina að hún endurskoðaði þá afstöðu sína. Mikið hefur verið skorað á Alfreð Þorsteinsson að gefa nú kost á sér í slaginn, en í samtali við Morgunblaðið sagðist hann ákveðinn í að gera það ekki. Hann var í borgarstjóm frá 1971- 78. inn er metið sem jafnvirði tæplega eins prósents vaxta, og hin áhættu- lausa ávöxtun spariskírteina ríkis- sjóðs gerir það að verkum að aðilar sem bjóða áhættumeiri ávöxtun verða að vera að minnsta kosti 1-2% hærri," sagði Pétur. Vextir umfram verðbólgu á al- mennum verðbréfamarkaði voru milli 10% og 16% á síðari hluta sl. árs, mismunandi eftir áhættustigi ávöxtunarinnar. Af þeim ávöxtun- arleiðum sem eru í boði, er talið að ávöxtun ríkissjóðs feli í sér minnsta áhættu, þar á eftir koma bankainnistæður og skuldabréf með bankaábyrgð svo sjálfskuldaábyrgð stórra fyrirtækja, þá góð veð og loks lakari veð. Það er mat Péturs að hin nýju spariskírteini ríkisins komi sennilega ekki til með að hækka hæstu vexti, þ.e.a.s. þeirra bréfa sem mest áhætta fylgir, en hins vegar ýta upp vöxtum hinna öruggari bréfa. Pétur benti þó á, að spariskírteinin væru til langs tíma og hefðu því minni, eða jafnvel engin áhrif á skammtíma ávöxtun. „Ákaflega sérkenni- legur úrskurður“ segir Signrjón Pétursson um úrskurð félags- málaráðuneytisins vegna stjórnar Granda hf. „ÞETTA er ákaflega sérkenni- legur úrskurður, eða úrskurðar- leysi öllu heldur,“ sagði Siguijón Pétursson borgarf ulltrúi AI- þýðubandalagsins um úrskurð félagsmálaráðuneytisins um kæru borgarfulltrúa minnihluta- flokkanna í borgarstjóm Reykja- víkur á tilnefningu Davíðs Ódds- sonar borgarstjóra á þremur mönnum í stjórn Granda hf. Félagsmálaráðuneytinu þótti ekki efni standa til þess að taka afstöðu til ákvörðunar borgarstjór- ans. Byggist niðurstaða ráðuneytis- ins á því að minnihlutaflokkamir hafi ekki borið málið upp í borgar- Árni Þórarinsson ritstjóri Mannlífs ÁRNI Þórarinsson blaðamaður hefur verið ráðinn ritstjóri timaritsins Mannlífs. Anders Hansen útgefandi Mannlífs sagði að Árni hefði þegar hafíð störf og að nýir blaðamenn og auglýsingasölustjórar hefðu verið ráðnir að blaðinu. Ámi Þórarinsson starfaði um skeið á Morgunblaðinu, en rit- stýrði síðan helgarblaði Vísis, uns hann stofnaði og ritstýrði Helgar- póstinum í nokkur ár. Hann hefur einnig stjómað sjónvarpsþáttum og skrifað kvikmyndagagnrýni í Morgunblaðið. Anders sagði að vinna við fyrsta tölublað Mannlífs 1986 væri nú í fuilum gangi, og kæmi það út í næsta mánuði. Væri fyrirhugað að prenta það í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr, eða 17 þúsund eintökum. Þá gat Anders þess að Mannlíf yrði áfram þátttakandi í upplagseftirliti Verslunarráðs íslands og Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Árni Þórarinsson ráði eða borgarstjóm, eins og þeim sé rétt og skylt telji þeir að borgar- stjóri hafi með ákvörðun sinni gerst brotlegur við lög eða almenn stjóm- valdsfyrirmæli. Ákvörðun eða af- greiðslu sveitarstjómar geti þeir síðan borið undir félagsmálaráð- herra. Sigurjón Pétursson sagði að sér virtist að ráðuneytismennimir hafi ekki skilið efni kæmnnar. Minni- hlutinn hefði aldrei efast um að borgarstjóri hefði tekið ákvörðun sína í umboði meirihlutans. Málið snerist hins vegar um rétt minni- hlutans og hefðu þeir óskað úr- skurðar ráðuneytisins um það efni. Hann sagðist myndu ráðfæra sig við lögfræðinga um málið og sagði að ákvörðun borgarstjórans yrði væntanlega borin undir borgar- stjóm ef það væri það eina sem gera þyrfti. Harmonikku- unnendur Fyrsti fundur Félags harmonikku- unnenda á nýbyijuðu ári verður í dag, sunnudag 12. janúar, kl. 15.00 til 16.00 í Templarahöllinni við Skólavörðuholt. Samkomunni lýkur með dansi. Skreiðarpökkun á Húsavik. Morgunblaðið/Friðþjófur Skreiðarbirgðir að verðmæti kr. tveir milljarðar SKREIÐARBIRGÐIR i landinu um nýafstaðin áramót eru metnar á um tvo milljarða króna og útistandandi skuldir í Nígeríu frá fyrri árum um 250 milljónir króna. Á síðasta ári var nánast engin skreið seld til Nígeríu en lítilsháttar til annarra landa. Framleiðsla á árinu var í lágmarki og einungis miðuð við gæðakröfur ítala. Einnig var nokkuð þurrkað af fiskhausum. Ólafur Bjömsson, stjómarfor- maður Samlags skreiðarframleið- enda, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að á síðasta ári hefði farið til Italíu öll sú skreið, sem hæf hefði verið á þann markað og hefðu ítalir jafnvel slakað á gæðakröfum vegna skorts á skreið þar í landi. Alls hefðu um 7.500 pakkar farið til Ítalíu á síð- asta ári eða 375 lestir. Einnig hefði tekizt að selja um 550 pakka af skreið til Júgóslavíu, en þangað hefði ekki farið skreið héðan í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Ekkert hefði rætzt úr sölu á Afríkuskreið til Nígeríu, sem væri nánast eina landið sem keypti þá skreið og nánast ekkert selzt þangað. Mikið hefði verið reynt að selja skreið til ýmissra annarra landa, en nánast árang- urlaust. Smávegis hefði þó tekizt að selja til landanna, sem liggja næst Nígeríu, en það væri svo lít- ið, að það skipti nánast engu máli, nema ef framhald yrði á sölu þangað en til þess virtust litlar líkur. Lítilsháttar hefði tekizt að selja til Frakklands og Bandaríkjanna eins og undanfarin ár, aðeins nokkur hundmð pakka. Ólafur sagði, að á síðasta ári hefði nánast ekkert verið framleitt af skreið nema fyrir Ítalíu, en þótt framleiðslan væri ætluð fyrir þann markað, félli alltaf eitthvað af þeirri skreið í gæðum, til dæmis ef fiskurinn frysi. Ennfremur hefði nokkuð verið hengt upp af hausum, en heildarmagn þess lægi ekki fyrir vegna þess, að verkendur trössuðu að tilkynna um framleiðsluna. „Um söluhorfur er bezt að hafa sem fæst orð,“ sagði Ólafur, „þar er allt í biðstöðu sem fyrr. Alltaf eru þó tilraunir í gangi og sífellt vonað að einhveijar þeirra skili sér í aukinni sölu. Efnahagur Níg- eríu fer sífellt versnandi, olíuverð lækkar og framleiðsla á olíu eykst í heiminum. Þessu virðast stjóm- völd þar ætla að mæta af fullri ábyrgð og þar með verður ekki mikið fé á lausu til skreiðar- kaupa." Bankaeftirlit Seðlabankans: Fær upplýsingar um stærstu lánþega ríkisbankanna BANKAEFTIRLIT Seðlabanka íslands hefur nú fengið meginhluta þeirra upplýsinga sem það óskaði eftir um stærstu lánþega ríkisvið- skiptabankanna. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, sagði að menn þar væru rétt að byija að átta sig á þessum upplýsing- um og það ætti eftir að koma í ljós hvort nauðsynlegt þætti að skoða einstök mál sérstaklega. Þórður sagði að þessi upplýsinga- öflun væri liður í venjubundnu eftir- liti bankaeftirlitsins með innláns- stofnunum. Ríkisviðskiptabankam- ir hefðu verið teknir fyrir að þessu sinni. Hann sagði að tilgangunnn væri að athuga fyrirgreiðslur bank- anna til einstakra viðskiptamanna og hvemig töku trygginga vegna þeirra væri háttað. Jónas H. Haralz bankast Landsbanka íslands sagð Landsbankinn hefði sent banl irlitinu upplýsingar um 20 st lánþega bankans og veð vegni til þeirra. Þá hefðu veð vegna i til margra annarra viðskiptan einnig verið athuguð og teldi b stjómin ekki ástæðu til sérs aðgerða að athuguninni lokinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.