Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 43 Nesbú hf. í landi Hlöðuness. Þar fer fram eggjaframleiðsla og gegnumlýsing eggja og flokkun. Nesbú hf. Vatnsleysuströnd: Ljósmynd Mbl. E.G. Signrður Sigurðsson framkvæmdastjóri, ásamt hluta starfsmanna. Á bakvið eru ungar í eldi, verðandi varphænur. „Endurnýjun á stofni nauðsynleg til að svona bú geti borið sig“ Á síðasta ári stóðu land- búnaðarfyrirtæki í Vatnsleysu- strandarhreppi í miklurn fram- kvæmdum. Eitt þeirra fyrir- tækja er Nesbú hf., sem er stórt hænsnabú. Á síðasta ári hófust framkvæmdir á vegum fyrir- tækisins á tveimur nýjum stöð- um á Vatnsleysuströnd, skammt vestan Brunnastaða- hverfis fyrir ungaeldi og nokkru austan við aðalbúið sem er í landi Hlöðuness, er verið að reisa byggingu fyrir stofn- f ugla og útungun. Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Nesbús hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að í upphafí þegar fyrirtækið var stofnað hefðu hugmyndir eigenda búsins verið að framleiða ein- göngu egg. Þá var gert ráð fyrir að kaupa stálpaða unga annars- staðar, unga sem væru komnir að varpi, en það hefði heppnast aðeins í örfá skipti, vegna þess að bændur hefðu ekki getað út- vegað ungana. Það væri þess vegna sem þeir hefðu verið neydd- ir til að fara út í þessar búgreinar sjálfir. Nesbú hf. hefur flutt inn sér- stakan stofn frá Noregi til end- umýjunar, er nefnist „hvítir ítal- ir“. „Endumýjun á stoftii er nauð- synleg," sagði Sigurður „til að svona bú geti borið sig í harðri samkeppni." Nesbú hf. var stofnað árið 1971. Á aðalbúinu fer fram eggja- framleiðsla, auk gegnumlýsingar eggja og flokkun, „sem við reyn- um að halda hér á staðnum til að halda uppi atvinnu," sagði Sigurður. Á árinu hefst starfsemi á nýjum stöðum. í landi Halldórs- staða verða fuglar til undaneldis og útungun, en vestan Brunna- staðahverfís verður eldi unga, frá því að vera dagsgamlir, og þar til þeir fara í varphúsin. í ungaeld- ishúsinu hefur verið komið fyrir nýjum búrum frá Þýskalandi, sem eru af fullkomnustu gerð. Hjá Nesbú starfa 10—12 manns. E.G. Þessi bifreið var nýlega afhent frá Bifreiðasmiðju JRJ. Morgunbla»ið/Páll Byggt yfir bíla í Varmahlíð Varmahlfð, 10. janúar. HÉR í Varmahlíð búa rúmlega eitt hundrað manns og hefur farið heldur fjölgandi hin síðustu ár. Nokkur atvinnufyrirtæki eru með rekstur hér þó mest sé um ýmiskonar þjónustustarfsemi við byggð- ina í kring. Blm. leit inn í eitt þessara fyrir- tækja á staðnum nú á dögunum. Árið 1976 flutti ungur og nýbakað- ur bifreiðasmíðameistari hingað í Varmahlíð með íjölskyldu sína. Heitir hann Jóhann Jakobsson. Hann hófst þá þegar handa og reisti iðnaðarhúsnæði í samvinnu við aðra aðila og hóf rekstur fyrir- tækisins JRJ-bifreiðasmiðja hf. Hefur starfsemin fyrst og fremst snúist um yfírbyggingar á pallbíl- um, jeppum, svo og klæðningu og málun. Þá hefur fyrirtækið einnig rekið bílaverkstæði sl. þijú ar. Verkefni hafa komið víðsvegar að af landinu og hafa starfað þetta 4 til 8 manns hjá fyrirtækinu allt frá því það hóf rekstur. Áð sögn Jóhanns Jakobssonar, framkvæmdastjóra hefur staðsetn- ing fyrirtækisins sem slík engin áhrif haft á reksturinn, en sam- keppni væri nokkuð hörð f þessari atvinnugrein sem svo mörgum öðr- um. Hann var óánægður með, hvað lítið væri um að opinber fyrirtæki byðu út yfirbyggingarverkefni á ftjálsum markaði, en ríkisfyrirtæki létu byggja yfír nokkum fjölda bifreiða á hverju ári. Aðspurður, sagði Jóhann að nú síðustu tvö til þijú ár væri minna um það að einstaklingar létu byggja yfír verðmikla nýja bíla, heldur væri þó nokkuð algengt að „gamli jeppinn" væri settur í gagngera endurbót, klæðningu og sprautun. Endumýj- un á klæðningum í hópferðabílum nefndi Jóhann einnig í þessu sam- bandi. Vissulega er styrkur fyrir hina dreifðu byggð að þar getur þrifíst fjölbreyttur atvinnurekstur eins og í þéttbýlinu. Þess verður óneitan- lega vart að í vaxandi mæli þarf bændafólk að afla tekna með bú- skap sínum. Þá er mikils virði að sú atvinna sem býðst sé það nærri að hægt sé að aka að heiman og heim dag hvem. P.D. Húsnæði J.R.J. en þar rekur Kristján Sigurpálsson einnig innflutn- ings- og heildverslun með vélar og varahiuti til landbúnaðarstarfa. Frá Hastingsmótinu 27. Dd3 - Bf4, 28. Rf3 - Dxg4, 29. Bdl — Dg6 Hvítur hótaði 30. Rxe5 o.s.frv. 30. Rc7-h4 Braga er kominn í heiftarlegt tímahrak og reynir nú að opna sér leið að hvíta kónginum með peðsfóm. 31. Rxh4 —Dg5? Þessi ónákvæmni kostar svart leik. Eftir 31. — Dh6 verður hvftur líklega að fóma drottningunni, því eftir 32. Rf3 - Bcl, 33. Rh4 — Bf4, lýkur skákinni með jafn- tefli. Drottningarfómin virðist þó gefa hvítum góða vinningsmögu- leika: 32. Dxg3+ Bxg3, 33. Hxg3+ - Kh7, 34. Rf5 - Bxf5, 35. exf5 - Rd6, 36. f6 eða 34. Re6 — Bxe6, 35. dxe6 og í báðum tilvikum verður svarti kóngurinn skjóllítill. 32. Rf3 - Dh6, 33. Re6 - Bxe6, 34. dxe6 — Re7 Eða 34. - Bcl, 35. Rh4 - Bf4 36. Dxg3+, sjá skýringu við 31. leik svarts. 35. Hb3 Nú segir liðsmunurinn til sín. 35. - Rc6, 36. e7 - Rxe7, 37. Hxb7 - Rg6,38. Hb6 - Bg5 Síðasta tilraunin. Hótunin er 38. - Dhl+, 39. Kf2 — Rf4 o.s.frv. 39. Hxg6+! - Dxg6, 40. Rxe5 — Dh6,41.Dxg3 og svartur gafst upp því hann á manni minna. Jólaskákmótið í Hastings 1985-1986 EIlo- THfll 1 2 8 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 vinmngmr rM 1. MargeirPétursson SM 2550 X 1/2 >/2 >/2 V2 >/2 1 >/2 1/2 1 1 1 1 1 9>/2 2. Mikhailschisin (Sovétríkjunum) SM 2505 Va X V2 >/2 >/2 1 >/2 V2 1 >/2 1 >/2 1 1 9 3. Conquest (Englandi) FM 2345 Vb V2 X 1/2 1/2 1 V2 >/2 0 1 0 1 1 1 8 4. Balasjov (Sovétríkjunum) SM 2510 Vz V2 >/2 X >/2 V2 >/2 >/2 >/2 1 Ve >/2 1 1 8 5. Jóhann Hjartarson SM 2505 Vz >/2 V2 >/2 X 0 1 >/2 V2 0 >/2 1 1 1 7>/z 6. Greenfeld (Israel) AM 2430 V* 0 0 >/2 1 X 0 >/2 1 1 0 1 .1 1 71/2 7. Braga (Argentínu) AM 2455 0 1/2 >/2 >/2 0 1 X >/2 >/2 >/2 1 1 >/2 1 7 >/2 8. Federovicz (Bandarikjunum) AM 2515 Vz V2 '/e >/2 >/2 V2 >/2 X >/2 >/2 V2 Va V2 1 7 9. Watson(Englandi) AM 2435 Vz 0 1 >/2 >/2 0 >/2 •/2 X 0 1 >/2 1 1 7 10. Rukavina(Júgóslavíu) AM 2510 0 >/2 0 0 1 0 V2 >/2 1 X 1 V* Vb 1 6 >/2 11. Bellon (Spáni) SM 2435 0 0 1 V2 >/2 1 0 >/2 0 0 X 0 >/2 0 4 12. Ptasket (Englandi) SM 2480 0 >/2 0 V2 0 0 0 >/2 1/2 >/2 1 X 1/2 0 4 13. Pia Cramling (Svíþjóð) KvSM 2420 0 0 0 0 0 0 >/2 >/2 0 >/2 V2 •/2 X f 3 >/2 14. Formanek (Bandaríkjunum) AM 2350 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 X 2 XI. Styrkleikaflokkur FIDE: Stórmeútaraárangtir: 9 Vz v, árangur alþjóðlega meistara: 6 Vz v. Hér birtist aftur taflan yfir úrslit Hastingsmótsins nú, þar sem hún var ekki rétt í Morgunblaðinu í gær. Skák Bragi Kristjánsson Ein af skákum Jóhanns Hjart- arsonar á skákmótinu í Hastings. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: C. Braga Argentínu Enski leikurinn 1. c4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Rc3 — g6 - Svartur velur uppbyggingu í ætt við Kóngsindverska vöm. Algengt framhald í þessari stöðu er 3. — Rf6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — e5 (eða 5. — e6) o.s.frv. 4. e3 - Bg7, 5. d4 - d6, 6. Be2 — Rf6, 7.0-0-0-0,8.h3 Jóhann fer sér að engu óðslega, en eðlilegra var að leika strax 8. d5. 8. — a6,9. d5 —Ra7 Þessi leikur lítur einkennilega út en eftir 9. — Ra5 gæti riddar- inn orðið út úr spilinu. Eftir leik- inn á skákinni kemst riddarinn til c8 og síðan til e7 eða b6. 10. a4 - e5, 11. a5 - Bd7, 12. Ha3 Hvítur undirbýr að tvöfalda hróka á a-línunni ef svartur reynir að losa um sig með b7-b5. 12. - Hc8, 13. Bd2 - Hc7, 14. Ra4 Jóhann undirbýr b2-b4 en betra var að koma fyrst í veg fyrir næsta leik svarts með 14. Dbl 14. - Re4, 15. Bel - f5, 16. b4 - g5,17. Rh2 - h5,18. Rb6 Ekki gengur 18. Bxh5 — cxb4, 19. Bxb4 — Hxc4 o.s.frv. 18. - g4, 19. f3 - cxb4, 20. Bxb4 - Rg3,21. Hel — Rc8?! Svartur valdar peðið á d6 og kemur riddaranum á a7 í spilið um leið. Gallinn er hins vegar sá, að hvítur vinnur nú skiptamun. Svartur gat leikið hér 21. — Df6 með góðri stöðu. 22. Ra8! Riddara er ekki oft leikið út í hom með svona góðum árangri. 22. - Hc5, 23. Bxc5 - dxc5, 24. hxg4 — fxg4, 25. e4 — Dh4, 26. fxg4 — Bh6 Svartur hefur mikið spil fyrir skiptamuninn sem hann fómaði. í framhaldinu kemur í ljós að ekki er auðvelt að komast í gegn- um vamir hvíts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.