Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Hollustuvernd- in kærir Samúel HOLLUSTUVERND ríkisins hefur kært ábyrgðarmann tímaritsins Samúels til ríkissaksóknara fyrir meint brot á lögum um tóbaksvam- ir. Eins og rakið hefur verið í fréttum í Morgunblaðinu undanfarna daga birtist í desemberhefti Samúels frásögn af nýjum sígarettuteg- undum á markaði hér og fylgdu frásögninni tvær litmyndir af sígar- ettupökkum. Þórður Bjömsson ríkissaksóknari sagði í gær að kæran væri til athugunar hjá embætti sínu. Hollustuvemd ríkisins telur að birting efnisins í Samúel bijóti í bága við 7. grein laga um tóbak- svamir, sem tóku gildi 1. janúar í fyrra. Umrædd grein laganna hljóð- ar svo: „7.1. Hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærom ero bannaðar hér á landi. Þetta nær þó ekki til auglýsinga í ritum sem út ero gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vöror. 7.2. Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar með- ferð tóbaks eða reykfæra í auglýs- ingum eða upplýsingum um annars konar vöro eða þjónustu. 7.3. Með auglýsingum er í lögum þessum m.a. átt við hvers konar tilkynningar til almennings, eftirlík- ingar af tóbaksvamingi, skilti og svipaðan búnað, útstillingar og notkun tóbaksvöroheita og auð- kenna." í kæronni gerir Hollustuvemdin kröfu til að ábyrgðarmenn blaðsins verði beittir viðurlögum svo sem refsiákvæði laganna frekast leyfa, en viðurlög við brot á umræddri 7. grein laganna ero sektir en varð- hald „séu sektir miklar eða brot ítrekað." Vorið 1981 kærði heil- brigðisráðuneytið Samúel til ríkis- saksóknara fyrir birtingu efnis, sem það taldi vera auglýsingar. Þá lýsti ráðuneytið vilja sínum til að harð- iega væri tekið á brotinu enda væri greinilega um ásetningsbrot að ræða. Með kæro Hollustuvemdar rík- isins á hendur ábyrgðarmanni Samúels kemur líklega ekki til þess að tímaritið verði kært af Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkursvæðis eða öðrom heilbrigðisnefndum á landinu. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu óskaði Heilbrigð- isráð borgarinnar umsagnar borg- arlögmanns um hvort ástæða væri til að kæra tímaritið fyrir brot á tóbaksvamarlögum. Niðurstaða hans var sú, að sögn Odds R. Hjart- arsonar, framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis, að eðlilegast væri að Hollustuvemd ríkisins kærði eins og nú hefur orðið. Akureyri: 30 innbrot upplýst frá áramótum Akureyri, 15. janúar. TÆPLEGA 30 innbrot og þjófn- aðir hafa verið upplýst hjá Rann- sóknarlögreglunni á Akureyri frá þvi um áramót. Það eru tveir hópar 16 ára unglinga, sem framið hafa innbrotin. Að sögn Daníels Snorrasonar, rannsóknarlögreglumanns, hefur verið stolið allt frá 17—18 þúsund krónum á hveijum stað, þar sem mest er. Bótakröfur vegna skemmda, eru mestar um 25.000 krónur á einum innbrotsstað. Læknafélag' Reykja- víkur mun ekki rifta samningi við TR „LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að rifta ekki samningum við Tryggingastofn- un ríkisins, þótt sá möguleiki hafi verið fyrir hendi. Við viljum heldur fara samningaleiðina. Hins vegar geta einstakir læknar sagt sig undan þessum samningi og ég yrði ekkert undrandi þótt það yrði töluvert um það,“ sagði Tryggvi Ásmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur í samtali við Morg- unblaðið. Þessi ákvörðun var tekin á fundi Læknafélags myndi gera ef fjöldi sérfræðinga færi að starfa svona. Fólkið í landinu myndi e.t.v. fara að þrýsta á sjúkratryggingamar að þær end- urgreiddu fyrir reikninga sérfræð- inga,“ sagði Tryggvi. Fundur var haldinn á fimmtudag- inn með samninganefndum lækna og TR. Læknar lögðu þar fram hugmyndir um breytingar á gjald- skrá háls-, nef- og eymalækna, sem samninganefnd TR mun skoða fram að næsta fundi, sem verður nk. fimmtudag. Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landa- kotsspítala sýnir blaðamönnum miðstöð við- vörunarkerfisins. Hún er staðsett við simaskipti- borðið í anddyri spítalans. Ennfremur er sérstök svæðisstöð á vakt hverrar deildar og beint samband við Slökkvistöð Reykjavíkur. Þessi yfirlitsmynd af eldvamarkerfi Landa- kotsspítala er staðsett beint á móti símaskipti- borðinu. Nemi skynjarar óeðlilega mikinn hita eða reyk kviknar ljós á töflunni sem vísar á þann stað í húsinu sem skynjaramir em staðsett- ir. EldviðvörunarkerfiLandakotsspítala: Slökkviliðið þrívegis komið á staðinn eftir viðvörun MIKLAR umræður hafa farið fram undanfaraa daga nm eldvamir á sjúkrahúsum og vistunarstof nunum í kjölfar brunans í Kópavogshæli á mánudagsmorgun. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráð- herra hefur beitt sér fyrir þvi að fjárveiting komi aukalega tíl brunavama á ríkisspftölun- um og er það nú tíl athugunar hjá Þorsteini Pálssyni fjármála- ráðherra. Þá hafa ríkisspítal- amir haft snör viðbrögð, því þegar hefur verið auglýst eftir tOboðum í búnað fyrir eldvið- vörunarkerfi í Kópavogshæli. En hvemig ero viðvöronarkerfi byggð upp, svo fullnægjandi sé? Á siðasta ári var sett upp viðvör- unarkerfí á Landakotsspítalanum. Að sögn Loga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landakotssp- ítala, var kostnaður við efni og uppsetningu í kringum 2 milljónir króna og fékkst til þess sérstök fjárveiting að beiðni spítalans. Kerfið samanstendur af tæplega 400 reyk- og hitaskynjurom, sem staðsettir ero í hveiju herbergi spítalans. Skynjaramir ero aliir tengdir einni stjómstöð við síma- skiptiborðið í anddyri hússins. Þar er vakt allan sólarhringinn. Enn- fremur er sérstök stjómstöð í vaktherbergi á hverri deild og að auki er svo viðvöronarkerfið tengt beint við slökkvistöð Reykjavíkur. Það er því um þrefalt kerfi viðvör- unar að ræða. „Það má segja að það sé komin nokkur reynsla á kerfið, því slökkviliðið hefur þrívegis. komið á staðinn í kjölfar viðvöronar," sagði Logi. „Það var þó aldrei neitt alvarlegt á seiði. í eitt skiptið kviknaði í brauðrist og kom af því nógu mikill reykur til að setja kerfíð í gang. í annað skipti var verið að bræða dúk með sérstöku áhaldi og reykurinn af því dugði líka til að gangsetja kerfið." Að sögn Loga er næsta skrefið til uppbyggingar eldvama spítal- ans að sétja upp bronahindrandi skilrúm. ;;wnmmí Wmt* Morgunblaðið/Bjami Tvenns konar skynjarar era notaðir í eldviðvörunarkerfi Landakotsspftala, hita- og reykskynjarar. Skynjarar em í hveiju holrúmi spítalans, tæplega 400 talsins. Sá fyrirferðarmeiri er reykskynjari. Launadeilur röntgentækna: „Ástandið á röntgendeild- inni versnar dag frá degi“ — segir Asmundur Brekkan yf irlæknir Reykjavíkur í vikunni. Á fundinum var harðlega mót- mælt einhliða ákvörðun samninga- nefndar Tryggingastofnunar rfkis- ins frá 19. desember sl. um að breyta gjaldskrá sérfræðinga í nokkrom greinum. Breytingin hefur í för með sér verolega lækkun launa hjá sumum sérfræðingum á stofu og er breytingin afturvirk frá 1. september sl. Segi sérfræðingar upp samningi sínum við TR þýðir það að sjúkling- ar koma til með að bera allan kostn- að af slíkum læknisviðtölum. Nú greiðir sjúklingur 325 krónur fyrir viðtal við sérfræðing, en Trygg- ingastofnunin 150-700 krónur á móti eftir lengd viðtalsins. Þeir læknar, sem hugsanlega myndu segja upp samningi, störf- uðu þá ekki Iengur á vegum TR, heldur myndu þeir vinna eftir svo- kallaðrí viðmiðunargjaldskrá læknafélagsins. Tryggvi sagði að fáeinir læknar væru starfandi á eigin vegum í Reykjavík og hefðu gert svo í fleiri ár og hafa sjúkratryggingamar ekki endurgreitt þeim sjúklingum, sem leitað hafa til þessarra lækna. „Ég veit hinsvegar ekki hvað TR RÖNTGENTÆKNAR á Borg- arspítalanum ákváðu í gær að falla frá þeirri ákvörðun sinni að hætta vinnu við sérrannsóknir eins og til stóð, þar sem það var ólöglegt að sögn Ágústu Hall- dórsdóttur formanns Röntgen- tæknafélagsins. Starfsemi rönt- gendeildarinnar á Landspítalan- um hefur dregist talsvert saman í kjölfar uppsagna röntgentækna þar um áramótin og röntgen- tæknar á Borgarspítalanum hafa sagt upp störfum sinum og hætta 1. mars. Að sögn Ágústu Halldórsdóttur formanns Röntgentæknafélagsins ero ástæður uppsagnanna léleg laun og mikið vinnuálag. Röntgentæknar starfa á rönt- gendeildum sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðvum, geislalækninga- deildum við ísótóparannsóknir, hjá Hollustuvemd ríkisins, geislavöm- um og víðar. Röntgentæknar eru útskrifaðir frá Röntgentæknaskóla íslands og var námið tvö ár og hálft ár. 73 röntgentæknar hafa útskrifast frá skólanum. Menntamálaráðherra skipaði nefnd í apríl 1985 til að vinna að endurskipulagningu náms- ins, og ákveðið var að námsbraut í röntgentækni skyldi hefjast við Tækniskóla íslands í september 1985. Samkvæmt tillögum undir- búningsnefndar mun námið taka þijú og hálft ár og stúdentspróf er inntökuskilyrði. Byijunarlaun röngtentækna eru rúmlega 24 þús- und kr. á mánuði, en hæst komast þeir í 31 þúsund eftir 18 ára starfs- reynslu. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir röngtendeildar Landspítalans, sagði að deildin hefði tekið fyrir allar rannsóknir sjúklinga utan spítalans og ástandið versnaði dag frá degi. Vinnuálag væri mikið á þeim sem enn störfuðu við deildina, og ýmis sérhæfð verkeftii sætu á hakanum. „Við verðum að bíða eftir uppljóm- un einhverra í fjármálaráðuneytinu til að þetta ástand breytist." Indriði Þorláksson deildarstjóri í launadeild fjármálaráðuneytisins, sagði, að samningar væro lausir hjá rÖntgentæknum sem og öðrom ríkisstarfsmönnum og yrði samið við þá í heildarsamningum. Hann sagði ennfremur að samstarfs- nefndarfundur yrði haldinn með röntgentæknum og fulltrúum ráðu- neytisins í næstu viku, þar sem þessi mál yrðu væntanlega á dag- skrá.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.