Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 22

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 22
MMflMMMKtfMSHMI) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 —------------;-----1--“------ 1 ■ ■ ■ Svipmynd á sunnudegi/Abu Nidal SABRI Khalil el-Banna, öðru nafni Abu Nidal, er illræmdasti hryðjuverkamaður heims síðan „Carlos“ var og hét á árunum um og eftir 1970. Hann er öfgafyllsti palestínski hryðjuverka- maðurinn og hefur komið af stað styrjöld og orðið ríkissljórn- um að falli með aðgerðum sínum. Menn Abu Nidals (sem merkir „faðir baráttunnar") hafa verið sakaðir um að hafa staðið að árás- unum á flugvöllunum í Róm og Vín og rænt flugvél egypzka farþega- flugfélagsins í nóvember. Þeim hefur verið kennt um rúmlega 100 hryðjuverk. Shimon Peres, forsæt- isráðherra ísraels, sagði í vikunni að samtök Nidals hefðu staðið fyrir 33 árásum á síðasta ári, að 90 hefðu fallið í þessum árásum og 350 særzt. Eftir árásimar í Róm og Vín sögðu Israelsmenn að gripið yrði til hefndaraðgerða gegn þeim hryðjuverkamönnum sem bæru ábyrgðina. Líbýumenn, sem hafa skotið skjólshúsi yfir Nidal og menn hans (og kallað flugvallaárásir þeirra „hetjulegar)“, hafa óttazt loftárásir á borgimar Tripoli eða Benghazi. Jafnframt hafa Banda- ríkjamenn reynt að sameina vest- ræna bandamenn til aðgerða gegn Líbýumönnum og stuðningsmönn- um Nidals og lýst yfír viðskipta- banni á Líbýu. Vestur-þýzka blaðið „Welt am Sonntag" segir að Khadafy Líbýu- leiðtogi hafí heitið Nidal 12,7 millj- ónum dala á ári til þess að stunda hryðjuverkastarfsemi. Hann hefur að útrýma Nidal, hvar og hvenær sem til hans náist. Talið er að Nidal hafí aðeins þrisvar sinnum veitt blaðaviðtöl um ævina, fyrst við dagblað í Kuwait fyrir rúmu ári, að því er virðist til að kveða niður sögusagnir um að hann væri látinn. Mest virðist hafa verið að græða á öðru viðtalinu, við þýzka tímaritið „Der Spiegel" í haust. En þar sem hann lifír og hrærist í andrúmslofti svika og undirferla er orðum hans tekið með mikilli varúð. Rekinn úr skóla Nidal, sem er 48 ára gamall og þriggja bama faðir, sést sjaldan opinberlega. En þótt hann reyni að halda ferðum sínum leyndum er vitað að hann var í Tripoli í haust og ræddi við Khadafy ofursta, sem hann hafði ákveðið að ganga á mála hjá. Abu Nidal sagði í viðtalinu við „Der Spiegel að hann væri fæddur 1937 í Jaffa, sem nú er í ísrael, og að foreldrar sínir væru sýrlenzk- ir. Khalil faðir hans var kunnur landeigandi og var um tíma hand- genginn Chaim Weizman, fyrsta forseta ísraels. „Paðir minn var mjög auðugur,“ Abu Nidal „Þegar ég ákveð að láta til skarar skríða gegn Arafat geta hvorki Kuwait, Saudi-Arabía né Bandarík- in haldið yfír honum hlífiskildi," sagði Nidal. Eftir morðin á Hammami og Saratawi færðist Nidal í aukana og sendi menn sína út af örkinni til að myrða Shlomo Argov, sendiherra ísraels í London. Tilræðið fór út um þúfur, en litlu munaði að það heppnaðist. ísraelsmenn notuðu það fyrir átyllu til þess að ráðast inn í Suður-Líbanon þremur mánuðum síðar. Þá glataði Arafat áhrifum sínum í Suður-Líbanon og stuðn- ingsmenn hans hrökkluðust frá Beirút. Til Damaskus Iraska leyniþjónustan valdi sum þau skotmörk, sem menn Abu Nidals réðust á, en tengsl hans við stjómina í Bagdad urðu of náin. Afstaða íraka varð kuldalegri, þeir takmörkuðu svigrúm hreyfíngar- innar og í nóvember 1983 var öllum skrifstofum hennar í írak lokað, nema skrifstofunni í Bagdad. Nidal komst þá að samkomulagi við erkióvini þeirra, Sýrlendinga, og fluttist til Damaskus. Það gerði málið flóknara en ella að nokkrir manna hans urðu eftir í Bagdad, þar sem þeir héldu áfram að starfa af fúllum krafti. Nidal og hryðjuverkamenn hans gengu í þjónustu Rifaat Assads, jrfirmanns sérþjálfaðra hersveita Sýrlendinga og bróður forsetans, og hann notaði þá óspart. Sagan endurtók sig. Tengsl Ni- Hryðjuverka- foring'inn hræðilegi Morðið á Sartawi. lýst því að ef ráðizt verði á Líbýu muni það marka upphaf „enda- lausrar styrjaldar" í Miðausturlönd- um. Blóði drifinn ferill Abu Nidal hefur verið sakaður um að myrða Gyðinganemendur í Antwerpen 1980 og lýst sök á hendur sér fyrir tilraunina til að myröa sendiherra Israels í London 1982. Frændi hans stóð fyrir tilræð- inu og það leiddi til innrásarinnar í Líbanon 1982. Menn hans skutu á bænahús Gyðinga í Vín, myrtu franska Gyðinga í veitingahúsi í París, drápu brezka stjórnarerindreka í Grikklandi og á Ítalíu og vógu a.m.k. fimm menn úr eigin röðum fyrir að reyna að koma á friði í Miðausturlöndum. í Miðausturlöndum er Nidal kunnastur fyrir að myrða hófsama Araba, einkum Palestínumenn (70% árása manna hans hafa beinzt gegn Aröbum). Að mörgu leyti er Nidal hættulegasti óvinur Frelsissamtaka Palestínu (PLO), jafnframt því sem hann er svarinn óvinur Israels- manna. Fulltrúar PLO í París, London og Kuwait hafa verið myrtir og árásir hafa verið gerðar á skrif- stofur og starfsmenn samtakanna í Júgóslavíu, Rúmeníu ogPóllandi. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, er fyrrverandi bandamaður og læri- faðir Nidals. Nú eru þeir svamir fjandmenn og nafn Arafats er efst á svokölluðum „dauðalista" Nidals. PLO hefúr hvað eftir annað hótað sagði Nidal í viðtalinu. „Hann átti 13 Konur. Ég er sonur áttundu konunnar og á 16 bræður og átta systur." Hann var rekinn úr franska trú- boðsskólanum í Jaffa og stundaði því næst nám í islömskum skóla í Jerúsalem þangað til ófriður Araba og ísraelsmanna hófst 1948. Þá flúði fjölskylda hans frá Palestínu til Beirút, en dreifðist svo um allan heim. Einn bræðra hans, Mo- hammed, býr þó enn á Vesturbakka Jórdans og er auðugur kaupmaður. Nidal mun hafa lagt stund á verkfræði við bandaríska háskólann í Beirút. Um tíma starfaði hann fyrir olíufélagið Aramco í Saudi- Arabíu. Þar hreifst hann af bylting- ardraumum andófsmanna og gekk í lið með þeim, en honum var varpað í fangelsi og vísað úr landi. Á árunum milli 1960 og 1970 var Nidal einn af fyrstu baráttu- mönnum „vopnaðrar baráttu" gegn ísraelsmönnum og gekk í lið með Yasser Arafat þegar hann stofnaði skæruliðasamtökin A1 Fatah 1957. Deilur við Arafat Nokkru fyrir brottvísun PLO frá Jórdaníu 1970 risu miklar ýfíngar milli Nidals og Arafats. Arafat svaraði undirróðri Nidals með því að senda hann í útlegð. Fyrst var hann fulltrúi PLO í Khartum um eins árs skeið, en var rekinn, aðal- lega vegna þess að hann reyndi að fá palestínska stúdenta til að gerast skæruliðar. Síðan gerði Arafat hann að full- trúa PLO í Bagdad 1971 og þar starfaði hann unz samband hans og Arafats rofnaði alveg 1974. Um þetta leyti hóf Arafat langa baráttu sína fyrir því að losa sig við stimpilinn „hryðjuverkamaður". Nidal fannst byltingareldmóður hans dofna, vildi engar tilslakanir og varð verkfæri í höndum íraka. írakar skipuðu sér í röð með þeim Arabaþjóðum, sem sökuðu Egypta um svik, og tóku upp harða and- stöðu gegn Anwar Sadat forseta ogPLO. rVið viljum enga viðurkenningu á Israel, engar samningaviðræður, ekkert samkomulag við zíonista," sagði Nidal. „Við ákváðum að dæma alla þá til dauða, sem vildu semja við ísraelska óvininn; alla þá sem berðust gegn palestínsku bylt- ingunni, hvort sem þeir væru Pal- estínumenn eða Arabar." I viðtalinu við „Der Spiegel" kallar Nidal sig fánabera ósættan- legrar andstöðu gegn „zíonísku heildinni". „Maðurinn, sem kom orðinu ísrael inn í arabíska tungu, var þessi svikari Arafat," sagði hann. Hann hefur oft sagt að Arafat „muni hafna í ruslatunnu sögunn- ar“. Hann fullyrti að öll meðul væru leyfíleg í baráttunni gegn ísrael, þar á meðal sprengjur og pólitísk banatilræði. „Það er jafnvel ekki mesti glæpurinn að zíonistar hafa hemumið arabísk heimkynni mín. Það væri meiri glæpur, ef við leyfð- um þessum zíonistum að yfírgefa heimkynni okkar á lífi.“ Menn Nidals hafa oft sagt að þeir taki á sig ábyrgðina á árásum á ísrael vegna þess að Arafat og stuðnings- menn hans séu orðnir of linir. Damdur til dauða Með hjálp íraka kom Nidal á fót samtökum, sem hlutu nafnið „Bylt- ingarráð Fatah". Þar með hófst hryðjuverkaherferð Nidals og manna hans, fyrst í samvinnu með skyldum samtökum, „Svarta júní“ (raunar mun það vera annað nafn á samtökum Nidals; eitt af mörg- um). Þeir réðust frá bækistöð sinni í írak á skotmörk í Sýrlandi og Jórdaníu, m.a. á hótel, árásir voru gerðar á sýrlenzk sendiráð og árás á olíumannvirki í Saudi-Arabíu 1977 kostaði 12 menn lífið, en tjónið var metið á 100 milljón dali. „Hófsamir" stuðningsmenn Ara- fats urðu einkum fyrir barðinu á mönnum Abu Nidals, auk ísraels- manna og Gyðinga í Evrópu. Einn þessara manna var Said Hammami, fulltrúi hans í London. Annar þeirra var Issam Saratawi, læknirinn sem var handgenginn Arafat og reyndi að koma af stað viðræðum við ísra- elska vinstrimenn. Hann var myrtur í Portúgal 1983. Skömmu eftir vinslit Nidals og Arafats dæmdi „dómstóll" PLO Nidal til dauða að honum fjarstödd- um fyrir samsæri um að ráða Arafat af dögum. í viðtalinu við blaðið í Kuwait í fyrra neitaði hann þeirri ásökun, en sagði að hann gæti auðveldlega myrt leiðtoga PLO. dals og stjómvalda í Damaskus urðu of náin og hann færði sig aftur um set. Þær fréttir voru á kreiki í september 1984 að hann hefði fengið hjartaáfall í Bagdad og væri látinn. Talsmaður samtaka hans í Damaskus bar fréttina til baka. Síðan fréttist af Nidal í Líbýu þegar fréttastofan Jana skýrði frá fundi hans og Khadafys ofursta 19. nóvember sl. og sagði að hann væri nú búsettur í höfuðborginni Trip>oli. Samtök Nidals lýstu því síðan yfír að þau hefðu rænt egypzu farþegaflugvélinni 25. nóvember ásamt fámennum egypzkum sam- tökum og myrt jórdanskan stjómar- erindreka í Ánkara. Samtökin sögð- ust einnig hafa borið ábyrgð á árás- um á skrifstofur flugfélaga á Kýp- ur, í Grikklandi og á Italíu. Verkfæri? Arafat og samstarfsmenn hans halda því fram að Nidal sé verkfæri arabískra ríkisstjóma, sem vilji nota Palestínumenn sjálfum sér til fram- dráttar. Þeir segja að megintilgang- ur hans sé að sverta forystu PLO og hamla gegn tilraunum hreyfíng- arinnar til að öðlast viðurkenningu og traust og fá að gegna mikilvægu hlutverki í friðarsamningum við ísrael. Stuðningsmenn Arafats hafa jafnvel gefíð í skyn að Nidal starfí fyrir ísraelska hægrimenn, þar sem hann hafí svo oft gefíð ísraelsmönn- um átyllu til aðgerða gegn stjóm PLO, ekki sízt með tilræðinu í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.