Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson stilla saman strengi sina. „Hey, hey heyrðu mig góða“ ... Jensen og Rúni Júl. i góðu stuði. Morgunbiaðia/Bjami nánast samstarf við Gunnar undanfarin ár og hefur sungið fleiri lög eftir hann inn á hljóm- plötur en nokkur annar, eða yfír 40 lög. Björgvin mun meðal annars koma frma með hljóm- sveitinni „Lónlí blú bojs" sem verður þarna á sínum stað með „Búðardalinn" og „Harðsnúnu Hönnu". Þá má heldur ekki gleyma söngflokknum „Þú og ég“, þeim Helgu Möller og Jó- hanni Helgasyni, sem komu Iögum Gunnars á vinsældarlista í Japan og víðar. Þá munu Egill Ólafsson, Eiríkur Hauksson og Pálmi Gunnarsson syngja nokk- ur af nýrri lögum Gunnars. Dýrasta sýning- á Broadway Að sögn Ólafs Laufdal, veit- ingamanns, er „Söngbók Gunn- ars Þórðarasonar" viðamesta og dýrasta sýning sem sett hefur verið upp í Broadway til þessa. „En ég er stoltur af því að geta boðið upp á þessa sýningu. Sér- staklega er þetta ánægjulegt fyrir mig þar sem þama koma fram margir af mínum bestu yinum í gegnum tíðina,“ sagði Ólafur. Yfír 30 manns taka þátt í sýningunni, þar með talin stór- hljómsveit Gunnars, strengja- sveit, tæknimenn, Páll Þor- steinsson kynnir og Egill Eð- varðsson sem stjómar sviðsetn- ingu. A hveiju borði verður bæklingur, með ágripi af ferli Gunnars eftir Þorstein Eggerts- son og textum þeim sem fluttir verða, þannig að menn geta sungið með ef þeim sýnist svo. Menn hafa reiknað það út, að seldar hljómplötur, þar sem Gunnar hefur komið sögu, annað hvort sem tónsmiður, útsetjari eða hljómlistarmaður, séu nú orðnar yfír ein milljón talsins. Eru þar með talin lög hans með „Þú og ég“ sem náðu vinsældum víða erlendis svo og lagið „Show me you like me“, sem komst á vinsældarlista í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á sínum tíma. Það er því tæpast ofmælt, þótt fullyrt sé, að Gunnar Þórðarson sé afkastamesti tónlistarmaður landsins og enn lætur hann engan bilbug á sér fínna, eins og nýja platan hans „Borgar- bragur" sýnir. í því sambandi má vitna í orð Björgvins Hall- dórssonar, sem annast hefur framkvæmdastjóm við upp- færslu sýningarinnar í Broad- way. „Mesta vandamálið var að velja lög úr þessum mikla Qölda." — Sv.G. „Söngbók Gunnars Þórðarsonaru opnuð um helgina: Stoltur að geta boðið upp á þessa sýningu — segir Ólafur Laufdal veitingamaður á Broadway HLJÓMAR FRÁ Keflavík, stórstjömur íslenska poppbransans á sjöunda áratugnum, hafa að. undanfömu verið að dusta rykið af „gömlu lummunum", sem gerðu þá að einni vinsælustu hljómsveit sem íslands hefur alið. Þeir, ásamt fjölmörgum öðrum söngvurum og tónlistarmönnum, em nú að leggja síðustu hönd á undirbúning að sýningu í Broadway, þar sem byggt er á verkum Gunnars Þórðarsonar, en sýningin, sem ber heitið „Söngbók Gunnars Þórðarsonar“ verður frumsýnd á laugardaginn næstkomandi. „Það er stórskemmtilegt að standa í þessu, en við tökum vissa áhættu. Við verðum að standa okkur til að eyðileggja ekki „nostalgiuna“, sagði Rúnar Júlíusson, er blaðamaður Morg- unblaðsins leit inn á æfíngu í Broadway nú í vikunni. Þeir fé- lagar Gunnar, Rúnar, Engilbert Jensen og Erlingur Bjömsson virtust þó hinir sprækustu á æfíngunni. Það var einna helst Erlingur, sem virkaði svolítið feiminn við „míkrófóninn", en hann sagði að það myndi ijátlast af sér er frá liði. Það væru auðvitað viðbrigði fyrir sig að vera allt í einu kominn upp á svið, eftir 15 ára hlé. Hljómamir renndu í gegnum nokkur af sín- um vinsælustu lögum eftir. Gunnar, „Fýrsta kossinn", „Lífs- gleði“ (Allir kvarta og kveina), „Hey, hey, heyrðu mig góða“ og Jensen tók að sjálfsögðu „Bláu augun þín“. Þá er von á Shady Owens í hópinn með lagið „Ég elska alla“, en hún kemur sérstaklega til landsins til að taka þátt í sýningunni. sviði í þá tíð. Einnig stóðu vonir til að Magnús Kjartansson sæi sér fært að skreppa af Sögu, til að taka þátt í sýningunni. Þá mun Karl Sighvatsson vera væntanlegur heim frá námi í Bandaríkjunum síðar í vetur og er fastlega búist við að hann muni þá ganga til liðs við þá félaga í Trúbrot. Margir fleiri koma við sögu í „Söngbók Gunnars Þórðarsson- ar“. Björgvin Halldórsson lætur sitt ekki eftir liggja, en hann er sá maður sem átt hefur hvað Björgvin og Engilbert ræðast við, og ekki ósennilegt að „Lónli blú bojs“ hafi borið þar á góma. Shady mun einnig koma fram með hljómsveitinni „Trúbrot", sem flytur valda kafla úr tón- verkinu „Lifun“. Trúbrot var fyrsta svokallaða „súpergrúppa“ á íslandi og þar komu við sögu margir þekktir kappar. Þeirra á meðal var Gunnar Jökull Hákon- arson, trommuleikari, sem verð- ur með á sýningunni í Broadway. Er ekki að efa, að marga fysir að heyra í Jöklinum á ný, en hann var yfirburðamaður á sínu Gunnar virðist áhyggjufullur út af einhveiju atriði. Til vinstri eru Páll Þorsteinsson kynnir og Egill Eðvarðsson, sem stjóraar sviðsetningu sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.