Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 S 38 » > t Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Flatey á Breiðafirði, andaðist 13. janúar sl. Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Einar Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Sigurborg Guðmundsdóttir, Regfna Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÞÓRHALLUR STEFÁNSSON, Álftamýri 50, lést þriðjudaginn 14. janúar í Borgarspitalanum. Unnur Torfadóttir Hjaltalfn, Ása Stefánsdóttir, Jón Björgvin Guömundsson, Vigdfs Stefánsdóttir, Skafti Sæmundur Stefánsson, Þórný Jónsdóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Óttar Helgason, Torfhildur Stefánsdóttir, Bjöm Vernharðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Maðurinn minn og faðir okkar, HELGI GUÐMUNDSSON, Bólstaðahlfð 41, lést í Landakotsspítala 13. janúar. Sigurbjörg Lúðvíksdóttir, Guðný Helgadóttir, Hanna Helgadóttir. t Bróðir minn, ÓLAFUR A. PÁLSSON fyrrverandi borgarfógeti, Framnesvegi 26b, andaðist 13. janúar. Guðmundur E. Pálsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI KRISTINN ÓLAFSSON, rafvirki, Tómasarhaga 19, sem lést þann 7. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 16. janúar, kl. 13.30. Hólmfrfður Pálmadóttir, Pálmi Ó. Bjarnason, Anna K. Bjarnadóttir, Kristinn Bjarnason, Kolbrún Eysteinsdóttir, Sigurður Bjarnason, Bjarni Bjarnason og barnabörn. Útför t STEINÞÓRS BJÖRNSSONAR frá Breiðabólsstað verður gerð frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 18. janúarkl. 14.00. Börnin. t Móðir mín, amma okkar, langamma og systir, PETRÍNA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Smáratúni 41, Keflavík, sem andaðist 10. janúar sl., verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju kl. 14.00 föstudaginn 17. janúar. Ásthildur Herman, Friðmundur L. Herman, Toby Sigrún Herman, Karl Brooke Herman Gunnarsson, Jóna Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um fósturbróðir minn, MAGNÚSKARLANTONSON, fer fram fimmtudaginn 16. janúar í Fossvogskirkju kl. 10.30. Jarösett verður frá Ólafsvíkurk'rkju. Halldór S. Guðjónsson. Sverrir Einars- son — Minning Fæddur 2. nóvember 1911 Dáinn 8. janúar 1986 Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín i huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slikt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Þá hefnir sín að hafa margs að sakna. En hinn, sem aldrei lif sitt jörðu batt, fær sofnað rótt án óskar um að vakna, fær óttalaust án fyrirvara kvatt Hann á hér engu framar til að tjalda, og trúir ekki á neitt, sem glatast má, og þarf því ekki á heiminum að halda, en heilsar glaður því, sem koma 1 Og þá er dauði, siður sorgarefni þó sá, er þessum huga buitu fer og lífið sýndi iitla undirgefni, að lokum fái meiri trú á þér. Og örðugt fleirum varð en vini mínum í veröld, sem er ótal þymum stráð, að vinna gullinn þráð úr sorgum sínum og syngja fullum rómi um lífsins náð. (T.G.) í dag er til moldar borinn móður- bróðir minn Sverrir Einarsson, sonur Einars Jónssonar fyrrum sýslumanns og Ragnheiðar Krist- jánsdóttur Hall. Sverrir fékk margar góðar gáfur í vöggugjöf, þó ekki tækist honum að spinna gullinn þráð úr þeim gjöfum. Hann var sú manngerð sem auðvelt var að hrifast af, greindur og kíminn, hagorður og hlýr. Böm- um er svo eðlilegt að greina hismið frá kjamanum og þótti mér sannar- lega vænt um hann, með brestum hans og kostum, frá upphafí okkar kynna. Eftir stendur minningin um góð- an vin og frænda. Guðrún Sverrisdóttir Við umhyggju starfsfólksins í Asi í Hveragerði fékk elskulegur einstæðingur að ljúka vegferð sinni. Þar naut hann þess öryggis og atlætis sem oftlega skorti. Brautin hans var einatt grýtt og brött. Þó var hann á vissan hátt heimsmaður, stoltur, háttvís og glæstur í fasi, víðlesinn og tungumálagarpur. A mörgum íslenzkum heimilum má sjá hugljúfar stemmningsmyndir úr höndum hans. Með þeim sá hann sér farborða, þær vom hans lífeyris- sjóður. Bakkus var hans fömnautur og örlagavaldur um áratugi. Það var honum og hans nánustu þung raun. Auðnuleysi hans var átakan- legt, en viðmælendur hans skynjuðu þó glöggt að þeir ræddu við fjölfróð- an gáfumann. En hver var hann annars, þessi hægláti einstæðingur? Hann var sonur hjónanna Ragnheiðar Hall og Einars Jónssonar, fyrmrn sýslu- manns í Barðastrandarsýslu. Sverr- ir ólst upp í hópi 7 systkina. For- sjónin hafði af rausn lagt honum til veganestið. Hann var fljúgandi Sigríður Tómas- dóttir—Minning Fædd ll.júní 1903 Dáin 5. janúar 1986 í dag verður amma mín, Sigríður Tómasdóttir, jarðsungin frá Hall- grímskirkju í Reykjavík. Mig langar til að minnast hennar hér fáeinum orðum og koma jafnframt á fram- færi kveðju frá syni hennar, sem býr í annarri heimsálfu og á þess ekki kost að vera viðstaddur útför hennar. Hún fæddist 11. júní 1903 og var því nærri 83ja ára þegar hún lést. Foreldrar hennar vom þau Tómas Bjömsson, d. 1951, bóndi á Spáná í Unadal í Skagafírði og víð- ar, og kona hans, Ingileif Ragn- heiður Jónsdóttir, dáin 1959. Amma var elst í hópi sjö systkina. Lítt er mér kunnugt um æskuár hennar, en víst hefur oft verið þröngt í búi og margt að starfa. Sjálfsagt hefur hún fljótt þurft að taka til hendi við ýmis bústörf. Á unglings- og fyrstu fullorðinsámm var hún vinnukona á ýmsum bæjum í Skagafirði, en flyst árið 1930 til Steingrímsfjarðar á Ströndum og giftist þar afa mínum, Þorkeli Hjaltasyni kennara, sem lifír konu sína. Þau eignuðust fyögur böm, sem öll em á lífi. Þau em: Ingigerð- ur Dóra, húsmóðir á Akranesi, gift Óla E. Bjömssyni. Þau eiga fjögur böm. Þá Auður, húsmóðir á Akra- nesi, gift Ingva Þórðarsyni. Þeirra böm em fímm. Hjalti, prestur við Kristskirkju í Landakoti, og Tómas Þór, en hann er smiður að mennt og dvelst um þessar mundir við nám í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni, Gyðu Atladóttur. Þau afí og amma settust að á Hólmavík eftir að þau giftust og bjuggu þar fram undir 1960 að þau fluttust til Reykjavíkur, festu kaup á íbúð á Hverfísgötu 70 og áttu þar heima síðan. Með húsmóður- störfum vann amma alla tíð við sauma og gerði svo lengi sem hún hafði heilsu til. Hún hafði meistara- bréf í þeirri iðn. Allur fatnaður, sem hún lét frá sér fara, var vandaður og snyrtilegur og líkaði vel. Aftur á móti var einatt ekki gengið hart eftir greiðslu og jafnan mun hún hafa selt vinnu sína ódýrt, en að- sóknin því meiri, og stundum setið við sauma fram á nætur þegar mikið lá við. Hógværð og lftillæti og gleði yfír litlu voru helstu kostir ömmu minnar, en allt er þetta sem óðast að hverfa og týnast, en öðrum eðlis- kostum meira hampað. Amma var prýðilegur hagyrðing- ur eins og fleiri Skagfirðingar og reyndar faðir hennar og systkini einnig. Ég kynntist þeirri hlið henn- ar fyrst þegar ég hélt til náms í Reykjavík og átti þá oftast heimili, en ævinlega griðastað, hjá ömmu og afa ásamt bræðrum mínum. Margar vísur hennar voru vel gerð- ar og sumar tækifærisvísur leiftr- andi fyndnar. Einhvem vetrarpart höfðum við þá reglu að ég skildi eftir vísu til hennar að kvöldi sem ég hafði barið saman við miklar þrautir, og hún skyldi svara að morgni. Það brást ekki að þegar ég vaknaði hafði hún svarað mér, oft- ast umhugsunarlaust, með vísu eða vísum, sem bar af mínum kveðskap sem gull af eiri. Mér var þetta því meiri ráðgáta sem ég þóttist hafa lært bragfræði í skóla, og lagði töluverða orku og umhugsun í verk- ið, en amma þekkti hins vegar ekki bragfræði nema af afspum. Samt var hún ekki sein á sér að benda á hortittina í stökum mínum og lag- færa þar sem það var hægt. Hún hafði með öðrum orðum braglistina á valdi sínu, en hana er ekki hægt að kenna í neinum skólum. Skóla- ganga ömmu var með skemmsta móti eins og tíðkaðist á æskuámm hennar. En oft heyrði ég hana segja að gjaman hefði hún viljað læra meira. Fáein sfðustu árin tók heilsa hennar að bila, einkum hin andlega, minnið brást og kröftunum hrakaði jafnt og þétt. Eg var svo lánsamur að fá að aðstoða hana síðustu misserin þótt í allt of litlu væri og sé ekki eftir þeim tíma sem til þess fór, enda ekki nema rétt að reyna að endurgjalda allt það góða sem greindur, fjölhæfur músfkant, list- fengur málari, hagmæltur, tungu- málamaður og vel lesinn í fslenzkum og erlendum bókmenntum. Hann þótti allra pilta glæsilegastur ásýndum og framkoman var háttvís og nærgætin. Ungur fjölskyldu- maður las hann læknisfræði. Sem læknakandidat þurfti hann að vinna í fjarlægun læknishémðum. Orð fór af hæfni hans í starfí. Fyrsta skurð- borðið sem hann vann við var hurð tekin af hjömm. Botnlangi sjúklings var spmnginn og ekki í önnur hús að venda. Aðgerðin tókst vel. En sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. Á lokaprófí náðu endar ekki saman og sýndist kannski sitt hveijum um ástæður. Fyrir ungan og næmgeðja fjölskylduföður olli þetta áfall þáttaskilum. Honum sem var svo margt til lista lagt, virtist ekki auðið að rétta fley sitt við. Eftir rúmlega fyögurra áratuga volk um sollin sæ hefur það loksins borið að ströndu. Ragnar Tómasson. hún gerði mér og öðmm bamaböm- um sínum. Nokkra síðustu mánuði ævi sinnar dvaldist amma í góðum höndum systranna í St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi. Þar andaðist hún að morgni sunnudags- ins 5. janúar sl. Eg kem hér á framfæri kæm þakklæti til systr- anna og starfsfólks alls, sem annað- ist hana í veikindum hennar. Henn- ar sakna nú afkomendur hennar, en þó vitanlega mest afí, en þau höfðu búið saman f farsælu hjóna- bandi í meira en hálfa öld þegar kallið kom. Guð blessi minningu hennar. Þorkell Örn Ólason Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.