Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR Í5. JANÚAR 1986 51 Gefum snj ótittlingunum Ásgeir Guðmundsson skrifar: Nú er snjór víða um landið en gaddfreðin jörð þar sem snjólaust er. Því eru snjótitlingamir komnir til okkar í bjargarleit. Þeir eru fé- lagar í líMki okkar lands, hafa vit og þrek til að lifa kalda vetur. En þegar jarðbönn eru skortir þá fæðu. En þeir leita ekki til okkar fyrr en sultur sverfur að. Er þeir svo safn- ast i hóp til að tína komið sem við gefum þeim, skynjum við að þetta eru vorboðar lífsins í skammdeginu. Þeir sem gefa þeim fá að launum ánægjuna af að horfa á þá tína komið, tala til þeirra og hlusta á fagrar raddir þessa fugla sem að sumri til nefnast sólskríkjur. Þeir ero ekki raddlausir að vetri til og þekkja fljótlega vini sína er gefa þeim og svara ef kallað er til þeirra. En þegar hlánar leita þeir fyrri staða til fæðuöflunar. Vill nú ekki gott fólk sem hefur efni og ástæður til að gefa þeim svolítið fuglakom, það fæst í búð- um. Að kenna unglingum og böm- um að gefa þeim, gæti verið þro- skandi fyrir þau og reyndar alla. Munið að gefa þar sem snjótitling- amir geta varast kettina. Um ölvun o g akstur Til Velvakanda. Ökumenn hafa að undanfömu skrifað í Velvakanda um ökuhraða og þátt hraðans í umferðarslysum. Ég er hjartanlega sammála þessum skrifum. En það er annað mál sem mig langar að nefna. Það er ölvun við akstur, Að aka ölvaður er glæp- ur. Þetta geta eflaust flestir tekið undir. Þó er það svo að langflest fólk sem smakkar vín, ekur ein- hvemtíma undír áhrifum áfengis. Oft er það vegna þess að viðkom- andi er á bíl þegar honum er boðið áfengi og vill ekki skilja bflinn sinn eftir. Mér dettur í hug nýafstaðin jólaglöggboð á vinnustöðum. Hvað skyldu þeir vera margir sem óku bfl heim eftir slíka uppákomu sl. mánuð? Þetta fólk skiptir áreiðan- lega hundroðum. Þá hef ég einnig orðið var við feimni fólks við að segja bömum sínum frá því af hverju bfllinn er ekki heima á sunnudagsmorgni eftir boð. Auðvit- að á að segja börnum eins og er og gefa þeim gott fordæmi um leið. Ég skildi bflinn eftir vegna þess að ég drakk vín og gat ekki keyrt er gott og heiðarlegt svar. Að drekka vín (þó að borðvín sé) og aka síðan heim til sín að bömum ásjáandi er mjög slæmt fordæmi. Böm geta ekki metið hvað má drekka mikið til þess að verða fyrir áhrifum víns- ins. Þegar þau sjálf byija að aka bfl, taka þau upp siði foreldra sinna. Ökukona. Hvers vegna eru með- lagsskuldir vaxtalausar? Til Velvakanda. Einstæð móðir skrifar: Ég vil lýsa mikilli furðu á frétt sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkro og „Guðný" vakti máls á í Velvakanda nokkro síðar. Þar kom fram að Tryggingastofnun ríkisins hefur síðastliðið ár greitt 140 millj- ónir króna vegna vangoldina bama- meðlaga. Jafnframt kemur fram að skuldir þessar ero vaxtalausar með öllu, og virðist lítið gert til að inn- heimta þær. Það er sorglegt til þess að vita að þeir feður sem hér eiga í hlut sjái ekki sóma sinn í að greiða með bömum sínum eins og þessar greiðslur ero nú lágar — þessum mönnum er vissulega vor- kunn. En hér er smá fyrirspum til Tryggingastofnunar ríkisins: Hvers vegna ero þessar skuldir vaxtalaus- ar einar skulda og hvers vegna ero þær ekki innheimtar með lögtaks- aðgerðum eins og aðrar opinberar skuldir? Mér finnst það óskiljanlegt að ríkið skuli taka að sér þegjandi og hljóðalaust að greiða upp skuldir sem þessar fyrir menn, en þegar talað er um vanda húsbyggjenda eða gamals fólks er látið eins og engir peningar séu til. Þama ero semsé til 140 milljónir sem hægt er að gefa þeim sem ekki hafa hirðu á að borga með bömum sínum. Vonandi verður þessi eindæma- frétt og sú umræða sem útaf henni hefur spunnist til þess að þessi mál verði tekin föstum tökum, reiknaðir verði vextir á þessar skuldir og menn látnir borga þær. Það er óþol- andi að almannafé sé sólundað á þennan hátt. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki viö aö skrifa. Meöal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki aö vera véirituö, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða aö fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó aö höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæöa til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuöborgarsvæðisins, aö þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hérídálkunum. Langoftast verða heimaslys vegna falls af ýmsum orsök- um. Má þar nefna t.d. þegar fólk hefur hrasað í stigum og eru hringstigar varasamir hvað þetta snertir. Ástæðurnar geta verið ýmsar, svo sem: Þegar menn flýta sér um of og þeim verður fótaskortur fyrir vikið eða bera fyrirferðamikla hluti sem byrgja útsýnið. Öldruðu fólki er hætt við aðsvifí eða fípast vegna óöryggis. Gangið vel frá stigum og hafíð handrið traust og hald- góð og þá ekki síst beggja vegna stigans. Hafíð hlið eða grindur með traustum læsingum við stiga og stigaop ef smáböm eru á heimilinu. Glæsilegt úrval. ÚTSALAN HÓFST í MORGUN Hann er f allegur þægilegur og vandaður Larvik hornsófinn Larvik hornsófi — 6 sæta — ljós eða lútuð fura. — B:195 X L 250. Útb. 10.000 — afb. 6 mán. Mundu að við tökum greiðslukortin bæði sem staðgreiðslu með hæsta afslætti og sem út- borgun á kaupsamning. HÚS6A0NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.