Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANOAR1986 58 Sigurþóra St. Þor- bjömsdóttír, Minning Fædd 17. október 1908 Dáin 2. janúar 1986 Við lát náins ættingja og vinar streyma fram minningar liðins tíma. Sigurþóra amma mín var mikill vinur minn og við áttum margar samverustundir, sem gott er að minnast. Mér eru efst í huga uppvaxtarár mín á Grenimelnum, þar sem ég bjó á hæðinni fyrir ofan ömmu. Jafnvel eftir að ég flutti hélt Grenimelurinn áfram að vera mitt annað heimili. Enginn að undanskil- inni móður minni hafði jafn mikil áhrif á uppvöxt minn og uppeldi eins og amma. í huga mér eru þetta hamingjusöm ár og átti amma stór- an þátt í að gera þau það. Ég leit á hana sem vin minn og vemdara og brást hún mér aldrei. Það var oft líflegt á Grenimelnum, mikið um gestagang, en ég man meir eftir hægu stundunum, þegar við amma sátum ein og ræddum heima og geima. Hún virtist alltaf líta á þennan strákpatta sem jafningja sinn og svaraði öllum spumingum hans um lífið og tilveruna af alúð. Sérstaklega hafði ég gaman af að heyra ömmu segja frá því hvemig hennar líf var þegar hún var ung. Mér finnst amma alltaf hafa verið giæsileg og þegar ég hugsa til myndar af henni ungri og hversu fögur kona hún var urðu sögur hennar af liðnum tímum sveipaðar enn meiri ævintýraljóma þegar í mínum hug prinsessan í sögunni var svo fögur. En mest hugsa ég um þá ást, vemd og virðingu sem amma Sigurþóra sýndi mér í hví- vetna. Og allt mitt líf mun ég muna þessa glæsilegu konu með mikiili ást, þakklæti og virðingu. Felix Valsson Tengdamóðir mín lést fimmtu- daginn 2. janúar. Mig langar að minnast hennar í nokkmm orðum, þó ég viti að hún kærði sig hvorki um lof né skrúðmælgi. Sigurþóra fæddist í Mjósundi, Villingaholtshreppi 17. október 1908. Foreldrar hennar vom hjónin Þómnn Jónsdóttir og Þorbjöm Sigurðsson. Sigurþóra ólst upp í Mjósundi ásamt þremur systkinum sínum á glaðvæm heimili, þar til sorgin barði dyra. Tíu ára gömul missti hún föður sinn og varð það henni sorgarefni alla æfí. Eftir það ólst Sigurþóra upp hjá föðurbróður sínum og konu hans að Syðri Gróf. Hefur alltaf síðan verið kært með henni og frændsystkinum hennar þaðan, sem öll era á lífi. Árið 1934 giftist Sigurþóra Felix Guðmundssyni framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur og átti með honum tvö_ böm, Þómnni Helgu og Berg. Árið 1950 missir Sigurþóra mann sinn og vom þá bömin enn í æsku. Síðar bjó hún í tuttugu ár með frænda mínum, Þorvaldi Ólafssyni frá Amarbæli. Það var árið 1966 sem ég kynnt- ist henni fyrst. Em mér alltaf minnisstæð okkar fyrstu kynni, þegar hún tók á móti mér, væntan- legri tengdadóttur, á heimili sínu, Grenimel 12. Sýndi hún mér þá strax hvem mann hún hafði að geyma; látlaus, einlæg og hógvær í allri framkomu en um leið svo tígu- leg, smekkleg og falleg. Þessir eiginleikar einkenndu hana alla tíð. Hún tók mér vel og reyndist mér vel æ síðan. Fyrir tíu ámm fluttum við saman. Eftir það var hún hluti af okkar flölskyldu. Urðu þá kynnin mjög náin og má segja að vinátta okkar hafí staðið af sér hveija raun. Sig- urþóra var þá orðin heilsutæp og gekk ekki heil til skógar síðustu árin. En eftir því sem árin liðu urðu bamabömin henni meira ánægju- efni og nú undir lokin var eins og þau fylltu upp í allt sem á vantaði. Það var ánægjulegt að verða vitni að því og hún var öllum bamaböm- um sínum mjög mikils virði. Þau senda henni nú ástarkveðjur og þakklæti fyrir allt. Sigurþóra var ættrækin og vin- mörg en eftir að ég kynntist henni nánar hafði hún dregið sig í hlé frá skarkala lífsins og héist það svo til æviloka. Lágu til þess ýmsar ástæður. Hafði hún þá misst öll systkini sín og fjölda góðra vina sinna, en þeim sem eftir vom vildi hún sinna vel. Hún var bókhneigð og margfróð og fylgdist vel með þjóðmálum. Ég lærði margt af tengdamóður minni bæði til orðs og æðis og vil því að lokum þakka fyrir samfylgdina og alla elskusemi í minn garð. Okkur auðnaðist að fá að vera með henni hér heima um jólin; hún var orðin sjúk en sat samt meðal okkar og í vina hópi þar til fáum dögum fyrir andlátið. Ég veit að hún skildi hvað okkur öllum þótti vænt um það og einnig að geta annast hana síðustu dagana í veik- indum hennar. Hún fór heðan í sátt við lífið í von um að hitta ástvini aftur á æðri tilverustigum. Eftir situr minningin um móður, tengdamóður og ömmu sem okkur þótti öllum svo vænt um. Guð varðveiti minningu hennar. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Það er undarleg tilfínning að setjast niður og skrifa kveðjuorð til hennar Sigurþóm. Það er eins og að kveðja hluta af sjálfum sér. Hún var besta vinkona foreldra okkar. En hún laðaði líka að sér óþekka krakka. Þess vegna varð hún vin- kona okkar. Sigurþóra fæddist 17. október árið 1908 að Mjósundi í Villinga- holtshreppi þar sem foreldrar henn- ar, Þómnn Jónsdóttir og Þorbjöm Sigurðsson, bjuggu þá. Aðeins níu ára gömul fer Sigurþóra að Syðri- Gróf til Jóns föðurbróður síns og Rannveigar konu hans, en þá höfðu foreldrar hennar neyðst til að bregða _ búi vegna sjúkleika Þor- bjöms. í Syðri-Gróf átti hún athvarf næstu árin og oft síðar. Sigurþóra var aldrei margmál um eigin hagi. Þó minntist hún þess stundum hve sárt hún hefði grátið þegar ekki var hægt að leyfa henni að halda áfram skólagöngu eftir fermingu. En móðirin var nú orðin ekkja og þurfti á hjálp að halda, enda fyrir tveimur yngri bömum að sjá. En það er hægt að afla sér menntunar víðar en í skólum. Það sýndi og sannaði Sigurþóra. Hún var geysilegur lestrarhestur og afl- aði sér víðtækrar þekkingar úr bók- um og fáar manneskjur þekkjum við sem vom eins vel að sér um atburði líðandi stundar. Næstum til síðasta dags fylgdist hún með og las blöðin sín. Við, sem nú emm á miðjum aldri og þaðan af yngri, gemm okkur trúlega ekki grein fyrir því hvaða aðstæður foreldrar okkar, afar og ömmur, bjuggu og hvílíkar fómir þau þurftu oft að færa til þess eins að komast af. Árin liðu nú og Sigurþóra vann ýmis störf sem til féllu, bæði í Reykjavík og austan fj'alls. Eitt árið var hún vetrarstúlka í Hraungerði og oft heyrðum við hana minnast þess tíma með ánægju. Annað ár vann hún við ijómabú í Hveragerði og einn vetur komst hún á hús- mæðraskóla í Noregi. Þann 6. október giftist hún svo Felix Guðmundssyni, þeim heiðurs- manni, sem þá var kirkjugarðsvörð- ur í Reykjavík. Bömin urðu tvö, Þómnn Helga, kennari við Verzlun- arskóla íslands, og Bergur, sem er framkvæmdastjóri Dagvistarheim- ila Reykjavíkurborgar. Lengst bjuggu Sigurþóra og Felix á Freyjugötu 30, en eftir stríðslok byggðu þau sér hæð og ris á Grenimel 12. Bæði vom þau miklir fagurkerar og smekkvís með afbrigðum. Allir fallegu hlutimir vom á þeim stað sem best hæfði. En heimili er annað og meira en dauðir hlutir þótt fallegir séu. Til þess að heimili verði fagurt þurfa að ganga þar um garða góðir hús- bændur, gott fólk. Heimili þeirra var engu líkt. Það vissum við, sem alltaf áttum þar okkar annað heim- ili. Ekki geram við okkur fyllilega ljóst í hveiju sá galdur er fólginn að gera hvunndaginn að hátíð, en þá töfra höfðu þau á valdi sínu, að minnsta kosti fannst okkur það. Felix lést sumarið 1950. Sumt fólk er í ætt við reyrinn sem ekki brotnar, aðeins bognar og réttir síð- an úr sér. Þannig var Sigurþóru farið. Vissulega hafði Felix búið vel í haginn og af mikilli umhyggju, en það var ekki háttur Sigurþóm að sitja auðum höndum. Nú var ráðist í byggingaframkvæmdir á efri hæð svo hægt yrði að flytja þangað og leigja stóm íbúðina niðri. Húsmóðirin gerðist blómasölukona í bflskúmum og í því starfí naut listrænt handbragð hennar sín vel. Enn líða ár og Sigurþóra eignast annan lífsförunaut, Þorvald Olafs- son frá Amarbæli, gáfaðan og skemmtilegan-mann. Hefur sambúð þeirra án alls efa verið báðum mikil lífsfylling. Á þessum ámm kom lít- Læknastofa Hef opnaö læknastofu á Bárugötu 15, Reykjavík. Marinó Pétur Hafstein læknir. Sérgrein: Heila- og taugasjúkdómar (Neurodogy). Viötalsbeiönum veitt móttaka í síma 62-28-28 mánudaga—fimmtudaga frá kl. 11.00—12.00. VÁKORT VÁKORT Eftirtalin kreditkort eru á vákorta- lista Kreditkorta sf., og eru veitt 2.500 kr. verölaun fyrir hvert þessara korta sem tekiö er úr umferö. Þeir sem fá eitthvert þessara korta í hendur eru vinsamlegast beönir aö hafa tafarlaust samband viö Kredit- kort sf., í síma 91-685499. 5414 8300 1374-3108 Lovísa 5414 8300 1370-9109 Þórarinn 5414 8300 1363-2103 Þórdís 5414 8300 1326-0103 Siguröur 5414 8300 1305-8101 Anna 5414 8300 1302-4103 Ásdís 5414 8300 0187-5102 G. Davíösson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.