Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR 1986 6& Einbeiti mér að sundinu s Úlfarsdóttir stóð f i á nýársmóti fatlaðra >g unglinga þvf hún keppti i fieiri né fœrri en þremur n. Þessi alhlióa sund- stúlka keppti f bak-, skríö- og bringusundi á mótinu. Ásdís hefur verið syndandi frá því hún var 2 ára og kann vel við sig í vatninu að eigin sögn. Aður lagði hún einnig stund á boccía en er nú hætt í því og einbeitir sér aö sundinu. • Það er nauðsynlegt að anda öðru hvoru. Einn keppandinn á nýárs- sundmótinu kemur f mark. IÞROTTIR UNGLINGA Morgunblaðið/Bjami • Allir þátttakendur á nýárssundmótinu fengu viðurkenningarskjöl og veifur. Á þessari mynd sjáum við nokkra þátttakendurna eftir að þau fengu þessar viðurkenningar afhentar. Þau eru frá vinstri: Birkir R. Gunnarsson, Bjöm Elmar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Guðbergsson, Skúli Hrafnkelsson, Ásdís Úlfarsdóttir, og Elísabet Sigmarsdóttir. Ásdís Úlfarsdóttir: Birkir Rúnar Gunnarsson: Birkir Rúnar Gunnarsson keppti í flokki blindra og sjón- skertra á nýársmóti fatlaðra bama og unglinga f sundi og hafði greinilega mjög gaman af. Birkir beitti þeirrí tækni að synda fast upp við flotlfnuna sem aðskilur keppnisbrautirnar og þannig gat hann haldið beinu striki í sundi sinu. Þetta varð til þess að hann tapaði ekki tfma f óþarfa króka en hver sekúnda getur skipt máli f harðri og jafnri keppni. Metnaðarmikill íþróttamaður Það kom líka í Ijós þegar rætt var við Birki að hann hefur mikinn metnað í sambandi við íþrótta- grein sína og stefnir stöðugt að því að ná betri árangri og bæta tíma sína í sundinu. Birkir hefur á sínum keppnisferli náð mjög góðum árangri og til vitnis um það eru ellefu verðlauna- peningar sem hann hefur fengið fyrir afrek. „Ég hef líka fengiö einn verðlaunapening fyrir blak en það var peningur sem systir mín veitti mér svo ég tei hann nú ekki alltaf með,“ tjáði Birkir umsjónarmanni síöunnar. Þegar hér var komið sögu gerð- um viö Birkir hlé á viðtalinu því hann var að fara að synda 50 metra bringusund en fyrir þetta sund átti hann best í þeirri grein 1:14:26 mín. Birkir lagði sig allan fram í sundinu og árangurinn lét ekki á sér standa því skeiðklukkan sýndi að kappinn hafði synt á 1:07 mín. Mikill íþrótta- áhugamaður Auk sundsins fylgist Birkir með flestum greinum íþrótta af miklum áhuga. „Fram er uppáhaldsliðið mitt í fótbolta en Stjarnan í hand- bolta og svo held ég náttúrlega með íslenska landsliðinu í öllum greinum. Golfi fylgist ég aldrei með og finnst þaö hálf leiöinlegt því að það er ekki hægt að lýsa því í út- varpinu. Morgunblaðið/Bjami 0 Sigrún Huld Hrafnsdóttir hlaut Sjómannsbikarinn fyrir besta afrekið á nýárssundmótinu. Á þessari mynd sóst hún ásamt Davið Oddssyni og Kristínu Rós Hákonardóttur sem vann þríðja besta afrek mótsins. Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga: Borgarstjórinn fékk gusurnar yf ir sig Það var hátíðlegt að ganga inn f Sundhöll Reykjavíkur sunnudag- inn 5. janúar síðastliðinn þegar Nýárssundmót fatlaðra bama og unglinga var haldið í þriðja sinn. Skátar mynduðu fánaborg sem áhorfendur gengu undir við komu og lúðrahljómar tóku á móti þeim. Góður árangur Keppendur í mótinu voru 23 frá fjórum aðildarfélögum íþróttafé- lags fatlaðra og var sá sem lengst var að kominn frá Akureyri en hann heitir ElvarThorarensen. Á mótinu var keppt í flokkum hreyfihamlaðra, blindra og sjón- skertra og þroskaheftra. í íþróttum fatlaðra eru fimm flokkar eftir því hve fötlun er mikil en hér á landi verður að blanda þessum flokkum allmikið saman vegna fámennis. Þetta þýðir að sá sem kemur fyrst- ur í mark þarf ekki endilega að hafa unnið besta afrekiö. Mjög góð afrek voru unnin á mótinu en mesta afrekið er þó að öll þessi lífsglöðu ungmenni skuli taka þátt í þroskandi og skemmti- legri íþróttastarfsemi. Samkvæmt stiga- og forgjafarútreikningi vann Sigrún H. Hrafnsdóttir, íþróttafé- laginu Ösp, besta afrek mótsins en hún hlaut 418 stig fyrir árangur sinn í 50 m baksundi sem hún synti á 50,47 sek. í öðru sæti í afrekskeppninni varð Oddný Ótt- arsdóttir, íþróttafélagi fatlaðra, Reykjavík. Hlaut hún 385 stig fyrir að synda 50 m baksund á 1:30 mín. Það var einnig í 50 m bak- sundi stúlkna sem þriðja besta afrekið vannst en Kristín R. Hákon- ardóttir, íþróttafélagi fatlaðra, Reykjavík, vann þetta afrek. Sund- ið synti hún á 54,56 sek. og hlaut fyrirþað 372stig. Votur borgarstjóri veitir verdiaun í mótslok veitti borgarstjóri Reykjavíkur verðlaun en hann var heiðursgestur mótsins. Ekki var laust við að borgarstjórinn væri örlítið votur því að miklar gusur höfðu gengið yfir áhorfendastæð- in. Davíð veitti Sigrúnu Sjómanna- bikarinn fyrir besta árangur móts- ins. Aðrir þátttakendur fengu veif- ur og viðurkenningarskjal til minn- ingar um þátttökuna. Eftir skemmtilegt mót gengu áhorfendur síðan undir fánaborg- ina á nýjan leik og lúðrahljómar kvöddu þá er þeir yfirgáfu Sund- höllina. i * Bætti árangur sinn verulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.