Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Moigunblaaið/Ami Sæberg Lögreglumaður grár fyrir járnum stendur vakt við veitingabúð brottfararfarþega á Keflavíkurflug- velli í gærmorgun. Sérstakri öryggisgæslu haldið áfram á Keflavíkurflugvelli: Ekkí tafir hjá farþegum vegna lítillar umferðar SÉRSTAKRI öryggisgæslu var haldið áfram í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í gær vegna viðvarana tíl yfirvalda um hugsan- Ieg hryðjuverk palenstínskra skæruliða. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar skrifstofustjóra vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins hefur ekki verið ákveðið hvað vakt vopnaðra lög- reglumanna í flugstöðinni verður lengi. Sagði hann að allt hefði gengið eðlilega fyrir sig á Keflavíkurflugvelli. Um klukkan átta í gærmorgun öryggisgæslunnar, en hinir vopn- fóru vélar Amarflugs og Flugleiða með samtals um 100 farþega til Evrópu og komu til baka síðdegis. Ekkert Ameríkuflug var á vegum Flugleiða í gær en bandarísk farþegavél á vegum Vamarliðsins kom snemma í gærmorgun og fór aftur á nfunda tímanum. Engar tafír urðu hjá farþegunum vegna uðu lögreglumenn vora óneitan- lega áberandi í flugstöðinni. Gottskálk Ólafsson varðstjóri í útlendingaeftirlitinu sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gærmorgun að fólk tæki þessum aðgerðum með jafnaðar- geði enda hefði aukið eftirlit ekki áhrif á ferðir þeirra. Hann þakk aði því einkum að umferð um Keflavíkurflugvöll væri í lágmarki þessar vikumar og sagði að ef meira álag væri myndu farþegar vafalaust verða fyrir töfum. Gott- skálk sagði að hið aukna eftirlit beindist einkum að komufarþeg- um og sagði að tveir menn störf- uðu nú við vegabréfaskoðun í stað eins áður, og hefði það einkum verið gert til að mönnum gæfíst betri tími til að athuga málin, án þess að tefja mikið fyrir þeim sem ekki þyrftu skoðun. Gottskálk sagði að eftirlitið beindist ekki að ákveðnum einstaklingum heldur mönnum af ákveðnum þjóðemum. Vélbyssur víkingasveitarinnar VÉLBYSSUR víkingasveitarmannanna, sem gæta öryggis í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eru vestur-þýskar, framleiddar af fyrirtækinu Heckler og Koch. Þær eru með 9 mtn hlaupi og unnt að hlaða þær með 30 skota hyiki. Eins og sést á myndunum er unnt að beita byssunum með eða án skeftis. Vélbyssur af þessari gerð eru notaðar af öryggis- og sérsveitum viða um lönd, svo sem í Bandaríkjunum, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Söluverðmæti allt að 2,6 millj arðar SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda hefur gert samn- ing við Portúgali um sölu á 19.000 til 25.000 Iestum af salt- fiski á þessu ári með venjulegum Salan á Kolbeinsey: Landsbankínn mat til- boð ÚNÞ óraunhæft Fiskveiðasjóður óskar viðræðna við Útgerðarfélag Akureyringa ÚTGERÐARFÉLAG Norður-Þingeyinga hefur nú fallið frá tilboði sinu í togarann Kolbeinsey og stjórn Fiskveiðasjóðs hefur ákveðið að leita eftir samningum við næstbjóðanda, Útgerðarfélag Akur- eyringa, sem bauð 163 milljónir króna í skipið. Stjórnendur ÚNÞ telja sig hafa verið beitta pólitiskum þrýstingi til að falla frá til- boðinu, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir þvi, að Landsbankinn hafi metið tilboðið óraunhæft. Bankinn mat tilboðið að beiðni stjóm- ar Fiskveiðasjóðs. ÚNÞ bauð um 180 milljónir í skipið, ÚA 163 og Húsvíkingar buðu um 160 milljónir. í tilboði UA var fyrirvari vegna hugsanlegs til- boð Húsvíkinga. Gísli Konráðsson, annar framkvæmdastjóra ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stjóm félagsins ætti eftir að taka afstöðu til málsins í ljósi nýjustu frétta og gæti hann ekki tjáð sig um hver hún yrði. Hins vegar væri áhugi hjá félaginu á kaupum á togara. Jóhann A. Jónasson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Þórshöfn, einn talsmanna ÚNÞ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stjómendur félagsins hefðu vissulega verið beittir pólitískum þrýstingi til að falla frá tilboðinu. Vegna þess og vegna fyrirsjáan- legra erfíðleika á Húsavík, ef skipið hyrfí þaðan, hefði þessi ákvörðun verið tekin. Hann sæi úr þessu ekki annað en það væri sjálfgefíð, að uppboðsskipin ættu að vera áfram á fyrri stöðum, ekkert tjóaði fyrir aðraaðbjóðaíþau. fyrirvara um samþykki stjóm- valda í Portúgal. Samið var um 16% verðhækkun í dölum talið frá samningi síðasta árs með viðmiðun við SDR. Verði á árinu framleitt upp í allan samninginn er verðmæti hans um 2,6 millj- arðar íslenzkra króna, 63 millj- ónir Bandaríkjadalir. í samningnum er gert ráð fyrir hröðum afskipunum eða jafnóðum og fískurinn verður pökkunarhæf- ur. Afskipunum skal lokið í ágúst á þessu ári. Ennfremur var samið um hraðari greiðslur en áður, sem talið er mjög mikilvægt atriði fyrir framleiðendur. Með því móti er talið að verkunin skili jákvæðum rekstri að öllu óbreyttu. Saltfískframleiðslan á sfðasta ári varð um 46.000 lestir og jókst um 10% frá árinu áður. Alls vora fluttar út 49.000 lestir af saltfíski á síðasta ári að verðmæti um 4 milljarðar króna. Birgðir um áramót vora innan við 1.000 lestir. Mest var flutt út til Portúgal eða rúmlega 25.000 lestir. Spánveijar keyptu 10.500 lestir. ítalir keyptu 3.500 lestir, Grikkir 3.300, Frakkar og Þjóðveij- ar 2.000 lestir hvor þjóð. Saltfískur var á sfðasta ári seldur til um 15 landa í §óram heimsálfum, þar á meðal til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í mjög langan tfma, alls 82 lestir. Talið er að meira hefði verið hægt að selja, hefði fískur verið til hér. Árið 1985 vora fluttar utan 49.000 lestir af saltfíski en 42.000 árið 1984. í fyrra vora fluttar utan 34.200 lestir af blautverkuðum físki (27.500 1984), 9.700 lestir af tand- urfíski (9.000 1984), 1.600 af þorskflökum (1.200 1984), 1.700 af ufsaflökum (1.600 1984), 1.700 lestir af þurrfiski (2.600 lestir 1984) og 100 lestir af söltuðum hausum. Lætur af emb- ætti veiði- málastjóra ÞÓR Guðjónsson veiðimálastjóri hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu frá og með 1. apríl 1986 fyrir aldurs sakir. Þór hóf fyrst afskipti af veiðimál- um fyrir 40 áram og var skipaður veiðimálastjóri 1. aprfl 1946. Fundur í Stúdentaráði í gærkvöldi: Vantraust sam- þykkt á stjórnina Á FUNDI Stúdentaráðs í gærkvöld var samþykkt vantrauststillaga á stjórn Stúdentaráðs með 15 atkvæðum gegn 14 en 30 stúdentar sitja í ráðinu. Einn sat hjá. Tillaga þessi kom I kjölfar sam- þykktar félagsfundar Umbótasinna í fyrrakvöld um að samstarfi við Vöku skyldi slitið. Eins og fram hefur komið í frétt- um, hafði stjóm Stúdentaráðs lagt fram ýtarlega áætlun um aðgerðir í lánamálum sem féllu ekki að hugmyndum vinstri manna og hluta Umbótasinna. Eftir afgreiðslu van- trauststillögunnar í gærkvöldi lagði Félag vinstri manna, fram tillögu um frestun á fundinum til sunnu- dags. Var þá eftir að afgreiða ýmis mál svo sem tillögu frá stjóminni þar sem nýlegri skerðingu á náms- lánum er mótmælt. Guðmundur Jóhannsson, fráfar- andi formaður sljómar Stúdenta- ráðs HÍ, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að með þessu hefðu vinstri menn og Um- bótasinnar lamað starfssemi Stúd- entaráðs einmitt þegar mest þörf væri á samstöðu stúdenta og styrkri stjóm. „Á fundinum komu ekki fram andmæli frá vinstri mönnum vegna tillögu stjómar SHÍ, en samt sem áður sáu þeir ekki ástæðu til að samþykkja hana áður en fundi var frestað. Vaka hélt að þessir menn bæra hagsmuni stúdenta fyrir bijósti en með þessum gerræð- islegu vinnubrögðum er Stúdenta- ráð gert að stjómlausu tæki. Það er vítavert að lýsa vantrausti á meirihluta Stúdentaráðs án þess að gera ráð fyrir að aðrir taki við stjómartaumum strax. Með þessu hefur virðingu Stúdentaráðs sett veralega niður og hagsmunum stúdenta verið vikið til hliðar," sagði Guðmundur. Gert er ráð fyrir að Félag vinstri manna og Umbótasinnar mjmdi nýjan meirihluta í stjóm Stúdenta- ráðs nk. sunnudag, en eins og fram hefur komið er engin stjóm starf- andi þangað til. Stefán Kalmansson, formaður Vöku, sagði að Vaka myndi eftir sem áður starfa að heilindum að hagsmunamálum stúdenta. „Með aðgerðum sínum, hafa vinstri menn og Umbótasinnar komið í veg fyrir að tekið verði á lánamálum af hálfu stúdenta næstu daga. Þær fullyrð- ingar, sem fram hafa komið um aðgerðarleysi stjómar Stúdentaráðs era fyrirsláttur einn og athyglisvert að hvorki Umbótasinnar né vinstri menn hafa lagt fram neinar tillögur um aðgerðir í lánamálum." Saltfisksamningur við Portúgali:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.