Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR1986 ingafrelsi Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Ég hef óskað eftir að fá að taka til máls hér í þessu réttarhaldi til þess að skýra sjónarmið mín og leiða rök að því, að þágildandi út- varpslög hafi vikið fyr- ir sérstökum aðstæðum og almennum rétti, svo að okkur þremenning- ana beri að sýkna af ákæru ríkissaksóknara um brot á einkarétti Ríkisútvarpsins.“ arskrárinnar yrði breytt í almennt ákvæði um tjáningarfrelsi. Þessi tillaga ber vitni þeim lifandi anda sem brýtur af sér dauðan bókstaf. Síðast, en ekki síst, höfðu ýmis ótví- ræð brot á útvarpslögunum hvað eftir annað verið látin átölulaus. Enginn vafi er á því, að með kapal- kerfum þeim, sem rekin hafa verið ( mörg ár á Akranesi, ( Borgamesi, á Ólafsfirði, ( Ólafsvík og á Akur- eyri, svo að ekki sé minnst á ýmsar staðbundnar útvarpsstöðvar og út- sendingar sjónvarpsefnis á mynd- snældum, voru útvarpslögin frá 1971 þverbrotin. Við þremenning- amir emm ákærðir fyrir að tjúfa einkarétt sem aðrir höfðu hvað eftir annað rofið, án þess að þeir væm ákærðir. Höfðu þessir menn þó ekki sér til vamar hinar óvenjulegu aðstæður ( þjóðlífínu í októberbyij- un 1984. Eru menn ekki jafnir fyrir lögum hér á landi? Eða em sumir jafnari en aðrir á íslandi eins og á Dýrabæ Orwells? Þremur röksemdum gegn frjálsum útvarps- rekstri svarað Við stuðningsmenn ftjálsra stöðva bendum gjaman á það, að lftill sem enginn munur er á rekstri þeirra og rekstri dagblaða. Ég hef enn ekki heyrt neinar tillögur um að binda útgáfu dagblaða leyfum eða skipa sérstakt ráð til þess að hafa með þeim eftirlit. Hvers vegna ætti frelsi til að senda út efni á öldum ljósvakans að vera minna en frelsi til að gefa út dagblöð? Hvers vegna ætti fólk ekki að fá að velja um margar ólíkar útvarpsstöðvar eins og það getur valið um mörg ólík dagblöð? En andstæðingar okkar hafa einkum svarað slíkum spumingum með þremur röksemd- um gegn ftjálsum útvarpsstöðvum. í fyrsta lagi segja þeir, að útvarps- stöðvar séu ólíkar dagblöðum, því að tala rása ( andrúmsloftinu sé takmörkuð, en tala dagblaða ekki. Síðan halda þeir því fram, að ekki beri að kenna einkaútvarpsstöðvar við frelsi, þar sem frelsi þeirra sé ekkert annað en „frelsi fjármagns- ins“. Þeir telja að lokum, að einka- útvarpsstöðvar stefni ekki að þeirri menningarlegu reisn, að þjóðinni sé samboðin. Fyrsta röksemdin er til marks um nokkum misskilning. Það er rétt, að tala útvarpsrása í andrúms- loftinu er takmörkuð. Skortur er á þeim eins og öðmm Kfsgæðum, og þær þarf þess vegna að skammta. En svo er einnig um flest það, sem þarf til útgáfu dagblaða, til dæmis húsnæði, pappír og prentvélar. Spuming er því aðeins, hvemig á að skammta aðganginn að rásun- um. Milton Friedman lagði það til, þegar hann var hér á landi haustið 1984, að útvarpsrásir yrðu boðnar upp í eitt skipti fyrir öll, en gætu síðan gengið kaupum og sölum. Með öðmm orðum fengi verð á ftjálsum markaði að skammta rás- imar fremur en einhveijir misvitrir valdsmenn. Þetta merkti ekki annað en það, að ríkið seldi fólki rásimar eða skilgreindi á þeim eignarrétt. í hinum fomu norsku lögum segir, að garður sé granna sættir. Þessi hugsun lögspekinga að fomu og Friedmans á okkar dögum á ekki síður við um útvarpsrásir andrúms- loftsins en önnur lifsgæði. Rekstur frjálsra útvarpsstöðva er því ekki háður neinum frekari tæknilegum annmörkum en rekstur dagblaða. Sú skoðun er einnig hæpin, svo að ekki sé meira sagt, að frelsi til útvarpssendinga sé ekkert annað en „frelsi Qármagnsins". Hugsunin er líklega sú, að þær útvarpsstöðv- ar, sem ráði yfir miklu fjármagni, eigi auðveldara uppdráttar á mark- aðnum en aðrar, þar eð þær geti boðið betri þjónustu. En mönnum sést hér yfir tvennt. Annað er það, að stofn- og reksturskostnaður út- varpsstöðvar er miklu minni en dagblaða. Hitt er, að útvarpsstöðvar ráða yfir miklu fjármagni af því að þær bjóða góða þjónustu, en bjóða ekki góða þjónustu af því að þær ráði yfir miklu flármagni. Við megum ekki gleyma því, að ein- kaútvarpsstöðvar grseða ekki fé á sölu auglýsinga nema þær sendi út eftii, sem almenningur hlustar á. Samkeppnin á markaðnum knýr þær til þess að þjóna hlustendum. Ég held, að ekkert tryggi betur sæmilega þjónustu en óttinn við að missa viðskiptavini. Þriðja röksemdin, að einkaút- varpsstöðvar stefni ekki að menn- ingarlegri reisn, heldur hámarks- gróða, stangast auðvitað á við þá skoðun, að frelsi til útvarpssendinga sé ekkert annað en „frelsi fjár- magnsins". Með þessari þriðju rök- semd eru menn (rauninni að kvarta yfir því, að einkaútvarpsstöðvar þjóni hlustendum allt of vel. Þær sendi ekki út annað efni en fólk vilji hlusta á. Þær veiti fólki oft víðtækt frelsi til að vejja um út- varpsefni. Þrennt er um þetta að segja. Fyrst er það, að þessi rök- semd beinist auðvitað ekki sfður að dagblöðum en útvarpsstöðvum. Ber okkur ekki að setja strangar reglur um dagblöð eða jafnvel ritskoða þau til að tryggja „menningarlega reisn" þeirra? Síðan er það, að þessi röksemd sýnir hvort tveggja, menntahroka og mannfyrirlitningu. Hvemig eigum við að hafa upp á þeim, sem em dómbærari en við hin á það, hvað okkur sé öllum fyrir bestu? Hvað er það, sem þessir út- völdu menn hafa fram yfir okkur hin? Hiðþ'riðja, sem ég hyggst segja um þessa röksemd, er það, að menning er varla sönn nema hún sé frjáls. Hvað er menning annað en sú fjölbreytni og nýsköpun, sem hlýst af fijálsri samkeppni hug- mynda, þar sem engum leiðum er lokað fyrir fólki með valdboði? Hvað er ríki án réttlætis? Virðulegi dómari! Heilagur Ágústínus spurði: Remota justitia, quid sunt regna nisi magna latrocin- ia? Eða: Hvað er ríki án réttlætis annað en stigamannahópur að starfi? Mikil ábyrgð er lögð á herðar dómara í réttarríki. Honum er falið að halda uppi því réttlæti, sem heilagur Ágústínus taldi skilyrði fyrir samstilltu, siðuðu mannlífí. Honum er ætlað að sakfella menn eða sýkna eftir málsatvikum, en ekki geðþóttasjónarmiðum. Það mál, sem hér liggur fyrir, snýst um réttlæti, en það snýst einnig um tjáningarfrelsi. Dómari ( slíku máli heldur á fjöreggi í hendi sér, og hann hlýtur að fara gætilega með það, því að_ það er svo sannarlega brothætt. Á ísafirði hefur nýlega verið kveðinn upp dómur í svipuðu máli. Sá dómari sem þar var að verki, sakfelldi menn fyrir það að reka útvarpsstöð í nokkra daga við hinar óvenjulegu aðstæður í októ- berbyijun 1984. Þessi (sfirski dómur var tvímæla- laust ranglátur, og með honum gerðist dómarinn í rauninni upp- reisnarmaður. Hann gerðist upp- reisnarmaður gegn stjómarskránni sem vemdar tjáningarfrelsi borga- ranna og tryggir annan rétt þeirra óskoraðan. Hann gerðist uppreisn- armaður gegn réttarríkinu sem krefst þess, að allir séu jafnir fyrir lögum hvort sem þeir reka útvarps- stöð við óvenjulegar aðstæður haus- tið 1984 eða kapalkerfí f Ólafsvík og á Akureyri. Dómari þessi gerðist sfðan uppreisnarmaður gegn réttin- um, sem er I sífelldri Kfrænni þróun og hafði þegar á haustmánuðum 1984 sprengt utan af sér útvarps- lögin. Lögum í réttlátu ríki má líkja við treyju utan um tíðaranda og tækniþróun. Þau mega ekki verða að spennitreyju. Og ísfirski dómar- inn gerðist að lokum uppreisnar- maður gegn almenningsálitinu, en það var — og er — óskipt með öllum þeim, er gegndu þeirri borgaralegu skyldu ( október 1984 að flytja landsmönnum fréttir eftir því sem auðiðværi. Viðhorfí mfnu til laganna má stuttlega lýsa með orðum Staðar- hóls-Páls: „Ég lýt hátigninni, en stend á réttinum." Ég lýt einstökum lögum eins lengi og ég get, þótt sum kunni þau að vera óréttmæt. En að þvf kemur, að ég stend á réttin- um, enda er hann einstökum lögum æðri. Vilhjálmur kardfnáli frá Sab- ina, Loðinn Leppur, sendimaður Noregskonungs, og aðrir höfðingjar útlendir undruðust það forðum, hversu takmarkaða tilhneigingu ís- lendingar hefðu til þess að kikna f hnjáliðunum, er tignarmenn bæri að garði, og væru íslendingar þó lögfróðir og löghlýðnir. Ég reyni eins og forfeður mfnir að standa uppréttur. Ég reyni að vera íslend- ingur. Höfundurtauknýtega doktors- prófi i t$6mmáúíheimsppki frá Oxford-hánkóla. Hann ereinn ákærðu fyrir rekstur ftjóls út- varps og ftuttíþessa vamarræðu íréttarhatdi fyrir aakadómi Reykjavíkur lB.janúar. 2 8‘ hef alltaf venð á móti þeim fátæku, það er eins og ég sagði f ræðu á móti honum Sigurði heitnum á Staðastað á þing- málafundi um árið: ég vil hafa flottheit f þjóðfélaginu." Árni Tryggvason f hlutverki Lauga. Lóa (Vilborg Halldórsdóttir) og ísa (Sunna Borg) hlusta á. Myndin er tekin á æfingu. LA frumsýnir Silfur- tunglið í næstu viku Akureyri, 15. janúar. SÍÐASTA SÝNING Leikfélags Akureyrar á Jólaævintýri eftir Dickens um sinn verður á fimmtudagskvöld, 16. janúar, en nú er hafinn lokaundirbúningur að sýningu félagsins á Silfurtungl- t inu eftir Halldór Laxness, sem verður frumsýnt 24. þessa mánað- ar. Silfurtunglið var frumsýnt hjá Önnur sýning á Silfurtungiinu Þjóðleikhúsinu, 9. október 1954, verður laugardaginn 25. janúar og hefur síðan verið sýnt þar einu kl. 20.30. Sunnudaginn 26. janúar sinni aftur, 1975, og þá var verkið kl. 16, verða sýningar á Jólaævin- sett upp í sjónvarpi 1978. týri teknar upp að nýju. Haukur J. Gunnarsson er leik- Vilborg Halldóredóttir leikur stjóri hjá LA að þessu sinni og Lóu ( Silfurtunglinu, Sunna Borg hann hannar einnig búninga, Örn leikur ísu, Ámi Tryggvason Ingi gerir leikmynd, Ingvar Lauga, föður Lóu, og meðal ann- Bjömsson sér um lýsingu og arra leikara era ,Ellert Ingirpund- Edward Frederiksen útsetur tón- arson. Theódór jlúlíusson, Þráinn list. Karlsson og Marinó Þorsteinsson. MfMilll far Gunnarsson er verksmiðjustjóri skógerðar Sambandsins. i er hér ásamt Albert Guðmundssyni, iðnaðarráðherra, sem heimsótti verksmiðjuna f vikunni. Skógerðin á Akureyri: Seldi 63.500 pör af skóm í fyrra Akureyri, 18. janúar. SKÓGERÐ Sambandsins á Akureyri, sem mn. framleiðir ACT-skó, seldi á nýliðnu ári 63.500 pðr, að andvirði 61 mil(j- ónar króna. Árið 1984 seldi skógerðin 58.500 pör, að andvirði 41 mil(j- óna króna. Söluaukningin milli ára er því 8,6% í pöram. Aukning andvirðist sölu milli ára er um 48,8%. Þess má geta að söluhæsta skótegundin af framleiðslu verk- smiðjunnar 1985 var ákveðin gerð af kuldaskóm, 5.000 prö seldust afhonum. Skógerðin verður 60 ár í des- ember á þessu ári. Hún hóf starf- semi s(na\árið 1936. Á þessum tæplega 50' árum hafa verið fram- leidd um 2,6 milljónir para af skóm hjá verksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.