Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 1

Morgunblaðið - 15.01.1986, Side 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ1913 ll.tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísk flug- vél í návígi við líbýskar þotur Washington, 14. janúar. AP. EFTIRLITSFLUGVÉL frá bandaríska flugmóðurskipinu Coral Sea komst í návígi við tvær llbýskar MIG-25-orustuþotur um miðjan dag í dag er hún var á eftirlitsflugi yfir Sidra-flóa, norðaustur af Trí- pólí, höfuðborg Lfbýu. Renndu þoturnar upp að vélinni og fylgdu henni um stund, en gerðu sig ekki líklegar til árásar. Þær sneru burt skömmu siðar. Flugmaður eftirlitsflugvélarinn- ar gerði flugmóðurskipinu þegar aðvart um samfylgdina og voru samstundis tvær F-A-13-orustuþot- ur sendar á loft frá skipinu, en þegar þær komu á staðinn, höfðu orustuþotur Líbýu horfíð á brott. Iibýa gerir kröfu til alls Sidra-flóa, en Bandaríkin viðurkenna ekki þá kröfu. Bandaríska flugmóðurskipið Saratoga er nú á leið um Súez- skurðinn og búist er við að það verði á Miðjarðarhafí á morgun, miðvikudag. Bandarískir embættis- menn hafa neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um ferðir Saratoga. Heimildir herma að bandaríski flot- inn hafí ekki fengið neinar fyrir- skipanir um hemaðaraðgerðir gegn Líbýu og er ástæðan fyrir ferðum Saratoga talin vera aukin spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Líbýu. Belgla: Hryðjuverk í undirbúningi? Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam, 14. janúar. AP. TVEIR Palestínumenn, sem handteknir voru í Brussel skömmu eftir árásiraar á flugvellina í Róm og Vínarborg um jólin, voru þar í þeim tilgangi að undirbúa frekari árásir, að sögn virts belgísks dagblaðs. Ekki sagði hvar hryðjuverkamennirnir hefðu ætlað að láta til skarar skríða. í ibúð sem mennirair dvöldust i fundust 11 kiló af sprengiefni, vélbyssa og önnur vopn. Öryggisgæsla á Norðurlöndun- um og í Hollandi var mjög mikil, vegna fregna um að hryðjuverka- menn hyggðu þar á árásir. Sérstakar gætur voru hafðar á flugvöllum og verustöðum banda- rískra og ísraelskra þegna. Banda- rískir sendiráðsstarfsmenn hófu í gær að hringja i þá 10 þúsund bandarísku þegna, sem búa í Hoi- landi, til þess að vara þá við mögu- legum árásum hryðjuverkamanna, en ekki þótti ástæða til að gera hið sama í Danmörku. Formaður hollenska lögreglu- sambandsins, Leen van der Linden, sagði í viðtali í sjónvarpi á mánu- dagskvöld, að hann ráðlegði hol- lenskum lögreglumönnum að flýja ef þeir lentu í návígi við hryðju- verkamenn. Sagði hann að lögregl- an hefði hvorki næga þjálfun né vopn til þess að fást við hryðju- verkamenn. Danirlagðirá heimavelli íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Dani glæsilega, 20—17, í landsleik i gær. Myndin sýnir markahæsta mann is- lenska liðsins, Kristján Arason, kljást við Morten Stig Christian- sen, fyrirliða danska landsliðsins. Sjá frásögn og viðtöl við islensku landsliðsmennina á bls. 53 ogp 55. a f * • * \ a AP/Símamynd A upplysingaveiðum? Fjórum sovéskum sendiráðsfulltrúum, sem voru að veiðum á ísilögðu Esrum-vatni, var skipað i land af lögreglu, þar sem þeir þóttu grunsamlega nálægt danskri ratsjárstöð. Myndin sýnir lögregl- una taka á móti Sovétmönnunum er þeir komu í land og kom þá í ljós að i búnaði þeirra var að finna ljósmyndavél og einhvers konar mælitæki. S-Yemen: Sótt að for- setahöllinni London, 14. janúar. AP. FLOKKAR hermanna og skrið- drekasveitir sóttu i dag að for- setahöllinni i Aden, höfuðborg Suður-Yemen, i kjölfar bylting- artilraunar. Þvi hefur verið hald- ið fram að Ali Nasser Mo- hammed, forseti, liggi nú i sjúkrahúsi þungt haldinn eftir banatilræði byltingarmanna. Dregið er i efa að leiðtogar til- ræðismanna hafi verið liflátnir, eins og ríkisútvarpið i Aden hélt fram í gær. Rafmagnslaust var í Aden annan daginn í röð og vatnsveita borgar- innar er óstarfhæf. Útvarp og sjón- varp sendu ekki út og ekkert síma- samband var við útlönd. Loka þurfti alþjóðlega flugvellinum í Aden vegna átakanna og a.m.k. flögur kaupskip voru alelda í höfninni þar ídag. Hermt er að ítalska sendiráðið hafi eyðilagst er sprengja lenti á því og tjón varð á brezka sendiráð- inu, en starfsmenn sendiráðanna sakaði ekki. Sjá nánar: „Harðir bardagar geisa í S-Yemen“ á bls. 24. Strassborg o g Lundúnum, 14. janúar. AP. FULLTRÚAR breska íhalds flokksins á þingi Evrópubanda- lagsins hafa lýst yfir stuðningi við tillögu þess efnis, að banda- ríska þyrlufyrirtækið Sikorski í samvinnu við ítali, kaupi ékki breska þyrlufyrirtækið West- land, sem átt hefur í erfiðleikum. Segir í tillögunni, að ef af kaup- unum verði muni það auka á ósjálfstæði Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tillagan verður Noregur: SAS hótar uppsögnum Osló, 14. janúar. AP. YFIRMENN skandinaviska flug- félagsins SAS hótuðu að segja 3.500 starfsmönnum félagsins á jörðu niðri upp, ef flugvirkjar félagsins létu ekki af aðgerðum til að knýja á um kröfur sínar. 179 flugvirkjar félagsins hafa farið sér hægt við störf sín til að knýja á um launahækkanir. í lok síðustu viku slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum og hafa þær ekki verið teknar upp síðan. Millilanda- flug truflaðist ekki vegna aðgerð- anna í dag, en allt að fímm klukku- stunda töf varð á innanlandsflugi. tekin til umræðu á þinginu á fimmtudag. Tillagan nýtur stuðnings komm- únista, sósíalista, kristilegra demó- krata og íhaldsmanna, þar með talinna 46 þingmanna íhaldsflokks Margaretar Thatcher. Vilja þing- mennimir að tilboði þríggja flug- vélaframieiðenda í Evrópu, auk British Aerospace í Bretlandi, verði tekið. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, mótmælti því í gær, að Leon Brittan, viðskiptaráð- herra, hefði leitt breska þingið á villigötur, er hann svaraði fyrir- spum frá Mikhael Heseltine, sem sagði af sér embætti vamarmála- ráðherra í fyrri viku, vegna óánægju með afstöðu bresku ríkis- stjómarinnar til bandarísk/ítalska tilboðsins. Fyrirspumin varðaði bréf frá British Aerospace til bresku rík- isstjómarinnar og sagði Brittan, að sér væri ekki kunnugt um tilvist slíks bréfs. Hann viðurkenndi síðar, að hann hefði vitað að Thatcher, forsætisráðherra, hefði fengið bréf- ið í hendur, en sagði að það hefði verið merkt trúnaðarmál og því hefði hann talið að hann mætti ekki láta uppskátt um það. Umræð- ur verða í neðri málstofu breska þingsins í dag um málefni Westland þyrlufyrirtækisins. Skoðanakönnún, sem birt var í bresku blöðunum í dag, en tekin áður en ósamkomulagið gaus upp innan bresku ríkisstjómarinnar, sýnir að íhaldsflokkurinn hefur 5% minna fylgi en Verkamannaflokk- urinn, 38% gegn 33%. í skoðana- könnun, sem gerð var fyrir mánuði, feng^u flokkamir jafn mikið fylgi, 35% hvor. Þing Evrópubandalagsins: A Ihaldsþingmenn á móti Thatcher

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.