Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 29 S[GAR Guðmundur Sigurjónsson fékk boð um að tefla í Hastings daginn áður en mótið hófst. Hann lét stuttan fyrirvara ekki á sig fá og náði stórmeistaratitli á mót- inu. manni til keppninnar um áramótin 1946/47. Guðmundur S. Guð- mundsson varð fyrir valinu og sett- ist hann að tafli í Hastings hinn 30. desember. Varla hefur mótsstjómin búist við miklu af þessum óþekkta íslend- ingi enda var við ramman reip að draga. Frægastur keppenda var heimsborgarinn Xavier Tartakower sem hafði sigrað á Hastingsmótinu árið á undan og virtist ekki ætla að láta neinn bilbug á sér finna þó árin væru farin að færast yfir og hann hefði eytt stríðsárunum í að beijast með hersveitum Fijálsra Frakka. Yanofsky var vart af bams- aldri þegar hann tefldi á öðm borði Kanadamanna á ólympíuskákmót- inu 1939 og stóð sig með mikilli prýði; nú eftir stríðið virtist hann til alls líklegur. Á skákmótinu fræga í Groningen fyrr á árinu 1946 hafði hann meðal annars unnið það afrek að sigra sovésku skólavélina Mikhæl Bótvinnik, til- vonandi heimsmeistara. Tapaði aðeins einni skák Stærðfræðikennarinn og dul- málssérfræðingurinn Conel Hugh O’Donel Alexander var um þær mundir langfremsti skákmaður Englendinga og háifu ári áður en Hastings-mótið hófst vakti hann heimsathygli er hann hélt jöfnu gegn fyrmefndum Bótvinnik í út- varpseinvígi Sovétríkjanna og Eng- lands. Harry Golombek tefldi þar á fjórða borði fyrir England og hélt sömuleiðis jöfnu; gerði tvö jafntefli við Isak Bóleslavskí, og væntu enskir sér mikils af honum. Gerald Margeir Pétursson er fyrsti al- þjóðlegi meistarinn sem sigrar á Hastings-mótinu síðan Hollend- ingurinn Jan Timman sigraði ásamt öðrum um áramótin 1973/ 74. Abrahams hafði undanfarin hálfan annan áratug oft staðið sig með ágætum á mótum og var frægur sóknarskákmaður. í margnefndu útvarpseinvígi var hann eini kepp- andi Englendinga sem sigraði and- stæðing sinn; hlaut 1,5—0,5 gegn stórmeistaranum Vjatéslav Ragóts- ín. Lodewijk Prins var um langt skeið meðal fremstu skákmanna Holiendinga; hann hlaut alþjóðleg- an meistaratitil þegar slíkum nafn- bótum var úthlutað árið 1950 í fyrsta sinn. Þeir Raizman frá Frakklandi, G. Wood frá Englandi og Skotinn Dr. James Aitken voru allir sterkir meistarar, hver í sínu heimalandi. Eigi að síður gekk Guðmundur S. Guðmundsson óhræddur til leiks og þegar upp var staðið hafði hann skotið öllum þessum meisturum, nema tveimur, aftur fyrir sig. Alex- ander sigraði með yfírburðum og var hann sá eini sem náði að sigra íslendinginn og Tartakower tók annað sætið fyrirhafnarlítið. Með keppnishörkunni tókst Guðmundi hins vegar að hrifsa þriðja sætið úr klóm Yanofskys; þeir Abrahams, Golombek og allir hinir sátu eftir með sárt ennið. Eftirfarandi skák Guðmundar er að líkindum ágætlega dæmigerð fyrir skákstfl hans; hann fer sér að engu óðslega með svörtu mönnun- um en eftir heldur ráðleysislega taflmennsku hvíts lætur hann til skarar skríða. Þegar hvítur gefst upp er hann næstum leiklaus. Hvít- ur, dr. James Aitken, var þó enginn aukvisi; hann varð til dæmis tíu sinnum skákmeistari Skotlands. En hér mætir hann ofjarli sínum. Sigu rvegarar jólaskákmótanna í Hastings frá upphafi Ártalið miðast við árið þegar mótið hefst 1920 Yates 1956 Gligoric & Larsen 1921 B. Kostic 1957 Kéres 1922 Rubinstein 1958 Uhlmann 1923 Euwe 1959 Gligoric 1924 Maróczy&Tartakower 1960 Gligorió 1925 Alekhine&Vidmar 1961 Bótvinnik 1926 Tartakower 1962 Gligorió & Kótov 1927 Tartakower 1963 Tal 1928 Colle, Marshall&Takacs 1964 Kéres 1929 Capablanca 1965 Spasskí & Uhlmann 1930 Euwe 1966 Bótvinnik 1931 Flohr 1967 Hort, Gheorghiu, Stæn 1932 Flohr og Súetín 1933 Flohr 1968 Smyslov 1934 Flohr, Euwe & Thomas 1969 Portisch 1935 Fine 1970 Portisch 1936 Alekhine 1971 Kortsnjo & Karpov 1937 Reshevsky 1972 Larsen 1938 Szabó 1973 Kúsjmin, Szabó, 1939 Parr Tal &Timman 1945 Partakower 1974 Hort 1946 Alexander 1975 Hort, Bronstæn 1947 Szabó & Uhlmann 1948 Rossoiimo 1976 Rómanisjin 1949 Szabó 1977 Dzindzikhasvili 1950 Unzicker 1978 Andersson 1951 Gligorió 1979 Andersson & Nunn 1952 Golombek, Medina, 1980 Andersson Penrose & Yanofsky 1981 Kúpreitsjik 1953 Alexander&Bronstæn 1982 Vaganjan 1954 Kéres & Smyslov 1983 Speelman & Karlsson 1955 Friðrik Ólafsson 1984 Svesnikov & Kortsnoj 1985 Margeir Pétursson Júgóslavinn Gligoric hefur oftast unnið í Hastings eða fimm sinnum. Tartakower, Szabó og Flohr hafa unnið fjórum sinnum hver; Flohr þar af fjögur ár í röð. 35 ár liöu milli sigra Laszló Szabó 1938 og 1973. Uhlmann, Hort, Kéres, Euwe og Anders- son hafa unnið þrisvar; Anderson þar af þrjú ár í röð. Hvítur: Dr. James Macrae Aitken Svartur: Guðmundur Svavar Guðmundsson Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Rf6, 4. e5 - Rfd7, 5. Rce2 - c5, 6. c3 - Rc6, 7. f4 - b5, 8. Rf3 - Db6, 9. dxc3? - Bxc5, 10. Red4 - b4, 11. Bb5 - Rxd4, 12. Bxd7+ — Bxd7, 13. cxd4 — Be7, 14. 0-0 - 0-0, 15. Rel - bb5, 16. Hf3 - f6, 17. Be3 - Hac8, 18. Rd3 - Bxd3!, 19. Dxd3 - f5, 20. Hfl - Hc4, 21. Hfcl - Hfc8, 22. Hxc4 — dxc4, 23. De2 — Dc6, 24. d5 — exd5, 25. Bxa7 — Bc5+, 26. Bxc5 - Dxc5+, 27. Kfl - d4, 28. Hcl - d3, 29. Ddl - Dd4, 30. g3 — Dxb2. — og hvítur gafst upp, saddur lífdaga. Guðmundur S. dregur sig í hlé Árangur Guðmundar á. Hastings sýnir að bestu skákmenn íslendinga höfðu fullt erindi í keppni á erlendri grund og er ekki að vita hvemig farið hefði ef þeir hefðu oftar lagst í víking en raun var á. Guðmundur keppti á erlendri grund og er ekki að vita hvemig farið hefði ef þeir hefðu oftar lagst í víking en raun var á. Guðmundur keppti aðeins á einu alþjóðamóti eftir Hastings- mótið; það var á hinu geysisterka móti í Ámsterdam 1950 og þó hann næði ekki að ógna efstu mönnum var árangur hans eigi að síður mjög sómasamlegur. Guðmundur varð svo íslandsmeistari 1954 með fullt hús vinninga og hefur enginn leikið það eftir honum, hvorki fyrr né síð- Jólaskákmótið í Hastings 1955/56 X 1 2 3 4 5 6 7 8 9 0 1. Kortsnoj, Sovétr X V2 1 V2 1 V2 V2 1 1 1 -7 2. Friðrik Olafsson V2 X V2 1 Ve 1 1 1 V2 1 -7 3. Ivkov, Júgóslavíu 0 V2 X 1 1 1 V2 1 1 V2 -6.5 4. Tæmanov, Sovétr V2 0 0 X 1 1 1 1 1 V2 -6 5. Darga, V-Þýskaiandi 0 Vz 0 0 X 1 V2 ’/z 1 1 -4.5 6. Persitz, ísrael V2 0 0 0 0 X Vz 1 1 V2 -3.5 7. Fuller, Englandi V2 0 V2 0 V2 V2 X 0 V2 1 -3.5 8. Diazdel Corral, Spáni 0 0 0 0 V2 0 1 X Vz 1 -3 9. Penrose, Englandi 0 V2 0 0 0 0 'Va V2 X 1 -2.5 10. Golomek, Englandi 0 0 V2 V2 0 V2 0 0 0 X -1.5 ar. Upp frá því tefldi Guðmundur lítið; félagsstörf skákmanna rændu æ meiri tíma frá honum og þar að auki fór heiisu hans hrakandi svo hann átti erfiðara en áður með að þola þá spennu sem fylgir kapp- skákum. Guðmundur S. Guðmunds- son lést fyrir aldur fram árið 1974. Um það leyti sem Guðmundur var að draga sig í hlé var kominn fram á sjónarsviðið sá skákmaður íslenskur sem hingað til hefur gert mestan usla erlendis. Hér er engin þörf á að rekja skákferil Friðriks Ólafssonar en hann tefldi í fyrsta sinn á Hastings-mótinu um áramót- in 1953/54, aðeins átján ára gam- all. Tveir keppendur frá mótinu 1946/47 voru einnig með í þetta sinn; Tartakower var nú farinn að láta undan síga en C.H.O’D. Alex- ander vann glæsilegasta sigurinn á ferli sínum er hann varð efstur ásamt Davíð Bronstæn og vann báða sovésku stórmeistarana í inn- byrðis skákum þeirra. Friðrik stóð sig Ijómandi vel, náði 50% árangri og vann frægan sigur á Robert Wade í síðustu umferð. Úrslit urðu þessi: 1.-2. Alexander, Englandi, og Bronstæn, Sovétr. 6,5. 3.0’Kelly, Belgíu. 4.-7. Friðrik Ólafsson, Mat- anovic, Júgóslavíu, Tólúsj. Sovétr. ogTeschner, V.-Þýskalandi 4,5. 8. Tartakower, Frakklandi 3,5. 9. Robert Wade, Englandi 3. 10. Home, Englandi 2. Friðrik öðru sinni til Hastings Tveimur árum síðar var Friðriki aftur boðið til Hastings. Hann hafði á þessum tveimur árum unnið ýmis afrek við skákborðið, stóð sig til að mynda prýðilega á svæðamótinu í Prag og Marianske Lazne árið 1954 og vann stórsigur á argent- ínska stórmeistaranum Herman Pilnik í Reykjavík árið 1955. Samt sem áður bjuggust líklega fáir við því að hann myndi sigra á Hastings- '-mótinu að þessu sinni, enda var það afar vel skipað. Tveir stórmeist- arar voru meðal keppenda, Tæ- manov frá Sovétríkjunum og Ivkov frá Júgóslavíu sem þrátt fyrir ungan aldur var óðum að skipa sér í röð fremstu skákmanna. Þama var og dökkbrýndur piltur frá Leníngrad sem þá var lítt þekktur en átti sannarlega eftir að bæta úr því: Viktor Kortsnoj. Klaus Darga var feikna efnilegur strákur frá Vestur-Þýskalandi; hann hafði orð- ið jafn Oscar Panno frá Argentínu á heimsmeistaramóti unglinga 1953 en missti af titlinum vegna lægri Sonnebom-Berger stiga. Jesus Diaz del Corral var þá komungur Spán- armeistari en átti síðar eftir að vinna sér stórmeistaratitil þó hann hafi alla tíð verið sannur áhugamað- ur. Persitz var um langt skeið sterk- asti skákmaður ísraela þó hann hafi aldrei komist í fremstu röð. fulltrúar heimamanna voru Golom- bek „gamli" og tveir efnilegustu skákmenn Englendinga í þá tíð: John A. Fuller og Jonathan Pen- rose. Slæm veikindi áttu eftir að setja strik í reikning Fullers en Penrose vann hins vegar enska meistaratitilinn oftar en nokkur annar áður en úthaldið brást hon- um. Friðrik sýndi það strax í fyrstu umferð að hann var til alls líklegur. Þá hafði hann hvítt gegn Mark Tæmanov, konsertpfanista og heimsmeistaraefnis í skák frá þvf í Neuheusen og Ziirich 1953. Skák þeirra var svona: Hvítur: Friðrik Ólafsson. Svartur: M. Evgenívitsj Tæ- manov. Enski leikurinn. 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - c5, 3. Rf3 - Rc6, 4. g3 - d5, 5. cxd5 - Rxd5, 6. Bg2 - Rc7, 7. b3 - e5, 8. Bb2 - be7, 9. Hcl - f6, 10. Ra4 - Ra6, 11. 0-0 - 0-0, 12. Rel?! - Bg4!, 13. h3! - Bh5, 14. Ba3 - Da5, 15. Rd3 - c4?!, 16. Bxe7 — cxd3, 17. g4 — Rxe7, 18. gxh5 - Had8, 19. Bxb7! - Db5, 20. Bf3! - e4?, 21. Rc3 - Dg5+, 22. Bg2 - f5, 23. e3! - Hd6, 24. f3 — Hh6, 25. fxe4 — Hxh5, 26. Df3 - Rb4, 27. exf5! - Rxf5, 28. e4 - Dxd2, 29. exf5 - Hhxf5, 30. De4 - Hf4, 31. Hxf4 - Dxcl+, 32. Hfl - d2, 33. Dxb4 — Hc8,34. Rdl — h6. — og í þessari vita vonlausu stöðu féll Tæmanov á tíma. Signrinn í höfn í næstu umferð gerði Friðrik jafntefli við Darga, vann peð og síðar skákina gegn Diaz del Corral í þeirri þriðju og bjargaði sér fyrir hom í skákinni við Penrose í §órðu umferð. í fímmtu umferð mætti hann svo Viktor Kortsnoj og hafði hvítt. Skákin endaði með jafntefli eftir nokkrar sviptingar og er ekki að sjá annað af sjálfsævisögu Kortsnoj en að hann hafí verið hæstánægður með það. Kortsnoj hafði forystu á mótinu og hafði til dæmis unnið Ivkov í ágáetri skák í fjórðu umferð; hann tefldi af miklu öryggi og stefndi ótrauður til sig- urs. Þó lét hann sig hafa það að gefa landa sínum Tæmanov jafn- tefli baráttuiaust enda þótt svo virtist ekki yfír skákborðinu. Tæmanov var svolítið smeykur við „Viktor grimma" og taldi hann því á að í sameiningu „semdu" þeir skákina fyrirfram. Kortsnoj féllst á það og skákin — sem að sjálfsögðu endaði með jafntefli — reyndist hin mesta baráttuskák! í ævisögu sinni átti Tæmanov varla orð yfír snilld þeirra beggja; svo gerði Kortsnoj r hann dálítið hlægilegan þegar hann upplýsti hið sanna í sinni bók. Með frábærum endaspretti tókst Friðriki Ólafssyni svo að komast upp að hliðinni á Kortsnoj meðan Darga, sem hafði byrjað mjög vel, dróst æ meir aftur úr. Friðrik vann Golombek í sjöttu umferð eftir að Englendingurinn hafði leikið af sér í ágætri stöðu; síðan braut hann Fuller og Persitz á bak aftur án ýkja mikilla erfíðleika. Fyrir síðustu umferðina voru þeir Kortsnoj efstir og jafnir með 6,5 vinning en fengu * ólík viðfangsefni í lokaumferðinni. Kortsnoj hafði hvítt gegn Fuller sem hafði lítið látið að sér kveða meðan Friðrik þurfti að veija svörtu stöðuna gegn Ivkov sem hafði náð sér vel á strik eftir tapið í 4. umferð og var kominn í þriðja sætið, aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönn- um. En Friðrik stóðst raunina; hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.