Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR1986 23 Abu Nidal ásamt norður-kóreskum liðsforingja. Fáar myndir eru til af skæruliðaforingjanum og þessi er frá 1974. Innrás ísraelsmanna i Líbanon. London 1982 er leiddi til innrásar- innar í Líbanon. Einn helzti samstarfsmaður Arafats, Khalil Wazir, sagði hins vegar í samtali við „Washington Post“ í desember að Nidal væri verkfæri í höndum leyniþjónustu- stofnana Araba. „Áður var hann í höndum íraka; nú er hann í höndum Sýrlendinga og Líbýumanna," sagði hann. „Hann er við góða heilsu. Hann er í Tripoli. Samtök hans í Sýrlandi vinna með Sýrlendingum; samtök hans í Líbýu vinna með Líbýumönnum." Bæði Líbýumenn og Sýrlending- ar betjast gegn Arafat ekki síður en ísraelsmönnum eins og Nidal, sem nú er í þjónustu manns, sem er talinn hættulegur eins og hann, Khadafys Líbýuleiðtoga. Vitað er að Nidal hefur átt góð samskipti við Khadafy í tíu ár og fengið frá honum fjárhagsaðstoð. I viðtalinu við „Der Spiegel" sagði Nidal um Khadafy: „Vinátta okkar er djúp og sterk... hann kemur okkur að miklu liði.“ Stuðningsmenn Nidals munu vera 200-500 talsins. Heimilisföng þeirra eru ekki látin uppi og ekki er látið uppskátt hvar skrifstofur þeirra eru til húsa. Wazir segir að Nidal leiti að Palestínumönnum og öðrum Aröbum til að starfa fyrir sig um alla Norður-Afríku og Evr- ópu og beini einkum athyglinni að auralitlum verkamönnum. í viðtal- inu við „Der Spiegel" hélt Nidal því ákveðið fram að hann og menn hans væru ekki málaliðar. Austurríki hefur lengi verið einn helzti vettvangur Nidals. Einhveiju sinni mun hann hafa áformað að myrða Bruno Kreisky fyrrverandi kanzlara, sem hafði stutt tilraunim- ar til að koma af stað viðræðum milli PLO og ísraelsmanna. Um svipað leyti og menn hans réðust á bænahús Gyðinga í Vín 1981 voru tveir skæruliðar hans handteknir á flugvellinum í Vín, þar sem vopn og sprengiefni fundust í farangri þeirra. Hingað til hefur Nidal lítið látið að sér kveða á Ítalíu, en það getur breytzt þar sem Craxi-stjórnin reynir að hjálpa Arafat að vinna að friðsamlegri lausn deilumálanna í Miðausturlöndum. Öflugnr lífvörður í Tripoli mun Nidal hafa bæki- stöð í vel víggirtu húsi, sem var áður aðsetur landstjóra ítala á dögum nýlendustjómar þeirra, nálægt sendiráði Saudi-Arabíu. Hann nýtur öflugrar verndar palestínskra líf- varða. Snemma á þessum áratug virtist Nidal geta haldið uppi aðgerðum frá írak jafnt sem Sýrlandi, þrátt fyrir fjandskap landanna, en nú virðist ekki fara á milli mála að hann hafi skipað sér við hlið róttæk- ustu Arabaríkjanna: Sýrlands, Líbýu og írans. I viðtalinu við „Der Spiegel" kallaði Nidal sig tryggan lærisvein Baath-flokksins og kenningarinnar um „Stór-Sýrland“, sem er tengd Eftir árásina á flugveUinum í Róm. l'Chadafy Tveir þeirra sem voru grunaðir um þátttöku í árásinni á flugvellinum í Vin. Þeir eru Chavoval Ben Ahmed (ofar) og Merzoyghi Abdel Aziz. Eftir árás sérþjálfaðra egypzkra hermanna á farþegaflugvélina, sem menn Nidals rændu, á flugvellinum á Möltu. Arafat nafni Hafez Assads Sýrlandsfor- seta. Hann hefur enn gott samband við Sýrlendinga og hreyfíng hans á enn herbúðir skammt frá Damask- us. Hann telur að sjálfstætt Palest- ínuríki eigi að njóta vemdar Sýr- lendinga. Engu að síður er Nidal ávallt velkominn í Bagdad. Saddam Hus- sein forseti segir að hann geti komið og farið að vild eins og hver annar Arabi. Því er spáð að Israelsmenn muni grípa til hefndarráðstafana gegn Abu Nidal og mönnum hans og einkum hefur verið rætt um loftár- ásir. í ísrael er hins vegar frekar búizt við því að starfsmenn ísra- elsku leyniþjónustunnar, Mossad, muni vega einstaklinga í Evrópu og Miðausturlöndum, m.a. með bíla- sprengjum. Ef Israelsmenn láta til skarar skríða gegn Líbýu er talið að helztu skotmörk þeirra verði bækistöðvar Nidals eða Khadafys ofursta. Khad- afy nýtur ekki síður öflugrar vemd- ar en Nidal og dvelst oftast í aðal- herbúðunum í Tripoli, þar sem val- kyijur úr hemum vejja hann. Onnur skotmörk, sem talað er um, eru æfíngabúðir fyrir utan Tripoli og Benghazi, þar sem nokk- ur hundmð Austur-Þjóðveijar og nokkur þúsund Rússar og 500-600 Kúbumenn em sagðir hafa leiðbeint Líbýumönnum og stuðningsmönn- um Nidals. Nokkrir þeirra gætu fallið og Rússar vilja að Khadafy haldi völdunum, svo að viðbrögð þeirra gætu orðið hörð. Einn helzti vandi Israelsmanna er sá að ekki er eins auðvelt að einangra búðir Nidals í Libýu og Sýrlandi og aðalstöðvar PLO í Tún- is, sem þeir réðust á fyrir nokkm. Hermálasérfræðingur ísraelska blaðsins „Haaretz" telur að „mjög erfítt" yrði að gera svipaða áréis á bækistöðvar Nidals í Líbýu. Nidal og Khadafy hefur gefízt nægur tími til gagnráðstafana og Líbýumenn em vel vopnum búnir. Aðgerðir gegn þeim gætu mælzt illa fyrir í Þriðja heiminum og spillt fyrir hagsmunum Bandaríkja- manna og Gyðinga í heiminum. ír- anar og Sýrlendingar hafa lýst yfir stuðningi við Khadafy svo að hann stendur ekki einn. Pyrst í stað hafa Bandaríkjamenn gripið til þess ráðs að lýsa yfír viðskiptabanni á Líbýu. I Jerúsalem hafa komið fram hugmyndir um að ísraelsmenn fari líkt að og í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum Svarta september á síðasta áratug. Um 40 liðsmenn sam takanna vom vegnir með bfla- sprengjum og sprengjum í símaklef- um í París og Aþenu. Einn þátttakendanna í árásinni á flugvöllinn í Róm hefur sagt að um 300 palestínskir hryðjuverkamenn hafí verið þjálfaðir í Líbanon til sjálfsmorðsárása í Evropu og víðar á næstu mánuðum. I London er óttazt að menn Abu Nidals kunni að láta til skarar skríða þegar Peres forsætisráðherra kemur þangað til viðræðna í lok þessa mánaðar. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.