Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Alfa Romeo 33. Ættaravipmótið leynir sér ekki. Alfa Romeo 33 4x4: Hreinræktaður gæðingur Mœlaborðið: Mikið af tökkum og tfósadýrð. ___________Bflar______________ Guöbrandur Gíslason Endurminning: árið 1969 fór ég á puttanum frá París til Genfar. Þessi leið liggur um fjall- lendi þegar nær dregur Svisslandi og vegurinn hlykkjóttur. Á þess- um vegi urðu mín fyrstu kynni af bifreiðagerðinni Álfa Romeó þegar ég fékk far með kaupsýslu- manni nokkrum síðustu 150 kíló- metrana eða svo gegnum flöllin. Þessi góði maður ók Alfa Romeó GTV 2000, litlum bíl og kubb- slegum en frægum um allt megin- landið (og víðar) fyrir snerpu og aksturseiginleika. Eg hef óstaðfestan grun um að góðmennska ökumannsins ein hafí ekki ráðið því að hann lofaði mér að sitja í, heldur hafí hann líka viljað sýna mér hvers þeir voru megnugir, hann og Alfan hans litla. (Milljónir bfla eru seldar út á slíkar litlar syndir hugans ár hvert, enda ekki nema von. Þessi synd er svo sæt) En hvað um það. Þegar ökuþórinn hleypti mér út við Hvítfjallsbrú jrfír Lemanvatn- ið, steinsnar frá hólmanum þar sem styttan af náttúruunnandan- um Rousseau starir yfír borgar- menningu Genfar var ég annar og breyttur maður. Kaupsýslu- maðurinn hafði verið að flýta sér. Og ef það er hægt að flýta sér á hlykkjóttum fjallvegum á meg- inlandinu, þá er það hægt í Alfa Romeó. Þessi litli naggur loddi við veginn eins og segulsteinn. í sumum beygjunum spurði ég guð minn hvort hann ætlaði að láta mig fara svona ungan. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti ekki að láta skynsemina ráða og biðja manninn að hleypa mér út úr bflnum áður en það væri orðið um seinan. Það væri altént skárra að skjálfa af sér nóttina í Júrafjöllum en gista eitthvert gilið sundurkraminn f bflflaki. En í þetta sinn varð áræðið óttanum yfírsterkara og fyrir bragðið fékk ég smjörþefinn af þvf adrenalínævintýri sem spýtist gegnum blóðið þegar maður og maskína eru eitt. Því kallinn var afbragðs ökumaður og vissi mætavel hvað hann mátti bjóða Ölfunni, sínum afbragðsbfl. Állar götur síðan hef ég virt bfla þessa fyrirtækis og hrifíst af söng vél- anna í þeim þegar þeir hafa skot- ist framhjá. Nú hefur umboð Alfa Romeó á íslandi, Jöfur hf. hafið innflutning á Alfa Romeó á nýjan leik eftir sex ára hvfld. Á áttunda áratugn- um flutti fyrirtækið inn nokkra Alfa Sud-smábfla auk tveggja eða þriggja GTV-bíla, en það fylgdi þeim bflum sú ólukka að þeir ryðguðu fljótt hér í sjávarseltunni og þóttu því léleg flárfesting, þótt eigendur þeirra hafí vafalaust flestir verið sammála um hve gaman er að aka þeim. En nú fylgir nýja bflnum, Alfa Romeó 33 4x4, sex ára ryðvarnarábyrgð eins og flestum öðrum bflum og þar ætti þeirri hindrun að vera rutt úr vegi. Alfan hefur löngum hlotið lof manna fyrir að vera einkar rás- fastur bfll og víst er að ekki spill- ir það fyrir aksturseiginleikum hans að sú gerðin sem Jöfur býður nú fslenskum kaupendum er með aldrifí. Alfa Romeó slæst því í hóp Subaru 1800, Toyota Tercel og Mitsubishi Tredia sem fólksbifreið með drifi á öllum hjólum. Þar er ekki leiðum að líkjast, því allir þessir japönsku bflar reynast afbragðsvel við fslenskar aðstæð- ur. Þó er samanburðurinn ekki allskostar réttmætur því óráðlegt er að aka Alfa Romeó 33 4x4 utanvega. Aidrifið þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að auka enn loðun bflsins við veginn, og auðvit- að kemur það sér vel bæði í hálku og snjó. Álfan er því sportlegur fólksbfll hvort sem er að vetrar- eða sumarlagi. Alfa Romeó er sérkennilegur í útliti. Veldur þar mestu afturendi bflsins sem er hár og kubbslegur. Þar sver hann sig f ættina, því nýrri og stærri bílar af sömu gerð eru enn keilulagaðri. Þetta lag minnkar loftmótstöðu bflsins, Alfa Romeó 33 4x4 Alfa Romeó 33 4x4 er fimm manna, femra dyra fólksbifreið með aldrifi. Lengd: 4,01 m, breidd 1,61 m, hæð 1,33 m, hæð undir Iægsta punkt 16 sm, eigin þyngd 970 kg. Rúmtak vél- ar 1490 sm, hestöfl 95 (DIN) við 6000 snúninga á mínútu. Þjöppuhlutfall er 9,0:1. Diskabremsur að framan en skálar að aftan. Alfa Romeó 33 4x4 kostar um 615 þús. krónur. BUlinn er tU á lager hjá umboðsað- ila verksmiðjanna hér á landi, Jöfri hf., Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi, sími (91)- 42600. eykur farangursrými, en spillir útsýni um afturgluggann. Speglar á báðum hliðum bæta þó nokkuð úrþví. Þessi bíll er svo vel búinn aukahlutum, að hann skákar jafn- vel japönsku bflunum sem hingað eru fluttir inn, en þeir hafa löng- um borið af evrópskum bifreiðum í þeim flölda aukahluta sem fylgt hafa með í grunnverði. Alfan er með rafdrifnar framrúður, raflæs- ingar, skottlok sem opnað er innan frá (betra væri þó að geta opnað það líka utan frá). Sætin eru upphituð, hægt er að stilia stýrið svo henti ökumanni (velti- stýri), þokuljós eru bæði að aftan og framan og gler í rúðum er bronslitað. Tímarofí er á inniljós- um. Aftursætin eru skiptanleg þannig að hægt er að auka far- angursrýmið til muna þótt einn farþeganna sitji. Alfan hefur tekið upp þann góða sið frá sænskum bflum, að ljósin kvikna um leið og bfllinn er ræstur og eru þau á meðan hann er í gangi. Þurrka er á aft- urrúðunni og hægt að sprauta vatni á hana. Alfa 33 er vel klæddur að inn- an, með smekklegu áklæði í svört- um og hvítum lit. Þegar sest er undir stýri verður fyrir manni mælaborð sem er í senn einkenn- andi fyrir Alfa Romeo og ítalska hönnun. leðurstýrið með Alfa- merkinu á flautunni er augnayndi sem gefur gott grip og mælar eru stórir og blasa við ökumanni. Til hægri við ökumann er fjöldi takka sem grænt ljós logar á séu þeir tengdir. Miðstöðin er staðsett þarna og þótt hávaðasöm sé hitar hún vel og fljótt, einkum efri hluta farþegarýmisins. Heldur lengri tíma tekur að hita fætur farþega. Vel fer um ökumann og farþega frammi í bflnum, svo og þá sem aftur í silja, svo fremi að þeir séu ekki mjög hávaxnir, því ekki er ýkja hátt til lofts í bflnum. Vélin í Alfa Romeó 33 er flög- urra strokka með tveimur yfír- liggjandi knastásum og tveimur Weber-blöndungum og skilar hún 95 hestöflum við sex þúsund snúninga á mínútu. Það er ekki ofsögum sagt að hún er hreinasta listasmíð. Hljóðið í henni gefur til kynna að helstu kostir hennar eru best nýttir við nokkum snúnings- hraða, enda snýst hún silkimjúkt upp fyrir 6000 snúninga án þess að gefa nokkur merki um að henni sé misboðið. Snerpan er góð, og þegar ökumaður hefur tengt drifíð á afturhjólin með handfanginu fyrir framan gírstöngina verða fáar bifreiðir til að skjóta Ölfunni ref fyrir rass þótt e.t.v. afimeiri séu, hvort sem er á malbiki eða malarvegi. Stýrið er hæfilega þungt og svömn þess mjög góð. Alfan fer þangað sem henni er beint án þess að vera með hina minnstu tilhneigingu til að taka af manni ráðin. Það er aðalsmerki góðra sportbfla. Alfa 33 er með fímm gíra kassa en skiptingin er því miður ekki eins góð og æski- legt væri. Mikið hlaup er á milli gíra og þar af leiðandi hættir manni jafnvel til að reka bflinn í rangan gír a.m.k. meðan verið er að venjast skiptingunni. Brems- umar em mjög góðar, og sömu sögu er að segja um fjöðrunina, sem er stíf eins og sæmir bifreið með þessa aksturseiginleika. Þó er það ekki til óþæginda. Sá bfll sem ég hafði til reynsluaksturs var þéttur og virtist vel til alls búnaðar vandað. . * I hnotskurn Bifreiðaunnendum hlýtur að fínnast Alfa Romeó 33 4x4 kær- komin sending á íslenska bifreiða- markaðinn. Þessi bfll er lipur og snöggur og fáum bflum er skemmtilegra að aka. Vélin er hreint afbragð. Alfan rúmar fímm manns í sæti en þó býður hann upp á bestu eiginleika sportbfls fyrir verð sem miðað við ríkulegan búnað og vandaðan frágang hlýt- ur að teljast mjög hagstætt. Ljúfur tónn eftir Guðrúnu Þorsteinsdóttur Þó að höfundur sé heilsulaus kona, sem ámm saman hefur háð erfíða baráttu við illan sjúkdóm, þá vona ég að þetta verði ekki í senn hennar fyrsta og síðasta ljóðabók, heldur geti hún haldið áfram að þroskast á braut ljóðlistarinnar. Vissulega gefur kvaéðið „Tónlist" fögur fyrirheit. Lúfurtónn frátitrandistreng túlkarhugans tilfinningu. Hjartansbænar biður heitt andaþann semeyraðgaf: „Reistubrú bifrðstháa sendiboðum sáttaogfriðar. hjötraleys, frelsiveit gleðivek, græðsálarmein." Erla Þórdis Jónsdóttir Flest kvæðin em rímuð og stuðl- uð, en ekki alltaf að íslenskum bragreglum, og hvað hrynjandi snertir bregður hún stundum út af bragvenjum okkar, en oft fer vel á því, gefur það ljóðinu einhvem óvæntan blæ. Þessi bók vakti athygli mína, vegna þess að næstum á hverri blaðsíðu finnur maður baráttuvilja og hetjulund, sem borin er uppi af trú á æðri mátt. Erla Þórdís hefur opin augu fyrir lífínu í kringum sig. Hún yrkir um náttúmna, borgina, húsnæði og samskipti fólks, kvenfrelsi, böm á atómöld, Bakkus og umferðarslys, og svo auðvitað um ástina, brostnar vonir og hjónaskilnað, huggun og bamalán. Þó augljóst sé, að oft er hún að yrkja um sára eigin reynslu, þá er hún ekki sjálfhverf. Það er eins og hún geti alltaf brosað gegnum tárin, og boðið örlögunum byrginn. Þessi kvæði skilur hver manneskja með heilbrigða skynsemi. Þetta stingur f stúf við „svefnóra og óráðshjal" margra ljóðasmiða síðari ára, en svipuð ummæli hefur þekkt íslenskt skáld haft um ljóðagerð skálda sfð- ustu tíma í Lesbók Morgunblaðsins siðastliðið haust. Ég óska Erlu Þórdísi Jónsdóttur til hamingju með ljóðabókina „Maldað í móinn". Höfundur er söngkennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.