Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLASIÐ, SWNUDACUii 12.JANÚAR 1986 45 Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilað- ur einskvölds tvímenningur og var spilað í einum sextán para riðli og urðu úrslit þessi: Jóhannes Bjamason — Þórhallur Gunnlaugsson 258 Guðjón Jónsson — Gunnar Guðmundsson 248 Anton Gunnarsson — Hjálmar Pálsson 238 Þórarinn Amason — Guðbrandur Guðjónssen 228 Guðjón — Daði 228 Næstkomandi þriðjudag hefst aðalsveitakeppni félagsins og em menn beðnir um að mæta tímanlega til skráningar, einnig skráir Baldur í síma 78055. Spilað er í Gerðubergi í Breiðholti kl. 19.30. Reykjavíkurmótið Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hófst sl. mánudag. Mjög góð þátt- taka er, eða 23 sveitir. Alls komast 12 sveitir í íslandsmót, en Reykja- víkurmótin hafa jafnframt verið undankeppni fyrir Islandsmót. 6 efstu sveitimar munu síðan spila til úrslita um Reykjavíkur- homið, aðra helgi í febrúar. Spilaðir em 2x16 spila leikir á kvöldi, allir v/alla. Lokið er að spila 6 umferðir og er staða efstu sveit- anna þessi: Sveit Delta 117 Samvinnuferða/Landsýnar 117 Jóns Hjaltasonar 116 Páls Valdimarssonar 115 Magnúsar Torfasonar 109 Úrvals 108 Stefáns Pálssonar 108 Hermanns Lámssonar 99 Áma Alexanderssonar 96 Sigurðar B. Þorsteinssonar 95 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar næsta miðvikudag í Hreyfils- húsinu. Bridssambandið minnir á árgjöld Bridssamband íslands minnir á, að fyrri hluti árgjalda aðildarfélaga innan Bridssambandsins skal vera greiddur fyrir 15. janúar 1986. Hvert félag greiðir 15 kr. fyrir hvem þátttakenda pr. spilakvöld til Bridssambandsins. Greiðslu má koma til BSÍ, pósthólf 156, 210 Garðabæ, merkt BSÍ. Minnt er á, að allar greiðslur hafa áhrif á „kvóta“-útreikning viðkomandi svæðis, þannig að hagur eins er hagur allra. Bridsdeild Skag- firðingafélagsins Spilamennskan eftir áramót hefst á þriðjudaginn kemur, með eins kvölds tvímenningskeppni. Spilað er í Drangey V/Síðumúla 35 (Skagfirðingaheimilið) og, hefst spilamennska kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk velkomið. Keppnisstjóri er Ólafur Lámsson. Bridsfélag Akureyrar Sl. þriðjudag hófst Akureyrar- mótið í tvímenningi, sem er 40 para barometer. Eftir fyrstu 7 umferð- imar er staða efstu para þessi: Jón Stefánsson — Sveinbjöm Jónsson 160 Ámi Bjamason — Öm Einarsson 108 Reynir Helgason — Tryggvi Gunnarsson 79 Stefán Sveinbjömsson — Máni Laxdal 65 Gunnlaugur Guðmundsson — Magnús Aðalbjömsson 65 Anton Haraldsson — Sigfús Hreiðarsson 64 Smári Garðarsson — Símon Gunnarsson 57 Gunnar Berg — Trausti Haraldsson 53 Næstu 8 umferðir verða spilaðar næsta þriðjudag. Keppnisstjóri er að venju Albert Sigurðsson. Tíðarfar með bezta móti á Ströndum Drangsnesi, 9. janúar. TÍÐARFAR hefur verið með betra móti frá því fyrir jól. Sér- leyfisferðir frá Guðmundi Jónas- syni hf. (Hólmavíkurrútan) hafa verið hingað tvisvar i viku frá því fyrir hátíðir og allt til þessa með einni undantekningu sökum ófærðar. Annars er reglan sú að vetrarlagi, að Hólmavíkurrútan fer aðra hveija ferð alla leið á Drangsnes, en hina einungis til Hólmavíkur. Drangsnesingar skilja það manna best að vart er við því að búast að sérleyfishafinn sjái sér fært að halda uppi tveimur ferðum í viku alla leið á Drangsnes vegna lélegrar sætanýtingar og lítilla vöruflutninga að vetrarlagi. Vitað er að ekki þyrfti þó til að koma nema lítils háttar aukning í vöm- flutningum til þess að tvær ferðir í viku á Drangsnes yrði regla. Hlýt- ur það að vera íhugunarefni fyrir þorpsbúa með hveijum hætti helst mætti standa að slíkum búhnykk í samgöngumálum. Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að sérleyfisferðir Guð- mundar Jónassonar hf. á Drangsnes njóta almennra vinsælda heima- manna og eiga harðduglegir og velviljaðir bílstjórar ekki minnstan þátt í því. Nýr, sérhannaður vagn fyrir Strandasérleyfið hefur nú fyrir nokkru vérið tekinn í notkun og horfir því allt vel í þessum efnum í nánustu framtíð. Þá er þess að geta, að frá og með byijun þessa árs verður snjó- mokstur á leiðinni Hólmavík- Drangsnes vikulega ef þörf krefur í stað hálfsmánaðarlega áður. Er þetta vissulega kærkomin og tíma- bær ráðstöfun. Eitt brýnasta framfaramál Drangsnesinga um þessar mundir er að fá bundið slitlag á aðalgötu kauptúnsins, sem jafnframt er þjóð- vegur. í núverandi horfi verður vegur þessi eitt forarsvað í rigning- um vegna skorts á heppilegum ofaníburði. Rækjuvinnsla hófst í Hraðfrysti- húsi Drangsness hf. að loknu jóla- leyfi hinn 6. þ.m. Tveir bátar, er stunduðu skelfiskveiðar á haustver- tíð, hafa nú snúið sér að rækjuveið- um, þannig að 6 bátar stunda nú rækjuveiðar frá Drangsnesi. Auk Drangsnesbáta landar hiuti Hólma- víkurflotans rækju á Drangsnesi. Gengur rækjuvinnslan með ágætum og stefnir í minnst 40 tonna afköst á viku. Nemendur Drangsnesskóla og Klúkuskóla slógu sér saman um þrettándagleði í Bjarnarfirði á þrettándakvöld með brennu, blys- um, flugeldum, söng og dansi. Vegleg áramótabrenna fyrir ofan Drangsnes gerði álfum og mönnum glatt í geði að vanda svo bjarma sló á Bæjarfell og Grímsey á gaml- árskvöld. í samkomuhúsinu Baldri var svo stiginn dans á nýársnótt uns grána tók af degi. ÞHE Flugleiðir: Nýtt farskrár- kerfi í notkun NÝTT farskrárkerfi Flugleiða verður tekið í notkun laugardag- inn 11. janúar, en þá munu allar skrifstofur Flugleiða og flestar ferðaskrifstofur á íslandi tengj- ast nýja kerfinu. Þetta farskrár- kerfi hefur hlotið nafnið Alex II. Farskrárkerfið er stærra en það kerfi sem undanfarið hefur verið í notkun og hefur möguleika á að geyma mun meiri upplýsingar. Má þar nefna upplýsingar um t.d. áætl- anir annarra flugfélaga, fargjöld, fargjaldareglur, hótel og bílaleigur, sem áður var að finna í sérstökum bókum. Þetta mun auðvelda starfs- fólki til muna að veita þær upplýs- ingar sem viðskiptavinir óska eftir og þá um leið bæta þjónustuna. fBgygmiftfoftift Metsölublad á hverjum degi! HVERNIG LITIST ÞÉR Á AÐ SKREPPA TIL FRANKFURT? 22 dagaskemmtisigling með ts MAXIM GORK \ frá HONG KONG til ÁSTRALÍU DAGANA 15/2-8/3 Brottför frá Keflavik 12/2 Umboö ó Islandi fyrii DINERS CLUB INTERNATIONAL miíivtiK SYDNEY FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, * *..... , SÍMAR 28388 - 28580 • - • »»«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.