Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 27
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 27 Filippseyjar: Fabian Ver hers- höfðingi settur af Nagubæ, Filippseyjum, 14. janúar. AP. FERDINAND Marcos, Filipps- eyjaforseti, sagði í dag á frétta- mannafundi í Nagabæ á Filipps- eyjum, að hann hefði í hyggju að setja Fidel V. Ramos hers- höfðingja yfir herafla landsins í stað Fabians Ver. Marcos sagði að hann myndi sennilega setja Ramos til að gegna þessari stöðu meðan á kosningabaráttunni stæði vegna þess að „erlendir aðilar, þar á meðal Bandaríkin, lita svo á að Ramos hershöfðingi sé treystandi". Marcos hafði nýlokið við að ávarpa 40 þúsund manna stuðn- ingsmannafund í Naga. Litlu síðar sprakk sprengja í Legaspi-þorpi í grennd við þann stað sem Marcos hafði verið á meðan hann talaði. Ramos var skipaður jrfírmaður herafla landsins í fyrra meðan verið var að rannsaka ákæruatriði á hendur Fabian Ver um að hann hefði verið viðriðinn morðið á Ben- igno Aquino árið 1983. Ver var síð- an sýknaður og Marcos fól honum tafarlaust stjómina á ný. Undanfarið hefur Marcos sætt miklu ámæli fyrir þá ákvörðun að setja Ver til starfans á ný og banda- rísk stjómvöld hafa leitað eftir því að Ver hefði enga umsjón með hemum á meðan kosningabaráttan f landinu stendur yfír. Corazon Aquino, sem býður sig fram gegn Marcos, forseta í for- setakosningunum 7. febrúar nk., hefur verið vel fagnað á Cebu-eyju, sem er mjög þéttbýl og hefur lengi verið helsta vígi Marcos. Þjóðlegu vamarsamtökin, bandarískur fé- lagsskapur með náin tengsl við Bandaríkjastjóm, hefur lýst yfír stuðningi við Corazon. Corazon Aquino hélt í gær kosn- Fabian Ver hershöfðingi ingafund á Cebu-eyju og sóttu hann um 200.000 manns. Er þar um að ræða fjölmennasta fundinn í kosn- ingabaráttunni til þessa. Cebu-eyja hefur annars lengi verið eitt helsta vígi Marcos forseta og kom það raunar fram víða í ferð Corazon um eyjuna. í dag var dóttir Marcos, Imee Marcos Manotoc, á kosninga- ferðalagi um eyjuna. Þjóðlegu vamarsamtökin, hægri- sinnaður félagsskapur í Bandaríkj- unum, sem stutt hefur stefnu Reag- ans, Bandaríkjaforseta, hefur lýst yfír stuðningi sfnum við Corazon Aquino. Sagði í yfírlýsingu frá samtökunum, að Corazon styddi lýðræði og baráttu gegn kommún- isma og að kjör hennar yrði til að styrkja lýðræðið í landinu í sessi. Bandarískir hægrimenn em klofnir í afstöðunni til Corazon. Séra Jerry Falwell, stofnandi og leiðtogi sam- takanna „móralska meirihlutans", hefur mjög lofað hana en aðrir grana hana um græsku. Evrópuþingið: Balsemao hætti í fússi Strasbourg, 14. janúar. AP. FRANCISCO Pínto Balsemao, einn af portúgölsku fulltrúunum á Evrópuþinginu, hefur sagt af sér. Ástæðan er sú, að portú- galska sendinefndin gekk fram- hjá Balseamo, þegar hún kaus sér forystumann. Valinn var Rui Almeida Mendes, sem er sér- fræðingur um utanrikisviðskipti. I stað Balsemao hefur Rui Amar- al tekið sæti á þinginu. Pinto Balsemao er einn af fyrr- verandi forsætisráðherram Portú- gals. Hann kom ekki til athafnar- innar í þinginu í dag, en þá vora 60 spánskir fulltrúar og 24 portú- galskir boðnir sérstaklega velkomn- irtil þingsins. Francisco Balsemao Bandaríkin: Fjórði hver maður þjáist af hjarta- og æðasjúkdómum Saraaota, Florída, 14. janúar. AP. YFIR 57 milljónir Banda- ríkjamanna þjást af of háum blóðþrýstingi, að því er bandarísku hjartavemdar- samtökin greindu frá ný- lega, en háþrýstingur er ein megin orsök hjartaáfalla og heilablóðfalla. Margir framangreindra sjúklinga fá enga meðferð og fáir þeirra eru undir eftirliti, að sögn samtakanna. Háþrýstingur er algengastur meðal litra kvenna (39%). Samtökin gera ráð fyrir, að meðferðarkostnaður í Bandaríkjunum vegna hjarta- og æðasjúkdóma muni nema 78,6 miiljörðum dollara á þessu ári. Ar hvert verða hjarta- og æða- sjúkdómar tvisvar sinnum fleira fólki að aldurtila en krabbamein og tíu sinnum fleiri en látast í. slysum. Á árinu 1983 dóu 989.400 Bandaríkjamenn af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, en 440.620 úr krabbameini og 91.290 létu lífíð f slysum. Þrátt fyrir þetta fer ástandið batnandi. Á árabilinu frá 1972 til 1983 lækkaði heildardánartala þeirra, sem létust úr hjarta- og æðasjúkdómum, um 31%. En samt þjást yfír 63 milljónir Bandaríkja- manna af þessum sjúkdómum, eða §órði hver maður í Bandaríkjunum. ERLENT BNGLABÖRNiN Laugavegi 28 •A törSin Frostaskióli Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldnnum 8—12 ára og verður í vetur starfræktur á vegum Málaskólans Mímis á fjórum stöóum í Reykjavík: Próttheimum, Gerðubergi, félags- miöstööinni Frostaskjóli og Hljóm- skálanum. Námskeiöiö sem vtö kynnum hér stendur yfir frá 20. janúar til 16. apríl, í samtals 12 vtkur og hægt er að velja á milli fjögurra þyngdarstiga. Ef þið viljiö bæta árangurtnn í skól- anum (hver vill það ekki?) eða skilja textana viö popplögin er enska lykil- oröiö. Læriö ensku á nýjan og skemmti- legan hátt meö enskum kennara í Enskuskóla æskunnar. Enska Emm ÆSKUmÁR 20. janúar — 16. aprQ mánud,—miövikud. kl. 16— 17/þiiðjud,—fimmtud. kl. 16—17. Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallaratriói enskunnar. Takmarkió er aó bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspumir og skipanir. Enska mánud,—mióvikud. kl. 17—18/þnðjud,—fimmtud. kl. 17—18. Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeiöiö eiga þátttakendur aö vera færir um að tjá sig um sínar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Enska mánud— miövikud. kl. 18—19/þriðjud— fimmtud. kl. 18—19. Fyrir þá sem hafa undirstöóuþekkingu í ensku. Eftir námskeióió eiga bútttakendur aó geta rætt um sín áhugamál og sagt frá sinni reynslu. Enska mánud— mióvikud. kl. 19—20/þriðjud—fimmtud. kl. 19—20 Fyrir þá sem kunna ensku en vilja viöhalda kunnáttunni og bæta viö oröaforöann. MÁ1.ASKÓI.I RITARASKÓI.I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.