Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 44 Minning-: Axel Sigurgeirs son kaupmaður Fæddur 20. febrúar 1914 Dáinn 5. janúar 1986 Þeir týna nú óðum tölunni gömlu vinimir sem maður eignaðist á sín- um yngri árum. Að þessu sinni er það Axel Sigurgeirsson, kaup- maður, sem horfið hefur sjónum okkar. Þó Axel hafi ekki gengið heill til skógar um nokkurt árabil, bar andlát hans að með skjótari hætti en búist var við. Þó við vitum að allt sem lifir er forgengilegt og allt sem hefur lifnað hljóti að deyja, þá erum við sjaldan tilbúin að sætta okkur við endanlegan sigur dauðans yfir iífínu. Eðlilegt er þegar gamall vinur eins og Axel hefur lokið göngu sinni, þá hrannast upp í huga manns ýmislegt úr sjóði minn- inganna, sem mig nú langar að tí- unda í stuttri minningargrein. Axel var fæddur 20. febrúar árið 1914 að Litla-Steinsholti, sem stóð þar sem nú er Hoitsgata 23 í vestur- bænum. Þetta var einn af gömlu bæjunum í Reykjavík sem óðum eru að hverfa og heyra senn sögunni til. Foreldrar Axels voru þau Sigur- geir Þórðarson sjómaður, ættaður frá Hvammi í Kjós, og Sigríður Erlendsdóttir frá Efri-Reykjum í Biskupstungum. Sigríður, móðir Axels, hafði verið gift áður Nikulási B. Jakobssyni, sem hún missti eftir skamma sambúð. Með honum eign- aðist hún tvö böm, Guðrúnu, sem átti fyrir mann Júlfus Guðmundsson kaupmann og son sem hún missti ungan. En Sigríður og Sigurgeir eignuðust ijögur mannvænleg böm saman. Þau eru Egill, sem giftist Astu Jónsdóttur Dahlmann, Viktor- ía gift Guðmundi Halldóri Jónssyni fi-amreiðslumanni, Axel sem hér er minnst og kvæntist Guðríði Þorgils- dóttur og Þórður sem er giftur Agnesi Guðnadóttur. Þau hafa því verið fímm bömin sem sjá þurfti farborða í litla bænum. A fyrstu áratugum þessarar aldar var víðast hart í búi hjá flestum alþýðuheimil- um og þurfí að vinna myrkranna á milli til að hafa ofan í sig og á. Heimili Axels var þar að sjálfsögðu engin undantekning. Það þótti bæði eðlilegt og sjálfsagt að bömin færu að vinna svo skjótt sem kostur var á til að afla tekna fyrir heimilið. Svo mun og hafa verið með Axel. Að loknu bamaskólanámi stundaði hann þá vinnu sem til féll á vetrum við fískvinnslu og fleira og á sumrin var hann mörg æskuárin í sveit. Snemma mun hugurinn þó hafa beinst að verslunarstörfum. Hans fyrsta vinna á því sviði var þar við afgreiðslustörf hjá Silla og Valda á Laugaveginum, en þar var þá versl- unarstjóri Kristján Jónsson, sem síðar var kenndur við Kiddabúð. Eftir tiltölulega stuttan stans í þessu starfí ræður hann sig til starfa hjá KRON, sem þá rak eina stærstu verslun bæjarins á homi Skólavörðustígs og Bergstaða- strætis. Áður en langur tími leið var hann gerður að verslunarstjóra og sýnir það ljóslega dugnað og elju Áxels í þessu starfi. Mér er líka kunnugt um að hann naut mikils trausts hjá yfirboðurum sínum sem eflaust hafa viljað njóta lengur starfskrafta hans. Hins vegar mun Axel hafa langað til að byija sinn eigin atvinnurekstur og árið 1942 kaupir hann verslunina Barónsbúð með Þórði bróður sínum. Þessa verslun reka þeir bræður saman um tveggja eða þriggja ára skeið en þá selur Axel sinn hlut í versluninni og byijar að versla á Háteigsvegin- um í eigin húsnæði og ekki löngu síðar opnar hann aðra matvöru- verslun í Barmahlíð 8. Þessar tvær verslanir rekur svo Axel um 30 ára skeið. Þessi ár munu hafa verið blóminn í starfsævi Axels. Hann var mjög vel látinn af viðskiptavin- um sínum, var lipur, greiðvikinn og traustur. Af heilsufarsástæðum er honum ráðlagt að minnka umsvifin og selur hann því báðar verslanimar með skömmu millibili. Nokkm áður en hann selur hafði hann þó stofnað Bananasöluna með þeim Silla og Valda, Kidda í Kidda- búð og Gústa í Drífanda, eins og þessir heiðursmenn voru alltaf kall- aðir. Axel sá um daglegan rekstur Bananasölunnar um langt árabil. Meðal annars var starfssvið hans að fylgjast með þroskun banan- anna. Þeir vom fluttir inn grænir og óþroskaðir og í fyrirtækinu var útbúnaður sem sá um þroskun ávaxtanna. Þetta var bindandi og kreQandi starf. Jafnhliða því að hann vinnur við Bananasöluna kaupir hann og rekur verslunina Málning og jámvömr á Laugaveg- inum og sýnist mér á þessu, að ekki hafi hann að öllu farið eftir því læknisráði, að draga saman seglin.. Meðfæddur dugnaður og athafnagleði virðist lengst hafa verið jrfirsterkari hugsuninni um að lækka seglin. Þetta er í stómm dráttum at- hafnasaga Axels Sigurgeirssonar. Með dugnaði, ósérshlífni og sam- viskusemi braust Axel úr fátækt í góðar álnir. Þetta er dæmigerð saga sem mætti verða mörgum ungum mönnum til eftirbreytni. Af framansögðu má ætla að Axel hafi verið mikill talsmaður einkaframtaksins, þar sem hann vildi helst vera sinn eiginn herra. Hann var á móti því að ríki og bæjarfélög stæðu í rekstri fyrir- tækja og taldi þau betur komin í höndum einstaklinga eða hlutafé- laga. Enginn má þó skilja þessi orð mín svo að hann hafi ekki búið yfir félagslegum þroska. Hann sá mikil- vægi þess að bindast samtökum til að vinna að áríðandi málum, sem einstaklingurinn réði ekki einn við. Axel var um langt árabil meðlimur Kaupmannasamtakanna og í stjórn Félags matvörukaupmanna sat hann í 8 ár. Þann 27. apríl 1968 var hann sæmdur silfurmerki Kaup- mannasamtakanna í þakklætis- skyni fyrir fómfús störf í þágu stéttarinnar. Axel skipaði sér í fylk- ingu sjálfstæðismanna og vann ötullega að framgangi flokksins við margar kosningar. Þá var hann virkur félagi í Frímúrarareglunni í mörg ár. Á sínum yngri ámm var Axel mikill útivistarmaður og mikill göngugarpur og gekk á fyöll hvenær sem tækifæri gafst. Hann var áhugasamur laxveiðimaður og veiddi í mörgum bestu laxveiðiám landsins. Ég minnist þess að hann bauð mér aðild að félagsskap, sem leigði ákveðið svæði í Grímsá og áttum við þar marga unaðslega daga. Einnig minnist ég þess að við veiddum saman í Hafralónsá í Þistilsfirði og Laxá í Leirársveit. Þá vora ámar ekki eins ásetnar og síðar varð. Einnig var Axel mikill ræktunarmaður. Á árinu 1946 ekki böm saman. Hún á þakkir skildar fyrir að hvetja frænda minn til þess að ná þeim áfanga sem hugur hans stóð til. Á þessari kveðjustundu verður mér hugsað til Sigurðar, bróður míns, og Margrétar, konu hans, sem liggur á sjúkrahúsi og hefur átt við veikindi að stríða áram saman. Nú sjá þau á bak dugmiklum syni en fyrir 8 áram misstu þau glæsilega dóttur sína — einnig í bílslysi. Kæra Gréta og Siggi. Eg bið Guð minn að gefa ykkur styrk á þessari sorgarstundu — og þig, sterki bróð- ir, sem staðið hefur sem bjarg í þrengingum lífsins, minni ég á bænina sem mamma kenndi okkur við rúmstokkinn: Bænin má aldrei bresta þig. Björgvin Grímsson kaupir hann ásamt tengdaföður sín- um, Þorgilsi Guðmundssyni bakara- meistara, land við Hólmsá í þeim tilgangi fyrst og fremst, að ég held, að fá tækifæri til að rækta landið. Þetta var fallegur staður og þama var byggður sumarbústaður þar sem fjölskyldumar áttu margar unaðslegar stundir. Kynni okkar Axels hófust í gegn- um eiginkonur okkar. Gauja kona Axels og Ásta kona mín, bjuggu í nágrenni hvor við aðra. Þær vora bekkjarsystur öll námsárin í Versl- unarskólanum og útskrifuðust báð- ar árið 1939. Axel og Gauja gengu í hjónaband þ. 5. september 1942 og hófu búskap á Holtsgötunni, nálægt fæðingarheimili Axels. Síð- an bjuggu þau í Blönduhlíð 17. Þá íbúð keyptu þau fokhelda og munu hafa flutt inn 1948. Þar býr svo ijölskyldan til ársins 1956 að flutt er að Selvogsgranni 15, þar sem þau hafa búið sér og sínum einstak- Iega fallegt heimi. Ég tel að mesta heillasporið í lífí Axels hafi verið þegar hann gekk að eiga Gauju. Sambúð þeirra var einkar ástrík og tóku þau mikið tillit hvort til ann- ars. Það er því mikið sem Gauja hefur misst. Áxel og Gauja eignuð- ust þijá syni, Þorgils, Axel Sigur- geir og Birgi. Bamabömin eru nú orðin fímm að tölu. Við Ásta eigum margar ljúfar minningar um ánægjuleg samskipti Qölskyldnanna og nú þegar Axel hefur lagt upp í ferðina síðustu, óskum við Ásta honum góðs ferða- gengis og sendum Gauju og hennar fólki innilegar samúðarkveðjur. Árni Gestsson í dag, hinn 15. janúar, er til hinstu hvíldar borinn Axel Sigur- geirsson. Alveg einstaklega góður tengdafaðir og betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Sárt við munum sakna hans. Leiðir okkar lágu saman fyrir 17 árum, og er mér ætíð þökk í huga fyrir hvað einstak- lega vel og innilega mér var tekið þá, og fyrir þann kærleika sem skapaðist í gegnum árin með tengdaforeldrum mínum ogmér. Ég var svo sannarlega dóttir þar. Svo þegar bömin komu í heiminn kom afi svo sannarlega í sitt rétta hlut- verk. Því hann var ekki bara yndis- legur afí heldur líka svo mikill félagi þeirra. Þau vora varla búin að ná því að ganga óstudd, er afi kom með útrétta hönd að leiða þau í gönguferðir. Það leið varla sá sunnudagsmorgunn að afi og amma eða afi einn kæmi ekki í heimsókn. Færandi hendi með góðgæti í poka, fékk kaffisopa, síðan vora bömin tekin út í gönguferð niður að sjó, eða gengið út í suðumes, er við áttum heima á nesinu, eða í bíltúr að skoða skipin eða eitthvað annað. Svo er þau urðu eldri var farið í veiðiferðir niður á höfn eða út á Vífílsstaðavatn. Það var erfitt að þurfa að segja 8 ára nafna afa, að afi væri ekki lengur hjá okkur. „Af hveiju hann afi, hann sem var alltaf svo góður.“ Og við sem ætluðum að fara að veiða saman í sumar. Afi var honum svo mikill vinur. Og hann var aðeins 5 ára er afí gaf honum fyrstu veiðistöngina. Og alltaf fékk hann að fara með afa að veiða er hægt var. Það voru ófáar stundimar sem afi sat með þeim og tefldi eða spilaði eitthvert spil. Enda var ávallt það fyrsta sem sagt var er við komum í heimsókn í Selvogsgrunn, afí viltu koma að spila, og alltaf hafði afi nægan tíma fyrir þessa litlu vini sína. Afi var ætíð hinn trausti klettur, sem öllum vildi svo vel. Það er satt sagt, þeir sem átt hafa mikið missa mikið. Með þessum fátæku orðum viljum við segja: Elskulegur afi og tengda- faðir, kærar þakkir hafi hann fyrir allt og allt. Góður Guð, blessa þú og styrk tengdamóður mína og ömmu okkar, hún missti svo mikið. Hvíli afi í friði. Barnabörn og tengdadóttir í Garðabæ. Látinn er mikill vinur minn og velgerðarmaður, Axel Sigurgeirs- son. Kynni okkar Axels hófust fyrir 37 árum er ég fór að starfa ' verzlun hans að Barmahlð 8, Reykjavk. Þá var ég óharnaður unglingur, og allt sem laut að verzlun var nýtt fyrir mér. Þar fann ég fljótlega hvað Axel hafði gðan mann að geyma. Hann reynd- ist mér sem besti faðir, og var heimili hans og eiginkonu hans, Guðrðar Þorgilsdóttur, mér sem opinn griðarstaður. Axel hafði gaman af laxveiði og fórum við saman allmarga túra. Þar úti 'náttúrunni fann ég best hvað við vorum nánir. Svo kom að þv'að ég stofnaði mha eigin vesl- un. Þar var Axel mér innan handar með stórt og smátt, óspar á góð ráð. Sannur vinur eins og ætð. Núna, þegar komið er að leiðarlok- um þessa góða manns, vil ég segja: „Guð blessi hann.“ Ég veit að hann á góða heimkomu. Jóhann Jónsson í dag fer fram útför Axels Sigur- geirssonar en hann var sonur Sigur- geirs Þórðarsonar sjómanns og Sigríðar Eriendsdóttur. Það er ekki langt síðan Axel vinur minn virtist vera í fullu fjöri, en nú er það stað- reynd að hann er allur. Hann hafði kennt veikinda um nokkurt árabil en þótt hann gengi ekki heill til skógar, bar hann veikindi sín með æðraleysi og karlmennsku og taldi ástæðulaust að ræða um þau. Okkar kjmni hófust fyrir um ára- tug og urðum við Axel strax góðir vinir og sá ég við fyrstu kynni að hann var heiðarlegur og góður drengur og mikill athafnamaður. Axel lagði gjörva hönd á margt. Hann hóf ungur verslunarstörf í einni af hinum þekktu verslunum Silla og Valda og ekki leið á löngu áður en húsbændur hans sáu hvaða mannkosti hann hafði að bera og gerðu hann, komungan, að verslun- arstjóra. Að loknum störfum hjá Silla og Valda gerðist hann versiun- arstjóri hjá KRON í Reykjavík. Að því kom samt fljótlega að sinna varð aukinni athafnaþrá og réðst hann þá í eigin atvinnurekst- ur. Hann kom á fót svínabúi og rak það um skeið á stríðsáranum og eins og vænta mátti gekk sá rekstur vel. Hann kejipti verslunina Baróns- búð í Reykjavík árið 1943 ásamt Þórði bróður sínum og ráku þeir hana saman um árabil, en síðan gekk Axel úr því fyrirtæki og stofn- setti sjálfur tvær matvöruverslanir, sem hann rak undir eigin nafni, en þær vora í eigin húsnæði á Háteigs- vegi og við Barmahlíð í Reykjavík. Hann starfrækti þessar verslanir með dugnaði og áivekni um langt árabil og fór jafnan af þeim gott orð. Þó kom að því að hann seldi þessar verslanir til að létta af sér miklum önnum þegar aldur færðist jrfir og þrek fór að minnka. Ekki lagði þó Axel árar í bát heldur keypti hann verslunina Málning og járnvörar árið 1978 og rak hana þar til á síðasta ári að hún var seld. Axel stofnsetti Bananasöluna sf. árið 1957 ásamt Sigurliða Krist- jánssyni og Valdimar Þórðarsyni, Silla og Valda, Krístjáni Jónssjmi í Kiddabúð og Gústaf Kristjánssjmi í Drífanda, en þeir vora allir þekktir verslunar- og athafnamenn í Reykjavík. Allir stofnendur Ban- anasölunnar era nú horfnir jrfir móðuna miklu og var Axel sá síð- asti af þeim, sem kvaddi þennan heim. Engum duldist að Axel var stórhuga og mikill framkvæmda- maður. Það var líf hans og jmdi að vera sístarfandi og hann var virtur af öllum sem til hans þekktu fyrir að vera áreiðanlegur í viðskipt- um. Hann lagði mikla rækt við fyrirtæki sín og starfsfólk sitt. Honum lánaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur, enda var hann gætinn maður sem rasaði ekki um ráð fram og hann hafði fastmótaðar skoðanir, sem komu honum að góðu haldi í öllum hans framkvæmdum. Hann var meðal annars einn af hvatamönnum að stofnun Verslun- arbanka íslands hf. og lét sig alla tíð hagsmunamál verslunar og við- skipta miklu varða. Áxel kvæntist árið 1942 mikilli ágætiskonu, Guðríði Þorgilsdóttur, Guðmundssonar bakarameistara í Reykjavík og á heimili þeirra var hinn mesti myndarbragur bæði utan sem innan dyra og bar vott um mikla smekkvísi. Þau hjónin eignuðust þijá mann- vænlega sjmi en þeir eru Þorgils tæknifræðingur, Axel bókhalds- Minning: SigurðurH. Sigurðs- son tölvufræðingur Fæddur 8.júní 1945 Dáinn 6. janúar 1986 Ekkert fótmál verður svo stigið að ekki geti fylgt skin eða skúr uns maðurinn með Ijáinn kemur. Þetta vita menn en huga lítt að ferðum hans nema þegar hann birtist óvænt og heggur nærri manni sjálfum. Sú varð raunin í þetta sinn er bróð- ursonur minn, Sigurður Hörður Sigurðsson, fórst í bflslysi. Hann ólst upp í íjölmennum systkinahópi hjá foreldram sínum, Margréti Eggertsdóttur og Sigurði Sigurðssjmi í Rammagerðinni. Snemma kom í Ijós að námshæfi- leikar Sigurðar Harðar vora góðir og við sem þekktum hann og umgengumst á þeim áram vissum að hann ætlaði sér mikinn hlut í frjóu lífsstarfi. Ungur hóf hann starf sem viðgerðarmaður síma og lauk námi sem síinvirki. Þaðan fór hann í Tækniskóla íslands, stundaði síðan framhaldsnám í Danmörku og brautskráðist sem rafmagns- tæknifræðingur 1973. Ég minnist þess að eitt sinn er hann var enn við nám í Kaupmannahöfn að hann færði í tal við mig að hann langaði til að snúa sér þá þegar að tölvu- námi. Ég taldi hann á að ljúka fyrst því verkefni sem hann fékkst við og það gerði hann með sóma. Mér fannst hugmjmdin fráleit enda var tölvuöld ekki upp runnin en sá seinna hve tal hans þá vitnaði um mikla framsýni á því tæknisviði sem hann helgaði krafta sína til hinsta dags. Éftir heimkomu réðst hann til starfa hjá Hitaveitu Reykjavíkur en ekki hafði áhugi hans á tölvum rén- að við úrtölur mínar. Tveim áram síðar sagði hann lausri stöðu sinni þar, settist í Háskóla íslands, braut- skráðist sem tölvufræðingur og vann hjá stórfyrirtækinu Marel uns hann lést. Árið 1969 gekk Sigurður að eiga Hólmfríði Bjartmarsdóttur, hand- menntakennara frá Sandi í Aðaldal. Þau eignuðust tvö börn, Sigurð Hrafnkel, 15 ára, og Bjartey, 13 ára, sem nú koma langa leið ásamt móður sinni til þess að fylgja föður sínum til moldar. Sigurður og Hólmfríður skildu. Síðar varð Borghildur Thors sam- býliskona hans, en þau eignuðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.