Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Skotturnar þrjár í öng- um sínum vegna hús- næðisleysis. Litia Skotta er óttaleg skræfa, Stóra Skotta er þvílíkt átvagl að hún vílar ekki fyrir sér að japla á skósólum þegar annað æti er ekki á boðstólum, en þriðja Skottan er svo glysgjörn að hún hugsar varla um annað en að taka sig út á böllum. sem er á bamsaldri heldur öllum sem hafa varðveitt þann bams- lega eiginleika að geta skemmt sér og haft gaman af ærslum eins og hér em höfð í frammi." — Og um hvað fjallar svo Skottuleikur? „Hann fjallar um þijár flökku- vandi en síðan hefurhún að sjálf- sögðu breytzt mikið, áreiðanlega til batnaðar. Það var afskaplega gaman að sýna Skottuleikinn í Lúxemborg, ekki sízt þar sem krakkamir þar em alls ekki vanir íslenzku leikhúsi," segir Brynja. Þótt leikendumir séu aðeins þrír em þeir margir sem vinna að sýningunni, og að sögn Brynju og Þóris er þetta starf að mestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. „Þeir sem ekki þekkja til trúa því kannski varla hversu mikið starf er í því fólgið að setja upp leiksýn- ingu. Fjárhagslegur gmndvöllur frjálsrar leikstarfsemi er eins og allir vita afskaplega ótiyggur. Það er hreinlega verið að gera út á bjartsýnina og hún varðar auðvit- að aðsóknina fyrst og fremst. Það em ekki aðeins fjárhagsáhyggjur sem há starfsemi leikhúsa á borð Samgönguhættir. Stóra Skotta f hjólböruhlutverki. skottur sem em stöðugt á fleygi- ferð í borg og hirða allt dót sem fólk hendir í glatkistuna. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk fleygir mörgu sem er nýtilegt og í sam- bandi við þetta leikrit er það að vekja athygli á þessari staðreynd í samræmi við eðli vinnubragða okkar. Efniviðurinn er sóttur í þjóðsögumar og þannig er verið að nýta það sem þegar er til og vinna úr því. Markmiðið er sem sé að vekja áhuga á því sem við eigum í margfaldri merkingu." — Hversu lengi hafíð þið unnið að sýningunni? „Við byijuðum í haust og vor- um komin svo vel á veg í nóvem- ber að við efndum þá til eins konar forsýningar í íslendinganýlend- unni í Lúxemborg. Viðbrögðin við þeirri sýningu vom mjög uppör- við þetta — það er líka mjög óheppilegt og erfítt að vera stöð- ugt á hrakhólum með húsnæði. Og þó við séum að mörgum leyti ánægð með þennan sal hér í Breiðhoitsskóla þá er ljóst að þetta er útkjálkaleikhús og sú staðreynd gerir miklar kröfur til þess að vekja athygli á sýningum héma. Það er með öðmm orðum miklu erfiðara verkefni að auglýsa upp leikhús sem starfar uppi í Breiðholti en leikhús sem starfar niðri í miðbæ og er búið að vera á sínum stað áratugum saman." Skottuleikur er sem fyrr segir trúðleikur fyrir böm og söngleikur öðmm þræði. Tónlistina samdi Jón Ólafsson en höfyndur söng- texta er Karl Ágúst Úlfsson. Bún- inga hannaði Una Collins og ljósa- meistari er David Walters. Er kyn að keraldið leki? Skottuleikur Nýtt barnaleikrit eftir Brynju frumsýnt í Breiðholtsskóla á morgun „ÞETTA ER trúðleikur með þjóðsögur að bakhjarli," segir Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri og höfundur hins nýja bamaleikrits sem Revíuleik- húsið framsýnir í Breiðholts- skóla á morgun, laugardag. „Leikurinn er saminn fyrir þessar þijár leikkonur sem eru á sviðinu allan tímann, þær Guðrúnu Alfreðsdóttur, Guð- rúnu Þórðardóttur og Sögu Jónsdóttur. Ég hef unnið með þeim áður og tel mig þekkja þær vel sem listamenn, þ.e.a.s. gera mér grein fyrir því hvar styrkur þeirra er, og það er mjög hvetjandi verkefni að semja texta þegar slík atriði varðandi eina leiksýningu eru nokkura veginn ljós.“ Revíuleikhúsið er að verða fímm ára og eins og svo mörg leikhús sem em ekki rekin af opinbemm aðilum, hefur það frá upphafi verið á hrakhólum með starfsemi sína. „Aðstaðan hér er að vísu langt frá því að vera full- komin,“ segir Þórir Steingrímsson leikhússtjóri en salurinn hér í Breiðholtsskóla er þó mjög góður að mörgu leyti. Með tiltölulega litlum tilkostnaði mætti gera þennan sal þannig úr garði að hann hentaði mjög vel fyrir leik- starfsemi og það er engin ástæða til þess að hér í Breiðholtinu, sem er sennilega Qölmennasta byggð- arlag landsins, sé ekki starfandi atvinnuleikhús eins og Revíuleik- húsið. Þetta er 22 þúsund manna byggð og engin ástæða til þess að fólkið sem hér býr sæki allar leiksýningar niður í bæ, sízt böm- in.“ — Tilgangurinn með því að setja upp bamaleikrit? „í fyrsta lagi er ástæða til þess að leikhúsin sinni þeim aldurs- flokki mun meira en gert er og í öðm lagi er afskaplega gaman að leika fyrir böm,“ segir Þórir, „en þess ber þó að geta að þetta leikrit er ekki einungis ætlað fólki Biblíukynning í Garðasókn ÁRLEG biblíukynning í Garða- sókn mun hefjast næstkomandi laugardag, 18. janúar. Ráðgerð- ar eru nokkrar samkomur og munu þær hefjast klukkan 10.30 og vera í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ. Að þessu sinni mun Dr. Einar Sigurbjömsson leiðabeina sam- komugestum um efnið helgisiðir kirlqunnar og gmndvöllur þeirra. Þessar árlegu kynningar á biblíunni og ýmsu tengdu henni hafa ávallt verið vel sóttar og margir látið í ljósi áhuga á því efni, sem nú verður tekið fyrir. Állir em velkomnir á þessar samkomur. Fréttatilkynning Leiðrétting ÞAU mistök urðu í frétt Morgun- blaðsins á fimmtudag um metsölu Vigra RE, að rangt var farið með nafn skipstjórans á togaranum. Hann var sagður vera Helgi Hrafn- kelsson en svo er ekki. Skipstjórinn á Vigra er Steingrímur Þorvalds- son. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á mistökum þessum um leið og það leiðréttir þau hér með. Umsjónarmaður sýningarinnar, listakonan Gerla, við mynd eftir Louisu Matthíasdóttur. Listakonur — verk í eigu Reykjavíkurborgar UM þessa helgi hefst í Gerðu- bergi annar hluti sýningarinnar „Listakonur — verk í eigu Reykjavíkurborgar“. Á fyrsta hluta sýningarinnar, sem haldinn var í nóvember síðastliðnum, voru sýnd verk látinna lista- kvenna. Nú, á öðram hluta sýn- ingarinnar, verða sýnd verk eftir núlifandi listakonur fæddar 1945 og fyrr. Eftirtaldar konur eiga verk, mál- verk, vefnað, grafík og fleira á sýn- ingunni: Ása Olafsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guðmunda Ándrésdóttir, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Karen Agnete Þórðarson, Karolína Láms- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Louisa Matthíasdóttir, Margrét Jóelsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Vat- ingojer, Sigrún Guðjónsdóttir, Sól- veig Eggerts Pétursdóttir, Svala Þórisdóttir og Þorbjörg Höskulds- dóttir. Gerðuberg stendur fyrir þessari sýningu í samráði við stjóm Kjarv- alsstaða og er tilgangurinn sá, að kynna almenningi þau verk er Reykjavíkurborg á. Verk þessi em alla jafnan á hinum mismunandi stofnunum borgarinnar, þar sem þau prýða veggi þeirra. Verkin á sýningunni em fengin að láni frá 19 borgarstofnunum. Sýningin stendurtil 15. febrúar. Þór Vigfússon sýnir í Nýlistasafninu ÞÓR Vigfússon opnar einka- sýningu á verkum sínum í Ný- listasafninu við Vatnsstíg 3b í dag, föstudag klukkan 20.00. Verkin á sýningunni eru litaðar styttur unnar beint í gibs. Þetta eru „natúralískar" manna- myndir og eru fyrirmyndir sóttar í daglegt líf nútímans. Á undanfömum áram hefur Þór aðallega fengizt við „natúralískar myndir, fyrst og fremst skúlptúr, en þó einnig málverk og viðfangs- efnið verið landslag, dýr og menn. Þessi sýning er í rökréttu fram- haldi af fyrri sýningum hans, en hann hefur áður sýnt víða, bæði heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga klukkan 16.00 til 18.00 og um helgar frá 14.00 til 20.00. Henni lýkur sunnudaginn 26. janúar. Þór Vigfússon við eitt verkanna ásýningunni. Morgunblaðið/EBB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.