Morgunblaðið - 17.01.1986, Page 1

Morgunblaðið - 17.01.1986, Page 1
64SIÐUR B STOFNAÐ1913 13. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR17. JANÍJAR1986 Prentsmidja Morgunblaðsins Líbanon: Lið Gemayels hratt sókninni Beirút, 16. janúar. AP. HERMENN hollir Amin Gemayel, Líbanonsforseta, hafa hrundið sókn múhameðstrúarmanna inn á svæði, sem eingöngu eru byggð kristnum mönnum. í gær báru þeir sigur af trúbræðrum sínum, sem hlynntir eru Sýrlendingum, og féllu um 300 manns í þeim átökum. AP/S!mamynd Kristnir hermenn úr flokki Gemayels, forseta Líbanons, flytja skotfæri inn i stöðvar Elie Hobeika en þær féllu þeim í hendur í gær eftir blóðug átök. Féllu i þeim 300 manns og rúmlega 600 særðust. Liðsmenn Falangistaflokks Gemayels og sérsveitir kristinna manna hrundu í nótt tangarsókn múhameðstrúarmanna í miðhálend- inu og í Batroun-héraði en þegar dagaði urðu stöðvar kristinna manna fyrir miklum stórskotaliðs- árásum. Útvarpsstöðvar múham- eðstrúarmanna sögðu í dag, að drúsar, shítar og flokkar á bandi Sýrlendinga væru nú að kveðja til alla vopnfæra menn og óttast margir, að borgarastyrjöldin kunni að breytast í allsheijarstríð. Um 300 manns féllu í gær þegar hermenn trúir Gemayel réðust á stöðvar Elie Hobeika, fyrrum yfir- manns sérsveita kristinna manna. Hobeika undirritaði samninginn, sem gerður var að undirlagi Sýr- lendinga, en á hann hefur Gemayel ekki viljað failast enn. Hobeika hefur nú verið fluttur til Kýpur og er búist við, að hann fari til Parísar. Bretland: Fór Brittan með rangt mál á þingi? London, 16. janúar. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRI breska fyrirtækisins British Aerospace lýsti þvi yfir i dag, að Leon Britt- an, innanríkisráðherra, væri ósannindamaður og hafa þau ummæli hans aukið enn á deil- urnar um sölu Westland-þyrlu- fyrirtækisins og á stjórnarkrepp- una, sem málið hefur valdið. Sir Raymond Lygo, fram- kvæmdastjóri British Aerospace, fyrirtækisins, sem vildi kaupa Afvopnunarmál: Tillögnm Sovét- manna vel tekið Washington, Genf, 16. janúar. AP. RONALD Reagan, Bandarikjaforseti, fagnaði í dag nýjum afvopnun- artillögum Sovétmanna og sagði, að þær væru „ólíkar fyrri tillögum" þeirra. Fn" sem fyrr setja Sovétmenn það skilyrði, að Bandarikja- menn hætti rannsóknum sinum á geimvömum. Afvopnunarviðræð- urnar í Genf hófust aftur í dag með því, að Sovétmenn lögðu tíllög- umar formlega fram. Reagan, Bandaríkjaforseti, kvaðst í dag fagna tillögum Sovét- manna og væri það sérstakt fagnað- arefni, að með þeim væri gert ráð fyrir algerri útrýmingu kjamorku- vopna. „Tillögumar em ólíkar fyrri tillögum sovéskra ráðamanna og þær verða athugaðar mjög vel,“ sagði Reagan. I tillögunum er lagt til, að hvort stórveldanna fækki um helming þeim kjamorkuvopnum, sem unnt er að skjóta á hitt, og að eytt verði öllum meðaldrægum eldflaugum í Evrópu á átta árum. Þvi á síðan að fylgja bann um allan heim við smíði nýrra vopna og loks alger uppræting þeirra. Sovétmenn kre§- ast þess hins vegar enn sem fyrr, að Bandaríkjamenn hætti öllum rannsóknum á geimvömum. Á því hefur Bandaríkjastjóm ekki viljað Ijá máls. Bretar og Vestur-Þjóðveijar kváðust í dag mundu kynna sér tillögur Sovétmanna og kom það fram hjá talsmönnum ríkisstjóm- anna, að þeim litist vel á þær um margt. Ýmsir hafa þó látið þá skoðun í ljós, að tillögur Sovét- manna séu í raun alls ekki tillögur, heldur óútfærðar hugmyndir. Westland-þyrlufyrirtækið ásamt evrópskum fyrirtækjum, Iýsti því yfir í dag, að Leon Brittan, innan- ríkisráðherra, hefði farið með rangt mál á þingi þegar hann sagði, að ekki hefði verið lagt að British Aerospace að falla frá kauptilboði. Væri þessu þveröfugt farið. Brittan hefði á fundi með Lygo 8. janúar sl. sagt, að vegna „þjóðarhags- muna“ væri betra, að British Aero- space hætti við. Brittan neitar þessum fullyrðingum Lygos og heldur því fram, að hann hafí sagt, að þjóðarhagsmunir krefðust þess, að óvissunni um Westland-fyrirtæk- ið lyki sem fyrst. Yfirlýsingar Sir Raymond Lygos hafa enn aukið á deilumar um Leon Brittan Westland-fyrirtækið og er stjómin augljóslega ekki búin að bíta úr nálinni með það mál. Evrópuþingið samþykkti í dag með 180 atkvæðum gegn 21 að skora á hluthafa í Westland-fyrirtækinu að taka boði evrópskra fyrirtækja en hluthafa- fundurinn verður á morgun, föstu- dag. Gallup-könnun, sem birt var { Bretlandi í dag, sýnir, að íhalds- flokkurinn hefur nú minna fylgi en hinir flokkamir tveir. Er kosninga- bandalagið með 35%, Verkamanna- flokkurinn með 34% og íhaldsflokk- urinn 29,5%. Búlgaría: Poppmúsík bönnuð á diskótekum Belgrað, Júgfóslavíu, 16. janúar. AP. YFIRVÖLD I Búlgaríu hafa tílkynnt, að bannað - sé að flytja „poppmúsík og aðra úrkynjaða tónlist“ ( diskótek- um f landinu en þau eru 450 talsins. Júgóslavneska frétta- stofan Tanjug flutti f dag þessar fréttir frá Sofiu. Búlgarskir embættismenn segja, að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að leggja áherslu á, að diskótek í Búlgaríu hafi samfélagslegu hiutverki að gegna, þau eigi að „miðla upp- lýsingum um stjómmál, félags- mál og menningarmál". Hér eftir verður litið á vestur- evrópska, bandaríska, júgóslav- neska og gríska tónlist og sfgaunamúsik sem „úrkynjaða og óholla búlgörskum æskulýð* og hafa forstöðumenn diskótek anna verið varaðir við að láta plötur með slíkri tónlist sjást á stöðunum. Í haust var hafin herferð fyrir auknum aga meðal ungs fólks í Búlgaríu. Hefur það verið varað við að eiga kynmök nema hjónaband sé á næsta leiti, við því að fara of seint í háttinn, við leti og skólaskrópi og við því að klæðast lufsulegum fatn aði. Reynt að koma á vopna- hléi og sátt í S-Jemen Manama, Bahrain, 16. janúar. AP. HARÐIR bardagar geisuðu enn í dag milli andstæðra fylkinga hersins i Suður-Jemen en fréttír eru um, að fuUtrúar fylkinganna hafi í dag setíð sáttafund f sovéska sendiráðinu í Aden. Fréttastofan í Kuwait sagði í dag, að fulltrúi forsetans, Ali Nass- er Mohammeds, og andstæðinga hans hafi í morgun hist á fundi í sovéska sendiráðinu í Aden og hafi þar verið rætt um sættir og vopna- hlé. Ekkert var sagt um árangur þeirra viðræðna. Ákafir bardagar standa enn í landinu en flestar fréttir benda til, að herflokkar hollir forsetanum hafi náð yfirhöndinni þegar í gær. Talið er, að uppreisnarmenn séu andvígir þeirri stefnu forsetans að lina tök ríkisins á efnahagslifinu og koma á vinsamlegum samskipt- um við nágrannaríkin, sem eru vinsamleg Bandaríkjamönnum. Stjómin í Suður-Jemen hefur hallað sér að Sovétmönnum allt frá því landið losnaði undan Bretum árið 1967.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.