Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 47

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 47 „Drengskapurinn í fyrsta sæti“ — segir Halldór Sighvatsson hjá Umboðsþjónustunni sem nú hefur starfað ítæpa 2 mánuði Hljómsveitin Voice er meðal þeirra sem kemur fram á rokkhljóm- leikunum íTónabæ. „Sjátfur er óg þrjóskur að eðl- isfari og hef afar gaman af því að reyna að koma óþekktum listamönnum á framfæri. Það er jú öllu erfiðara," sagði Halldór Sighvatsson, annar framkvæmda- stjóri Umboðsþjónustunnar sem hefur nú starfað í rétta tvo mánuði. Umboðsþjónustan býður alhliöa miðlunarþjónustu fyrir hljómsveitir RokkíTónabæ: Sue Ellen og Sviðakjammar í tengslum við Listahátíð unga fólksins verða haldnir tvennir rokktónleikar í Tónabæ næst- komandi mánudags- og þriðju- dagskvöld. Þar verða nokkrar af yngstu og efnilegustu hljóm- sveitum landsins sem flytja frumsamin verk að mestu leyti. Mikill áhugi er nú á lifandi tónlist meðal ungs fólks og verða rokktónlist því gerð ræki- leg skil á Listahátíð unga fólks- insað þessu sinni. Á mánudagskvöldið koma fram eftirtaldar hljómsveitir: Sue Ellen frá Neskaupstað, Ofris frá Keflavík, Antarah úr Kópavogi, Fyrirbæri frá Reykja- vík. Á þriðjudagskvöldið koma svo fram hljómsveitirnar: Voice frá Reykjavík, Black widow frá Reykjavík, Klo time frá Reykjavík, Rock head frá Vík í Mýrdal og Sviðakjammar frá Reykjavík. Báðir hljómleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis eins og á aðra þætti Listahátíðar unga fólksins. Hljóðstjóri verður Bjarni Frið- riksson og kynnir Hermann Erlingsson. " og skemmtikrafta á höfuðborgar- svæðinu og um land allt. Gerið þið ykkur vonir um að verða ríkir á þessu? „Ekki strax allavega, en þetta er ekki gert í hugsjónaskyni. Auð- vitað gerum við okkur vonir um tekjur," svarar Halldór. Hefur verið nóg að gera? „Það er óhætt að segja það. Nú þegar höfum við fullt af nöfnum á okkar snærum og síminn hefur vart stoppað hérna hjá okkur." Hvaða nöfn? „Til dæmis Magnús Þór Sig- mundsson, Rikshaw, Stuðmenn, Drýsil, Herbert Guðmundsson og Rokkbræður." Hvað er mest beðið um? „Það er kannski frekar beðið um sólóista en hljómsveitir en það er skiljanlegt frá hagsýnissjónar- miði." Menn taia oft um poppara sem „vonda menn“. Hjá þeim sóu svik og prettir. Hverer þín reynsla? „Mín reynsla er bara góð. Það hefur allt gengið mjög vel yfir heild- ina. Að vísu hefur það einu sinni komið fyrir að við höfum verið sviknir en vonandi endurtekur það sig ekki. Drengskapurinn verður alltaf að vera í fyrsta sæti," svarar Halldór. Þeir hjá Umboðsþjónustunni hafa á sinni könnu trúbadúra sem þungarokkshljomsveitir, gömlu- dansatríó sem gamanvísnasöngv- ara og allt þar á milli. Einnig sér Umboðsþjónustan um dansleikja- og skemmtanahald fyrir félög og fyrirtæki, útvegar húsnæði og sér um auglýsingar. Skrifstofa fyrirtækisins er á Laugavegi 34b og er hún opin mánudaga til föstudaga frá 18-22. ORLITIÐ ERLENT Duran Duran er nú skrásett vörumerki. Piltarnir í þessum vel snyrta flokki eru þúnir að fá sig fullsadda af ribþöldum sem nota nafn þeirra í tíma og ótíma . . . I þessari viku kom út í Bretlandi kassi með 5 plötum sem innihalda lög með Bob Dylan og spannar 24 ára feril einmana kassagítarleikar- ans fyrrverandi. Þarna er að finna 53 lög auk 18 laga sem ekki hafa komið út áður... lan Stewart, sá sem stofnaði Rolling Stones ásamt Brian Jones, lést 12. desember síðastliðinn. Lést hann af völdum hjartaáfalls. Stewart varð47 ára gamall. Andrew Loog Oldham, framkvæmdastjóri Rolling Stones framan af, vildi ekki láta Stewart koma fram með Stones á hljómleikum í upphafi ferils þeirra vegna táninga- ímyndar sveitarinnar. Þessi skemmtilegi píanóleik- ari varð því að láta sér nægja að leika á hljómplöt- um hljómsveitarinnar. í byrjun áttunda áratugarins fékk Stewart svo loksins að koma fram með Stones á hljómleikum og var þá opinberlega stað- fest sú staðhæfing að hann væri sjötti maðurinn í Rolling Stones. Síðustu árin lék hann með jass- hljómsveit Charlie Watts. Bill Wyman sagði þegar Stewart lést: „Án hans hefðu Rolling Stones aldrei orðið til," og það er mikið til í því... Þá er Duran Duran orðið skrásett vörumerki. Félag- arnir i flokknum sjást hór fyrir framan Akureyrar- kirkju. Nei, nei. Fyrir framan Eiffel- turninn í París. Auðvitað. íslenskt popp 1985: Lesendur velja það besta Það var mikil gróska í íslenskri dægurtónlist á árinu 1985. Á milli 60 og 70 hljómplötur litu dagsins Ijós og sala á hljómplötum fyrir jólin var meiri en síðustu ár. Nokkrir nýliðar komu fram á sjónarsviðið og menn eru á því aö fjölbreytnin í heimi dægurlaga- tónlistar og rokktónlistar hafi aukist. íslensk tónlist- armyndbönd skipuðu mun meiri sess en áður í auglýsingum og kynningum á hljómplötum og voru mörg þeirra hreint ágæt og gott betur. Lesendum Morgunblaðsins gefst nú tækifæri til að segja skoðun sína á íslensku poppi og rokki árs- ins 1985 með því að fylla út seðiiinn hér á síðunni en kosiö er um bestu hljómsveit eða listamann, besta söngvarann, bestu söngkonuna, bestu hljóm- plötuna (breiðskífuna), besta lagið, bestu laga- og/ eða textasmiði, besta hijóðfæraleikarann, besta plötuumslagið, besta tónlistarmyndbandið og björt- ustu vonina. Þessi seðill mun birtat aftur í Popparan- umaðviku liðinni. Mörgum kann aö þykja erfitt að gera upp á milli allra þeirra ágætu listamanna sem létu til sín taka á árinu 1985 en þó hlýtur eitthvað að vera lesendum ofar í huga en annað. Leggið nú höfuðið vandlega í bleyti og takið endilega þátt í þessu vali eða þess- ari kosningu öllu heldur. Látið nafn ykkar, heimilis- fang og síma fylgja og munið aö hver maöur má aðeins senda einn seðil. Skilafrestur er tll 21. jan- úar. Merkið umslagið: Morgunblaðið, c/o Popparinn, Aðalstræti 6, 101 Reykjavlk. Gangi ykkur vel og megi þeir bestu bera sigur úr býtum. ■>s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.