Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Hvers á sá guli að gjalda? eftir Sigfús A. Schopka í Mbl. 20. desember sfðastliðinn ritar Ammundur Backmann hsesta- réttarlögmaður grein um fískveiði- stefnuna. Flest fínnur Ammundur því til foráttu, sem gert hefur verið í þeim efnum undanfarin ár. Ekki verður annað séð en að sú „áunna fískveiðibæklun" eins og hann kýs að kalla grein sína, megi m.a. rekja til fískveiðiráðgjafar Hafrann- sóknastofnunarinnar. Mig undrar mest, hvemig hægt er að kalla fískveiðistefnuna fískveiðibæklun á því ári, þegar aldrei hafa verið dregin fleiri bein úr sjó hjá þessari þjóð, frá því er land byggðist. En hvað er svona athugavert við fískveiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar, að hans mati? Jú, síðasta skýrsla stofnunarinnar frá 24.9. (skýrslan sem hér er vitnað til §allar um ástand þorskstofnsins og aflahorfur 1986 og 1987). Gætir þar þeirrar bölsýnisstefnu sem Ammundur talar um? Þvert á móti. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar gætir mun meiri bjartsýni nú um ástand þorskstofnsins en oftast áð- ur. Bent er á, að vaxtarskilyrði þorsks hafa farið batnandi, enn- fremur að nú og á næstu árum séu væntanlegir vænir árgangar inn í veiðistofninn. Stofninn mun því fara vaxandi á næstu áram, verði veið- inni stillt í hóf. í töflu er fylgir skýrslunni er sýnd áhrif mismun- andi afla á þróun stofnsins á næstu ámm (tafla 1). innan við milljón tonn og hefur stofninn vart verið minni áratugum saman. Á sjötta áratugnum var veiðistofn þorsks tvöfalt stærri en hann er í dag. Þá var sóknin í stofninn í námunda við kjörsókn og ársafíinn þrátt fyrir það oftast á bilinu 400-450 þús. tonn. Ekki ofgerði sá þorskstofn fæðuframboð- inu og ekki er ætlunin að byggja þorskstofninn í framtíðinni fram jrfír stærð stofnsins á sjötta ára- tugnum. Nýting stofnsins mun að sjálfsögðu verða í samræmi við fæðuframboð hveiju sinni, en unnið er að rannsóknum á því sviði. Hvers vegna að byggja upp þorskstofninn? Rökin fyrir stækkun þorskstofns- ins eru bæði líffræðileg og efna- hagsleg. Líffræðileg rök eru þau, að þegar stofninn er stór, eru í honum fleiri árgangar en þegar stofninn er lítill. Veiði úr stórum stofni byggist því á fleiri árgöngum. Misfarist klak eitt árið, eru miklu minni líkur til að sú sveifla niður á við komi fram í aflabrögðum, þegar veiðin byggist á stórum stofni. Þegar hart er sótt í lítinn stofn koma stofnsveiflur oftast strax fram í veiðum. M.ö.o. með stækkun þorskstofnsins er fyrst og fremst verið að tryggja að veiði verði árviss og aflasveiflur minnki frá ári til árs. (Þá er því ekki að leyna, að með stærri stofni mun hiygning ná víðar í tíma og rúmi, sem hugsanlega tiyggir betri nýliðun í erfíðu árferði, Ágæt reynsla er komin á síldveið- ar okkar en sóknin (veiðidánartal- an) í sumargotssíldarstofninn hefur í nokkur ár verið miðuð við kjörsókn í þann stofn. Stjómun sfldveiðanna sem Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til og stjómvöld hafa einnig fylgt að mestu, hefur leitt til þess að árlegar sveiflur í síldveiðum okkar em liðin tíð. Tafla 2. SUd og ufsi. Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark og raunvemlegur afli (í þús. tonna) Sfld_________Ufgi Ar Tillögur Afli Tillögur Afli Dr. Sigfús A. Schopka „Það hefur verið skoð- un okkar á Hafrann- sóknastofnuninni að ein leiðin til þess að draga úr þessum aflasveiflum sé því sú að byggja upp þorskstofninn og stuðla þannig að jafnari veið- um.“ Það hefur verið skoðun okkar á Hafrannsóknarstofnuninni að ein leiðin til þess að draga úr þessum aflasveiflum sé því sú, að byggja upp þorskstofninn og stuðla þannig að jafnari veiðum. í þessum efnum 1978 35 37 60 50 1979 35 45 60 63 1980 45 53 60 58 1981 40 40 60 59 1982 50 56 65 69 1983 50 59 65 58 1984 50 50 65 64 1985 50 50* 60 58* *) bráðabirgðatala Af botnfískstofnum má segja að sóknin í ufsann gangi einna næst kjörsókn. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið harðar sótt í ufsann em m.a. markaðsaðstæður, en ufsi er ekki nærri eins eftirsóttur og þorsk- ur. Þess vegna hefur sókn í ufsann verið stillt sjálfkrafa meir í hóf en ella. Eins og sjá má á töflu 2 hafa sveiflur í ufsaafla verið tiltölulega litlar, vegna þess að ufsaaflinn hefur ekki verið allfjarri tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar. Oðm máli gegnir um aðra mikilvæga botnfiskstofna eins og ýsu, karfa og grálúðu. Ástandið þar er nokkuð svipað og hjá þorskinum. Því miður er sóknin það hörð, að sveiflur í stofnstærð koma jafnharðan fram í veiðunum. I lok greinar sinnar varpar Am- mundur fram nokkmm fyrirspum- um til fiskifræðinga. Flestum þess- ara spuminga hefur þegar verið svarað hér að framan. Ammundur spyr, hvort það sé ekki rétt að þorskaflinn hafí aldrei farið niður úr 330.000 tonnum á ári frá 1950 til 1982, þ.e. 32 ár samfleytt, þegar sóknin var óheft og smáfískur drep- inn í stómm stíl af útlendingum? Það er rétt að aflinn fór ekki niður fyrir 330 þús. tonn á þessum ámm, en ekki má gleyma því að endurbætt veiðarfæri, tilkoma skutskipa og betri fiskleitartæki átt stóran þátt í að halda aflanum uppi síðari hluta umrædds tímabils. Þrátt fyrir tals- verða friðun smáfísks, frá 1977 er útlendingar hættu hér veiðum, þá var ástand stofnsins orðið þannig árið 1982, að þorskaflinn árið 1983 varð sá minnsti í 35 ár. Stærð veiðistofns var þá komin niður undir 800 þús. tonn. Siðan, þrátt fyrir takmarkaðan þorskafla. er þorsk- stofninn enn í svipaðri lægð. Það hefði þess vegna farið betur á því, að veiðum hefði verið stillt meir í hóf og fyrr en gert var. Ef það hefði verið gert strax og útlending- ar hurfú héðan af miðunum hefðum við kannski borið gæfu til að sitja ekki uppi með alltof stóran físki- skipastól, sem á sinn þátt í vanda útgerðar í dag. Höfundur er fiskifræðingur og starfarÁ Hafrannsóknastofnun. Tafla 1.5.1 Þorskur. Áhrif mismunandi sóknar (F) og aflamarks á áætlaða stærð þorskstofnsins (þús. tonn) árin 1986—1989. Þús. tonn PORSKUR 1985 1986 1987 1988 1989 Stofn Hrygn. F Afli V.r.gj. Stofn Hrygn. F Afli Stofn Hrygn. F Afli Stofn Hrygn. F Afli Stofn Hrygn. 4+ stofn 86-7 4+ stofn 4+ stofn 4+ stofn 4+ Stofil 940 320 0.77 310 Aflam. 850 330 350 0.91 350 840 280 1.03 350 960 240 0.99 350 980 260 300 0.74 300 900 320 0.75 300 1080 320 0.65 300 1180 370 250 0.59 250 960 360 0.54 250 1210 400 0.44 250 1380 490 Kj.s.Fk 0.29 148 1090 430 0.29 184 1420 540 0.29 235 1730 670 F= veiðidánartala 7—11 ára þorsks. Eins og við er að búast mun sú steftia, að draga sem mest úr veið- um, leiða til skjótastrar stækkunar stoftisins. í þeim dæmum sem dreg- in eru upp í töflunni er uppbygging stofnsins hröðust við þá sókn, sem kölluð er kjörsókn. Hin dæmin sýna, að stofninn vex bæði við 250 og 300 þúsund tonna ársafla. Hins vegar mun stofninn nánast standa í stað verði veiðar 350 þúsund tonn á ári næstu árin. Hafrannsóknastofnunin lagði til, eins og alkunna er, að þorskafli 1986 og 1987 miðist við 300 þúsund tonna ársafla. Það er því misskiln- ingur hjá Ammundi að Hafrann- sóknastofnunin sé að leggja til að draga svo úr afla í einu vetfangi að sókn miðist við kjörsókn. Dæmið um kjörsóknarveiði er sett fram til að sýna hve núverandi veiðidánar- stuðull er langt umfram það, sem hann þyrfti og ætti að vera. Engin nauðsyn er á því að stíga þessi skref í einu vetfangi, heldur er hér um langtímamarkmið að ræða eins og segir í skýrslunni. Þessu mark- miði má ná á ýmsa vegu. Það sést í sumum dæmunum í töflu I. Sam- bandi milli stofnstærðar og sóknar er þannig háttað, að svo lengi sem stofti fær að vaxa, án þess að afli sé aukinn að sama skapi, dregur úr fískveiðidauðanum og þar af leið- andi sókninni. Við sjáum I töflunni hvemig veiðidánarstuðlar fara lækkandi við stækkun stofnsins og nálgast smám saman kjörsókn er fram í sækir. Eitt af því sem Ammundi er mikið áhyggjuefhi er sú stefna að byggja upp þorskstofninn og óskar hann eftir rökum þar að lútandi. Áhyggjur hans stafa m.a. af því eins og hann sjálfúr segir, „að því hljóti að vera einhver takmörk sett hvað hiygningarstofninn (SVO) má vera stór til þess að hann ofgeri ekki fæðuframboðinu." Áhyggjur Ammundar eru óþarf- ar í þessum eftium. Veiðistofn , þorsks er nú talinn vera nokkuð þótt það sé ekki sannað.) Efnahagslegu rökin eru þau, að mun meiri afli fæst á sóknareiningu úr stórum stofni en litlum og stuðlar því stærri stofn að hagkvæmari veiðum. Það kom fram í ávarpi forsætisráðherra nú um áramótin, að þegar mest hmn hefur orðið í þjóðarframleiðslunni hefur það í öll skiptin stafað af aflabresti. er ekki óeðlilegt að steftia að því að halda sókninni I námunda við kjörsókn, sem Iangtímamarkmiði, vegna þess að við þekkjum af sögu þorskveiðanna, að stofninn hefur gefíð af sér 400—450 þús. tonna afla við þá sókn. Kanadamenn hafa valið kjörsóknarleiðina til að byggja upp og nýta fískstofna sína. Hvers vegna ekki íslendingar? Myndin sýnir stærð veiðistofns þorsks (4 ára og eldri) í þús. tonna árin 1980-1985 og áhrif mismunandi aflamarks á áætlaða stærð stofnsins árin 1986-1989. Keppendalisti á bridshátíð Keppendalisti í tvímennings- keppni á bridshátíð. Eftirtalin pör munu keppa I 15. Jakob R. Möller — Jaquie McGreal 16. Magnús Torfason — Gfsli Torfason 17. Esther Jakobsdóttir — BR-USA Keflavfk tvímenningskeppni Bridgehátíðar 1986: (Töfluröð): 1. Per Olaf Sundelin — Valgerður Kristjónsdóttir 18. Hörður Blöndal — Grettir Frímannss. 19. ZiaMahmood — Barry Myers 20. Þórarinn Sigþórsson — BR Akureyri Bretlandi Sven Olav Flodquist, 2. Lars Blaset — Svfþjóð Þorlákur Jónsson 21. Stefán Guðjohnsen — BR Knut Blakset, 3. Jón Páll Sigurjónsson — Sigfús Ö. Ámason, 4. Ragnar Bjömsson — Danmörk Þórir Sigurðsson 22. Hermann Lárusson — BR TBK Ólafur Lámsson 23. Hannes R. Jónsson — BR Sævin Bjamason 5. AllanGraves — Kópavogi Ragnar Halldórsson 24. EinarGuðjohnsen — BR George Mittelmann 6. Páll H. Jónsson — Kanada Guðmundur Péturss. 25. Kristján Blöndal — USA/BR Þórarinn B. Jónsson 7. Michael Massimilla — Akureyri Kristján Már Gunnarss. 26. Vilhjálmur Sigurðsson — BR/Self. Þ Michael Polowan 8. Guðni Þorsteinsson — USA Þráinn Sigurðsson Kóp./Akranesi 27. Sigfus Þórðarson — Sigurður B. Þorsteinsson 9. AmarGeirHinriksson — BR Vilhjálmur Þ. Pálsson 28. Rúnar Magnússon — Self. Frá bridshátíð 1985. Zia Mahmood leikur listir sfnar fyrir áhorf- endur. Zia verður einnig með á þessari bridshátíð en hann er einn þekktasti bridsspilari heims. Morgunblaðið/Arnór. fsaí. Einar Valur Kristjánss. 10. ÓlafurÁgústsson — Pétur Guðjónsson 11. Aðalsteinn Jónsson — Kristján Kristjánsson Eskif./Reyðarf. 12. GuðmundurPálsson — Pálmi Kristmannss. 13. Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 14. SteinbergRtkharðsson — Tryggvi Bjarnason Tálknaf./Patreksf. Akureyri Egilsst. BR Stefán Pálsson BR 29. Bjöm Eysteinsson — Guðmundur Sv. Hermannsson BR 30. Guðlaugur R. Jóhannsson — Öm Amþórsson BR 31. Hrólfur Hjaltason — OddurHjaltason BR 32. HörðurAmþórsson — Jón Hjaltason BR 33. Ragnar Magnússon — Valgarð Blöndal BR 34. Jakob Kristinsson — Júlíus Siguijönsson BR Danmörk BR 35. Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson BR 36. Jón Þorvarðarson — ÞórirSigursteinsson BR 37. Hallgrimur Hallgrfmsson — Sigmundur Stefánsson BR 38. SteenSchou — Sævar Þorbjömsson 39. ÁsmundurPálsson — Karl Sigurhjartarson 40. Jón Ásbjömsson — Simon Sfmonarson BR 41. KarlLogason — Svavar Bjömsson BR 42. Magnús Olafsson — Páll Valdimarsson BR 43. Guðmundur Páll Amarson — Þorgeir P. Eyjólfsson BR 44. EricRodwell Marty Bergen USA Tilvara: 1. Július Snorrason — Sigurður Sigurðsson 2. Björgvin Þorsteinsson — Jón St. Gunnlaugsson Vakin er sérstök athygli á þvi, að tví- menningskeppni Bridgehátíðar hefst á föstudaginn nk. kl. 19.00 með setningu móts. Á laugardeginum hefst spilamennska kl. 10.00 árdegÍB. Opna Flugleiðamótið i sveitakeppni hefst svo á sunnudeginum kl. 13.00 og verður framhaldið á mánu- deginum kl. 15.00. Enn geta nokkrar sveitir bæst f hópinn á Flugleiðamótinu. Skráð verður til há- degis á föstudeginum á skrifstofu BSÍ, sími 91-18350 (eða 91-16538 Ólafur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.