Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Danir í sjöunda himni — eftir sæta sigra yfir Sovétmönnum og Pólverjum Frá Val Jónatanssyni, bladamanni Morgunblaösins í Danmörku. DANIR voru svo sannarlega f sjöunda himni f gœr eftir frammi- stöðu liða sinni gegn Sovétríkjun- um og Pólverjum í Baltic Cup keppninni hér í Danmörku á miðvikudagskvöldið. Dönsku blöðin hrósa mjög sín- um mönnum og eru greinilega búin að gleyma tapinu gegn íslandi í fyrsta ieik mótins á þriðjudags- kvöldið. Ekki er minnst einu ein- asta orði á leik íslands gegn Aust- ur-Þjóðverjum en þeim mun meira pláss notað fyrir leikina tvo sem Danir unnu svo frækilega á mið- vikudagskvöldið. Sigur Dana á Sovétmönnum er nokkuð sögulegur því þetta er í fyrsta sinn í 19 ár sem Dönum tekst að leggja rússneska björnin. Danskir fjölmiðlar eru að sjálf- sögðu uppnumdir af þessu frækna afreki sinna manna og þá ekki síð- ur B-liös síns sem lagði Pólverja aðvelli. í blöðunum í gær var því haldið Lítill frítfmi hjá íslendingunum Frá Val Jónatanssyni, blaöamanni Morgunblaösins í Danmörku. ÞAÐ HEFUR verið nóg að gera hjá íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt f keppninni hér f Danmörku. Æfingar, töfluæfing- ar, rútuferðir og keppnir sjá fyrir því að dagurinn er fullskipaður hjá þeim og Bogdan þjálfari sér til þess að leikmennirnir geti um Iftið annað hugsað en handknatt- leik þann tíma sem dvalið er hér. Á hverjum morgni æfa þeir frá klukkan 10 til 12 og strax eftir hádegsiverð eru töfluæfingar þar sem fariö er yfir leiki kvöldsins áður og leikinn sem framundan eru hverju sinni. Eftir þessa fundi flykkjast menn út í langferðabílinn sem flytur þá á leikstaðen þangað er um tveggja tíma akstur. Þegar komið er á leikstaðinn hefja leik- menn undirbúning fyrir leikinn og að honum ioknum er aftur sest upp í langferðabilinn og ekið til baka. Á hótelið er komið laust upp úr miðnætti og þá er lítið annað að gera en koma sér í háttinn og hvíla sig fyrir átök næsta dags. Liðið býr rétt utan við Vejle en þar búa öll liðin sem þátt taka í þessu móti i stórri íþróttamiðstöð. Morgunblaöiö/Bjarni Arnór Pétursson og Edda Bergmann hlutu heiðursmerki ÍF í gær. fram án þess að hika að ef Danir léku svona í heimsmeistarakeppn- inni þá næðu þeir mjög langt þar. BÍöðin hér gera einnig óspart grín að Sovétmönnunum og segja að þeir verði að finna sér enn há- vaxnari leikmenn en þeir hafa nú á að skipa ef þeir ætli sér að ná langt í heimsmeistarakeppninni. í liði Sovétmanna eru mjög hávaxnir leikmenn og fæstir þeirra eru undir 1,90 á hæð. Dönsku leikmennirnir lótu sov- ésku risanna ekki angra sig á miðvikudagskvöldið og unnu sann- færandi sigur eftir að hafa leitt leikinn 13:9 í hálfleik. B-liöið fær einnig mikið hrós fyrir að vinna Pólverja 21:20. í B-liðinu eru ungir og efnilegir leik- menn sem gefa A-liðinu ekkert eftir að sögn dönsku blaðanna. Það er því augljóst að dönsku íþróttafréttamennirnir eru í skýjun- um eftir þessa tvo sigra sinna manna, og er ekki að furða. • Atli Hilmarsson er einn hinna hættulegu íslendinga. „Hinar þjóðirnar verða að vara sig á íslandi" — segir í grein um handknattleik f þýsku blaði ÞAÐ ER greinilegt að hróður ís- lensks handknattleiks berst víða. í nýlegu hefti af hinu virta vikuriti Handball Woche sem gefið er út í Þýskalandi birtist löng grein um landsleiki íslands og Vestur- Þjóðverja sem fram fóru hér á landi í byrjun desember. í grein þessari er íslenska landsliðinu hrósað mikið fyrir hve góðum árangri liðið hefur náð á undan- förnum árum og lofsamlegum orðum er farið um íslenska áhorf- endur. HSI semur við Adidas Handknattleikssamband ís- lands hefur gert stóran samning við Adidas. Samningur þessi er til þriggja ára og er metinn á fimm og hálfa milljón króna. íslenska landsliðið í handknattleik mun klæðast vörum frá Adidas á leik- velli sem utan hans á keppnis- ferðum sfnum og er liðið nú eitt af 12 liðum, sem þátt taka f loka- keppni heimsmeistarakeppninn- ar, sem klæðast vörum frá fyrir- tækinu. Auk þess að fá búninga og skó á öll sex landsliðin þá mun HSÍ fá sérstaka viðurkenningu fyrir að taka þátt í lokakeppninni í Sviss Norræn trimmlandskeppni fatlaðra: Yfirburðir íslendinga ÍSLAND sigraði með miklum yfir- burðum f norrænni trimmlands- keppni fatlaðra sem haldin var á Norðurlöndunum f sumar. { keppninni hlutu íslensku þátttak- endurnir alls 235.986 stig en Finnar, sem voru í öðru sæti, hlutu 61.742 stig. Geysilegir yfir- burðir fatlaðra íþróttamanna og trimmara hér á landi. Keppnin fór fram með þeim hætti að hver þjóð gat valið sér tveggja vikna tímabil frá maí til október á siðasta ári til að halda keppnina. Hér á landi var valinn 8.-21. september. Keppnin var þrennskonar. í fyrsta lagi var þetta keppni milli Noröurlandanna, í öðru lagi innanlandskeppni þar sem keppt var milli héraðssam- banda og í þriðja lagi var einstakl- ingskeppni. Tvær fyrrnefndu keppnirnar voru miðaðar við höfðatölu. Keppnisgreinar voru ganga, hlaup, skokk, hjólastólaakstur, róður, hestamennska og hjólreið- ar. Til þess að hljóta stig þurfti viðkomandi að trimma að minnsta kosti 2,5 kílómetra. Hér á landi tóku 749 einstakling- ar þátt í keppninni og voru þeir á aldrinum 7 ára til 97 ára. Eins og áður segir voru yfirburði landans mjög miklir og er þetta í þriðja sinn sem við sigrum í þessari keppni. ísland varð í fyrsta sæti, Finn- land í öðru, Noregur hlaut 10^972 stig í þriöja sætið, Svíþjóð 9.272 í fjórða sætið og Danmörk rak lestina með 6.564 stig. í keppni héraðssambanda sigr- aði UMFB, hlaut 20.213 stig, UMSE varð í öðru sæti með 5.213 stig, Akureyringar í því þriðja með 5.084, UMSK í fjórða með 4.986 stig og UÍA hlaut 4.653 stig í fimmta sæti. Bolvíkingar með mikla yfirburði þar og fengu að launum DV-hornið svokallaða en það var fyrst afhent árið 1981 og UMSK vann það síðast. Einstaklingskeppni var haldin í fyrsta sinn núna. Þeir sem trimm- uðu alla dagana fjórtán gátu unnið til verðlauna. Alls var það 191 sem það gerði og voru dregin út nöfn tíu manna sem fá íþróttagalla að launum. Þeireru: Björn V. MagnÚ88on, Akureyri Atii V. Brynjarsson, Akureyri Þórný Jónsdóttir, Grímsnesi Emelía Snorrason, Hafnarfiröi Gunnlaug Óiafsdóttir, Akureyri Kristín Guðmundsdóttir, Vestmannaeyjum Ingibjörg Sveinsdóttir, Akureyri Rósiaug Þóröardóttir, Neskaupstað Þórdfs Lárusdóttir, Siglufirði Jóhann Kristjánsson, Bolungarvfk Nú eru 12 ár frá því íþróttafélag fatlaðra var stofnað í Reykjavík og eru íþróttafélögin nú orðin 12 að tölu. í tilefni þessara tímamóta sæmdi íþróttasamband fatlaðra Arnór Pétursson heiðursmerki sambandsins úr gulli, en það er æðsta viðurkenning sambandsins. Arnór var stofnandi ÍFR og formað- ur þess í 11 ár og hefur hann unnið mörg frækileg íþróttafafrek. Silfurmerki sambandsins fékk núverandi formaður ÍFR, Edda Bergmann, eða gamla brýnið, eins og hun er oftast kölluð í íþrótta- keppnum fatlaðra. Einnig hún hef- ur unnið margvísleg íþróttaafrek og þau bæði hafa unnið ómælt starf fyrir íþróttir fatlaðra hér á landi. og einnig ef liðið kemst á Ólympíu- leikana í Seoul árið 1988. Einnig fær sambandið viðurkenningu ef okkar liði tekst að komast í eitt af þremur efstu sætum þessara tveggja stórmóta. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magn- ússonar formanns HSÍ eru bæði stjórn og ekki síður leikmenn landsliðanna ánægðir með þennan samning. Ólafur Schram hjá Adidas- umboðinu hér á landi sagði að fyrirtækið væri mjög ánægt með að hafa náð samningum við HSÍ. Hann sagði að hróður íslenska karlalandsliðsins hefði borist víða og frammistaða þeirra að undan- förnu hefði meðal annars orðið til þess að Adidas hefði lagt þunga áherslu á að ná samningum við HSÍ frekar en til dæmis sænska landsliðið. tapaði FIMM LEIKIR fóru fram í úrvals- deild vestur-þýzka handboltans í fyrrakvöld og báru íslendingaliðin heldur skarðan hlut. Atli Hilmarsson og félagar í Gúnsburg fögnuðu sigri eftir þrjá tapleiki í röð. Gunsburg fékk Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnarssonar, í heimsókn og vann með 25 mörk- um gegn 20. Lið Alfreðs Gíslasonar, Essen, tapaði fyrir Göppingen með 18 mörkum gegn 21 í Göppingen og í Dortmund töpuðu Páll Ólafsson og félagar í Dankersen fyrir heima- liðinu með 18 mörkum gegn 25. Öðrum leikjum lyktaði þann veg að Grosswallstadt sigraöi Hof- weier með 28 mörkum gegn 22 og Schwabing vann Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar, með 26 mörkum gegn 20. „Það er magnað hversu langt þetta landslið frá eldfjallaeyjunni langt í norðri hefur náð í hand- knattleik. Liðið lék frábærlega í leikjunum og ef því tekst að leika svona eða ef til vill örlítið betur í lokakeppninni í Sviss mega þjóð- irnar sem eru með þeim í riðli, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Suð- ur-Kórea, heldur betur gæta sín,“ segir greinarhöfundur. Höfundur heldur áfram að hrósa liðinu, áhorfendum og stjórn HSÍ. Hann segir meðal annars að það sé aðdáunarvert hversu marga leiki liðið geti leikið fyrir HM því margir af lykilleikmönnum liðsins leiki erlendis. Hann á heldur ekki orð til að lýsa áhuga almennings hér á handknattleik. „íbúar eru aðeins 240 þúsund en engu að síður er leikinn góður handknatt- leikur í þremur skipulögöum deild- um.“ íslenskir áhorfendur fá einnig hrós. „Á meöan 15 stiga frost var utan við hallirnar sem leikið var í æstu hinir annars dagfarsprúðu íslensku áhorfendur sig það mikið að þeir nálguðust blóðhita suð- rænna þjóða." Badminton FYRIRTÆKJAKEPPNI BSÍ verður haldin í húsi TBR við Gnoðarvog 1, sunnudaginn 19. janúar kl. 13.30. Spilaður er tvíliðaleikur og er gert ráð fyrir að a.m.k. annar keppandinn sé frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Ekki mega tveir meistarafiokksmenn spila saman nema annar þeirra sé yfir 40 ára. Hvert lið sem tapar fyrsta leik er sett f „heiðursflokk" og fær þá annað tækifæri. Herrakvöld Víkings HERRAKVÖLD fulltrúaráðs Vík- ings verður haldið f Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigarstíg föstudaginn 24. janúar nk. og verður húsið opnað kl. 19.15. Borðhald hefst um kl. 20.30. Fjölbreytt skemmtiatriði verða. Heiðursgestir verða nýbakaðir ís- landsmeistarar Víkings í hand- knattleik. Miðar verða seldir við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.