Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ1913 ll.tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísk flug- vél í návígi við líbýskar þotur Washington, 14. janúar. AP. EFTIRLITSFLUGVÉL frá bandaríska flugmóðurskipinu Coral Sea komst í návígi við tvær llbýskar MIG-25-orustuþotur um miðjan dag í dag er hún var á eftirlitsflugi yfir Sidra-flóa, norðaustur af Trí- pólí, höfuðborg Lfbýu. Renndu þoturnar upp að vélinni og fylgdu henni um stund, en gerðu sig ekki líklegar til árásar. Þær sneru burt skömmu siðar. Flugmaður eftirlitsflugvélarinn- ar gerði flugmóðurskipinu þegar aðvart um samfylgdina og voru samstundis tvær F-A-13-orustuþot- ur sendar á loft frá skipinu, en þegar þær komu á staðinn, höfðu orustuþotur Líbýu horfíð á brott. Iibýa gerir kröfu til alls Sidra-flóa, en Bandaríkin viðurkenna ekki þá kröfu. Bandaríska flugmóðurskipið Saratoga er nú á leið um Súez- skurðinn og búist er við að það verði á Miðjarðarhafí á morgun, miðvikudag. Bandarískir embættis- menn hafa neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um ferðir Saratoga. Heimildir herma að bandaríski flot- inn hafí ekki fengið neinar fyrir- skipanir um hemaðaraðgerðir gegn Líbýu og er ástæðan fyrir ferðum Saratoga talin vera aukin spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Líbýu. Belgla: Hryðjuverk í undirbúningi? Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam, 14. janúar. AP. TVEIR Palestínumenn, sem handteknir voru í Brussel skömmu eftir árásiraar á flugvellina í Róm og Vínarborg um jólin, voru þar í þeim tilgangi að undirbúa frekari árásir, að sögn virts belgísks dagblaðs. Ekki sagði hvar hryðjuverkamennirnir hefðu ætlað að láta til skarar skríða. í ibúð sem mennirair dvöldust i fundust 11 kiló af sprengiefni, vélbyssa og önnur vopn. Öryggisgæsla á Norðurlöndun- um og í Hollandi var mjög mikil, vegna fregna um að hryðjuverka- menn hyggðu þar á árásir. Sérstakar gætur voru hafðar á flugvöllum og verustöðum banda- rískra og ísraelskra þegna. Banda- rískir sendiráðsstarfsmenn hófu í gær að hringja i þá 10 þúsund bandarísku þegna, sem búa í Hoi- landi, til þess að vara þá við mögu- legum árásum hryðjuverkamanna, en ekki þótti ástæða til að gera hið sama í Danmörku. Formaður hollenska lögreglu- sambandsins, Leen van der Linden, sagði í viðtali í sjónvarpi á mánu- dagskvöld, að hann ráðlegði hol- lenskum lögreglumönnum að flýja ef þeir lentu í návígi við hryðju- verkamenn. Sagði hann að lögregl- an hefði hvorki næga þjálfun né vopn til þess að fást við hryðju- verkamenn. Danirlagðirá heimavelli íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Dani glæsilega, 20—17, í landsleik i gær. Myndin sýnir markahæsta mann is- lenska liðsins, Kristján Arason, kljást við Morten Stig Christian- sen, fyrirliða danska landsliðsins. Sjá frásögn og viðtöl við islensku landsliðsmennina á bls. 53 ogp 55. a f * • * \ a AP/Símamynd A upplysingaveiðum? Fjórum sovéskum sendiráðsfulltrúum, sem voru að veiðum á ísilögðu Esrum-vatni, var skipað i land af lögreglu, þar sem þeir þóttu grunsamlega nálægt danskri ratsjárstöð. Myndin sýnir lögregl- una taka á móti Sovétmönnunum er þeir komu í land og kom þá í ljós að i búnaði þeirra var að finna ljósmyndavél og einhvers konar mælitæki. S-Yemen: Sótt að for- setahöllinni London, 14. janúar. AP. FLOKKAR hermanna og skrið- drekasveitir sóttu i dag að for- setahöllinni i Aden, höfuðborg Suður-Yemen, i kjölfar bylting- artilraunar. Þvi hefur verið hald- ið fram að Ali Nasser Mo- hammed, forseti, liggi nú i sjúkrahúsi þungt haldinn eftir banatilræði byltingarmanna. Dregið er i efa að leiðtogar til- ræðismanna hafi verið liflátnir, eins og ríkisútvarpið i Aden hélt fram í gær. Rafmagnslaust var í Aden annan daginn í röð og vatnsveita borgar- innar er óstarfhæf. Útvarp og sjón- varp sendu ekki út og ekkert síma- samband var við útlönd. Loka þurfti alþjóðlega flugvellinum í Aden vegna átakanna og a.m.k. flögur kaupskip voru alelda í höfninni þar ídag. Hermt er að ítalska sendiráðið hafi eyðilagst er sprengja lenti á því og tjón varð á brezka sendiráð- inu, en starfsmenn sendiráðanna sakaði ekki. Sjá nánar: „Harðir bardagar geisa í S-Yemen“ á bls. 24. Strassborg o g Lundúnum, 14. janúar. AP. FULLTRÚAR breska íhalds flokksins á þingi Evrópubanda- lagsins hafa lýst yfir stuðningi við tillögu þess efnis, að banda- ríska þyrlufyrirtækið Sikorski í samvinnu við ítali, kaupi ékki breska þyrlufyrirtækið West- land, sem átt hefur í erfiðleikum. Segir í tillögunni, að ef af kaup- unum verði muni það auka á ósjálfstæði Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tillagan verður Noregur: SAS hótar uppsögnum Osló, 14. janúar. AP. YFIRMENN skandinaviska flug- félagsins SAS hótuðu að segja 3.500 starfsmönnum félagsins á jörðu niðri upp, ef flugvirkjar félagsins létu ekki af aðgerðum til að knýja á um kröfur sínar. 179 flugvirkjar félagsins hafa farið sér hægt við störf sín til að knýja á um launahækkanir. í lok síðustu viku slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum og hafa þær ekki verið teknar upp síðan. Millilanda- flug truflaðist ekki vegna aðgerð- anna í dag, en allt að fímm klukku- stunda töf varð á innanlandsflugi. tekin til umræðu á þinginu á fimmtudag. Tillagan nýtur stuðnings komm- únista, sósíalista, kristilegra demó- krata og íhaldsmanna, þar með talinna 46 þingmanna íhaldsflokks Margaretar Thatcher. Vilja þing- mennimir að tilboði þríggja flug- vélaframieiðenda í Evrópu, auk British Aerospace í Bretlandi, verði tekið. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, mótmælti því í gær, að Leon Brittan, viðskiptaráð- herra, hefði leitt breska þingið á villigötur, er hann svaraði fyrir- spum frá Mikhael Heseltine, sem sagði af sér embætti vamarmála- ráðherra í fyrri viku, vegna óánægju með afstöðu bresku ríkis- stjómarinnar til bandarísk/ítalska tilboðsins. Fyrirspumin varðaði bréf frá British Aerospace til bresku rík- isstjómarinnar og sagði Brittan, að sér væri ekki kunnugt um tilvist slíks bréfs. Hann viðurkenndi síðar, að hann hefði vitað að Thatcher, forsætisráðherra, hefði fengið bréf- ið í hendur, en sagði að það hefði verið merkt trúnaðarmál og því hefði hann talið að hann mætti ekki láta uppskátt um það. Umræð- ur verða í neðri málstofu breska þingsins í dag um málefni Westland þyrlufyrirtækisins. Skoðanakönnún, sem birt var í bresku blöðunum í dag, en tekin áður en ósamkomulagið gaus upp innan bresku ríkisstjómarinnar, sýnir að íhaldsflokkurinn hefur 5% minna fylgi en Verkamannaflokk- urinn, 38% gegn 33%. í skoðana- könnun, sem gerð var fyrir mánuði, feng^u flokkamir jafn mikið fylgi, 35% hvor. Þing Evrópubandalagsins: A Ihaldsþingmenn á móti Thatcher
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.