Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 félk f fréttum „Skemmtilegast finnst mér að teikna báta ...“ — sagðiGunnar Friðriksson sjö ára listamaður í |Z g var beðinn um að teikna ■■ mynd á almanakið í tilefni ars æskunnar," sagði Gunnar Frið- riksson, sjö ára gamall nemandi í Mýrarhúsaskóla, sem hannaði for- síðuna á íslenska sjómannaalman- akið sem var að koma út í 61. skipti. „Fyrst þurfti ég að æfa mig svolítið. Veggimir heima eru þaktir myndum eftir mig af bátum og skipum. Ég lita mjög mikið og hún Valborg í skólanum kennir okkur að teikna allskonar hluti. Skemmti- legast fínnst mér þó að gera báta.“ — Þú ætlar þá kannski að verða listamaður? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig ennþá því þegar ég er orðinn stór getur vel verið að það verði hætt að vinna við það sem mig langar að gera núna. Ég ætla því bara að bíða með að ákveða það þangað til ég verð stærri." MAGNÚS GUÐJÓNSSON 94 ÁRA: Magnús Guðjónsson sagði upp í vinnunni á 95. aldursári, hætti að reykja um áttrætt og hefur ekið áfallalaust í ein sjötíu ár. Þetta er ekki skröksaga úr útlöndum eða fáránleg uppfinning blaðamanns, heldur blákaldur sannleikur um íslenskan al- þýðumann sem enn er í fullu fjöri, þrátt fyrir að hafa nær öld að baki. „Ég fékk fyrsta rútubílinn minn hingað árið 1920,“ sagði Magnús „og hann rúmaði tólf manns. Sennilega er ég fyrsti rútubílstjórinn á landinu og nafnið „Magnús á kassabílnum" festist við mig hér á árum áður. Ökutækið þótti hið ásjálegasta í þá daga. Ég smíðaði sjálfur yfir bifreiðina og pall aftan við fyrir farangur, sem ekki mátti fara inn í bílinn. Seinna fékk ég mér svo stærri bíl sem gat rúmað 24 farþega en það þykir víst ekki mikið í dag því nú eru rútumar orðnar svo stórar og fullkomnar. útkeyrslustörf hjá Nathan og Vann við Olsen en sagði upp um áramótin Morgunbladið/Árni Sæberg Teiknaði forsíðuna á íslenska sjómannaalmanakið: Magnús Guðjónsson Morgunblaðið/Bjarni „Ég losaði mig við bílinn minn, gaf viðgerðarmanninum hann.“ fyrirtæki, elskulegt fólk, og vel gert við mann. Ég var samt orðinn svo stirður núna undir það síðasta að ég komst varla út úr bílnum hjálpar- laust og sagði því upp. Ökuskír- teinið mitt rennur samt ekki út fyrr en í september nk. þegar ég verð níutíu og fimm. Samt losaði ég mig við nýlegan bíl sem ég átti og gaf viðgerðarmanninum hann því hann hefur alltaf gert við hann fyrir mig. Svo líklega er ég því hættur keyrslunni núna.“ — Hvað ertu að aðhafast þér til dægrastyttingar núna? „Ég les þó nokkuð og get ennþá gert það gleraugnalaust sé letrið í venjulegri stærð. Það er helst smáa letrið sem ég á í vand- ræðum með. Svo fer ég í göngu- túra af og til og bjástra við sitt- hvað sem til fellur. í sumar ætla ég að fara hringinn í kringum landið því ég er ákveðinn í að skoða mig betur um áður en ég kveð. Þó svo að ég hafi keyrt áfallalaust í sjötíu ár hef ég ekki komist hringinn. Erlendis hef ég verið, farið til Noregs, Færeyja og Danmerkur, meira að segja ekið um Færeyjar, en ekki komist lengra en að Vík í Mýrdal hérna heima og til Akureyrar. Nokkuð hef ég svo séð frá sjó.“ — Já, hann er ekki af baki dottinn hann Magnús Guðjónsson, ætlar sér að kanna nýja stigu og heldur vaskur og bjartsýnn inn í morgundaginn þrátt fyrir árin öll. Ef blaðamaður hefði yfir að ráða aðalstign eins og þeir í útlandinu, þá færi hann rakleitt á morgun og slægi hann Magnús til riddara fyrir lífshlaupið. ij: alveg hverju ég á að þakka að ég hef getað unnið svona lengi. Kannski er það honum föður mín- um að þakka sem gætti þess ávallt að ég fengi nóg af nýjum og góð- um fiski að borða. Og varla hefur mér orðið meint af hrálýsingu sem ég saup oft og vel af. Ég er trúað- ur maður og hef verið lánsamur í lífinu í leik og starfi, hlutimir sem ég hef tekið mér fyrir hendur hafa heppnast ágætlega og ég því getað skilað bærilegu verki. Ekki hef ég verið bindindismaður á tóbak, reykti frá tvítugsaldri og fram að áttræðu og það kom ekki til af góðu að ég hætti. Ég ætlaði að hvíla mig á vindlunum og taka til við pípu en líkaði það svo illa að ég gaf frat í reykingar." — Við hvað starfaðirðu hjá Nathan og Olsen? „Ég sá um að koma bréfa- og bögglapósti til skila og keyrði því út fyrir þá öll árin. Það var virkilega gott að vinna hjá því að var löngum litið á mig sem ævintýramann. Ég hafði til dæmis gaman af því þegar ófært var. Þá komst minn bíll þó iðulega áfram en þegar allsendis var ófært milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur notaðist ég við sleða sem ég útbjó og fetjaði þannig á milli blöðin, þar á meðal Morgunblaðið. Ég þurfti ekki að ganga alla ieiðina því ég gat rennt mér á sleðanum niður brekkumar, t.d. Öskjuhlíðina. Annars hef ég unnið í sjötíu ár við keyrslu meðfram öðru og hef komið víða við, unnið alla almenna verka- mannavinnu og verið einkabíl- stjóri hennar Halidóm Jakobs- dóttur kaupkonu í tuttugu ár. Ég átti elsta skip landsins, „Njálinn" í 7 ár og skaffaði Hafnfirðingum í soðið um tíma, átti „Morgun- stjömuna" og nú síðast vann ég í næstum þijátíu ár hjá Nathan ogOlsen." — Þú segir upp störfum á 95. aldursárinu. Hveiju þakkarðu þessa óvenjulegu endingu í starfí? „Aldrei hef ég verið talinn heilsuhraustur svo ég get ekki gortað af því. Hins vegar neitaði ég spítalavist á sínum tíma þegar ég fékk bijósthimnubólgu árið 1915. Seinna sagði hann Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á Vífils- stöðum, að líklega hefði ég gert rétt því annars hefði ég sennilega lent á Reykjalundi eftir legu á Vífílsstöðum og Guð veit svo hvar ... Ég veit því eiginlega ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.