Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 -------------------------------------- Fimm ættliöir: Sigríöur Gísladóttir, 93 ára, Gísli Ara- V atnsdalshlaup viö Kolgrunnsbrú í Suöursveit. í hlutverki Kranz kammerráös. son, Guðrún Gísladóttir, Gísli Eymarsson og Elsa Rún Gísladóttir. Gísli Arason: Blautar sveitir og byggðasöfti Kokkarnir og vatnsberinn (Gísli). „Þaö er ákveðin tilviljun að ég skuli ekki hafa orðið Ameríkani, því afi minn hafði ætlað að flytjast til Vesturheims, en missti af skip- inu og varð eftir á Höfn í Horna- firði. Ég er Austur-Skaftfellingur í húð og hár, alinn upp í Mýrar- sveit og hún hefur breyst svo mikið síðan ég var drengur, að því getur enginn trúaö. Jöklarnir náðu lengst fram um 1890 en þegar þeir byrjuðu að þiðna urðu mikil hlaup, heill dalur fylltist af vatni og raunar fór allt í kaf. Það var daglegur viðburður að maður væri að sundríöa túnin og hey var ekki hægt að flytja langtímum saman, heldur var því komið fyrir á hæstu hæðunum og beðið vetrar, því þá þornaði, enda munaði mest um sólbráðina." Þetta segir Gísli Arason, sem starfar sem heilbrigðisfulltrúi á Höfn í Hornafirði. Fólk myndi ekki trúa því hvaö fátæktin var mikil „Vetur voru afskaplega snjólétt- ir í Mýrarsveit og á Hornafirði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að ég man eftir miklum snjó.“ — Var gaman aö vera krakki í þinni sveit? „Já, það var ákaflega gaman. Mér leið vel í æsku þrátt fyrir að efnin væru minni en nú. Maður hefur oft hugsað til þess síðar hvað það var mikil fátækt. Fólk myndi ekki trúa því nú. Margt fólk bjó við neyð og það var stundum kvíði í einhverjum heimilisfeð- ranna þegar þeir fóru og báðu kaupmanninn um jólaskammtinn sinn. Þeir vissu ekki hvort þeir myndu ná einhverju út fyrir jólin." — Veistu til þess aö einhverjum hafi verið neitað? „Ég er ekki frá því. Og það hefur áreiðanlega veriö skorið niður, það er öruggt mál. En menn gerðu sig ánægða með það sem var. Ég efast um að börn nú til dags séu ánægðari með allar þær gjafir sem þau fá, en við vorum með kerti og hlut í spila- stokki. Því það voru jólagjafirnar, ekki heill stokkur fyrir hvern, heldur fleiri saman. Svo fengum við alltaf einhver föt og það var mikið að gera fyrir jólin. Við vor- um látin þæfa sokkana og prjóna leppa, sem við kölluðum raunar spjarir, í skó. Ég man að ég átti í mesta basli við að prjóna rendurn- ar. Amma mín kenndi mér prjónið, sem var aðallega garðaprjón, en einhvern veginn gekk þetta." Byggöasafn í elsta húsinu „Við fengum skó á jólunum og nærföt og annað fatakyns. Jólatré var heimtilbúið og á því héngu jólapokar úr mislitum pappír, sem var mikil kúnst að bregða. I það var eitthvað gott sett, smákökur og því um líkt. Jólin voru mikil hátíð, alltaf stillt og fallegt veður, ekki farið til kirkju, en húslestrar voru alltaf lesnir á mínu heimili. Við eigum nú ekkert sérstakt frá jólunum á byggðasafninu ennþá, nema hvað ég held að þar séu til jólapakkar af þessu tagi.“ — Hvaö geturðu sagt mér um byggöasafniö? „Það var vígt árið 1980 en áður var búið að safna munum til þess. Þórður á Skógum var fenginn til þess og safnaði held ég hátt á annað þúsund munum á árinu 1971. Byggðasafnsnefnd vann með honum að því. Síðan gerðist það nú að ég hafði einhvern áhuga á þessum málum og var beðinn um að taka að mér umsjón safnsins. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga átti fyrsta húsið sem var reist á Höfn í Hornafirði. Það var flutt hingað frá Papósi 1897. Það var búið að þjóna vel og lengi, lengst af var þar verslun en var orðið hrörlegt. Ráðagerðir voru um hvort svaraði kostnaði að gera það upp og varðveita, því það var ákaf- lega illa farið og bæjaryfirvöld vildu losna við það. Sú ákvörðun var tekin að taka það og flytja inn fyrir þorpið og reisa það þar. Inn í það var svo flutt 1980, þessir stöku inunir sem Þórður var búinn að safna og síðan það sem við hafði bæst. Ég held að nú séu nokkuð á þriðja þúsund munir í því og alltaf að bætast við. Það vill svo skemmtilega til að fyrstu þrjú húsin sem reist voru á Höfn eru öll varðveitt enn og búið að byggja eitt þeirra vel upp, kaupmannshúsið. Það er ákaflega vel gert að innan og stendur til að taka það einnig í gegn að utan. Efri hæð þjónar sem íbúð og á neðri hæð er fundastofa fyrir kaupfélag Austur-Skaftfellinga. Guörún Þórólfsdóttir 17 ára. úrulega gangandi. Með bakpoka eða druslu dragandi á eftir sér. Það var yfirleitt farið svona viku fyrir jól í þessa ferð og náttúrulega voru stundum hrakningar. Ég man að einu sinni var búið að bíða lengi eftir að maður skilaði sér, og talið vonlaust að hann kæmi fyrir jól, það var vonskuveður og margt fólk heima viö, en þessi eini maður á ferðinni. Seint um kvöldið daginn fyrir Þorláksmessu þegar allir voru orðnir úrkula vonar um að hann kæmi og veriö að læsa, fannst okkur að hundur væri frammi á gangi að hrista af sér snjóinn. Svo þegar farið var að athuga með þetta var enginn þarna sjáanlegur. En sú hjátrú var að hundur sem fórst í snjóflóði er hann var á ferð með þessum manni fylgdi honum. Allir voru ánægðir með að maður- inn færi að koma fyrst hundurinn hafði gert vart við sig. Og rétt á eftir var bankað og þá var hann kominn." Eyöibyggö álfa eöa landsig? Það var voða mikið um það sem maður kallar hjátrú." — Sást þú eitthvað? „Nei, ekki nema það sem maður þóttist sjá. Ljós í klettum á kvöldin og svoleiðis. Ég myndi ekki segja að ég hefði trú á þessu í dag að öðru leyti en því að þegar ég er að koma þarna núna, þá finnst mér þegar ég er að ganga um, að allir klettarnir séu niðurníddir og hrundir, og alveg eins yfirgefnir og húsin. En sennilega er það nú af landsigi og ekki af yfirgefnum byggðum." JólahátíÖ meö polkum og húslestri — Hvernig voru svo sjálf jólin? „Þau voru dásamleg. Ég lít alltaf til þeirra sem hinna einu sönnu jóla. Ég finn ekki núna fyrir þeirri jólahátíð sem var þegar ég var barn. Það var ekki hægt að komast til kirkju, en heima voru alltaf lesnir húslestrar, mitt heimili var kristið og þetta var óskaplega há- tíðlegt, maður komst í hátíðar- stemmningu. — Hvaö meö ytra byröið, skreyt- ingar og slíkt? „Þær voru litlar, en við höfðum jólatré og það var óskaplega fal- legt. Það var heimasmíðað, græn- málað með límdum pokum á og í þeim sælgæti og svo lúðrar og englar, sem allir voru gylltir og þetta fannst mér óskaplega fallegt allt. Maturinn var heimatilbúinn, hangikjöt en ég man ekki eftir hrísgrjónavelling með rúsínum og svoleiðis, þó ég hafi heyrt um hann. Það var alltaf haft rólegt og jóla- legt á jóladag, en svo fór fólk á milli bæja á annan í jólum og þá voru oft höfð böll heima. Maður var spenntur fyrir því og hljóp milli bæja að smala saman fólki. Það kom alla leið yfir Oddsskarð go frá Sandvík." — Og þá var spilaö? „Já, það var spilað fyrir dansin- um á sérstakan hátt, með grammó- fón og munnhörpu." — Hvernig var plötusafniö? „Það var mikið af plötum, með polkum, rælum og völsum og öllum þessum gömlu dönsum. Þórarinn móðurbróður minn átti fjöldann allan af plötum og stórmerkilegan grammófón, sem er núna orðinn ónýtur. Hann glataðist þegar íbúð- arhúsið á Vöðlum fauk. Það var í óskaplega miklh veðri sem gerði veturinn sem ég var fimmtán ára. Þá var ég ekki heima við, heldur í vist hjá prestshjónunum á Seyð- isfirði. Þar hélt ég líka fyrstu jólin mín að heiman. Heima við voru mamma og syst- ir mín og móðurbróðir. Þau kom- ust úr húsinu við illan leik og héld- ust við í útihúsi alla nóttina. í þessu veðri misstu þau allt sitt og bóndinn stóð uppi á nærklæðun- um. Vinnufötunum hafði hann farið úr blautum um kvöldið og sett við eldavélina, gangur var þarna á milli og þetta fauk allt í sjóinn. Þeim megin sem þau sváfu hékk húsið þó uppi. Þau komust til næsta bæjar um morguninn, það var um fimmtán mínútna gangur. Þar voru þau til vors og bóndinn gekk á milli og sá um skepnurnar allan þennan vetur. Um vorið var svo hægt að fara að byggja allt upp.“ — Var ekki erfitt að byggja alit frá grunni? „Nágrannarnir hjálpuðu nú mikið til og svo var safnað vegna þessa atburðar." — Voru svona veður algeng? „Já, þau komu oft. Það eru þarna fjallgarðar og í víkina koma hvirf- ilbyljir sem taka allt sem fyrir er og fara með út í sjó.“ Húslestrarbækur björguöust — Hvernig finnst þér saman- burðurinn viö nútímann vera þegar þú lítur á þessa tíma? „Það hefur margt breyst. Þarna var náttúrulega ekki um mikla skólagöngu að ræða, farskóli, og maður fór snemma í vist að heim- an. En núna er þessi voða hraði alls staðar, maður finnur það á jólum, allar þessar jólagjafir og mikið umstang, en jólastemming- una vantar. Þegar húslestrarnir voru, þá sungu allir sálma og það er eitt- hvað sem maður gleymir aldrei. Skrýtið'var það að þegar húsiö fauk, þá lágu húslestrarbækurnar á hlaðinu daginn eftir, óskemmd- ar. Þær höfðu verið í skúffu og borðið fór í mask, skúffurnar einn- ig, en þarna voru þær heilar. Þannig að það er ýmislegt ein- kennilegt og þetta þótti alltaf dá- lítið merkilegt í öllu því veðri sem búið var að vera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.