Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 3 Víkingar tileinka Reykjavík titilinn í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar í TILEFNI 200 ára afmælis Reykjavíkur tileinka Víkingar borginni sigur I íslandsmótinu í handknattleik 1986 og afhentu í gær Davíð Oddssyni, borgarstjóra, bikarinn til varðveislu út árið. Borgarstjóri þakkaði Víkinguni og sagði að íslandsbikar- inn yrði varðveittur á Kjarvalsstöðum og yrði borgarbúum þar tilsýnis. Yngsti leikmaður íslandsmeist- ara Víkings, Bjarki Sigurðsson, afhenti borgarstjóra bikarinn og með honum voru Páll Björgvins- son, sem hefur unnið alla íslands- meistaratitla Víkings - sex að tölu - og Magnús Guðmundsson, for- maður handknattleiksdeildar Vík- ings. Við það tækifæri sagði Magnús, að hann vonaðist til að aðrir reykvískir íþróttamenn fet- uðu f fótspor Víkinga og færðu Reykjavík jafn ánægjulegar af- mælisgjafir og hjálpuðu þannig til að skapa viðeigandi afmælis- stemmningu á þessum tfmamót- um. Davíð Oddsson lýsti því yfir, að hann myndi beita sér fyrir að Reykjavíkurborg gæfi nýjan bikar fyrir næsta Islandsmót, en keppt hefur verið um núverandi bikar frá árinu 1965. Davfð Oddsson, borgarstjóri, virðir íslandsmeistaratitilinn fyrir sér eftir að Bjarki Sigurðsson, hinn ungi Víkingur, hafði afhent hann til varðveislu. Með á myndinni eru Magnús Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, og PáU Björgvinsson. AStVSÍogVMSS: Fyrsti samn- ingafundur hald- inní dag Fundur með BSRB á mánudag SAMNINGAFUNDIR aðila vinnumarkaðarins vegna vænt- anlegra kjarasamninga eru nú að hefjast og var fyrsti fundur samninganefnda Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna boðaður klukkan 10.00 árdegis i dag. Pyrsti samningafundur BSRB og fjármálaráðuneytisins hefur verið boðaður klukkan 14.00 á mánudag- inn næstkomandi. Auk Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara gera lög um BSRB ráð fyrir tveimur sáttanefndarmönnum til viðbótar. Ekki hafði endanlega verið gengið frá skipan nefndarinnar í gær nema að Hrafii Magnússon mun áfram eiga sæti í nefndinni eins og undan- farinár. Bjamarborg auglýst tíl sölu BORGARRÁÐ hefur samþykkt söluskilmála fyrir Bjarnarborg, sem borgarverkfræðingur hef- ur gert að beiðni borgarstjóra. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um sölu hússins heldur samþykkt að leita eftir tilboð- um. Varðandi söluskilmálana þótti nauðsjmlegt að gera sérstaka grein fyrir þeim möguleikum sem skipu- lag Skúlagötusvæðisins býður upp á. Samkvæmt því er fyrirhuguð miðbæjarstarfsemi í þeim reit sem lóðin er á og getur húsið orðið hluti af sambyggingu meðfram Hverfis- götu, en getur einnig staðið með óbreyttu útliti. Húsið er ekki friðað og má því einnig byggja nýtt hús á lóðinni, en samkvæmt skipu- lagstillögu verður það að vera svipað. Lagt er til að húsið verði auglýst til sölu samkvæmt þessum skilmál- um. í þeim er tekið fram, að bjóð- andi skal upplýsa fyrirhuguð not hússins, að skilmálar skulu verða hluti af þinglýstum kaupsamningi eftir því sem við á og að réttur sé áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Krumpuvélar. Allt að 50% sparnaður við pökkun. ■ Lofttæmingarvélar. Aukið geymsluþol og verðmæti matvöru. Pokalokunarvélar. Frá 6.500 kr. Fyrirstórar sem smáar rekstrareiningar. Plastprent selur fleira en plast. Við bjóðum einnig úrval stórra og smárra pökkunarvéla sem spara vinnu og auka verðmæti vörunnar. Notagildi vélanna er næsta ótakmarkað. Yfir 50 fyrirtæki keyptu pökkunar- vélar af okkur á síðasta ári, t.d.: Sól hf, Mjólkur- samsalan hf, Vífilfell hf, Nói—Síríus hf, K. Jónsson & Co hf, Kaupfélagið Fram, Síldarvinnslan Nesk, Vest- firska harðfisksalan, Rækjuvinnslan Skagastr., Gunnarsbakarí Reyðarf., Valberg Ólafsf., Staðarskáli Hrútaf., Hraðhreinsun Árbæjar, Broadway, Júmbósamlokur. . . Þú handleikur umbúðirnar okkar daglega. I 26 ár höfum við jafnframt framleitt alls konar plastumbúðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Við svörum síaukinni eftir- spurn eftir hagkvæmum umbúðum sem nýtast allt frá framleiðanda til neytanda. Það er því engin tilviljun að flestallir Islendingar meðhöndla daglega vörur sem pakkað er í umbúðir frá okkur. Plastpökkun er framtiðarlausn. Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og aug- lýsingargildi. Forysta Plastprents byggist á tækni- framförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leys- um við pökkunarvanda íslenskra fyrirtækja. Brettavafningsvéfar. Brettapökkun í plast — hagkvæm og hlífir vöru í flutn ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.