Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 31 Hartston frá Englandi, einn af fremstu skákmönnum Englendinga í nýrri bylgju skákáhuga þar í landi. Sá alefnilegasti var þó talinn 19 ára stráklingur frá Birmingham, Tony Miles, sem hafði unnið heims- meistaratitil unglinga með yfír- burðum fyrr á árinu 1974. Aðrir fulltrúar heimamanna voru Michael Stean og Jonathan Mestel, sem síð- an hafa báðir orðið stórmeistarar (eins og Miles náttúrlega), og Mic- hael Basman, svo sókndjarfur og sérkennilegur skákmaður að stapp- ar bijálæði næst. Planinc kom frá Júgóslavíu, mjög frumlegur og beinskeyttur stórmeistari sem hafði unnið ýmsa góða sigra síðustu árin; Istvan Csom var sömuleiðis nýorð- inn stórmeistari, traustur skákmað- ur með afbrigðum og burðarás ungversku Olympíusveitarinnar árum saman; landi hans, Pal Benkö, sem bjó í Bandaríkjunum, gat enn bitið frá sér þó árin væru farin að færast yfír; Guillermo Garcfa Gonz- alez var nýbakaður stórmeistari og efnilegasti skákmaður Kúbumanna síðan á velmektardögum José Capa- blanca; loks skal hér nefndur Mark Diesen, kornungur Bandaríkjamað- ur, sem varð heimsmeistari ungl- inga 1976 en hefur lítið teflt á síð- ustu árum af ástæðum sem ekki verða tilgreindar hér. Guðmundur byijaði vel í Hast- ings. Eftir sigurinn í skákinni við Botterill (sem þó var ekki tefld fyrr en síðar) gerði hann jafntefli við Benkö og Hort en vann Mestel nokkuð örugglega í 4. umferð. Eftir jafntefli gegn Csom sigraði Guð- mundur svo Basman í 6. umferð og var þá efstur á mótinu ásamt Andersson en á hæla þeim komu Miles og Hort. í 7. umferð tapaði Guðmundur einu skák sinni á mót- inu en aldeilis ekki baráttulaust; hann reyndi í eina 105 leiki að bjarga verri stöðu gegn Hartston í jafntefli en mátti að lokum játa sig sigraðan. Það háði Guðmundi, eins og öðrum keppendum, hversu ströng dagskráin var, fáir frídagar og skammt á milli biðskáka; í samtali við Morgunblaðið tók Guð- Svetozar Gligoric hefur oftast sigrað á Hastings-mótunum. mundur svo til orða að þetta væri „bölvað puð“. García endurtók mistök sín í áttundu umferð mátti Guð- mundur aftur taka á honum stóra sínum; þá hélt hann jafntefli með riddara gegn þremur peðum And- erssons, en síðan fór hann aftur að rétta úr kútnum. Hort var kominn í efsta sætið en Armeninn Vaganjan og Rússinn Beljavskí (fæddur 13. apríl eins og Kasparov o.fl.) voru famir að ógna honum alvarlega. I 9. og 10. umferð gerði Guðmundur jafntefli við þá félagana og síðan náði hann yfírburðastöðu gegn Stean en missti hana að vísu niður í jafntefli. Þá voru líkumar á stór- meistaratitlinum famar að fölna ískyggilega; fjórar umferðir vom eftir og Guðmundur varð að ná 3,5 vinningi úr þeim. Andstæðingamin Miles, Diesen, Planinc og García. Miles var líka á höttunum eftir stórmeistaraáfanga, sínum fyrsta, og skák þeirra Guðmundar varð mikill darraðardans. Að lokum náði Guðmundur að hagnýta sér mistök Englendingsins og sigra. Mark Diesen veitti litla mótspymu en skákin gegn Planinc varð jafntefli svo Guðmundur var í þeirri lítt öfundsverðu stöðu að þurfa að sigra García í síðustu umferðinni til að hljóta stórmeistaratitilinn. í sömu stöðu var Beljavskí nema hvað hann þurfti að sigra Andersson sem aftur var kominn á skrið eftir svolítið rólegan kafla um miðbik mótsins. Nú bjó Guðmundur að því að hann hafði ætíð með sér mikinn §ölda skákbóka á mótsstað. í einni bókinni fann hann skák sem García hafði teflt afskaplega illa og ákvað að tefla sama afbrigðið. Sem betur fór fyrir Guðmund hafði García öllu gleymt og ekkert lært; hann endur- tók mistök sín úr fyrri skákinni; Guðmundur náði fljótlega yfír- burðastöðu og vann óaðfínnanlega úr henni. Þegar hann stóð upp frá borðinu og tók í útrétta hönd Kúbu- mannsins var hann orðinn stór- meistari í skák. Beljavskí vegnaði ekki eins vel. Hann reyndi í 115 leiki að sigrast á Andersson en Svíinn lét sér hvergi bregða og hélt jöfnu. Hann var vanur löngum skákum; í næstsíð- ustu umferð hafði hann unnið Hartston í 128 leikjum og var vesal- ings Hartston svo úrvinda eftir þessa þolraun að hann bauð jafn- tefli í síðustu skák sinni gegn Stean eftir aðeins tvo leiki! Stean reyndist sannur séntilmaður og þáði boðið. Svo Guðmundur deildi 2.-3. sæt- inu í Hastings með Vaganjan en Hort sigraði eins og búast mátti við. Arið eftir var Guðmundi aftur boðið til keppni í Hastings en nú vegnaði honum ekki eins vel. Hort, Bronstæn og Uhlmann frá Austur- Þýskalandi sigruðu, Kortsnoj varð f fjórða sæti en Guðmundur hafnaði rétt fyrir ofan miðju. Hann var farinn að gera of mikið af jafntefl- um. Og þá er komið að þætti Mar- geirs Péturssonar .. . (Byggt á Við skákborðið i aldarfjórðung e. Friðrik ólafsson; Chess Is My Life e. Victor Korchnoi; The Penguin Encyc- lopedia of Chess; tímaritinu Skák; In- formator; dagblöðum og viðtölum.) Hlugi Jökulsson tók saman Tæp 20 þúsund tonn á land hjá ÚA1985 Vona að vinnslan skili hagnaði, segir Gísli Konráðsson forstjóri Akureyri, 13. janúar. „ÆTLI staðan hjá okkur sé ekki svipuð og hjá öðrum — heldur dapurleg," sagði Gísli Konráðsson, annar forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa, er hann var spurður um afkomu fyrirtækisins á nýliðnu án. „Útgerðin var rekin með bullandi tapi sfðari hluta ársins. Einkum eftir að þorskkvóti okkar var búinn. Þá urðu skipin að snúa sér að öðrum veiðum." Gísli sagði ekki endanlega ljóst hver útkoma vinnslunnar hjá Arsfundur Hafnasam- bands sveit- arfélaga HAFNASAMBAND sveitarfé- laga heldur ársfund sinn, þann 16. í röðinni, dagana 16. og 17. janúar næstkomandi i Hafnar- firði. Á fundinum verður meðal annars §allað um flárhagsstöðu hafna og gjaldskrármál. Ennfremur verður gerð grein fyrir undirbúningi að reglugerð um hafnamál og eftiis- legri endurskoðun á gjaldskrám hafna. Áætlað er að fulltrúar á fundinum verði á milli 60 og 70 talsins, frá flestum höfnum lands- ins. ÚA á árinu yrði „en ég vona að hún skili hagnaði", sagði hann. Úthaldsdagar togara Útgerðar- félags Akureyringa voru 1489 í fyrra á móti 1443 árið 1984. Sval- bakur var lengst úti samtals — 365 daga. Svalbakur var einnig afla- hæstur togara félagsins, veiddi alls 5.044.898 kg á árinu, en alls veiddu togarar félagsins 19.697.513 kg á árínu en 1984 veiddu togaramir 17.410.336 kg. Veiðidagar í fyrra voru samtals 1213 á móti 1200 árið áður og afli hvern veiðidag að meðaltali 16.239 kg í stað 14.508 kg árið áður. Veiðiferðir voru fjórum fleiri í fyrra en 1984 — 115ferðirí stað 111. Brúttóverð afla var samtals 281,3 milljónir króna í fyrra en 197,8 millj. kr. árið áður. Meðalverð í kílóum var 14,28 krónur í stað ll,36kr. áður. Þess ber að geta að einn togari bættist í flota UA á árínu — Hrím- bakur EA 306, og gerir félagið því út fímm togara, Kaldbak, Sval- bak, Harðbak og Sléttbak auk Hrímbaks. Alls bárust tæp 20.000 tonn, 19.697.513 kg, af físki á land eins og áður greinir, óg skiptist hann þannig niður að 19.245.363 kg var landað á Akureyri til ÚA, 411.883 kg á Akureyri til annarra og 40.267 kg var landað i Hrísey. ÚA seldi 5.525 tonn af freðfíski í fyrra sem er talsvert meira en árið áður. Þá seldi félagið 4.638 tonn, en í árslok 1985 voru freðfískbirgðir 1.059 tonn skv. áætlun. ÚA seldi enga skreið í fyrra en 4 tonn árið á undan. Skreiðarbirgðir félagsins i árslok 1985 voru 9 tonn. í fyrra seldi félagið 520 tonn af saltfiski en 111 tonn árið áður. Birgðir fé- lagsins af saltfiski i árslok voru 8 tonn. Biigðir af hausum í árslok voru 60 tonn en félagið seldi enga hausa á árinu. Útgerðarfélag Akureyringa bauð sem kunnugt er í Kolbeinsey frá Húsavík er Fiskveiðasjóður auglýsti hana til sölu — þó með þeim fyrir- vara að yrði tilboðið til þess að Húsvíkingar misstu skipið yrði það ómerkt. Gísli var spurður hvort ÚA myndi bjóða i skipin Sigurfara og Sölva Bjamason. Hann sagðist ekki geta sagt til um það strax. „Við verðum að bíða og sjá hveijir fá Kolbeinseyna," sagði Gísli. ^-Vuglýsinga- síminn er 2 24 80 Misjafn kostnað- ur við ráðherrabíla FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér yfirlit um bifreiða- kostnað ráðherra. í svari til Alþingis fyrir jól var gefinn upp heildartala fyrir kostnað hvers ráðherra fyrir sig, en í því yfir- liti, sem hér fer á eftir er launakostnaður bifreiðastjóra aðgreind- ur frá rekstrar- og viðhaldskostnaði. í frétt frá f orsætisráðuneyt- inu segir að bifreiðastjórar ráðherranna gegni ýmsum öðrum störfum fyrir ráðuneytin. 1984 1985 1/1-31/12 1/1-30/4 10151 Steingrímur Hermannsson 1.155 402 Laun bifreiðastj. 674 166 Rekstur og viðhald 481 236 10152 Geir Hallgrímsson 679 435 Laun bifreiðastj. 468 190 Rekstur og viðhald 211 245 10153 Albert Guðmundsson 680 263 Laun bifreiðastj. 516 191 Rekstur og viðhald 164 72 10154 Alexander Stefánsson 930 341 Laun bifreiðastj. 412 134 Rekstur og viðhald 518 207 10155 Halldór Ásgrímsson 1.238 551 Laun bifreiðastj. 650 192 Rekstur og viðhald 588 359 10156 Jón Helgason 744 255 Laun bifreiðastj. 464 124 Rekstur og viðhald 280 131 10157 Matthfas Bjamason 776 342 Laun bifreiðastj. 484 178 Rekstur og viðhald 292 164 10158 Matthías Mathiesen 664 313 Laun bifreiðastj. 487 193 Rekstur og viðhald 177 120 10159 Ragnhildur Helgadóttir 713 242 Laun bifreiðastj. 476 185 Rekstur og viðhald 237 57 10160 Sverrir Hermannsson 891 561 Laun bifreiðastj. 667 311 Rekstur og viðhald 227 30 Greitt af Iðnaðarráðuneyti 220 Bridshátíð 1986 um næstu helgi: Heimsþekktir spilarar meðal þátttakenda BRIDSHÁTÍÐ 1986 hefst nk. föstudag á Hótel Loftleiðum, með þátttöku fjölda heimsþekktra spilara frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Danmörku og Sviþjóð. Hátiðin verður að vanda tviskipt: Fyrst er 44 para tvimenningskeppni, sem lýkur á laugardagskvöldið, en á sunnudag og mánudag verður Flugleiðamótið, opin sveitakeppni með Monrad-sniði. Að sögn Ólafs Lárussonar, starfsmanns Bridssam- bands Islands, er aðstaða fyrir áhorfendur góð á hátíðinni; upp- hækkaðir pallar í spilasal og sérstök „gryfja“ þar sem hæstu og þekktustu pörin kljást í hverri umferð. Leikir úr sveitakeppninni verða ennfremur sýndir á tjaldi. Frá Bretlandi koma Zia Mah- mood og Bany Myers. Þeir voru einnig gestir á Brídshátfð f fyrra. Zia er af mörgum talinn einn sterk- asti rúbertuspilari heims. Hann er Pakistani, en búsettur í London. Frá Bandaríkjunum koma Eric Rodwell, fyrrverandi.heimsmeistari, og félagi hans, Marty Bergen. Þeir munu spila í sveit með George Mittelman og Alan Graves frá Kanada. Mittelman kom áður á Bridshátíð 1984. Eitt þekktasta par Skandinavfu, Svfamir Per Olaf Sundelin og Sven Olov Flodquist, koma nú í fyrsta sinn á hátíðina. Og frá Danmörku koma Blakset- bræður, Lars og Knut, og Steen Schou, sem mun spila á móti Sævari Þorbjömssyni. Peningaverðlaun em veitt á báð- um mótunum, samtals 8.000 dollar- ar, 5.000 fyrir tvímenninginn og 3.000 fyrir sveitakeppnina. Þeir Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sigruðu í tvímenningskeppninni í fyrra, en pólska landsliðið fór með sigur af hólmi í sveitakeppninnL IfHÍB m Nú fer hver að verða síðasturaðfara laugarásbið Sfmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.