Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Verðum að veita hryðju- verkamönnum ráðningu Washington, Trípólí, 16. janúar. AP. GEORGE SHULTZ, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i dag að Bandarikjamenn yrðu að hafa kjark til að veita hryðjuverkamönn- um viðeigandi ráðningu og gripa til ieynilegra hernaðaraðgerða ef með þyrfti. Norðmenn eru eina þjóðin, sem ákveðið hefur að verða við óskum Bandaríkjastjómar og setja við- skiptabann á Líbýu. Viðskipti Norð- manna og Líbýumanna hafa verið lítil. Stjómin í Osló hefur ekki til- kynnt í hveiju refsiaðgerðimar verða nákvæmlega fólgnar. Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýu, varaði Bandaríkjamenn við í dag og hótaði þeim efnahagslegum refsiaðgerðum. Hann skýrði þingi Líbýu frá því að bandarísk skip hefðu um helgina stefnt inn á Syrta-flóa, en snúið við er þau vom í þann veginn að sigla yfir 32,5 gráðu norðlægrar breiddar. Líbýu- menn hafa lýst svæðið sunnan lín- unnar lýbíska landhelgi, en sú ákvörðun hefur ekki hlotið viður- kenningu og Bandaríkjamenn líta stór svæði sunnan línunnar sem alþjóðlega siglingaleið. Vestrænir sendifulltrúar segja að frændi Khadafys, Hassan Ishqal ofursti, hafi verið tekinn af lífí í fyrrahaust, en líbýsk yfírvöld sögðu hann hafa beðið bana í umferðar- slysi í nóvember. Sendifulltrúamir segja Ishqal hafa verið leiddan fyrir aftökusveit Líbýuhers eftir langvar- andi ágreining og deilur við Khad- afy. Khadafy og Ishqal vom ná- frændur og talið var að Ishqal hafí verið þriðji valdamesti maðurinn í Lábýu. Imelda Marcos, forsetafrú á Filippseyjum, gefur sigurmerki á kosn- ingafundi í Manila í vikunni þar sem 8.000 stuðningsmenn Marcosar forseta voru samankomnir. Frú Marcos söng á fundinum og hlaut góðar undirtektir. Fimm stuðnings- menn Aquino myrtir U flnflfl 1 6 iotlHQP AP Maníla, 16. janúar. AP. Þessi mynd er tekin af Martin Luther King’ I hópi studningsmanna sinna árið 1960. Bandaríkin: Minningardagnr um Martin Luther King BANDARÍKJAMENN hafa nú bætt tíunda opinbera hátíðisdeginum í almanak sitt, minningardegi um mannréttindaleiðtogann Martin Luther King, og verður dagurinn hátíðlegur haldinn þriðja mánudag í janúar ár hvert, í fyrsta sinn á mánudaginn kemur, 20. janúar. Þá mun Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti heimsækja grunnskóla, sem nefndur hefur verið eftir hinum látna leiðtoga, en skólinn er í mið- borg Washington. George Bush varaforseti fer til Georgíu og verður viðstaddur minn- ingarguðsþjónustu í Ebenezer- kirkjunni í Atlanta, þar sem King prédikaði hvern sunnudag. NBC-útvarpsstöðin sendir út tveggja klukkustunda hátíðardag- skrá í umsjá Stevie Wonder, sem var framarlega í flokki þeirra, er unnu að því að fæðingardags Kings, 15. janúar, yrði minnst opinberlega. Afhjúpuð verður bijóstmynd af King í hringhúsinu á Capitol-hæð, svo og stórt líkneski í lystigarði í miðborg Birmingham í Alabama. Coretta Scott King, ekkja mann- réttindaleiðtogans, mun senda frá sér áskorun til allra þjóða og frelsis- hreyfinga heims um að láta af ofbeldisaðgerðum, en veita sakar- uppgjöf og leita sátta, bæði innan- lands og utan. Ennfremur skorar hún á þjóðarleiðtoga að hvetja fólk til að taka þátt í alþjóðlegu friðar- starfí og vinna að framgangi rétt- lætis og útrýmingu hungurs og fá- tæktar í heiminum. FIMM stuðningsmenn Corazon Aquino hafa verið myrtir síðustu daga, og þykir nú farið að hitna í kolunum í kosningabaráttunni, en forsetakosningar fara fram á Filippseyjum 7. febrúar næstkom- andi. í gær voru Jeremiasa de Jesus, héraði, og bflstjóri hans myrtir. formaður Laban-flokksins í Tarlac- Maður vatt sér að bifreið Jesus og Komið upp um eiturly fj ahring: „Franska sambandið“ aftur á ferðinni? New York, 16. janúar. AP. KOMIST hefur upp um víðtækan eiturlyfjahring, sem fengist hefur við smygl á heróíni fyrir milljónir Bandarílgadala frá Evrópu tíl Bandaríkjanna. Hefur fjöldi manna verið handtekinn í sambandi við þetta mál, þar á meðal nokkrir þeir sömu og voru viðriðnir hið iU- ræmda „fræga “Franska samband", sem var sams konar mál á sjöunda áratuginum. Heróíninu var smyglað með hjálp franskra, ítalskra, ísraelskra og bandarískra borgara. Hringurinn fékkst við öll stig heróínframleiðslu, frá því að vinna það úr ópíum til þess að smygla því til Bandaríkjanna. Lögreglulið í Bandaríkjunum, Kan- ada, ftalíu og Frakklandi stóðu að rannsókninni, sem hófst í desember árið 1984, þegar lögreglan komst að því að heróín frá Frakklandi og Ítalíu var (umferð í Bandaríkjunum. skaut á hann með sjálfvirkum riffli. Létust mennimir tveir samstundis en þrír aðrir, sem í bifreiðinni voru, sluppu með lítilsháttar sár. Þá var Jesus Miranda, kosninga- stjóri frú Aquino í Santa Rita í Pampanga-héraði, á gangi með tveimur samstarfsmönnum sínum í Angeles City sl. laugardag er menn hófu skothríð og myrtu mennina þijá. Ekki fréttist af morðinu fyrr en í dag er stjómarandstöðuþing- maður skýrði AP-fréttastofunni frá atburðinum. Blaðafulltrúi frú Aquino for- dæmdi morðin og sagði þau lið í ofsóknum á hendur þeim sem leyfðu sér að vera andsnúnir stjóm lands- ins. Óttast er að ofbeldi færist nú í aukana í kosningabaráttunni. Vígaferli hafa einkennt fyrri kosn- ingaslagi á Filippseyjum. Nýtt efni dregur úr tannborunum um 80% Boston, Bandarflgunum, 16. janúar. AP. VÖKVI, sem brýtur niður tann- skemmdir, svo að unnt er að strjúka þær burt, mun draga úr notkun bora við tannviðgerðir um 80% að meðaltali. Vökvi þessi hefur verið nefndur Caridex. Mun hann gera kleift að gera við holur í tönnum sársauka- lítið og með lágmarksborun, að sögn vísindamannanna tveggja, dr. Josephs Kronman, sérfræðings í tannréttingum, og dr. Melvins Goldman tannlæknis, sem heiður- inn eiga af tilurð hans. Er nú verið að setja efnið á markað, þar sem það hefur hlotið viðurkenn- ingu bandarísku tannlæknasam- takanna og bandaríska matvæla- og lyflaeftirlitsins. Fimmtán ár era liðin, frá því að þeir félagar, sem báðir eru prófessorar við Tufts-tannlækna- háskólann, kynntu Caridex fyrst. „Þetta hefiir tekið óratíma," sagði Goldman í fréttaviðtali nýlega. „Upphaflega mættum við bæði efasemdum og andspyrnu í ríkum mæli, en við þraukuðum." Caridex mun ekki að fullu úti- loka boranir við tannviðgerðir, en draga úr þeim um 80% að meðal- tali, sagði Kronman. Og þörfín fyrir deyfíngu minnkar um 85- 90%, sagði hann. Vökvanum er sprautað á tann- skemmdina með lítilií dælu, og molnar skemmdin þá niður, þar sem vökvinn eyðir örsmáum treíjaþráðum, sem halda henni saman. Tannlæknirinn stiýkur laus- lega yfír skemmdina og íjarlaegir síðan mylsnuna með aðstoð dæl- unnar. Vökvinn vinnur samstund- is á afkalkaðri skemmdinni, en hefur engin áhrif á þann hiuta tannarinnar, sem inniheldur kalk oger heilbrigður. Bandaríska matvæla- og lyfja- eftirlitið gaf Caridex grænt ljós í júlí 1984, og bandarísku tann- læknasamtökin lögðu blessun sína yfír efnið í nóvember síðastliðn- um. Ferð Kólumbíu aftur lengd um dag Kanaveralhöfða, 16. janúar. AP. LENDINGU geimfeijunnar Kólumbíu hefur verið frestað tíl föstu- dags vegna slæmra veðurskilyrða á Kanaveralhöfða. Upprunalega áttí Kólumbía að lenda á föstudag, en í gær var ákveðið að stytta ferð hennar um einn dag og láta hana lenda í dag, fimmtudag, en nú hefur þvi verið breytt aftur. Lendingu var frestað 19 minútum áður en geimfaramir hefðu ræst hreyfla feijunnar til að snúa til baka til jarðar. Ákveðið var að stytta ferðina þar sem NASA telur sig ekki hafa ótak- markaðan tíma til að undirbúa næstu ferð Kólumbíu, sem farin verður 8. marz. Margoft varð að fresta flugtaki Kólumbíu, sem skjóta átti á loft 18. desember, en ferðin hófst ekki fyrr en 12. janúar. Geimforunum í Kólumbíu tókst ekki að gera við ljósmyndavél, sem nota átti til að taka myndir af halastjömu Halleys, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir til þess. Sérstakur stækkari bilaði í myndavélabúnaðinum. Án hans verða myndir af halastjömu Halleys teknar með vélinni litlu betri en myndir áhugamanna teknar á jörðu niðri. Stjómendur flaugarinnar á Kanaveralhöfða á Flórída reyna nú að fínna aðra leið til að taka myndir af halastjömunni. Ekki hefur orðið vart við aðrar bilanir og áhöfnin hefur gert rúman tug tilrauna með efnahvörf og á sviði læknisfræði. Næsta för Kólumbíu á að hefjast 8. mars og sagði Jay Greene, sem hefur yfíramsjón með geimferðinni, að undirbúningur hennar yrði að hefjast sem fyrst. Veður þarf að vera gott til lend- ingar. Leiðangursmenn hafa vistir, sem duga til laugardags. Reynist ókleift að lenda á morgun yrði lendingu líklega frestað til laugar- dags, því NASA vill komast hjá því að láta feijuna lenda í Edwards-flugstöðinni í Kalifomíu, því það tekur um viku að koma henni þaðan til Kanaveralhöfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.