Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 45
maður og Birgir sem er vélstjóri. Snemma réðst Axel í að koma upp eigin húsnæði og var upphaf þess það að hann byggði hús við Holtsgötu 25 ásamt Þórði bróður sínum af miklum dugnaði milli áranna 1935 og 1940. Á þeim árum var erfiðara að byggja hús eins og flestum mun vera kunnugt, þar sem fjárskortur var tilfinnanlegur á þeim tíma og þurfti því mikla út- sjónarsemi, dugnað og samheldni þeirra sem að því stóðu, að ráðast í slíkar framkvæmdir. Axel keypti einnig fokhelt einbýlishús við Blönduhlíð og fullgerði hann það ásamt tengdaföður sínum að mig minnir og bjuggu þau hjónin þar í um 10 ár. Svo kom að þvf að Axel byggði stórglæsilegt hús að Selvogsgrunni 15 þar sem þau hjónin hafa búið fram á þennan dag. Axel lagði gjörva hönd á allar þessar hús- byggingar sjálfur bæði utan- og innanhúss, enda lék flest í höndum hans. Undanfarið hafði Axel búið sig undir að setjast í helgan stein og hafði í áföngum selt öll þau fyrirtæki sem hann átti. Axel var rólyndur og yfirvegaður maður og þótt hann væri störfum hlaðinn varð maður aldrei var við streitu í fari hans. Hann hafði alltaf tíma til að sinna hinum mannlegu hliðum lífsins, enda maður mann- blendinn og félagslyndur og virtur af öllum sínum vinum og félögum fyrir drengilega framkomu. Axel var mikill náttúruunnandi og hafði mikið yndi af að ferðast um landið. Hann var einnig trúaður maður og kirkjurækinn. Það er sjónarsviptir að Axel og við, sem áttum því láni að fagna að kynnast honum, eigum fagrar endurminningar um góðan dreng. Eftirlifandi konu hans og fjöl- skyldu vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Magnús Haraldsson Hann hafði um alllangt skeið ekki gengið heill til skógar. Þrátt fyrir vanheilsu sfðustu misserin stóð hann uppréttur svo að segja til hins sfðasta, harkaði af sér og lét á sem minnstu bera þótt sárþjáður væri á stundum. Ekki var aldrinum fyrir að fara. í dag er rúmlega sjötugur maður ekki talinn til gamalmenna. Atorka í hvívetna fylgdi Axel alla ævi. Það sem hægt var að gera í dag mátti ekki bíða til morguns. Vinnudagurinn var því oft allt að því tvöfaldur. Hann kunni ekki að hlífa sér. Kannski var það það sem flýtti fyrir brottförinni. Foreldrar Axels voru þau hjónin Sigurgeir Þórðarson (1883-1944) og kona hans Sigríður Erlendsdóttir (1875-1965), og bjuggu þau í Hvammsvík í Kjós. Það er bær á Hvalfj arðarströnd, svo til beint niður af Staupasteini, næsti bær við Hvítanes. Faðir Sigurgeirs og langafi Axels var Þórður (1856- 1939) sem bjó í Hvammi, austur- bænum. Hans faðir, Guðmundur (1817-1890), var bóndi á Valda- stöðum í Kjós. Móðir Axels, Sigríð- ur á Efri-Reykjum í Biskupstungum Þorvarðarsonar (1801-1976) bónda í Stóra-Klofa á Landi. Sigurgeir faðir Axels flutti frá Hvammsvík árið 1910. Við búinu tók bróðir hans Magnús. Meðal margra bama Magnúsar var Jó- hannes, „Nói“, vinnufélagi minn í Útvegsbankanum, sem er nýlátinn. Þannig voru Axel og Jóhannes bræðrasynir. Sigurgeir fluttist til Reylqavíkur með fjölskyldu sína og stundaði lengstaf sjómennsku. Þau settust að f Litlasteinsholti, sem var lftill bær með burstalagi neðarlega á Holtsgötunni, niður við Framnes- veginn. Þá er Axel leit heiminn f fyrsta sinn — árið 1914 — var Reykjavík ennþá lítill bær með aðeins 13 þús- und manns. Þá var skammdegið svart í orðsins fyllstu merkingu, því að rafmagnið var ekki komið, en Gasstöðin nýlega tekin í notkun. Morgunblaðið að hefja göngu sína, með flórum síðum. Þann 20. febrú- ar segir blaðið frá því að Overland- bifreið, sem nýkomin var til landsins hefði oltið útaf einum götuslóðan- um. Daginn eftir segir blaðið frá því að bílstjórinn hefði sennilega MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 45 ekki slasast mikið því hann hefði þegar sést úti á gangi, þó kannski svolítið haltur að því er virtist. Ennfremur segir blaðið að skipið Ingólfur hefði komið ofanúr Borg- amesi með 9 farþega og þeir allir taldir upp með nafni. Þá er auglýst ókeypis háls-, nef- og eymalækning í Áusturstræti 22. Þannig var Reykjavík í þá daga. Órlagadísimar vom mættar við vöggu litia drengsins og þær voru svo sannarlega gjöfular. í vöggu- gjöf fékk Axel alla þá bestu kosti sem prýða mega einn mann, og bærinn sem átti eftir að verða að fagurri borg eignaðist góðan son. Axel var alveg einstakt Reykjavík- urbam. Sjálfur var hann hafsjór af fróðleik um Reykjavík fyrri ára, bæði um menn og málefni. Og það var gaman að heyra hann segja frá. Snemma hófst lífsbaráttan. Það var ekki mulið undir unglingana á þeim dögum. 14 ára bytjar Axel að vinna, sér og heimilinu. Systkinin vom orðin 4: Viktoría Sigurbjörg f. 1909, Egill f. 1910, Axel f. 1914, Þórður f. 1916. Móðir Axels hafði áður átt með fyrri manni sínum, Nikulási Baldvin Jakobssyni sjó- manni, f. 1878 d. 1905, tvö böm: Guðrúnu f. 1900 og Nikulás Baldvin f. 1905 en hann tók útaf togaranum Max Pemberton og dmkknaði árið 1938. Öll systkinin áttu eftir að verða mikið dugnaðar og mann- dómsfólk. Heyrt hefi ég þess getið af hve miklum dugnaði bræðumir byggðu upp á Holtsgötunni, ennþá óvenju ungir að ámm til slíkra framkvæmda. Á ámnum 1928 til 1943 vinnur Axel hjá Kristni Guðnasyni hf., hjá Silla og Valda og síðan hjá KRON. Árið 1943 hefur hann eigin atvinnu- rekstur, í Barónsbúð í 3 ár. Stofnar nýlenduvömverslunina Verzlun Axels Sigurgeirssonar í Barmahlíð 8, þar sem hann líka rak bakarí í félagi við tengdaföður sinn Þorgils bakarameistara. Bætir síðan við annarri nýlenduvömverzlun í Stór- holtinu. Þannig liðu starfsárin og vann Axel að framgangi fyrirtækja sinna af dugnaði og mikilli elju. Þegar hann eftir áratuga rekstur seldi verzlanimar þá stóð allt í blóma. Nokkm síðar keypti hann verzlunina Málning & Jámvömr á Laugavegi og rak hana þar til á síðastliðnu ári. í verzlun og vöm- dreifingu tel ég að Axel hafí gerzt brautryðjandi á einu sviði. Ásamt Silla og Valda, Kidda í Kiddabúð og Gústa í Drífanda, svo að notuð séu kunnugleg nöfn þessara miklu athafnamanna fyrri ára, stofnaði Axel fyrirtækið Bananasöluna hf. Starfsemin fólst í því að flytja inn banana, Chiquita-banana, þroska þá síðan í sérhönnuðum klefum eftir leynilegum patentum og dreifa síð- an I verzlanir vítt og breitt um landið. Áreiðanlega er ekki allt upp talið sem Axel tók sér fyrir hendur í viðskiptalífinu. En öllu því var eitt sameiginlegt, það tókst allt prýðisvel, og sannaðist þar gamla góða orðtakið: „Grær undan hollri hendi". Axel var í eðli sfnu mjög mannblendinn, félagslyndur, raun- ar mikill mannvinur. Hann var hjálpfús með afbrigðum og mjög fljótur til þegar á þurfti að halda. Hann vann að málefnum stéttar sinnar og naut þar mikils trausts. í stjóm Félags matvömkaupmanna var hann um langt skeið. Áxel var félagi í Frímúrarareglunni og áttum við þar margar samvemstundimar í gegnum árin. Hann var þar traust- ur félagi. Nú sfðustu árin vann hann sérstaklega að uppbyggingu reglustarfsins f Vestmannaeyjum. Árið 1942, 5. september, steigAxel mikið gæfuspor. Þá kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guðríði Þorgilsdóttur, Guðmundssonar bakarameistara í Reykjavík. Eign- uðust þau þijá syni, en þeir eru: Þorgils f. 1942, byggingartækni- fræðingur, Axel Sigurgeir f. 1945, verzlunarmaður, og Birgir f. 1958, verzlunarmaður. Þeir sem hafa eignazt mikið missa lfka mikið, það er lffsins saga. Við Pálína vottum frú Guðríði inni- lega samúð, svo og sonunum, tengdadætmm og afabömunum. Blessuð sé minning Axels Sigur- geirssonar. Sigurður Signrgeirsson Kristbjörg Eggerts dóttir - Minning Næstsíðasta dag nýliðins árs var til moldar borin Kristbjörg Eggerts- dóttir, til heimilis að Grenimel 2 hér í borg. Hún fæddist á Skagaströnd þ. 16. nóvember 1905, og var því ný- orðin áttræð, er hún lézt hinn 19. desember 1985. Foreldrar hennar vom Eggert Jónsson og Þórdís Kristmundsdóttir. í fmmbemsku fluttist hún til Blönduóss, en þar ólst hún upp hjá þeim Skúla Benj- amínssyni og Þuríði Sæmundsdótt- ur. Vom þau óvenjuleg um margt. Hann var jámsmiður, völundur hinn mesti, allt lék í höndum hans. Ekki fannst honum það ómaksins vert að þiggja laun fyrir „greiðasemi við náungann", slíkt var örlæti hans. Þuríður var framúrskarandi dugleg kona og að ýmsu leyti langt á undan sinni samtíð. Gestakoma var mikil á heimili hennar. Tók hún oft næturgesti og sjúka til hjúkmnar um lengri eða skemmri tíma. Þá rak hún og greiðasölu. Á þessu heimili uppvaxtaráranna drakk Kristbjörg í sig þá manngæzku og gjafmildi, sem var hennar aðals- merki æfí alla. Aldrei mátti hún svo aumt sjá, að ekki reyndi þar um að bæta. Ung að ámm heldur hún að heiman til Reykjavíkur. Sú kynslóð, sem nú er uppi og fædd er eftir 1930, eða ekki komin til vits og ára fyrr en í sfðustu heimsstyrjöld, og þekkir ekki af eigin reynd skort í neinni mynd, virðist ekki geta sett sig inn í, né skilið hörku lffsbaráttunnar fyrir sína tfð. Þegar Kristbjörg kemur til Reykjavíkur sautján ára gömul ríkir almennt fátækt og atvinnuleysi. Sökum dugnaðar síns og trú- mennsku tekst henni þó oftast að fá vinnu og þannig hafa í sig og á. Á þessum ámm kynnist hún ungum dugnaðarmanni, Albert Erlings- syni, málarameistara. Þau kynni urðu lífshamingja beggja. Þau gengu í hjónaband 27. júlí 1927, og var því skammt í „demantinn". Þegar þau Kristbjörg og Albert höfðu stofnað sitt eigið heimili, og um hægðist, tók hún að sinna hugðarefnum sínum utan heimilis. Eins og áður sagði vom líknarmál henni hjartfólgin. Var hún um ára- bil í fjáröflunamefnd Thorvaldsens- félagsins og þar með í Bandalagi kvenna í Reykjavík. Þá var hún og félagi í, og tók þátt í, starfsemi „Vemdar" hér í borg. Þegar Albert stofnaði fyrirtæki sitt, „Veiðimanninn", vann hún fyrirtækinu allt það gagn, sem hún mátti, og em ótaldar þær stundir, sem húngafþví. Þijár dætur eignuðust þau hjón: Auði, gifta Jóni R. Steindórssyni yfirflugstjóra hjá Flugleiðum, Krist- ínu Erlu, gifta Gunnari Finnssyni, rekstrarhagfræðingi, deildarstjóra hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni, og Emu, skrifstofustúlku. Það em nú um það bil 45 ár síðan sá, sem þetta ritar, kynntist þeim Albert og Boggu, en svo var Krist- björg kölluð jafnan af vinum. Á þann kunningsskap og síðar vináttu hefír aldrei skugga bmgðið. Veiði- skapurinn átti hér stóran hlut að máli. „Sjömenningamir" vom nokkrir veiðifélagar nefndir, sem héldu hópinn um áratuga skeið í „Paradís laxveiðimanna“, Laxá í Þingeyjarsýslu. í þeim hópi vom þau Albert og Bogga. Svo samhent og samstillt vom þau alltaf, að aldrei var um þau talað nema bæði I einu. Þar vom á ferð karl og kona, sem vom eitt. Svo var og í öllu og annarstaðar allt þeirra líf. Heimilis- hlýju og gestrisni var viðbmgðið. Um langt árabil var það föst venja Alberts og Boggu að halda boð inni vinum og vandamönnum síðdegis á gamlársdag. Öllu var þar í hófi haldið, en gleði mikil. Munu þær samverustundir lengi í minnum hafðar. Ný ylja eftirlifendur sér í þakk- læti við ljúfar minningar. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum ástvinum hinnar látnu inni- legustu samúðarkveðjur. Sveinbjörn Finnsson 20.jan.—16.apr£L Zetulió Mímis er nafn á námskeiö- um fyrir þá sem kunna málin þokkalega eöa jafnvel prýóilega en skortir tækifæri til að halda einu siuni í viku þeim við. Mímir býður uppá mögu- leika til að vióhalda mála- kunnáttunni á skemmtilegan hátt á veitingahúsinu Gauki á Stöng í vetur. Umræðustjórarnir eru erlendir og þu ert á zetuliós- æfingum einu sinni í viku á mánu- dögum, hittir sama fólkió við sama boró á sama tíma, kl. 18.00. Zetuliðs-æfingar verða haldnar í sama fólkið á sama tíma við sama borð öðrum tungumálum ef næg þátttaka fæst. Upplýslngar og Innrltun í sfma 10004 21655 Mímir ÁNANAUSTUM 15 RITARASKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.