Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 25 AP/Símamynd Bonner í hjartauppskurð Yelena Bonner gekkst undir fajartauppskurð á mánudag í sjúkra- húsi í Boston í Bandaríkjunum. Aðgerðin tókst í alla staði vel og er líðan Bonner eftir atvikum góð að sögn talsmanna sjúkra- hússins. Var ætlunin að Bonner reyndi að ná símasambandi i dag við eiginmann sinn í Sovétríkjunum, andófsmanninn Andrei Sakharov. Meðfylgjandi mynd var tekin í gærmorgun er frú Bonner kom tíl Massachusetts-sjúkrahússins í Boston, þar sem hún gekkst undir aðgerðina. í fylgd með frú Bonner er sonur hennar, Alexey Semyonov. Saiflstöðuleið- togi handtekinn Varsjá, 14. janúar. AP. PÓLSK yfirvöld hreyktu sér i dag yfir handtöku Bogdans Bor- usewicz, eins helzta forsprakka í neðanjarðarhreyfingu Samstöðu, hinum óháðu en bönnuðu verkalýðssamtökum. Borusewicz var handtekinn um helgina og segja yfírvöld að í leiðinni hafí verið komið upp um starfsemi tveggja leynilegra prentsmiðja Samstöðu. Þar hafí verið prentaður og undirbúinn áróður og óhróður um yfirvöld. Hermt er að a.m.k. 5 menn til viðbótar hafi verið handteknir er Borusewicz náðist. Borusewicz er 37 ára. Hann var fulltrúi Gdansk í þriggja manna framkvæmdastjóm neðanjarðarhreyfíngu Samstöðu. Hans hefur verið ákaft leitað frá því herlög vora sett í Póllandi í desember 1981. Hann hefur farið huldu höfði síðan. Zbigniew Bujak, leiðtogi neðan- jarðarhreyfíngar Samstöðu, gaf út yfírlýsingu í dag þar sem hann hrós- aði menntamönnum um heim allan, sem afþakkað hafa boð um að sækja og sitja alþjóðlega friðarráðstefnu, sem hefst í Varsjá á fimmtudag. Bujak sagði ráðstefnuna hafa verið áróðursbragð pólskra stjómvalda og ætlun þeirra með henni væri að telja Pólveijum trú um að umheimurinn hefði lagt blessun sína yfír fyrir- komulag þjóðmála í Póllandi í kjölfar herlagasetningar og aðfarar að Samstöðu. Frakkland: Verðbólga minnkar Parfs, 14. ianúar. AP. VERÐBOLGA mældist 4,7% í Frakklandi árið 1985 og hefur ekki verið jafn lág frá 1967, að sögn fjármálaráðuneytisins í París. Seinni hluta ársins samsvaraði verðlagsþróunin aðeins 2,5% verðbólgu á ári. í útreikningi verðbólgunnar í Frakklandi í fyrra er reiknað með bráðabirgðatölum um verðlags- þróun í desember, en þá hækkaði verðlag um 0,1%. Verðlækkun doll- ara í desember leiddi til verðlækk- unar á bensíni, en einnig var verð á gasi, rafmagni og innfluttum hrá- efíium lækkað. Franska stjómin hefur sett sér það takmark að verðbólga ársins 1986 verði í mesta lagi 2,9%. Hefur Veður víða um heim Lægst Hœet Akureyri 0 frostrign. Amsterdam 2 7 rigning Aþena 5 13 heiðskírt Barcelona 11 skýjað Berlin 2 7 skýjað Briissel 0 10 rigning Chicago +12 +5 skýjað Dublin 3 8 skýjað Feneyjar 2 þokum. Frankfurt 7 8 rigning 6enf 0 5 rigning Hetsinki +7 +3 snjókoma Hong Kong 14 19 heiðskirt Jerúsalem 7 10 skýjað Kaupmannah. +1 4 heiðskfrt Las Palmas 19 léttskýjað Llssabon 6 11 heiðskirt London 7 9 skýjað Los Angeles 18 30 heiðskírt Lúxemborg 6 skúrir Malaga 16 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Miami 13 21 heiðskirt Montreal +14 +7 skýjað Moskva +13 +8 skýjað NewYork 1 8 heiðskírt Osló +5 1 skýjaö Parfs 10 11 skýjað Peking +7 6 heiðskírt Reykjavík 1 alskýjað Ríóde Janeiro 21 35 heiðskírt Rómaborg 2 14 skýjað Stokkhólmur +2 0 skýjað Sydney 20 25 heiðskirt Tókýó 2 9 heiðskírt Vinarborg 2 8 heiðskírt Þórshöfn 4 skúrir verðbólga minnkað hraðar í Frakk- landi undanfarin ár en öðram iðn- ríkjum. Árið 1980 var verðbólga 13,7% í Frakklandi, 13,9% árið 1981, 9,7% árið 1982, 9,3% árið 1983 og 6,7% árið 1984. Meðaltals- verðbólga í ríkjum Evrópubanda- lagsins var 5,1% í fyrra. Frakkar hafa styrkt stöðu sína gagnvart helzta viðskiptaríki sfnu, Vestur- Þýzkalandi. Nú er verðbólga 2,9 prósentustigum hærri í Frakklandi 4,7-1,8), en munurinn var enn neiri fyrir ári, eða 4,7 prósentustig. Þing PEN í New York: Ágreiningur um hvort leyfa ætti ræðu Shultz New York, 14. janúar. AP. FULLTRÚAR á 48. þingi al- þjóðasamtaka ritliöfunda, PEN, deildu um það i dag hvort réttmætt hafi verið að' bjóða George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkj anna, að ávarpa setningarsamkomu þingsins. Norman Mailer, forseti PEN og framkvæmdastjóri þingsins, varði þá ákvörðun sína að bjóða Shultz að flytja heiðursræðu, en sagði það mistök að hafa ekki borið hug- myndina undir stjóm PEN. Fjöldi þingfulltrúa, sem vora andvígir því að Shultz ávarpaði samkund- una, höfðu hróp og köll í frammi undir ræðu hans. Sömu aðilar mótmæltu því harðlega í dag að hafa ekki fengið lesna upp yfírlýs- ingu í gær. Mailer sagðist hafa leyft andstæðinjrum Shultz að Iesa yfírlýsingu sína ef hann hefði gert sér grein fyrir því hvað þeir hefðu verið að fara fram á, en slæmur hljómburður í þingsalnum hefði valdið því að hann gerði sér ekki grein fyrir þvi hvað verið var að biðja um. í ræðu sinni sagði Shultz m.a. að þeir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, væra á bandi rithöfunda. Mailer leyfði engar umræður um George Shultz rasðu Shultz og varð það til að reita andstæðinga ræðuflutnings- ins enn frekar til reiði. Þeir sögðu að bæla ætti allt andóf niður með harðri hendi. Slíku ættu menn að eiga von á í Póllandi, Búlgaríu og Kúbu, en ekki í New York. Ýmsir þingfulltrúa gerðu yfír- skrift þingsins, „Hugmyndaflug rithöfundarins ríkisins", að um- talsefni og sögðu hana í meira lagi Norman Mailer hlægilega þar sem ríkið hefði ekkert hugmyndaflug. Nær 700 fulltrúar frá 40 ríkjum sitja þingið í New York. Átta sovézkir rit- höfundar höfðu verið boðnir sér- staklega til þingsins, sem heiðurs- gestir þess, en á síðustu stundu barst tilkynning frá ráðamönnum í Kreml að rithöfundamir færa hvergi. Engar aðrar skýringar vora gefnarþará. A FIMMTUDAG Eftir stórkostlega VINARTÓNLEIKA Sinfóníuhljómsveitarinnar er tilvalið að bregða sér í ÁTTHAGASALINN á Hótel Sögu þar verður leikin létt Vínartónlist á meðan gestir kitla bragðlaukana. Ljúfri kvöldstund lýkur svo með því að hin frábæra söngkona Katja Grewenge syngur nokkur lög við undirleik Gerhard Deckert. Heiðursgestur kvöldsins er fegursta kona| heims Hólmfríður Karlsdóttir. GILDIHF \ \ j i j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.