Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Útgefandl Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Andstaða gegn hvalveiðum Alþingi ályktaði á þann veg hinn 2. febrúar 1983, að samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins um takmörkun hval- veiða, sem kunngerð var með bréfi til ríkisstjómarinnar 2. september 1982, verði ekki mótmælt af íslands hálfu. í þessari þingsályktun felst, að Islendingar ætla ekki að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni á ár- unum 1986 til 1990. Þá vilja þeir einnig, að hvalastofnar verði endurmetnir fyrir árið 1990. Við stefnumörkun Al- þingis var byggt á þeirri for- sendu, að rannsóknir á hvala- stofnum yrðu auknar, enda yrðu þær grundvöllur ákvarð- ana um veiðar eftir 1990. Alþjóðahvalveiðiráðið heimilar veiðar í þágu vísindarann- sókna. Hafrannsóknastofnunin hefur gert þjónustusamning við Hval hf. um að afla þeirra hvala sem nauðsynlegir em til að stunda fyrirhugaðar rannsókn- ir hér, er í því efni talað um 200 dýr á ári. Útlendir áhugamenn um náttúmvemd em andvígir þessum ákvörðunum íslenskra stjómvalda. Sumir þeirra vilja alls ekki að nokkrir hvalir séu drepnir, aðrir telja, að ónauð- sjmlegt sé að drepa 200 dýr til að stunda haldgóðar rannsókn- ir. Andstaðan gegn hvalveiðum er mest í Bandaríkjunum. Þar hafa hvalavinir það að yfírlýstu markmiði að reyna að spilla fyrir sölu íslenskra fyrirtækja á sjávarafurðum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjávaraf- urðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga sendu um 66.000 lestir af físki til Banda- ríkjanna á síðasta ári. Hvergi eiga íslendingar meira í húfi á einum markaði en bandaríska fískmarkaðnum. Sendiráði íslands í Wash- ington hafa nú borist um 90.000 póstkort með mót- mælum vegna ákvarðana ís- lenskra stjómvalda um hval- veiðar í vísindaskyni. í banda- rískum blöðum hafa birst aug- lýsingar, opin bréf og áskoran- ir, þar sem íslendingar em hvattir til að hætta þessum veiðum. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, segja í samtali við Morgunblaðið á laugardag, að hvalavinir séu með rang- færslur í auglýsingum sínum; þeim verði svarað og ekki verði horfíð frá fyrri ákvörðunum um veiðamar. Þá er haft eftir for- sætisráðherra: „Hann sagði að mótmæli frá alls konar skóla- krökkum og einstaklingum hefðu borist að utan, bæði hingað heim og til sendiráðsins í Washington. Þetta væri skipu- lagt og ekki mikið mark á þessu takandi." Ástæða er til að ætla, að forsætisráðherra geri of lítið úr mætti þess áróðurs, sem beint er gegn íslandi vegna hvalveið- anna. Varla verða aðgerðir af þessu tagi marklausar vegna þess að þær em skipulagðar. Hitt er sönnu nær, að þeim mun meiri ástæða er til að taka þær alvarlega því skipulegri sem þær em. Umhverfisvemd- armenn sýna oft óbilgimi í baráttu sinni, en þeir ná óft langt og hafa veruleg áhrif á almenningsálitið. í Morgun- blaðsviðtalinu við ráðherrana kemur ekki fram, hvemig þeir hyggjast svara gagnrýni hvala- vina í Bandaríkjunum. Þar þarf skipulagt átak eigi árangur að nást. Sé það ætlun íslenskra stjómvalda að fara í auglýs- ingastríð í bandarískum fjöl- miðlum yrði upphæð á borð við 40 milljónimar, sem á að veija meðal annars til að halda úti íslenskum flokksmálgögnum á þessu ári, ekki lengi að hverfa. Kannski ætla forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hvor í sínu lagi eða saman að ganga fram fyrir skjöldu í bandarísk- um fjölmiðlum og skýra mál- stað ríkisstjómarinnar? Með hliðsjón af af því, hver þróunin hefur orðið í þessum umræðum í Bandaríkjunum undanfama mánuði, kynnu slík afskipti þó aðeins að verða til þess að vekja meiri andúð á málstað íslands. Ákvarðanir um að stigmagna átök af þessu tagi þarf að íhuga gaumgæfílega. Þegar Morgunblaðið tók. afstöðu til vísindalegra hval- veiða á liðnu sumri var meðal annars komist svo að orði: „Við megum alls ekki gefa höggstað á okkur með því að fara í kringum þær samþykktir sem leyfa vísindalegar hval- veiðar. Það gæti stefnt miklum hagsmunum svo sem á Banda- rílq'amarkaði í hættu fyrir minni hagsmuni; engri þjóð, síst af öllu smáþjóð, líðst það að byggja stefíiu sína og ákvarðanir á tvöföldu siðgæði." Þessi orð em enn í fullu gildi. ÍSLENDE iHASTI Islenskir skákmeistarar hafa ætíð gert góða för á hið árlega jólaskákmót í Hastings þar sem Margeir Pétursson tryggði sér stórmeistaratitil. Sigur Margeirs Péturssonar á jólaskákmótinu í Hastings er vissulega glæsilegur en hann er þó engin nýiunda íslendingum. Þrír íslenskir skákmeistarar höfðu áður fetað i fótspor Vil- hjálms sigurvegara og unnið frækna sigra í bænum. Guð- mundur S. Guðmundsson var alls óþekktur á alþjóðlegum vett- vangi þegar hann settist að tafli í Hastings árið 1946 en náði eigi að siður þriðja sæti og varð fyrir ofan ýmsa kunna meistara. Frið- rik Olafsson tefldi þrívegis í Hastings og alltaf vel; um ára- mótin 1955/56 tókst honum að sigra og sýndi með því að mikils var að vænta af honum í framtíð- inni. Og á mótinu 1975/76 tryggði Guðmundur Siguijóns- son sér stórmeistaratitil þegar hann lenti í 2.-3. sæti ásamt Rafael Vaganjan sem nú er einn af heimsmeistaraefnunum fjór- um. Það er orðið langt síðan farið var að halda skákmót í Hastings. Eitt fyrsta, og um leið frægasta, mótið var haldið árið 1895 og er það kannski enn sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á enskri grund. Heimsmeistarinn Emanuel Lasker var meðal þátttakenda, svo og Steinitz, fyrrum heimsmeistari, og fiestir frægustu skákmeistarar þeirra tíma: menn eins og Rússinn Tsígórín, Þjóðveijinn Tarrasch, Austurríkismaðurinn Schlechter og Englendingurinn Blackbume. Fyrstu verðlaunin vann hins vegar lítt þekktur Bandaríkjamaður, Harry Neison Pillsbury, sem tefldi þama á sínu fyrsta alþjóðamóti og sló öllum heimsfrægu köppunum ref fyrir rass. Pillsbury á söguna, stutta en göfuga. Þá má nefna fyrsta skákmótið eftir fyrri heimsstyijöldina en það var haldið í Hastings 1919 og José Raul Capablanca vann yfirburða- sigur; svo og mótið 1922 þegar Alexander Alekhine varð á undan Akiba Rubinstein og fleimm. Þegar síðara mótið fór fram var raunar hafin sú röð skákmóta sem nú em yfírleitt kölluð Hastings-skákmótin en þau em haldin af skákklúbbi bæjarins, með stuðningi fyrirtækja og einstaklinga ef þörf krefur. Teflt er í ýmsum flokkum en mest at- hygli beinist jafnan að boðsflokkn- um þar sem frægir útlendir meistar- ar etja kappi við helstu skákmenn heimamanna. Mótið hefst eftir jólin og stendur fram á næsta ár; það mun láta nærri að svo til allir öflug- ustu skákmeistarar aldarinnar hafí einu sinni eða oftar eytt áramótun- um í Hastings. Ef mótið 1895 er talið með hafa allir heimsmeistarar sögunnar teflt í Hastings nema Bobby Fischer og Garrí Kasparov og ekki öll nótt úti enn, hvað varðar þann síðamefnda að minnsta kosti. Tígran heitinn Petrósjan er eini tilvonandi, ríkjandi eða fyrrverandi heimsmeistarinn sem teflt hefur á jólaskákmótunum og ekki tekist að sigra. Hann var aldrei sérlega mikið fyrir það að vinna mót. Annáluð þrautseigja Guðmundar S. Fyrsta jólaskákmótið í Hastings stóð um áramótin 1920/21 og keppendur í boðsflokknum voru raunar allir enskir. Árið eftir var Júgóslavinn Boris Kostic einn út- lendinga meðal keppenda en allar götur síðan hefur verið um raun- veruleg alþjóðleg mót að ræða, og hafa þau aldrei fallið niður nema á ámm heimsstyijaldarinnar síðari. Eins og sjá má af meðfylgjandi lista yfir sigurvegara er hann harla glæsilegur; altént þarf Margeir Pét- ursson ekki að skammast sín fyrir þennan félagsskap. Víkur nú sögunni að Guðmundi S. Guðmundssyni. Hann var í hópi allra sterkustu skákmeistara ís- lendinga á heimsstyijaldarámnum og áratugnum þar á eftir og þar að auki afskaplega virkur í félags- lífi skákmanna; hann var til að mynda lengi formaður Taflfélags Reykjavíkur og efldi félagið til mikilla muna. Guðmundur fæddist í Reykjavík árið 1918 og tólf ára gamall var hann farinn að tefla í skákklúbbi KFUM. Hann varð fljót- lega annálaður fyrir þrautseigju sína og styrkleika í vöm en einnig var hann mikilhæfur hraðskákmað- ur. Um 1950 var taflmennsku Guðmundar lýst svo í tímaritinu Skák: „Skákstíll Guðmundar ein- kennist af glöggu stöðumati, þraut- seigju og viljaþreki. Hann er enginn áhlaupamaður og lætur ekki óraun- hæfar bollaleggingar villa sér sýn. Ömenguð hlutlægni er honum í blóð Fríðrik Ólafsson tefldi þrísvar á fjórum árum í Hastings og um áramótin 1955/56 tókst honum að sigra, flestum á óvart, ásamt Viktor Kortsnoj. borin og á sá eiginleiki sterkasta þáttinn í skákstíl hans. Jafnaðar- geði hans er viðbrugðið." Kanadíski stórmeistarinn Abe Yanofsky tefldi á íslandi snemma vors 1947, ekki síst fyrir atbeina Guðmundar, en þeir höfðu kynnst á Hastings-mótinu þá um veturinn. Sex sterkustu skákmenn íslands kepptu á móti með Yanofsky og Ný-Sjálendingnum Robert Wade og urðu úrslit þessi: 1. Yanofsky 6 2. Ásmundur Ásgeirsson 5 3. Guðm. S. Guðmundsson 4 4. -5. Baldur Möller og Guðm. Ágústsson 3 6.-7. Eggert Gilfer og Robert Wade 2,5 8. Ámi Snævarr 2 „ ... sérkennilegastan stíl þeirra allra“ Eftir mótið felldi Yanofsky dóma um taflmennsku íslensku keppend- anna og taldi hann Ásmund snjall- astan en sagði að Guðmundur S. hefði „sérkennilegastan stíl þeirra allra. Hann teflir gætilega og bygg- ir upp traustar stöður, en bíður átekta uns honum gefst færi á að ráða niðurlögum andstæðingsins. “ Það var B.H. Wood, ritstjóri skáktímaritsins Chess í Birming- ham, sem varð þess valdandi að Guðmundur fékk tækifæri til þess að spreyta sig í Hastings. Wood þessi dvaldist á íslandi um hríð snemma vetrar 1946 og kynntist íslenskum skákmönnum. Auk blaðamennskunnar var Wood frammámaður í ensku skáklífí og fékk hann mótstjómina í Hastings til þess að bjóða íslenskum skák- Jólaskákmótið í Hastings 1946/47 1. Alexander, Englandi ..........' 2. Tartakower, Frakklandi ....... 3. Guðm. S. Guðmundsson ......... 4. Yanofsky, Kanada ............. 5. Abrahams, Englandi ........... 6. Golombek, Englandi ........... 7. Raizman, Frakklandi .......... 8. Aitken, Skotlandi ............ 9. G. Wood, Englandi ............ 10. Prins, Hollandi .............. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 0 X 0 1 1 1 V2 1 1 1 1 -7.5 1 X V2 V2 1 V2 0 1 1 1 -6.5 0 V2 X V2 V2 1 1 1 V2 1 -6 0 V2 V2 X V2 1 1 1 V2 V2 -5.5 0 0 V2 V2 X V2 1 1 0 1 -4.5 V2 V2 0 0 V2 X V2 1 1 0 -4 0 1 0 0 0 V2 X 0 V2 1 -3 0 0 0 0 0 0 1 X 1 1 -3 0 0 V2 V2 1 0 V2 0 X 0 -2.5 0 0 0 V2 0 1 0 0 1 X -2.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.