Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 30
/ > 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 ; | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Söiumenn óskast Þekkt v-evrópskt dekkjafyrirtæki óskar eftir sölumönnum. Dekkin eru mjög samkeppnis- hæf - bæði hvað varðar verð og gæði. Stöð- ugt aukin sala í fjölmörgum löndum sanna þetta. Þetta er kjörið tækifæri t.d. fyrir bif- vélavirkja og viðgerðaverkstæði. Nánari uppl. hjá: Nordisk Dæk Import A/S, Merkurvej 7, 6650 Brorup, Danmörk. Hrafnista Hafnarfirði Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar eða fljótlega. Fastar vaktir og hlutastörf eftir samkomulagi. Sjúkraliði óskast í fullt starf 1. febrúar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Rafiðnfræðingar — Rafvirkjar — Rafvélavirkjar — Nemar Viljum ráða: Rafiðnfræðing eða rafvirkja með hliðstæða menntun, til að annast viðhald og þjónustu, ásamt því að vera yfirverkstjóra til aðstoðar. Fjölbreytt vinna. Rafvélavirkja til vinnu á rafvélaverkstæði í almenna viðgerða- og viðhaldsvinnu. Nema í rafvirkjun. Fyrstu mánuðirnir yrðu vinna á efnislager. Þeir sem lokið hafa verk- námi í Iðnskóla ganga að öðru jöfnu fyrir. Upplýsingar um námsárangur óskast. Getum boðið á leigu litlar einstaklingsíbúðir skammt frá vinnustað. Munum aðstoða við útvegun leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur. Upplýsingar gefur Óskar Eggertsson, sími 94-3092. Póllinn hf., ísafirði. Grunnskólar Hafnarfjarðar Kennara vantar nú þegar í Víðistaðaskóla til kennslu 6 ára barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 52911 og 651511. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði óskar eftir að ráða aðstoðarmann, karl eða konu, til að starfa hálfan daginn að bóluefnis- framleiðslu. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn með upplýsingum um aldur, mennt- un og starfsreynslu til Tilraunastöðvarinnar að Keldum, Pósthólf 8540, 128 Reykjavík. Verkamenn Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til umsóknar staða löglærðs fulltrúa. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. febrúar nk. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 13.janúar 1986, Elias I. Elíasson. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Fóstra og starfsmaður óskast við skóladag- heimili ríkisspítala að Kleppi frá og með 1. febrúar nk. Einnig óskast starfsmaður nú þegar við dagheimili ríkisspítala að Kleppi. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilis- ins í síma 38160. Verkamenn óskast til starfa í stálbirgðastöð og við endurvinnslu á pappír. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra á skrifstofu okkar Borgartúni 31 (ekki í síma). SINDRAAmSTÁLHF PÓSTHÓLF 881 BORQARTÚNI 31 121 REYKJAVlK SlMAR: 27222 - 21664 Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri vill ráða strax eða síðar eftir samkomulagi hjúkrunarfræðinga á: Handlækningadeild, Lyflækningadeild, Geðdeild, Öldrunardeildir. Ennfremur eru lausar til umsóknar stöður deildarstjóra á: B-deild (öldrunardeild og kvensjúk- dómadeild), Handlækningadeild, Bæklunardeild. Umsóknum sé skilað til hjúkrunarforstjóra fyrir 15. febrúar nk. Upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri í síma 96-22100. Reykjavík, 16.janúar1986. Hafrannsókna- stofnunin óskar að ráða rannsóknamann til starfa á nytjastofnasviði. Líffræðimenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 24. janúar. Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, sími20240. „Ticketing" Óskum að ráða vanan starfsmann við far- seðlaútgáfu og tengd störf. Áríðandi er að væntanlegur starfsmaður hafi góða söluhæfileika, eigi auðvelt með að umgangaW fólk og sé stundvís. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. jan. ’86 merktar: „AT — 6020“ raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar | | húsnædi i boði | 'y Tilv. L-0413 og F-0412 Höfum til leigu um 100 fm húsnæði í Síðu- múla 34, jarðhæð. Nánari upplýsingar veita: Jón Ragnar Björnsson, Árni Magnússon, sími 29099. húsnæöi öskast Húsnæði óskast Félagasamtök óska eftir að taka á leigu til frambúðar 80-150 fm skrifstofu- og eða iðnaðarhúsnæði. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „P - 0425". Til leigu iðnaðarhúsnæði Til leigu við Skemmuveg 34, Kópavogi er 500 fm iðnaðarhúsnæði 20 x 25 metrar. Vegghæð 4,10 metrar. Aðkeyrsludyr 3,30 x 3,60 metrar. Upplýsingar í símum 45544 og 44121 á kvöldin. Aðalfundur Styrktarfélags íslensku óperunnar verður haldinn 25. janúar kl. 14.00 í Gamla bíói. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mái. Stjórnin. Leigutilboð óskast í Víkurá í Hrútafirði næst- komandi veiðitímabil. Tilboðum sé skilað fyrir 15. febrúar 1986 til Sigurjöns Ingóltssonar Skálholtsvík, sími 95-1180, sem gefur nánari upplýsingar. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ísfirðingafélagið í Reykjavík Aðalfundur ísfirðingafélagsins verður hald- inn að Hótel Sögu, herbergi 515, laugar- daginn 17. janúar 1986 kl. 15.00. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.