Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 29
+ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 8S29 — Hvaöa atvik eru þér minnisstæð- ust af því sem þú hefur fengist viö af þessu tagi á þfnum ferli? „Þar mætti minnast marga faraldra á salmonella-sýkingu og faraldur af heilahimnubólgu. f upphafi þess far- alds kom til álita bólusetning. Rann- sókn sýndi að þessi heilabólga stafaði af bakteríu, sem engin bölusetning dugði við og hefði hún jafnvel verið skaðleg i sumum tilfellum.Við gátum úrskurðað það. Barnadeildin á Landspítalanum setti þá upp sérstaka þjónustu sem áreiðanlega skipti sköp- um varðandi skjóta sýklagreiningu, rétta meðferð og lækkaða dánartölu." „Á undanförnum árum höfum við orðið vör við nýjar tegundir sýkinga, t.d. iðrasýkingar af völdum kampylo- bakteríu. Þessar bakteriur sýkja bæði menn og dýr og geta borist með vatni. Greining skiptir miklu máli, því þetta er iðrasýking sem hægt er að vinna á með sýklalyfjum. Salmonellasýkingar eru algengar og hafa margar tegundir af þeim fundist hér á landi. Slíkar sýkingar berast mest erlendis frá, sama er að segja um blóðkreppusótt. Enn eina nýja tegund af bakteríum má nefna, sem veldur lungnabólgu, svokölluð hermannaveiki, hún hefur nýlega fundist hér á landi og er orðin landlæg. Hún er sýking er þarf að gefa sérstakan gaum. Bakt erian lifir óháð í náttúrunni, einkum í raka og getur fundist í híbýlum manna, svo sem í baðherbergjum, loftræstikerfum og rakatækjum." — En hafið þið á sýklarannsókna- deildinni eitthvað með AIDS eða ónæmisbæklun að gera? Það er spurn- ing sem er ofarlega í hugum flestra núna. „lOkki beinlínis með sjúkdómsvald- inn sjálfan. En við fáum sýni frá alnæmissjúklingum til að greina bakt- eríur, sem oft valda sýkingum hjá fólki með skertan viðnámsþrótt. Þetta er sérstaklega áberandi á síðasta stigi sjúkdómsins, en þá geta bakteríur, sem hafa verið taldar óskaðlegar, valdið alvarlegum sýkingum á lokastigi sjúk- dómsins hjá alnæmissjúklingum. Er þá einkum um að ræða bakteriur, sem eru skyldar berklabakteríum og einnig sýkingar af völdum sveppa." — Verðið þið þá ekki sem aðrir að gera sérstakar varúðarráðstafanir vegna þessa? „Af þessum ástæðum verðum við að sjálfsögðu að gera varúðarráðstafanir, bæði varðandi tæki og vinnuaðstöðu starfsfólks." Við höldum áfram að ræða um þær miklu breytingar og þá öru þróun sem orðið hefur á undanförnum áratugum á þessu sviði og Arinbjörn segir: Þessi öra þróun á sviði sýklafræði er síst meiri en orðið hefur á undanförnum áratugum í öðrum greinum rannsókna. Munurinn á sjúkrahúsum á fyrsta hluta aldarinnar og þeim sem eru best búin nú liggur einkum í rannsókna- stofunum og öðrum vinnustofum læknanna og annars starfsliðs, svo sem í skurðstofunum. Af þvf leiðir að mælikvarðinn á gildi sjúkrahúsa er orðinn allt annar en hann var. Gæði og stærð sjúkrahúsa var áður mælt í fjölda sjúkrarúma. Enda þótt sjúkra- rúm séu að sjálfsögðu ófrávíkjanlegur þáttur í starfsemi sjúkrahúss, þá hafa grundvallarbreytingar þar orðið til- tölulega litlar frá upphafi aldarinnar. Nú skiptir sköpum vinnuaöstaöan, rannsóknastofur og tækjabúnaður þegar lagt er mat á sjúkrahúsið. Hér á Landspítalanum örlar nú á breyting- um í þessa átt þar sem K-byggingin verður nær eingöngu fyrir vinnuað- stöðu lækna og annarra heilbrigðis- stétta en ekki notuð fyrir sjúkrarúm. Þrátt fyrir þetta leysir þessi bygging aðeins lítinn hluta af húsnæðisvanda sem rannsóknastarfsemi Landspítal- ans býr nú við." • í stjórn 14 félaga Við víkjum nú okkar kvæði í kross ogaðhinumiklaframlagi Arinbjarnar til félagsmála, þar sem hann hefur lagt mörgu þörfu máli lið. Arinbjörn kveðst þó hafa dregið saman seglin á þessu sviði. „Þegar ég var fyrir tveimur árum kominn f stjórn 14 félaga samtímis og í var formaður sex þeirra, þá tók ég mig til og skar niður, segir Arinbjörn hlæjandi. En þegar nánar er spurt er samt ærið eftir. Hann er til dæmis formaður Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, formaður Reykjavfkurdeildar Rauða krossins, formaður Árnesinga- félagsins, stjórnarformaður ferða- skrifstofu PÍB og varaformaður í stjórn Domus Medica. i Ef litið er í uppflettibækur má sjá að strax á háskólaárunum var Arin- björn kominn í félagsmálin. „Já, já, veturinn 1939—1940 var ég í stjórn Félags læknanema með meiru. Var þá m.a. einn af stofnendum blaðs- ins Læknaneminn með þeim Karli r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.