Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 24
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 -H 24 í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur hefur afmælisnefnd í samvinnu við Sjónvarpið ákveðið að efna til samkeppni um lag tileinkað Reykjavík. .............. Verðlaunin................. Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema kr. 175 þúsundum. Fyrstu verðlaun eru kr. 100 þúsund. Önnur verðlaun eru kr. 50 þúsund. Þriðju verðlaun eru kr. 25 þúsund. Lagahöfundur hljóti % verðlauna og textahöfundur Vz eins og úthlutunarreglur STEFs segja til um. LÖgin Til þess er ætlast að lögin séu í dægurlagastfl frekar en einsöngs eða kórlagastíl og séu í algengri lengd slíkra laga. __ Textamir1.............. Texti skal fylgja hverju lagi og fjalli efni hans um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú, mannlífið eða atvinnuhætti, eða hvaðeina annað er tengist 200 ára afmælinu eða höfuðborginni sjálfri. Fyrirkomulag _______ Lögum (ásamt textum) skal sídla í píanóútsetningu, eða skrifaðri laglínu með bókstafahljómum eða fluttinn á tónsnældu. Skilafrestm: er til 31. janúar 1986. Lögin og textar skulu vera í lokuðu umslagi merktu dulnefni. í því sama umslagi fylgi rnnslag merkt hinu sama dulnefni þar sem 1 er nafn höfundar eða höfunda ásamt nafnnúmeri, símanúmeri og heimilisfangi. _ ............Wémti&fnú................... Ur þeim lögum sem berast velur dómnefnd fímm lög sem keppa til úrslita í sjónvarpinu í mars 1986 eftir nánari reglum sem dómnefnd setur. Dómnefnd skipa: Svavar Gests, hljómlistarmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, Gunnlaugur Helgason, dagskrárgerðarmaður, Kristín Á. Ólafsdóttir, leikkona. .............-....Útgáfa.... ■............ Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu/tónsnældu fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu en um getur í töxtum STEFs varðandi hljómplötuútgáfu. Utanáskrift Lög og textar sendist afmælisnefnd Reykjavíkur, Austurstræti 16, 101 Reykjavík s fyrir 31. janúar 1986. I » Gódan daginn! Hópmynd af yngri bömunum ásamt f oreldrum. yósm. Morgunblaðið/Anna Theodórsdóttir íslenskur skóli fyrir böm í París Frá fréttaritara Morgunblaðsina f París, önnu Theodórsdóttur. TUTTUGASTA nóvember síðast- liðinn var fyrstu kennsludagur i íslenska skólanum í París. Þar er kennt í þremur aldurshópum, 2—6 ára, 7—11 ára og 12 ára og eldri. Þau yngstu hlusta á íslenskar sögur og læra íslensk bamalög, fara í leiki og teikna. Þau, sem eru sjö til ellefu ára, læra að lesa og skrifa íslensku og elstu bömin læra íslenska málfræði og setn- ingafræði ásamt sögu íslands. Þrír úrvals kennarar byrjuðu kennslu við skólann. Þröstur Brynjarsson fóstri sá um yngstu bömin, en í hans stað er nú kominn Linda Sörensen, sem er við frönskunám í París. Atli Vig- fússon bamakennari, sem lærir frönsku við Sorbonne-háskóla,- kenndi bömum á aldrinum sjö til ellefu ára. Hann er nú á fömm til Normandí til að vinna á bóndabæ, þar sem hann ætlar að kynna sér franskan landbúnað. Ágústa Magnússon tekur við af Atla. Öm Þór Emilsson, nemandi. í frönskum bókmenntum við Sor- bonne-háskóla, kennir bömum 12 ára og eldri. Skólinn vill biðja fyrir þakkir til Atla og Þrastar og bjóða þær Lindu og Ágústu velkomnar til starfa. Gjaldkeri skólans er Bjöm Steinar Sólbergs- son, en hann er við orgelnám í tónlistarháskóla f París. Húsnæði skólans er í aðal- bækistöðvum KFUK í París. Hjón- in Bemard og Myriam Charles leigja skólanum húsnæðið gegn lágrí mánaðargreiðslu. Auk þess hefur Réne Chataigner, ritari fransk-íslenska félagsins í París, veitt skólanum alla hugsanlega aðstoð frá upphafi hvað undir- búning varðar, en skólinn er á vegum fransk-íslenska félagsins. Það var fyrir tilstuðlan Réne Chataigner að franskir íslands- vinir í Pampoul greiða leiguna fyrir íslenska skólann og biður skólinn fyrir þakkir til þeirra, en þeir vilja ekki láta nafna sinna getið. Skólinn þakkar einnig öllum þeim, sem hafa styrkt hann, Bergþóra Ámadóttur gaf skólan- um skífur með tónlist sinni, Gísli Helgason gaf skólanum skífu sína Ástaijátningu og Ríkisútgáfa námsbóka styrkti skólann með bókum. Atli t.v. og Þröstur ásamt yngstu bömunum. Ljósm. Morgunblaðið/Anna Theodórsdóttir \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.