Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Spjótið skorið Við útnefnlngu íþróttamanns ársins 1985 var heljarinnar mikil terta á borðum. Terta þessi var að sjálfsögðu í laginu eins og spjót og það var spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson sem skar fyrstu sneiðina. A meðfylgjandi mynd sker Einar nœstu sneið fyrir föður sinn, Vilhjálm Einarsson og er greinilegt að þeim feðgum er skemmt. f veislu þessari, sem Veltir hélt íþróttamönnunum, fengu allir sem náðu Inn á llsta tíu bestu íþróttamanna ársins 1985, foriáta mynd sem Ragnar Axelsson tók á sfðasta ári. Á myndinni var Ijóðið Hafið eftir Matthías Johannessen og áletrun þar sem skýrt var frá í hvaða sssti viðkomandi var f kjörinu. Þess má geta hór í lokin að Volvo-umboðið. Veltir hf., býður Einar Vilhjálmssyni að vera viðstaddur kjör íþróttamanns Norðurlanda sem fulltnji íslands og munu þeir greiða allan kostnað við ferðalagið til Svfþjóðar og uppihald þar. Heimsbikarinn: Gunde Svan með stór- kostlegan endasprett — 34 ára gamall Norðmaður varð í 4. sæti Frá Bjama Jóhanntsyni, fréttamannl Morgi GUNDE Svan gerir það ekki enda- sleppt f göngukeppninni. Nú um helgina hélt hann upp á 24. af- mœlisdag sinn með þvf að vinna sinn fjórtánda sigur f göngu á þessum vetri og hefur hann þvf unnið f öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt f. Að þessu sinni var það f Frakklandi sem kappinn bar slgurorð af Sovótmanninum Smirnov f harðri keppni. Smirnov þessi hafði 40 sek- úndna forystu í 30 kílómetra göngunni þegar kapparnir höfðu gengið 20 kílómetra. Allt útlit virt- ist fyrir að hann yrði fyrstur í mark, því er fjórir kíiómetrar voru eftir hafði hann 15 sekúndna forskot á Svan. Svíinn er þekktur fyrir allt annað en aö gefast upp og enda- spretturinn var stórkostlegur hjá honum, hann bókstafiega flaug þá kílómetra sem eftir voru og kom í mark 35 sekúndum á undan Sovét- manninum. „Ég hólt satt best að segja að þetta yrði fyrsta gangan sem ég tapaöi á þessum vetri því hann hafði svo gott forskot á mig undir lokin, en sem betur fer náði ég góðum hraða í lokin og tókst að vinna,“ sagði Gunde Svan eftir keppnina. Oddvar Bras frá Noregi kom nokkuð á óvart í göngu þessari því hann varð í fjórða sæti og eru landar hans verulega stoltir af honum. Aðalástæðan er að hann er ekki á þeim aldri þar sem menn eru aö slá í gegn í skíðagöngu, 34 ára gamall, en kappinn segist ætla að ganga á skíðum á meðan hann hafi gaman af og ef hann telji sig það góðan að geta verið með í heimsbikarkeppninni þá sjái hann ekki ástæðu til annars en slá til. Þetta var þriðja mótið sem gefur stig til heimsbikarkeppninnar á þessu ári og Svan hefur unnið þær allar. Hann hefur nú 75 stig og hefur afgerandi forystu. [ 15 kílómetra boðgöngu varð sveit Sviss hlutskörpust. í öðru sæti varð sveit Tékkóslóvakíu og Svíar urðu í þriðja sæti. Getrauna- spá MBL. Morgunblaftlft > o £ c £ Dagur i I s Sunday Mlrror Sunday Paopla Sunday Expraas I 1 •6 i z Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Birmlngham - Evarton 2 2 2 2 X 2 2 2 0 2 2 2 0 1 10 Coventry - Watford 1 1 1 X 1 X 1 2 0 2 X X 5 4 2 Leicester — Arsenal 2 2 X 2 1 X X X 0 2 2 2 1 4 6 Uverpool — West Ham 1 1 1 X X 1 1 1 0 X 1 1 8 3 0 Luton — Aston Vllla 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 1 1 11 0 0 Man. Unlted — Nott'm Forest 1 1 1 1 2 1 1 1 0 1 1 1 10 0 1 QPR — Newcastle X 1 1 X 1 1 X X 0 X 2 X 4 6 1 Sheff. Wed. — Oxford 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 1 1 11 0 0 Southampton — Ipswich 1 1 X 1 1 1 2 1 0 X 1 1 8 2 1 Tottenham — Man. Clty 1 1 1 1 X 1 X 1 0 1 1 1 9 2 0 WBA — Chelsea 2 2 2 2 X 2 2 2 0 2 2 2 0 1 10 Norwich — Portsmouth 1 1 1 1 1 í 1 X X 0 X X X 6 S 0 Paris SG slapp fyrir horn f slökum leik Frá Bemharfti Valuynl, fréttamanni Morgunbiaftalna I Frakklandi. EFTIR þriggja vikna jólafrf hófst franska 1. deildin í knattspyrnu aö nýju nú um helgina. Fyrir jól haföi Paris SG haft sex stiga forskot á Nantes og Bordeaux um nokkra vikna skeið. Eftir leiki helgarinnar er allt f sama farinu. Sex stig milll PSG og Nantes og Bordeaux og svo önnur sex stig á milli liðanna f ööru til þriðja sæti og Lens sem er f fjórða sæti. Paris SG lék á útivelli gegn Brest sem erfjórða neðsta lið deildarinn- ar. Á pappírunum virtist leikurinn verða léttur fyrir Parísariiðið en annað kom í Ijós er á reyndi. Óhætt er að segja að Brest hafi yfirspilað Parísarliðið fyrstu þrjátfu mínú- turnar en þó náði liðið að skora eitt mark. Það var á 15. mínútu að framherjinn Bouquet kom bolt- anum í net Paris SG. Parísarliðið kom síöan æ meira inn í leikinn, náði tökum á miðj- unni, en tókst ekki að skora mark. Fylgismenn Brest voru famir að trúa á sigur liðsins og þar með fyrsta tap PSG á keppnistímabil- inu. Fernandez, fyrirliðið PSG, var ekki alveg á sama máli og náði hann að jafna með skalla á 79. mínútu. Jafntefli því staðreynd en ansi tæpt í þetta skiptið hjá PSG. Bordeaux lék á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar, Stras- bourg. Eins og svo oft áður í vetur olli leikur heimaliðsins nokkmm vonbrigðum. Eins marks sigur er ekki nóg fyrir fylgismenn meistar- anna. Bordeaux var þó sterkara liðið allan leikinn en sóknarleikur þeirra var ómarkviss og knatt- spyrnan sem boðið var upp á var lítið fyrir augað. Það var Reinders sem skoraði mark liðsins á 12. mínútu úr víti eftir að honum hafði verið bmgðið innan vítateigs. Stórleikur helgarinnar var leikur Laval og Nantes var nokkurskonar aprílgabb og verður veðrinu mest um kennt. Hávaðarok var á meðan leikurinn var og völlurinn rennandi blautur. Leikmenn áttu í stökustu vandræðum með að fóta sig og knattspyrnan ekki upp á marga fiska. Það fór Ifka þannig að hvor- ugu liöinu tókst aö skora mark, núll núll í tfðindalausum leik, og geta bæði liðin vel við unað. Úrslit annarra leikja urðu: Bastia — Metz 1:0 Toulouse — Monakó 2:1 Ulle — Toulon 1:0 Le Havre — Lens 3:0 Auxerre — Rennes 1:0 Staðan er nú þannig að PSG hefur 42 stig, Nantes og Bordeaux hafa 36 stig og Lens er í fjórða sæti með 30 stig. Auxerre hefur 29 stig, Monakó 28, Metz og Nice eru með 27 stig og síðan koma Toulouse og Laval með 26 stig. • Gunde Svan viröist algjörlega óstöövandi f göngunni um þessar undir. Um helgina geröi hann tvennt f einu. Hólt upp á 24. afmælis- daginn sinn og sigraöi í 30 kflómetra göngu f Frakklandi. Fjölmiðlakeppnin: Hæst komist í níu en minnst íeinn GETRAUNALEIKUR fjölmiölanna heldur áfram. Nú hefur keppnin staðiö f átta vikur og er ataðan nú þannig aö Alþýöublaðiö hefur forystu, meö 52 rótta, en síöan koma DV og Tíminn. Við erum f fjórða sæti enn sem komið er en það stendur alft til bóta. Það hæsta sem getspekingarnir hafa fengið til þessa eru níu réttir. Það var spámaður Alþýðublaðsins sem náði þeim árangri í jólaskap- inu þann 21. desember síðastliðin. Auk þess hefur honum tekist að ná tvívegis f átta rétta. Dagur á enn metið í neðri mörk- unum en hann afrekaði það að fá einn róttan í lok nóvember. Aðrir hafa rokkaö meira en nú stefna menn að því að ná meiri stöðug- leika í speki sína og þá gæti keppn- injafnastfljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.