Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 „Eigi er Óðins trvggðum að trúa“ eftir Harald G. Blöndal Nokkrir menn voru að reka slát- urfé til Akureyrar. Um nóttina héldu þeir til í ijárhúsi einu. Um kvöldið kveiktu þeir á kerti og höfðu á garðabandinu. Einn var svo ógæt- inn, að hann rak höndina í kertið, svo það steyptist ofan í króna og ljósið slokknaði. Kallar þá einn upp yfír sig: „í Guðs bænum verið fljótir að kveikja, svo við sjáum hvort það hefur kviknað í.“ Þessi saga kom mér í hug á gamlársdag, er ég rakst á pistilkom í Morgunbiaðinu eftir Óðin nokkum Pálsson. Þessi skrif vom til mín stfluð. Um áramót hrista menn gjaman upp í sjálfum sér og strengja heit til betra lifs og betri siða. Þá er ráð að hrista upp í huganum og viðra gamlar skoðanir. Vera opinn og raunsær. En þama var nú annað uppi, því Óðinn þessi Pálsson opinberaði þar landsmönn- um rykfallna steingervinga þrætu- bókarmannsins og stóð sem hundur á roði í ofsadýrkun flökkusagna Gamlatestamentisins. Af heilagri vandlætingu, sem sveif þar yfir vötnunum hefði mátt draga þá ályktun fyrsta, að Guð væri í orlofí en Óðinn Pálsson kominn með prókúmna. Þeim sem svo upphefur sjálfan sig er vert að benda á, að jafnvel þótt hann sitji á hæsta hásæti heims, er hann enn á eigin rassi. Tilefni þess að Óðinn þessi Páls- son ryðst fram á ritvöllinn með bægslagangi og boðaföllum er du- lítið greinarkom mitt í Morgun- blaðið frá því í byijun desember. Þar fjallaði ég ögn um ranghug- myndir stúlku nokkurrar og van- kunnáttu hennar í þeirri gmndvall- ar dýrafræði, sem kennd er í al- mennu skyldunámi. Ég hylltist til að vitna í vísindalegar niðurstöður um þróun lífsins, byggðar á rann- sóknum margra viðurkenndustu fræðimanna heimsins, en gleymdi óvart að spyija Óðinn Pálsson hvort kenningar þessar væm á lista þeim, sem enn ku vera til yfir bannaðar bækur og óæskilegar skoðanir í Vatikaninu suðrí Róm. Óðni Pálssyni er fijálst að pukr- ast með skoðanir sínar ellegar opin- bera þær. Ég áskil mér aðeins ofurlítinn rétt til að veita þar nokk- ur andsvör - og hætti á að lenda á fómarbáli því sem rétttrúaðir brenndu á villutrúarmenn fyrir fá- einum árhundmðum. Fýrrst getur margnefndur Óðinn Pálsson þess, að skv. Mósebók I. 24—31 séu menn og dýr jafngömul, sköpuð á hinum sjötta degi. Benti ég honum á að lesa sér til um aparéttarhöldin frægu í Ameríku, þar sem skólakennari nokkur var settur á bekk með sakamönnum fyrir að kenna þróunarkenningu Darwins í skyldunámsskóla. Sá er stóð fyrir málsókn þessari var bók- stafstrúarmaður í sama félagi og Óðinn Pálsson. Hann fullyrti, að Guð talaði til sín og beitti sömu rökleiðslu í öllum greinum og Óðinn Pálsson. Einn frægasti og virtasti lög- fræðingur Bandaríkjanna, Clarence Darrow, tók að sér vöm í máli skólakennarans. Enda sneri hann því upp í gmndvallaratriði fijálsrar hugsunar og skoðanamyndunar. Getur einstaklingur eða hópur þröngsýnna öfgamanna bannað rit, hugmyndir og skoðanaskipti ellegar vísindaiðkun og kenningar, aðeins vegna þess að umræddum öfga- sveitum er slík umræða og lærdóm- ur ekki þekkileg eða að skapi? Svarið er nei. Annað mál er hitt, að skv. Móse- bók I. 14—19 munu sólin ogtunglið Haraldur G. Blöndal „Það væri að æra óstöð- ugan að tína til sundur- gerðina í skrifum mannsins. Enda er greinin sem fyrr segir laus og dyntótt svo erfitt er að sjá hvert maðurinn er að fara.“ sköpuð á hinum þriðja degi, „ ... ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu, og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár“. Ógæfa Óðins Pálssonar er m.a. sú, að fram að hinum þriðja degi er engin leið að mæla lengd þess dags ellegar þá hins næsta, sem umrædd Mósebók getur um. Hversu langur var hinn fyrsti dag- ur? „Þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir...“? Má vitna í þjóðskáldin? Þá vinnur Óðinn Pálsson sér það til afreka, að breyta frásögnum Nýjatestamentisins, þar sem hann gerir Guð að sjálfs sín syni; manni er lifir í 33 og hálft ár. En skv. Jóh. 1.34 var þetta svo: „Og ég hefi séð það, og ég hefi vitnað, að þessi er guðs-sonurinn.“ Eða m.ö.o. Jesús er þar talinn sonur Guðs. Mjög veður Óðinn Pálsson elginn, því í næstu andrá tekur hann upp þá skondnu nýbreytni að fjalla um matseðil manna fyrir syndaflóðið. Ekki veit ég hvaðan honum koma slíkar upplýsingar. Nær hefði verið að fjalla um slflct f þeim gastrónóm- ísku tímaritum, sem sérhæfa sig í mat og matargerðarlist. Sömuleiðis það allsheijarstríð sem virðist í heiminum vegna þess sem menn leggja sér til munns, lærðir sem leikmenn. Guð Óðins Pálssonar virðist hinn hefnigjami Jahve, sem drottnar yfir öllu með sverði, eldi og bióði. Ekki er þetta sá Guð, sem ég ólst upp við. Sá var Guð kær- leika, fyrirgefningar, mannelsku, fórnarlundar og friðelsku. Óhætt er að fullyrða, að holta- þoka mikil og villureykur svífa yfir allri orsök og afleiðingu í huga Óðins Pálssonar. Maðurinn hefur t.d. minnkað um meira en helming frá því í Edens fínum rann, og eru þessar stærðarmælingar Oðins Pálssonar líklega byggðar á beina- fundum og steingerfingum úr Gamlatestamentinu. Þetta styrkir þann grun minn, að í huga Óðins Pálssonar ríki tröll- heiðin fomeskja hjátrúar og hindur- vitna ásamt fordómum, sem betur væra geymd í myrkum skotum og afkimum hugans, en frammi fyrir velmenntaðri þjóð vorri. Ég veit ekki hvort Óðinn Pálsson er með leshring í einhveiju risinu hér í bænum, þar sem hann heila- þvær einfaldar sálir og auðtrúa. En sé svo, er það einlæg von mín, að loftpúðasamkunda sú leysist upp hið fyrsta. Það er þó nokkuð gleðiefni, að talsverðrar þreytu gætir í skrifum Óðins Pálssonar, enda er hann greinilega langvolkaður af ströng- um villum um brenglaða heims- mynd sína. En án efa mun hann nefna það blekkingarlausa skyn- semistefnu. Mér er til efs, að sjónhverfing hans verði leidd á vit veraleikans. Himnaríkismálverk hans minnir á engið, sem speglast í forarpollinum. Bókstafstrú hans er svo tak- markalaus, að halda mætti að Drottinn hafí tekið heljarmikinn kompás út úr himnaskápnum kl. 8.30 að morgni hins fyrsta dags og tekið að mæla fyrir verkinu. Það væri að æra óstöðugan að tína til sundurgerðina í skrifum mannsins. Enda er greinin sem fyrr segir laus og dyntótt, svo erfitt er að sjá hvert maðurinn er að fara. Svo fer, er menn sigla mikinn án þess að kunna skil á veðri og vind- um: Fley Óðins Pálssonar hefur steytt á Fáfræðiskeri eða brotnað við Fordómabjarg. Náhljóðið er í storminum. Höfundur er bústjóri að Hamri í Mosfellssveit. Leiðrétting Meinleg prentvilla varð í 1. lið lokakafla geinar Hannesar Kr. Davíðssonar í blaðinu í gær. Þar stóð byggðalög í staðar bygginga- lög. Kaflinn á að vera þannig: „Ég vil benda á nokkur atriði sem ég tel að biýnt sé að breyta svo betur fari. 1. Byggingalög verði endurskoðuð með hliðsjón af almennum regl- um réttaríkisins. 2. Slíta verður hagsmunatengsl skipuleggjandans við einstaka lóðarhafa, þ.e. að hann teikni ekki byggingar á því svæði sem hann skipuleggur. 3. Meðlimir bygginganefndar teikni ekki byggingar á því svæði sem heyrir undir viðkom- andi bygginganefnd. 4. Mörk skipulagsstarfa verði skil- greind. 5. Félagsmálaráðherra verði settir óháðir sérfróðir ráðgjafar til umQöllunar um þau ágreinings- atriði sem til hans er skotið samkv. 8. gr. laga nr. 54 frá 1978, byggingarlög. Einnig þarf að setja skýr ákvæði um meðferð slíkra mála í ráðuneytinu. En stundum hefur manni virst að úrskurðir hafi meir mótast af skilningi á pólitískum vandamál- um og þegar gerðum ákvörðun- um lægra settra stjómvalda, en faglegri og lagalegri þekkingu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.