Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 5 Rotterdammarkaður: Stórlækkun á gasolíu VERÐ á gasolíu á Rotterdammarkaði hefur lækkað um 10 til 12 dollara á dag, hvert tonn, undanfarna 2 daga vegna verðlækkunar sem orðið hefur á heimsmarkaði. Var skráð verð 214,50 dollarar eða 9.034,74 islenskar krónur fyrir hvert tonn af gasoliu í gær, mánudag 13. janúar. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að fob. verð 15. janúar á þeim gasolíubirgðum, sem til eru í landinu verði um 258 dollarar fyrir hvert tonn eða 10.871,29 krónur ís- lenskar. Verð á gasolíu lækkaði skyndi- lega niður í 230,00 dollara fyrir hvert tonn, 9.687,60 ísl. kr. í byijun desember og hélst það verð í einn sólarhring en hækkaði aftur í 240,00 til 245,00 dollara, ísl. kr. 10.108,80 til 10.319,40, og hefur haldist á því bili þar til sl. föstudag að skráð verð var komið niður í 224,25 dollara eða ísl. kr. 9.445,41 eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti. Að sögn Kristjáns B. Olafssonar, deildar- stjóra í hagdeild Olíufélagsins Skeljungs hf., hefur verðið haldið áfram að lækka síðan og hefur verð á svartolíu og bensíni einnig iækkað á sama tímabili. Þessi verðlækkun kemur hins vegar ekki til með að hafa áhrif á útsölu- verð hér á landi fyrr enn í mars að því tilskyldu að olíuverð og gengi dollars haldist óbreytt. 01 ían sem nú er verið að selja ví keypt til landsins í nóvember sl., áður en verðlækkunin kom fram. Gildandi útsöluverð á gasolíu er 11,90 krónur fyrir hvem lítra en miðað við meðalverð á birgðum Veröskrúníng gasollu á Rotterdammarkaöi 260.0 dollarar/ 2400 tonn 210.0-- 200.0-HH—I—I—I—I—I—l—1—t—I—I—M—H-■+■ 1-1-1- I- 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1011 1213141516171819202122232425262728293031 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1011 1213 01. desember 1985 — 13. janúar 1986. 15. janúar og skráð gengi dollars um áramót þá er kostnaðarverð olíunnar um 12,25 lítrinn og er því hver gasolíulítri seldur á verði sem er 0,35 aurum undir kostnað- arverði. Mismunurinn safnast upp á svokölluðum innkaupajöfnunar- reikningi, sem sér um að jafna út verðbreytingum. Verðlækkun á gasolíu verður því ekki hér á landi fyrr en tekist hefur að mæta þessum mismunin og er þess ekki að vænta fyrr en í mars að því er Kristján tjáði blaðinu. Flugleiðir: „Gæti allt eins orðið tap á rekstr- inum 1985“ — segir Sigpurður Helga- son forstjóri VERULEGUR rekstrarhalll varð hjá Flugleiðum síðustu þrjá mán- uði ársins, meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða gæti allt eins orðið tap af rekstri fyrirtækisin8 á árinu, þrátt fyrir að hagnaður hafi verið á rekstr- inum fyrstu níu mánuði ársins. Sigurður sagði um ástæður verri afkomu síðustu þrjá mánuði ársins en reiknað var með, að gengis- þróunin hefði verið óhagstæð miðað við kostnaðarhækkanir innanlands. Þá hefðu fargjöldin í Atlantshafs- fluginu lækkað vegna aukinnar samkeppni. Sigurður sagði að já- kvæðu hlutimir væru þeir að innan- landsflugið hefði gengið betur en áður og það rekið hallalaust eftir margra ára hallarekstur. Þá hefði hótelreksturinn og rekstur bílaleigu gengið betur en áður. Sigurður Helgason sagði að þeir Flugleiðamenn væru ekkert of bjartsýnir á reksturinn á nýbyijuðu ári og ýmsar blikur á lofti. Sambandið: Búist við rekstr- arafgangi UPPGJÖR liggur ekki fyrir en ég á von á þvi að einhver rekstr- arafgangur hafi verið hjá okkur, sagði Erlendur Einarsson for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga þegar hann var spurður um afkomuna á síðasta ári. Erlendur sagði að hinar ýmsu deildir hefðu gengið misjafnlega á árinu. Sjávarafurðadeildin hefði. gengið vel, skipareksturinn sæmi- lega svo og hluti af versluninni en iðnaðurinn hefði átt í erfíðleikum og búvörudeildin hefði einnig verið rekin með talsverðum halla. Sagði Erlendur að rekstur kaupfélaganna hefði gengið misjafnlega. Árið hefði verið erfítt fyrir atvinnureksturinn, ekki síst vegna mikils fjármagns- kostnaðar sem kæmi misjafnlega illa við fyrirtækin eftir því hvemig þau væru stödd fyrir. EFTIR TVO DAGA BERAST MEIRIHÁTTAR ^ TÍÐINDIFRÁ DAIHATSU «4 UM NÝJAN BÍL. lÁÞAÐ getur borgað SIG AÐ BÍÐA. Daihatsuumboðið Armúla 23. s. 685870 — 81733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.