Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 5
I i !i'! I t ^ l A(t! n K<Ví ,< 113A.IMHJ DHOf' MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 I 5 Kodak: Hættir framleiðslu á skyndimyndavélum FYRIRTÆKIÐ Eastman Kodak Co. tapaði fyrir nokkru máli sem Polaroid-fyrirtækið höfðaði gegn því fyrir 10 árum vegna einkaleyf- is Polaroid á framleiðslu á skyndimyndavélum. Polaroid höfðaði málið árið 1976, aðeins sex dögum eftir að Kodak setti fyrstu skyndi- myndavélar sínar á markað. Þann 9. janúar sl. hætti fyrirtæk- ið Eastman Kodak framleiðslu og sölu á skyndimyndavélum og film- um í þær vegna lögbanns þar að lútandi sem gekk í gildi í Bandaríkj- unum þann sama dag, en dómur féll í málinu fyrir nokkru. Enn á eftir að dæma um hvort Kodak verði gert að greiða skaðabætur og málskostnað, en Polaroid gerði einnig kröfu til þess. í framhaldi af þessu hefur sölu á Kodak skyndimyndavélum verið hætt á íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sölu á filmum í vélamar verður þó haldið áfram á meðan að birgðir endast. Samkvæmt upplýsingum frá Hans Petersen hf., sem hefur umboð fyrir Kodak vörur, hyggst Kodak bjóða viðskiptavinum sínum að skila inn notuðum skyndimynda- vélum þegar filmubirgðir fara að minnka og verður þeim boðið að fá aðrar vörar frá Kodak. Lá mikið á í heiminn Litii drengurinn, sem lá svo mikið á í heiminn að ekki vannst timi til að kalla til lækni eða ljós- móður, er enn á Land- spitalanum ásamt móður sinni, Bryndísi Jóhanns- dóttir, og heilsast báðum vel. Eins og fram kom i frétt i blaðinu tók afi hans, Jóhann Magnús- son, á móti honum heima. Faðir litla drengsins, Stefán Hrafnsson, tók þessa mynd af þeim mæðginum á Landspítal- anurn. Nafn piltsins sem drukknaði PILTURINN, sem drakknaði við köfun í gjá skammt frá Grindavík, hét Hjalti Pálmason, til heimilis að Selsvöllum 7 í Grindavík. Hjalti heitinn var 19 ára gamall. Kópavognr: Prófkjör hjá sjálfstæðis- mönnum Sjálfstæðismenn í Kópa- vogi hafa ákveðið að viðhafa prófkjör við val frambjóð- enda flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Próflgörið verður laugardag- inn 1. mars næstkomandi. Prófkjörið var ákveðið á aðal- fundi fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi sem hald- inn var í fyrrakvöld. Rétt til þátttöku hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn í Kópavogi, þeir sem ganga í sjálfstaeðisfélögin fyrir lokun kjörstaða og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn og að þeir óski eftir að taka þátt í prófkjörinu. Karlsefni seldi í Grimsby KARLSEFNIRE seldi á fimmtudag 169,6 lestir, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 9.942.500 krónur, meðalverðkr. 58,61. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ííl Þar sem vegirnir enda, byrjar goðsögnin um Land Cruiser. Þessi —i vinsæli torfærubíll hefur löngu sannað að hann stenst öðrum fremur ^ íslenskar aðstæður. [ aflmikilli Turbó dieselvélinni sameinar nýjasta tækni mikinn kraft, ’.litla eyðslu og ótrúlegt öryggi. Rúmgóð nútíma innrétting og sterkur undirvagn uppfylla ströngustu kröfur um þægindi og öryggi. TOYOTA Þú gerir góð kaup í Toyota Land Cruiser - það sannar reynslan. Vinsamlegast sendið frekari upplýsingar NAFN. GATA. 7ftfíirirM STAÐUR. Sendist til: P. Samúelsson & Co. hf. Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.