Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Greinargerð um rann- sókn á slysi við köfun Siglingamálastofnun ríkisins hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti meðfylgjandi greinargerð um rann- sókn á slysi, sem varð hinn 3. marz 1985, ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir önnur slys við köfun. Leyfi rannsóknarlögreglu á Akureyri og aðstandenda er fengið til birtingar. Greinargerðin fer hér á eftir í heild: Undirdjúpin heilla marga. Ekki er að furða, því þar er líf fjölskrúð- ugt og litadýrð mikil. Landslag er oft stórfenglegt, og þar er margt forvitnilegt að sjá. Fjöldi þeirra sem stunda frístundaköfun eykst því ár frá ári. Þetta er eðli- leg þróun að því leyti að frístunda- köfun er heilbrigt tómstundagam- an. Auk þess kynnast þeir sem stunda köfun í frístundun sínum náttúru landsins og fegurð undir- djúpanna. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og gildir það ekki síst um köfun því margt ber að varast í því sambandi. Þrýstingur eykst um eina loftþyngd, eða 1.000 millibör, fyrir hvetja 10 m sem kafað er undir yfirborð. Við köfun eykst þrýstingur utan á hljóð- himnu eyrans. Til að jafna þennan þrýsting verður því að þrýsta lofti inn í miðeyrað um kokhlustina, að öðrum kosti er hætta á að hljóðhimnan bresti. Þá getur yfír- þrýstingur í lungum verið lífs- hættulegur. Þegar farið er uppá- við minnkar þrýstingur í umhverfi og um leið eykst rúmmál loftsins í lungum. Ef kafari heldur niðri í sér andanum á uppleið, er hætta á að lungun ofþenjist og springi. Þetta gerist einkum vegna van- þekkingar, við áreynslu eða óvænta erfíðleika. Rúmmálsbreytingar eru hlut- fallsiega mestar næst yfírborði og hættan því mest þar. Sem dæmi má nefna kafara á 5 metra dýpi sem hefur 4 1 lofts í lungum. Það má teljast eðlilegt loftmagn eftir venjulega innöndun. Ef hann fer upp á yfírborðið án þess að anda frá sér eykst rúmmál loftsins í lungum hans í 6 I og er þá veruleg hætta á lungnasprengingu. Marg- ir sjómenn hafa keypt köfunar- búnað með það fyrir augum að geta losað veiðarfæri úr skips- skrúfum. Af því sem að framan greinir, auk hættu á að flækjast í veiðarfærum, er ljóst að þau störf eru hættuleg, einkum úti á rúmsjó. Sérstaklega í sjógangi, þegar skipin steypa stömpum og kafarinn er ýmist í yfirborði eða á nokkurra metra dýpi. Því er einungis á valdi þrautþjálfaðra manna að vinna slík störf. Auknum þrýstingi fylgir aukinn styrkur lofttegunda í líkamanum, sem getur leitt til eitrunaráhrifa. En jafnvel þó að styrkur loftteg- undanna sé íjarri eitrunarmörkum verður að hafa í huga að loftteg- undirnar leysast upp í vefjum og getur það leitt til loftbólumyndana í blóði og þar með köfunarveiki eftir köfun. Hætta á köfunarveiki eykst því dýpra og því lengur sem kafað er. Köfunarslys hafa þegar orðið hér á landi. í flestum tilfellum hefur verið um að ræða fólk með litla þekkingu á undirstöðuatrið- um köfunar og litla reynslu. Því verður að leggja á það áherslu að fólk he§i ekki köfun án þess að kunna skil á eðlisfræði og líf- eðlisfræði köfunar, auk helstu varúðarráðstafana. Þá skyldu allir sem hyggjast kafa fá mat læknis á heilbrigði sínu. Síðast en ekki síst er mikilvægt að æfa köfun undir umsjá kunnáttumanns, bæði í sundlaug og sjó, áður en kafað er upp á eigin spýtur. Hinn 7. mars 1985 fórst maður við köfun á Dalvík. Til að reyna að draga nokkum lærdóm af þessum hörmulega atburði verða tildrög slyssins rakin hér, og rætt lítillega það sem betur hefði mátt fara. Rúmlega fertugur maður sem átti sér enga sjúkrasögu að baki, fékk lánaðan köfunarbúnað. Maðurinn hafði aldrei kafað áður. Eigandi búnaðarins hjálpaði hon- um í búninginn, sýndi honum um leið notkun hans, og gætti þess að allt væri í lagi. Maðurinn synti síðan 200—250 metra frá landi og kafaði niður á 5 m dýpi. Þar setti hann net fyrir enda leiðslu sem er til sjávaröflunar fyrir físk- eldisstöð. Hann lauk þessu verki á skammri stunJu og hélt í átt til lands. Séð frá landi virtist hann vera að athuga ástand og legu leiðslunnar á landleiðinni. Kom hann nokkrum sinnum upp á yfir- borð en gaf engin merki um að eitthvað væri að. Þegar hann svo kom ekki upp á yfirborðið í drykk- langa stund, fannst þeim sem á horfðu eitthvað athugavert við köfunina og sóttu þá hjálp. Farið var út á bát og fannst maðurinn meðvitundarlaus á leiðslunni 50 m frá leiðsluendanum á um það bil 5 m dýpi. Allur búnaður virtist með eðlilegum hætti. Köfunar- gríma á sínum stað og munn- stykki upp í manninum og loft á köfunarkútnum. Ekki var sjáan- legt að hann hefði átt í nokkrum erfiðleikum. Þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir komst hann ekki til meðvitundar, og dánarorsökin var talin drukknun. í þessu tilfelli voru margar öryggisreglur brotnar: 1. Hinn látni hafði ekki þekkingu í undirstöðuatriðum köfunar. 2. Hann hafði enga þjálfun né reynslu í köfun. 3. Hann kafaði einn. 4. Enginn fylgdarbátur með líf- línu var til staðar. 5. Enginn öryggiskafari var til- tækur. Hópur lífeðlisfræðinga og kaf- ara hefur kannað ítarlega tildrög þessa köfunarslyss. Samhljóða niðurstaða hópsins er sú að orsak- ir drukknunarinnar sé yfiröndun. Lítil áhersla hefur verið lögð á þessa hættu í námi kafara til þessa, og telur hópurinn því ástæðu til að vekja sérstaka at- hygli á þessum áhættuþætti. Stjórn öndunar er flókið ferli en einn aðalþáttur í temprun öndunar er koltvísýringsstyrkur í líkamanum. Skynjarar nema styrkinn og aukist hann örvast bæði dýpt og tíðni öndunar svo að aukið magn koltvísýrings fer út úr líkamanum og styrkurinn nálgast eðlileg mörk á ný. Þegar um yfíröndun er að ræða andar viðkomandi meir en nauðsynlegt er, og losar meiri koltvísýring úr líkamanum en þann sem myndast við bruna næringarefna. Styrkur koltvísýrings lækkar því í líkam- anum, án þess þó að styrkur súr- efnis aukist svo nokkru nemi. Lágur styrkur koldíoxíðs hefur viðtæk áhrif í líkamanum, til dæmis mjókka æðar sem bera blóð til heila, og minnkar því blóð- flæði til heila. Við mikla yfiröndun fellur styrkur koltvísýringsins langt undir þau mörk sem knýja fram öndun, og ef viðkomandi heldur síðan niðri í sér andanum, getur liðið yfir hann vegna súrefn- isskorts án þess að hann fínni þörf til að anda. Koldíoxíðstyrkur- inn eykst smám saman og þegar skynjaramir nema að styrkurinn sé eðlilegur, dregur viðkomandi sjó í lungun og drukknar. Orsakir yfíröndunar eru til dæmis hugar- æsingur eða ótti. Væg einkenni yfíröndunar eru algeng hjá byij- endum í köfun en hverfa yfirleitt með aukinni reynslu. Venjuleg einkenni eru þau að menna verða örir í skapi og skynja kitlandi tilfinningu í húð. Ef yfirandað er í nokkum tíma kemur fram slapp- leiki, höfuðverkur, doði og truflun á sjón. I alvarlegum tilfellum leiðir þetta til stjórnlausra vöðvasam- drátta, krampa og skyndilegs meðvitundarleysis. í Dalvíkurslysinu benda allar líkur til að hinn látni hafí misst meðvitund vegna yfíröndunar, er síðan leiddi til drukknunar. Hina raunvemlega orsök má síðan rekja til þekkingarleysis á lífeðlis- fræði köfunar, ókunnugleika á öllum öryggisatriðum og reynslu- leysis. En við skulum vona að þetta verði víti til vamar. Aldrei verður brýnt nægilega fyrir fólki að leita fræðslu í köfun áður en það leggur í djúpið. Versti óvinur kafara er þekkingarskortur og sá næstversti er reynsluleysið. Hyggist fólk hefja iðkun þessarar ágætu íþróttar er það eindregið hvatt til að fá tilsögn hjá þar til hæfum mönnum. Einnig má benda á að fjöldi bóka hefur verið gefínn út um köfun, þar af ein á íslensku sem heitir Lærið að kafa. Slíkar bækur eru góð námsgögn í köfunamámskeiðum og einnig góð lesning fyrir vana frístunda- kafara til að viðhalda kunnátt- unni. Lestur getur þó aldrei komið í stað fræðilegs og verklegs nám- skeiðs í köfun í umsjón kunnáttu- manns. Reykjavík í september 1985, Jóhann Axelsson lífeðlisfr., Logi Jónsson lífeðlisfræðingur, Stefán B. Sigurðss. lífeðlisfr., Jóhannes Briem kafari, Þorvaldur Ólafsson kafari, Þorvaldur Axelsson kafari, Einar Kristbjörnsson kafari, Kristín Einarsdóttir lífeðlisfr. Áætlunarbif reiðamar frá Sérleyfisbílum Selfoss utan vegar á Hellisheiði. Morgunbiaðið/Jón Gunniaugsson Tveir langferðabílar út af á Hellisheiði: Þrettán farþegar voru í hvorum bíl þrettánda dag mánaðarins Selfossi, 14. janúar. TVÆR áætlunarbifreiðir frá Sérleyfisbílum Selfoss hf. 55 og 58 manna, fóru útaf í gær á leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur. Engan mann sakaði í þessum óhöppum né heldur varð tjón á bilunum. Mikið hvassviðri og hálka var þegar bílarnir fóru útaf. Bílamir vega 11 tonn hvor, tómir. Þrettán farþegar voru í hvorum bíl þennan þrett- ánda dag mánaðarins. Var einhver að tala um hjátrú? Önnur bifreiðin fór útaf í „Draugahlíðinni" svonefndu fyrir ofan Litlu kaffístofuna, á leið frá Reykjavík á Selfoss, um hálf tíu að morgni. Ejrvindur Þorsteinsson bílstjóri sagðist hafa farið frá Sel- fossi í ágætisveðri kl. 6.50 um morguninn og svo frá Reykjavík kl. 9 og þá hefði veðrið ekki verið slæmt. „Ég var að verða kominn upp brekkuna þegar rosaleg vindhviða kom þvert á bílinn. Hann fór alveg þversum og framhjólin fram af vegkantinum. Þá gaf ég honum inn og fór niður hallann, um 20 metra og stoppaði við hraunið," sagði Eyvindur Þorsteinsson bílstjóri. „Fólkið í bílnum var afskaplega rólegt, reyndar koma aldrei sljmkur á það. Einn farþeginn var meira að segja sofandi þegar niður kom. Mér var það efst í huga að koma bflnum niður án þess að hann færi á hliðina," sagði Eyvindur. Bílnum var síðan náð upp með aðstoð jarðýtu. Rétt eftir að óhappið varð lægði vindinn til mikilla muna í „Draugahliðinni" þar sem mörg svipuð óhöpp hafa átt sér stað, yfírleitt án þess að skaðar yrðu. Hinn bíllinn fór útaf á Hellisheiði austanverðri kl. 13.45, á leið austur yfír. „Það var bijálað veður og mikil hálka,“ sagði Steindór M. Stefánsson bílstjóri. „Ég fékk mik- inn hnút á bflinn og hann byijaði að skríða til þrátt fyrir að hann væri á keðjum. Þegar ég sá hvert stefndi ákvað ég að beygja honum útaf til að losna við að velta og hugsaði ekki um annað. Bfllinn fór á ská útaf og hallaðist mjúklega í snjóskaflinn. Þegar ég athugaði hvort ekki væri allt í lagi með farþegana sagði ein konan: „Ég held hann sé eitt- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Steindór M. Stefánsson og Ey- vindur Þorsteinsson, bflstjóram- ir, sem lentu i óhöppunum á mánudaginn. hvað fölur bílstjórinn." Það tóku þessu allir merkilega vel,“ sagði Steindór bílstjóri. Það var í nógu að snúast þennan 13. dag mánaðarins hjá þeim sér- leyfismönnum og þess má geta að farþegar í báðum bílunum voru 13. Bflstjóramir létu þess getið að vel mætti taka sandburð á veginn til endurskoðunar þannig að grípa mætti til fyrirbyggjandi ráðstafana þegar ljóst væri að von væri á mikilli hálku. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.