Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 •GuAmundur Hrafnkellsson markvörður Breiðabliks mun hafa f nógu að snúast í marki sfnu gegn HK f kvöld. Handknattleikur: Kópavogsslagur íDigranesi — þrír leikir í 1. deild kvenna BREIÐABLIK úr Kópavogi tryggði sér um helgina rétt til að leika í 1. deildinni í handknattleik nœsta ár. Liðið vann Þór frá Vestmanna- eyjum f 2. deildinni með 23 mörk- um gegn 20 og eru þar með komnir f 1. deild. Tveir aðrir leikir voru um helgina í 2. deild. Haukar unnu Aftureld- ingu með 31 marki gegn 29 og Ármenningar Sigruður ÍR með 27 mörkum gegn 23. í kvöld verða tveir leikir í 2. deild karla. Kópavogsliðin Breiðablik og HK leika klukkan 20 í Digranesi og Afturelding leikur viö Ármann að Varmá. Tveir hörku leikir í 2. deild- inni í kvöld. Hjá konunum verða þrír leikir í 1. deild. FH og Víkingur maetast klukkan 20 í Hafnarfirði og í Laug- ardalshöll mætast Valur og KR klukkan 20 og strax á eftir, eða um klukkan 21.15, leika Fram og Stjarnan. Vinna Alfreð og félagar tölvusigur yfir Groswaldstadt? Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni fróttamanni Morgunbloðsins «d Vestur-Þýskalandi ingen við Essen, Lemgo við Schwabing, Dortmund við Dank- STÓRLIÐIÐ Grosswallstadt í Þýskalandi er eina félagið í heim- inum, sem vitað er um, sem hefur tekið tölvutæknina f sfna notkun. í vetur hefur félagið matað tölvu sfna á upplýsingum um andstæð- inga sfna og einnig um eigin leik- menn. Þetta hefur gefið það góða raun að forráðamenn félagsins segjast ekki vera til umræðu um að selja forrit það sem þeir nota við þetta, sama hve mikið væri í boði. Tölvan er mötuð á alls kyns upplýsingum sem varða veikleika og styrkleika andstæðinga liðsins í handknattleik og ekki síður upp- lýsingum um eigin leikmenn. Arangurinn hefur ekki látið á sér standa, félagið er í efsta sæti í deildinni og forráðamenn félagsins þakka tölvuupplýsingum sínum nokkurn hluta af velgengninni. í blöðum hér í Þýskalandi um helgina bentu blaðamenn þó for- ráðamönnum Grosswallstadt á að Alfreð Gíslason vinni við tölvur og hann verði örugglega búinn að finna svar við tölvuleik þeirra Grosswailstadtmanna fyrir næsta leik þessara tveggja efstu liða í deildinni. Gárungarnir segja að hvort liðið sem fari með sigur af hólmi í deild- inni í vetur vinni þá tölvulegan sigur og er þetta orð í samræmi við það að vinna tæknilegan sigur eins og oft er talað um. Heil umferð verður í deildinni hér í kvöld og er þetta síðasta umferðin fyrir fríið sem tekið verð- ur vegna heimsmeistarakeppninn- ar sem hefst í Sviss í febrúar. Hléið stendurtil 22. mars. Gunsburg leikur við Kiel, Göpp- 3. deildin: Stórsigur Týrara — Þór vann tvo leiki um helgina TÝR frá Vestmannaeyjum vann stóran sigur á liði Njarðvíkinga í 3. deildinni í handknattleik um helgina er liðin mættust í Vest- mannaeyjum. Heimamenn skor- uðu 27 mörk en Njarðvíkingar 15. Staðan í leikhléi var 11:9 fyrir Tý. Þorsteinn Viktorsson var markahæsturTýrara með níu mörk en Sverrir Sverrisson skoraði sjö. Hjá Njarðvík skoraði Snorri Jó- -v hannesson fimm mörk og Ólafur Thordersen fjögur. Akureyrar Þór vann Selfoss í 3. deildinni með 24 mörkum gegn 18 eftir að hafa haft yfir 10:7 í leikhléi. Ólafur Hilmarsson skoraði 7 mörk fyrir Þór, Kristinn Hreinsson 6 og Jóhann Samúelsson fimm. Þeir Steindór Gunnarsson og Sigurjón Bjarnason skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss. Hvergerðingar léku tvo leiki fyrir norðan. Þeir unnu Völsung 24:23 í öðrum leiknum en töpuðu síðan fyrir Þór með 27 mörkum gegn 23. I leiknum á Húsavík skoraði Pálmi Pálmason mest fyrir heimamenn, alls 10 mörk, en Hafliðiö Halldórs- son skoraði átta fyrir Hvergerð- inga. Jóhann Samúelsson var at- kvæðamestur í leiknum á Akureyri. Hann skoraði 11 mörk fyrir Þór en Stefán Halldórsson gerði átta fyrir Hvergerðinga. Staðan í leikhléi í báðum leikjunum var 12:11, í þeim á Akureyri fyrir Þór en fyrir Hver- gerðinga í leiknum gegn Völsungi. 1 X 2 23 með 12 rétta EKKI komu feikir helgarinnar i ensku knattspyrnunni mikið á óvart því alls voru 23 raðir með 12 rétta og gaf hver röð um sig 43.041 krónu í vinning. Með 11 rótta fundust 372 raðir og gaf hverum sig 1.140 krónur. Að þessu sinni seldust alls 754.230 raðir og potturinn var 1.414.256 krónur. Knattspyrnu- deild KR stóð við gefin loforð um aö endurheimta efsta sæti yfir þá sem selja flestar raðir. KR-ingar seldu 55 þúsund raðir að þessu sinni. Þorbergur f ram- lengir hjá SAAB Frá Val Jónatanssyni blaðamanni Morgunblaðslns f Danmörku. ÞORBERGUR Aðalsteinsson, sem þjálfar og leikur með sænska 2. deildarliðinu SAAB, reiknar með að skrifa undir tveggja ára samning við félagið á næstu dögum. „Ég er mjög ánægður hjá lið- inu. Þetta hefur gegnið mjög vel sfðan ég tók við, bæði hjá mér og liðinu. Við erum í efsta sæti í okkar riðli eftir sigurinn um helgina. Fjölskyldu minni líður mjög vel og er ánægð. Jafnframt því aö þjálfa liðið er ég í mennta- skóla þar sem ég er í tveimur greinum. Ég klára í vor og stefni á háskólanám næsta vetur. Fé- lagið hefur boðið mér tveggja ára samning og er óg að hugsa máliö þessa dagana en ég reikna fast- lega með að ég taki þessu boði." Þess má geta að Þorbergur hefur leikiö mjög vel með SAAB í vetur. Um síðustu helgi skoraði hann 11 mörk þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð mest allan leikinn. ersen, Flensburg við Dusseldorf, Grosswallstadt við Berlin og Gummersbach við Hofweier. Einn leikur er á dagskrá 25. janúar samkvæmt mótabók en óvíst er hvort honum verði frestað vegna heimsmeistarakeppninnar. Þá eiga að leika Dankersen og Gúnsburg, eða Páll Ólafsson og Atli Hilmarsson. Þorvaldur hættur íknattspyrnu Akureyri 14. janúar. ÞORVALDUR Þorvaldsson knattspyrnumaður hefur að læknisráði ákveðið að hætta að leika knattspyrnu. Ástæða þessa er eyðlng öklaliðar og mjaðmakúlu og varð Þorvaldur að hætta knattspyrnu áður en það yrði um seinan. Þorvaldur lék með KA í fyrra og átti gott sumar. Áður lék hann með Þrótti í Reykjavík þar sem hann lék upp alla yngri flokkana og með meistaraflokki í nokkur ár. Þetta er mikil blóðtaka fyrir KA því Þorvaldur fann sig vel með KA-liðinu í fyrra. Þess má einnig geta að Njáll Eiðsson mun ekki leika með KA næsta sumar. Hann hefur ákveð- ið að fara til Einherja á Vopnafirði þar sem hann mun þjálfa og leika með liðinu. Knattspyrnumenn til Noregs: Margir virðast áhugasamir í Morgunblaðiðnu á laugardag- inn var auglýsing þar sem knatt- spyrnumönnum sem áhuga hafa á að leika í Noregi var bent á að hafa samband við hótel eitt hér í borg og ræða þar við ákveðinn mann sem gæfi allar nánari upp- lýsingar. Okkur lék forvitni á að vita hvort margir hefðu haft samband og slóum því á þráðinn. „Ég er hér á landi til þess að leita að knattspyrnumönnum fyrir Rosenborg en þeir urðu meistarar á þessu ári. Það hafa mjög margir haft samband við mig í dag en því miður enginn nógu góður til að ég geti mælt með honum í lið Rosenborg. Hins vegar er ég líka að leita að leikmönnum fyrir 3. deildarlið Þrándheims og einhverjir af þeim sem hafa rætt við mig ætla að íhuga þann möguleika nánar," sagði Norðmaðurinn Rune sem hérvarstaddurum helgina. „Ég er í rauninni að leita að öllum knattspyrnumönnum nema markverði því við erum með góða markverði. Við getum útvegað góðum leikmanni skólapláss, vinnu og eitthvað fleira en aðalástæöan fyrir íslenska knattspyrnumenn að koma til Noregs og leika knatt- spyrnu er að hjá okkur er keppnis- tímabilið lengra og því gætu þeir orðið betri knattspyrnumenn fyrir bragöið. Ég hef aðeins séð einn íslenskan leikmann leika í Noregi. Sá heitir Bjarni Sigurðsson og hann er alveg frábær markvörður," sagði þessi umboðsmaður Rosen- borg að lokum. Því má bæta hér við að héöan hélt hann til Skotlands þar sem hann ætlaði að reyna fyrir sér með unga og efnilega leikmenn. Hann kvaðst vilja benda þeim sem hug hefðu á að leika í Noregi á að þeir verða að vera með búsetu þar í nokkurn tima áður en þeir verða löglegir með liði í Noregi. Island hefur Bogdan sagði sovéski landsliðsþjálfarinn Frá Val Jónatanssyni, blaóamanni Morgunblaósina f Danmörku. Þjálfari sovéska liðsins var spurður að því hvernig hann teldi að íslenska liðið stæði sig á heimsmeistaramótinu f Sviss eft- ir rúman mánuð. „ísiand hefur Bogdan" var svarið og er greini- legt að Bogdan er virtur meðal bestu handknattleiksþjálfara heimsins. Á blaðamannafundi sem þjálfar- ar allra liðanna sem þátt taka í Baltic Cup mótinu héldu á mánu- daginn kom fram að Sovétmenn eru mjög hræddir við Atla Hilmars- son. Þeir spurðu sí og æ um hvort Atli kæmi í leikinn gegn þeim sem verður á morgun en Bogdan sagð- ist ekki reikna með að hann kæmi í leiki íslands í þessu móti. Dönsk blöð vellta því nú fyrir sér hvort Bogdan sé að segja alveg satt. Sovétmenn eru greinilega hræddir við Atla og þekkja hann greinilega vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.