Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 64
E EUROCARO *TADFEST lÁHSmAUST TJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR12. JANÚAR 1986 VERÐ LAUSASÖLU 40 KR. Sleöaferð í snjóleysi Morgunbl»*i3/Bjami Snjórinn hefur ekki verið hliðhollur þeim, sem hafa viljað renna I sér á sleða í höfuðborginni á þessum vetri. Ljósmyndari Morgun- blaðsins náði þó þessari mynd við Hlíðaskóla i Reykjavík á dögnn- um, þar sem nokkrir nemendur voru að renna sér á hól við skól- ann, Hlíðaskólahólnum. Kennurum hugnaðist ekki, að nemendur | hópuðust á hólinn, því að einhveijir meiddust í atganginum. Kom upp sú hugmynd að setja salt eða sand á svellið. Þá tóku nemendur í 7 ára bekk til sinna ráða og þrir mótmælastjórar stóðu fyrir þvi, að allir hrópuðu: Ekki setja salt á hólinn! Ríkið hætti að greiða vaxta- og geymslukostnað Kindakjötið verði í staðinn niðurgreitt á framleiðslustigi NEFND um afurðagreiðslur til bænda leggur til að gerðar verði breytingar á niðurgreiðslum sauðfjárafurða. Nefndin leggur tíl að rikissjóður hætti að niður- greiða kjötið við sölu og að greiða vaxta- og geymslukostnað þess og noti þá fjárhæð í staðinn til að niðurgreiða kjötið strax við framleiðslu. Yrði staðgreiðsla afurðanna til bænda fjármögnuð raeð þvi móti. Við þetta myndi útsöluverð kindakjöts verða lægst að hausti, rúmlega 20% lægra en er með núverandi fyrir- komulagi, en það hækka eftir því sem vaxta- og geymslukostn- aður kemur tii. Matthías Á. Mathiesen, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, skipaði nefndina í byijun apríl sl. í henni voru Davíð Ólafsson seðlabanka- stjóri, formaður, Helgi Bachmann framkvæmdastjóri í Landsbanka Islands, Ketill A. Hannesson hag- fræðiráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands, Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda og Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbank- ans. Nefndin gerði í sumar tillögur um greiðslur vegna mjólkurinn- leggs og bráðabirgðatillögur varð- andi sauðfjárframleiðsluna og fyrir skömmu skilaði nefndin lokaskýrslu ginni til Matthíasar' Bjamasonar viðskiptaráðherra sem kynnti hana í ríkisstjóminni í vikunni. Kindakjöt er í ár niðurgreitt um 160 milljónir kr. við sölu og ríkið greiðir einnig 300 milljónir kr. vaxta- og geymslukostnað kjötsins eftir því sem hann fellur til. Til að gera staðgreiðslu sauðflárafurða mögulega í haust greiddi ríkissjóður þessar niðurgreiðslur fyrirfram í formi láns sem ekki verður endur- greitt en mun lækka eftir því sem geymslu- og vaxtakostnaður fellur á kjötið og niðurgreiðslur koma til á selt kjöt. Ketill A. Hannesson lagði til í nefndinni að fyrirkomulagi niðurgreiðslnanna yrði breytt þann- ig að allri fjárhæðinni, 460 milljón- um kr., yrði varið til niðurgreiðslna á kjötinu strax við slátmn og vaxta- og geymslukostnaður legðist síðan mánaðarlega á verð hins óselda kjöts. Nefndin gerði þessa tillögu að sinni nema hvað Ingi Tryggva- son skilaði séráliti þar sem hann lagðist gegn þessari breytingu. Ef þessi kerfísbreyting yrði gerð myndi kindakjöt verða 20% lægra að hausti en nú er, niðurgreitt heild- söluverð yrði 151 kr. að meðaltali í stað 183 kr. kflóið. Ef þetta kerfi væri komið á myndi meðalverðið í dag vera 12% lægra en nú er. það myndi aftur á móti hækka örar en nú og í sumar yrði verðið sam- kvæmt nýja fyrirkomulaginu orðið hærra en verið hefði að óbreyttu. í haust kæmi á markaðinn nýtt kjöt á lægra verði en gamla Iqötið. Búast nefndarmenn við að salan muni aukast á haustin á meðan kjötið er á hagstæðu verði og að í heild verði kindakjötsverð til neytenda lægra en nú er. Þeir telja einnig að nýtt fyrirkomulag hvetji til hagkvæmi og lægri framleiðslu- kostnaðar og að afurðalán út á kindakjöt muni lækka. Akureyri Ung kona féll fram af bryggju UNG KONA féU í sjóinn af bryggju Eimskipafélagsins, „Sig- öldu“, á Akureyri aðfaranótt laug- ardagsins sl. Konan, sem er háseti á loðnuskipi, var að koma til skips af skemmtistað síðla nætur. Sjómaður á öðru loðnuskipi sá konuna falla milli skips og bryggju og stakk sér þegar í sjóinn. Tilkynn- ing barst lögreglunni klukkan 04.20 og þegar hún kom á staðinn skömmu síðar hélt maðurinn konunni uppi við bryggjuna. Greiðlega gekk að ná þeim upp og voru þau flutt á slysadeild. Mun þeim ekki hafa orðið meint af volkinu. 20—30 millj. hagnaður hjá Kísiliðjunni REKSTUR Kísiliðjunnar hf. við Mývatn gekk nyög vel á árinu 1985. Framleidd voru 29.388 tonn af kísilgúr, sem er nýtt fram- leiðslumet hjá verksmiðjunni, og 20-30 mil\jóna kr. hagnaður varð af rekstrinum, að sögn Róberts B. Agnarssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Róbert sagði að þrennt hefði eink- um valdið góðri afkomu. Tekist hefði að hagræða og lækka stóra kostnað- arliði, gengisþróunin hefði verið fyrirtækinu hagstæð og framleiðslan meiri en áður. Hann sagði að hag- ræðingin fælist f nýrri pökkunarvél sem tekin hefði verið í notkun og gámavæðingu útflutningsins. Kísil- iðjan selur alla framleiðslu sfna á Evrópumarkað og sagði Róbert að hún hefði hagnast mjög á gengis- þróuninni undanfama mánuði. Loks sagði hann um ástæður góðrar af- komu að framleiðsluaukning verk- smiðjunnar um rúm 2.000 tonn hefði verið hagkvæm. Árið 1984 var 10,4 milljóna kr. hagnaður af reksti Kísil- iðjunnar og sagði Róbert að á sfðasta ári hefði hagnaðurinn verið tvö- til þrefalt meiri. Raf magns veitur ríkisins: Stefnir í 150—160 millj. kr. halla á árinu 1986 50 millj. kr. halli á síðastliðnu ári AÆTLAÐ er að um 50 milljóna króna halli hafi verið á rekstri Rafmagnsveitna ríkisins á síðastliðnu ári, en á árinu 1984 var 69 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Kristján Jónsson rafmagn- sveitustjóri ríkisins sagði í gær að á nýbyrjuðu ári stefndi í enn meiri halla, eða 150-160 milljónir ef ekkert yrði að gert. Kristján sagði að verðjöfnunar- gjald hefði verið lækkað í byijun síðasta árs úr 19 í 16% og væri það ástæða þessa 50 milljóna kr. rekstr- artaps. Hann sagði að reksturinn hefði að öðru leyti gengið vel og lítið um áföll í kerfinu. RARIK velti um 1,8 milljarði í fyrra. Heildarskuldir fyrirtækisins um áramótin voru um 3,2 milljarðar kr. Á árinu var 181 milljón kr. varið til almennra framkvæmda að sögn Kristjáns. Lokið var við áfanga í línu á milli Stykkishólms og Grundar- Qarðar og Eskifjarðar og Norðfjarð- ar og lokið við línuna á milli Akur- eyrar og Dalvíkur. Allt eru þetta nýjar stofnlínur. Byggð var aðveitu- stöð á Prestbakka á Síðu og lína þaðan til Kirkjubæjarklausturs. Þá var lokið uppbyggingu þriggja svæð- isskrifstofa, í Stykkishólmi fyrir Vesturland, á Egilsstöðum fyrir Austurland og á Hvolsvelli fyrir Suðurland. Kristján sagði að rekstrarhorfur væru slæmar fyrir nýbyijað ár og stefndi í halla upp á 150-160 milljón- ir kr. vegna ónógra gjaldskrár- hækkana nú um áramótin. Hann sagði að gjaldskráin hefði verið hækkuð um 15% að meðaltali en til að ná jöfnuði hefði þurft 26-27% hækkun. Sagði Kristján að ekki hefði þótt fært að auka það bil sem væri á milli gjaldskrár RARIK og raf- veitna sveitarfélaga og gjaldskrá RARIK þvf ekki hækkuð meira en aðrar. Munurinn væri nú um 30% á almennum töxtum. Kristján Jónsson sagði að þeim tekjum sem upp á vantaði yrði að ná annarsstaðar og hefði RARIK lagt til að ríkissjóður yfirtæki hluta skulda RARIK til að brúa þetta bil þar sem stofnunin hefði undanfarin ár þurft að fjár- magna allar framkvæmdir með lán- tökum og eiginijármögnun verið engin eða jafnvel neikvæð í sumum tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.