Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR 1986 27 Alfabrenna í Vogunum ÁLFABRENNA var í yogunum að kvöldi þrettándans. Álfakóng- ur og álfadrottning ásamt álfum, púkum og fleiri kynjaverum komu í skrúðgöngu um þorpið og komu sumir á hestum. Álfakóngur og álfadrottning báru kyndla og báru eld í bálköst- inn. Þá var sungið við harmonikku- undirleik og álfar dönsuðu. Af þekktum verum er létu sjá sig við brennuna voru m.a. jólasveinar og Giýla og Leppalúði, og gat ég ekki betur séð en hann hefði náð í krakka sem hann dró á eftir sér í bandi. Dagskráin við brennuna stóð yfir í tæpa klukkustund, en þá fóru álfa- kóngur og álfadrottning fyrir skrúðgöngu í félagsheimilið Glað- heima, þar sem jólin voru dönsuð út. Flest félög á staðnum stóðu fyrir álfabrennunni, en þau eru Ung- mennafélagið Þróttur, nemendaráð Stóru-Vogaskóla, Björgunarsveitin Skyggnir, kór Kálfatjamarkirkju, Kvenfélagið fjólan, Lionsklúbburinn Keilir og hjónaklúbburinn. Fjölmenni var við álfabrennuna, raunar var um að ræða eina fjöl- mennustu skemmtun sem haldin hefur verið hér á undanfömum árum. E.G. HAPPDRÆTTI HASKÖLA ISLANDS vænlegast til vinnings Bæ, Höfðaströnd: Tíð af- burðagóð Bæ, Höfdaströnd 8. janúar. SEGJA má að haustið og vetur- inn, sem af er, hafi verið með ágætum gott, þó nokkur gjóstur hafi verið annað slagið i útsveit- um og nokkuð frost um jóladag- ana. Vegir eru alls staðar greið- færir og aðeins er föl á jörðu í innhéraði. Má þetta þvi teljast óvenjulegt árferði á þessum árs- tima og nú er sólin að hækka á lofti og lofar góðu. Eitthvað er þó spáð kaldara. Hross eru í haustholdum og aðeins eldis- hestar á húsi. Togarar Skagfirðinga vom ekki á veiðum yfir jólin, en em nú byijað- ir aftur. Einhver töf vegna fyrir- greiðslu mun verða á að Drangey fari til stækkunar og uppbyggingar, en öll skipin öfluðu vel síðastliðið ár, en þó mun Hegranesið eiga þar lang stærstan hluta. Nú að undan- fömu, þegar logn hafa verið, sem heita má á hverjum degi, hafa menn verið við svartfuglsveiðar á Skagafirði og aflað mjög sæmilega, því töluverð áta mun vera inni á firðinum. Félagasamtök em nú tekin til starfa og em til dæmis bridsfélög byrjuð æfingar af miklum áhuga og nú fara þorrablótin að byija eins og venjulega. Einhver lasleiki mun hafa verið í héraðinu, en ekki svo teljandi sé og má því heita mann- heilt. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.