Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Eiginkona Khadafys og þrír synir Eiginkona Moammars Khadafy, Líbýuieiðtoga, situr í tjaldi hjón- anna ásamt þremur sona þeirra. Þar getur að líta ýmis þægindi fátíð í þeim tjöldum sem við eigum að venjast: Sima, sjónvarp og aðra innanstokksmuni. Afganistan: manna í Líbanon gerðu í gær áhlaup á sterkasta vígi Amins Gemayels í f]öllunum í Metn-héraði. Átökin voru hörðust í Metn-héraði og aust- urhluta Beirút. í gær var samið um vopnahlé um stundarsakir til að bjarga mætti GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, 14. janúar. AP. Bandariski dalurinn féll gegn flestum helstu gjaldmiðlum heims í dag. Breska pundið kostaði 1,4390 dali, en kostaði í gær 1,4380. Gengi nokkurra annarra gjaldmiðla gagn- vart dal var sem hér segir, innan sviga gengið frá því í gær. Dalurinn kostaði 2,4725 vestur-þýsk mörk, (2,4850); 2,0945 svissneska franka, (2,0960); 7,5800 franska franka, (7,6125); 2,7840 hoilensk gyllini, (2,7975); 1.685,25 ítalskar lírur, (1.688,00); 1,40375 kanadíska dali, (1,40075). Tuttugu sovézkir hermenn teknir af lífi Islamabad, 14. janúar. AP. TUTTUGU sovézkir hermenn voru teknir af lífi snemma í desem- ber í borginni Kandahar í suðvesturhluta Afganistans fyrir að neita að hlýða skipunum yfirmanna sinna. Höfðu þeir neitað að taka þátt í árásaraðgerðum afganska stjórnarhersins af ótta við að afgönsku hermennimir gerðust liðhlaupar og gengju í lið með skæruliðum. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í dag. Liðhlaup afganskra stjómar- hermanna hafa verið tíð að undan- fömu. Þannig gengu 600 afganskir stjómarhermenn í lið með skærulið- um f suðurhluta Afganistans fyrir skömmu og tóku síðan þátt í árása- raðgerðum gegn hersveitum þeim, sem þeir höfðu sjálfir áður verið í. Ennfremur gerðust um 400 her- menn stjómarinnar í Ghazni-hérað- inu í suðurhluta landsins liðhlaupar snemma í desembermánuði. Gengu þeir síðan í lið með skæmliðum en snemst gegn hersveit þeirri, sem þeir áttu að beijast með. Síðan gengu enn um 250 manns úr þessari sömu hersveit til liðs við skæmliða. Varð þetta til þess, að stjómin í Kaúl var neydd til þess að senda fjölmennt herlið á vett- vang til viðbótar, svo að stjómar- herinn gætið haldið bækistöðvum sínum við héraðashöfuðborgina Ghazni. Þetta herlið lenti í hörðum bardögum við skæmliða, en varð ekki meira ágengt en svo, að senda varð enn fleiri stjómarhersveitir til þess að beijast við þá. Kristnir menn skildir að í Beirút Beirút, 13. janúar. AP. SKRIÐDREKASVEITIR skildu í dag að stríðandi sveitir í austurhluta Beirút eftir sólahringsbardaga milli herskárra sveita Amins Gemay- els, forseta, og andstæðinga hans meðal kristinna manna. A.m.k. 21 maður beið bana í átökunum og 60 særðust. Öflugustu þjóðvarðliðar kristinna óbreyttum borgumm frá því að lenda í átökunum og tugum bama, sem hafa verið teppt í skólum vegna bardaganna. Mikið dró úr átökunum eftir að vopnahléð komst á, en síðan bmtust þau út aftur. Þetta em mestu átök milli krist- inna manna í landinu frá því að hægri flokkur Gemayels klofnaði í mars. Viðræðum Gemayels og Hafez Assad Sýrlandsforseta um friðar- sáttmálann, sem gerður var fyrir milligöngu Sýrlendinga, til að binda enda á borgarastyijöldina í Líban- on, lauk í Damaskus í dag. Assad ætlaði að fá Gemayel til að viðurkenna sáttmálann, en ekki er vitað hvemig til tókst. Sátt- málinn var gerður milli Hobeika, fulltrúa kristinna manna, og helstu andstæðinga hans meðal múham- eðstrúarmanna, Walids Jumblatts, leiðtoga drúsa, og Nabih Berri, leið- toga síta. Allir þrír em andstæðingar Gemayels og vilja bola honum frá völdum. AP/Símamynd Haider Abubaker A1 Attas, forsætisráðherra Suður-Yemen, sést hér taka í hönd Rajivs Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, þar sem hann var í opinberri heimsókn er valdaránstilraunin var gerð. Næsti áfangastaður hans var Kína, en nú hefur hann aflýst ferð sinni þangað og snúið heim. Harðir bardagar geysa í S-Yemen AJi Nasser Mohammed forseti alvarlega særður Manama, Bahrain, 13. janúar. AP. HARÐIR bardagar geisa í Suð- ur-Yemen í kjölfar misheppn- aðrar tilraunar til að steypa AIi Nasser Mohammed forseta af stóli. Sendifulltrúar erlendra ríkja segja að forsetinn hafi særzt alvarlega. Ríkisútvarpið i Suður-Yemen heldur því fram að leiðtogar samsærisins hafi verið líflátnir. Þeir munu hafa verið andvígir því að Suður- Yemen vingaðist og tæki upp samstarf við vestræn riki og araba. Ástand ósonlagsins verra en talið var — segja vísindamenn í nýrri skýrslu Washlngton, 13. janúar. AP. NIÐURSTOÐUR nýrra rannsókna benda til þess að eyðing óson- lagsins, sem umlykur jörðu, sé mun meiri og ástandið alvarlegra en áður var talið. Ósonlagið er talið þynnra á nyrstu og syðstu svæðum jarðar en við miðbaug. í drögum 150 vísindamanna að skýrslu um rannsóknimar segir að óson geti jafnvel aukist í lítilli hæð yfir miðbaug. Ósonlagið vemdar jörðina fyrir útflólubláum geislum sólar, en í lítilli hæð er lofttegundin eitrað. Ósonlagið, sem er í 19 til 42 km hæð gerir lífið á jörðunni mögulegt. Aftur á móti valda ýmsar gastegundir, sem mannskepnan framleiðir, því að lagið eyðist. Því hefur þegar verið spáð að ósonlagið muni smátt og smátt hverfa. í skýrslunni er leitt að því getum að þessi spádómur sé nú að rætast. Það hefur komið í ljós að gat myndast í lagið yfir Suðurheimskautslandinu á vorin. Ekki hefur tekist að finna full- nægjandi skýringar á þessu fyrir- bæri. Eftir því sem ósonlagið þynnist Qölgar þeim, sem fá húðkrabba- mein og uppskera verður hættara við skemmdum, þetta getur valdið augnskemmdum hjá vissum naut- gripategundum og plast mun eyðast fyrr. Talið er að ósonlagið muni eyðast um 4,9 til 9,4 prósent á ári ef klóróflúorkarbon sleppur út í lofthjúpinn í sama mæli og 1980. Bandaríkjamenn hafa bannað að nota klóróflúorkarbon í svita- lyktareyða og rakkremsbrúsa, en notkun efnisins eykst í heiminum vegna þess að það er til ýmissa hluta nytsamlegt og því fylgir öryggi að nota efnið sem kæli- vökva. Forsprakkar byltingarinnar voru Ali Ahmed Nasser Antar varafor- seti og Abdel-Fattah Ismail, fyrram forseti landsins, Ali Salem Al- Biadh, sem fór með sveitarstjómar- mál í stjóm Mohammed, og Ali Shajrie, sem var háttsettur í komm- únistaflokknum. Þeir vora dæmdir til dauða og leiddir fyrir aftöku- sveit, að sögn útvarpsins í Aden. Það gat ekki um hvenær Ali Nasser var sýnt tilræðið, en talið er að það hafi átt sér stað sl. miðvikudag, en þá þagnaði útvarpið í Aden í hálfa aðra klukkustund. Sendifulltrúar skýrðu hins vegar frá því í dag að harðir bardagar séu háðir í höfuðborginni, Aden, milli stuðningsmanna forsetans annars vegar og byltingarmanna hins vegar. Herflugvélar vörpuðu í gær sprengjum á flugvöll Aden, sem er lokaður. Þá er hart barizt við hafn- arsvæðið og er beitt m.a. skrið- drekum og fallbyssum varðbáta, sem era í höfninni. Skriðdrekar ösla um götur borgarinnar og þar má sjá önnur stórskotavopn. Sendi- fulltrúar Ítalíu og Bretlands hafa skýrt frá bardögum í nágrenni sendiráðanna. ítalska sendiráðið varð fyrir árás og er gjöreyðilagðist húsnaéði þess. Brezka sendiráðið laskaðist. Engan sakaði á hvorag- um staðnum. Hermt er að ráðamenn í Suður- Yemen séu óánægðir með þá efna- hagslegu aðstoð, sem Sovétmenn hafa veitt. Telja landsmenn sig fremur hafa verið veitendur en þiggjendur þar sem Sovétmenn hafa fengið meira í sinn hlut, t.d. tvær flotastöðvar. Þá hafi Rússar nær þurrkað upp öll fiskimið við landið á síðustu áram. Leiðtogar byltingarinnar era hins vegar sagðir hafa viljað styrkja teng8lin við Sovétríkin og er því haldið fram að ráðamenn í Moskvu hafi lagt blessun sína yfir valda- ránstilraunina. Ismail var forseti Suður-Yemen á áranum 1978-1980 eða þar til Ali Nasser Mohammed hrifsaði völd í kjölfar brejrtinga á forystu komm- únistaflokksins. Ismail hrökklaðist þá í útlegð til Sovétríkjanna, en þaðan sneri hann í fyrrahaust og fyrir tilstilli valdamanna í Moskvu var hann útnefndur í áhrifastöðu í stjómmálaráði Kommúnistaflokks S-Yemens. Ismail og Mohammed komust til valda 1978 er þeir byltu og vógu þáverandi forseta, Salem Robaye Ali. Ismail átti einnig þátt í að hrekja Qatah Shabi, forseta, frávöldum 1969. •'J'S—*r=r=*Sz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.