Alþýðublaðið - 25.01.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1932, Blaðsíða 3
ftfifeSBIÍBiSJtSIÐ S fnndarlmi í ggærkvelfii. Á Alpýðuflokksfundinum í gær- kveldi voru á að gizka 600 manns, — „K.-R“- salurfnn péttskipaður —, og vottaði mannfjöldinn eindreg- inn huga sinn um að standa allir sem einn saman í deilu verka- lýðsins við kefivíska útgerðarmenn og létta ekki fyrri en verkalýður- inn hefir náð fullum sigri, Axel Björnsson, formaður Verk- lýðsfélags Keflavíkur, var par mætt- ur og nokkrir aðrir verklýðsfélag- ar paðan. Talaði Axel á fundinum og var honum og félögum hans vottaður samhugur fundarmanna með dynjandi lófataki. Aðrir ræðumenn, er töluðu um Keflavikurmálið og samtök verka- lýðsins, voru: Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson, Stefán Jóh. Stefánsson. Ólafur Friðriksson, Sigurjón Á. Ólafsson, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Stefán Björns- son, Jens Pálsson og Guðbrandur Jönsson. Fundurinn sampykti einu hljóði pessa ályktun: Fundurinn telur allar bardagaað- ferðir Utgerðarmannafélags Kefla- víkur gegn Verklýðsfélagi Kefla- víkur og verkalýðsmönnum par, ofbeldisflutning formanns verklýðs- félagsins og kúgun útgerðarmanna- félagsins á verklýðsmönnum til að slita félagsskap sínum með hótun- um um ofbeldiogmispyrmingar.vera svæsna árás á verklýðssamtökin í landinu og rétt allra vinnandi stétta, Skorar fundurinn á stjórn Alpýðusambands íslands að halda við ströngu verkbanni gegn Út- gerðarmannafélagi Keflavíkur, alls- staðar par sem verklýðssamtökin ná til, og létta pví ekki af nema réttur verklýðssamtakanna verði að fullu viðurkendur og trygður. Telur fundurinn hverskonar að- stoð til Útgerðarmannafélags Kefla- vikur í pessum deilumálum vera beina árás á Alpýðusamband ís- lands, sem svara verði á viðeig- andi hátt. Ffá Keflavík. Svo hljóðandi skeyti úr Kefla- vik fékk FB. í morgun: Magnús Jónsson sýslumaður er væntanlegur hingað í dag. Al- mennur borgarafundur var hald- inn hér 1 gænkveldi og par m. a. sampykt að fela hreppsniefndinni allar framkvæmdir í .sambandi við deiluna. Þess má geta, að Magnúis Jóns- son sýsiumaður fór af stað til Keflavíkur i dag um kl. 11 f. h., en hann bjóst við að koma aftur í kvöld til Hafnarfjarðar, par eð xéttardagur væri par á morgun. Fanganppreisn i Bretlanðl. Devonshire í Bretlandi, 24. jan. UP.—FB.: Um 100 fangar í Dart- moor-fangelsi, sem voru að æf- iingum í fangelsisgarðinum í morgun, réðust að óvörum á gæzlumennina. SJökkviJiðið og lögregluliðið var kvatt til að bæla niður uppreisnina. Föngunum tóks pó að kveifkja í íbúð aðal- fangavarðar og aðalbyggingu fangelsisinis, og önýttist hún að mestu. Uppreisnin var bæld niður. Talið er, að prír fangar hafi beðið bana í bardaganum og 60—70 særst. Um 20 fanganna hafa verið fluttir í sjúkrahús. Nokkrir fangaverðir meiddust. Uppreisn fanganna hófst út af pví, að beir fengu ekki sykur út á hafragrautinn sinn á sunnudags- morgnum, pótt peir kvörtuðu undan pví að fá hann ekki, [og varia hefir fæðið pá verið betra virka daga.] Leiðréttinp frá Iðpreplnstjöra. Herra ritstjóri! I blaði yðar í gærdag er fró- sögn, sem ég óska að leiðrétía. Viðvíkjandi hinu svokalla'öa nauðgunarmáli er gefið í skyn, a'ð konan hafi engar skaða’bætur fengið og rnálið hafi verið svæft. — Þetta er rangt. — Málið var rannsakaö hér og um leið og hinn kærði var lát- inn laus úr gæzluvarðhahlinu lét fulltrúi mipn hann setja 600 krón- (irr í peningum í tryggingu fyrir pví, að hann greiddi að dómi gengnum pær skaðabætur, sem hæfilegar pættíi. Þessir peningar eru geymdir hér hjá gjáldkeran- um. En málið sjálft var sent rétta boðleið til dómsmálaráðuneytis- ins og paðan til sýslumannsiins í Gullbringu- og Kjósar-sýstu til rannsóknar, aðallega á fyrra líf- erni hins ákærða. — Að pví búnu gengur að. sjálf- sögðu dómur í málinu. 22/1 ’32. Hermcmn Jónasson. Ginkeyptar (-kelftar). í blaðamálinu er petta orð not- að af sumum, enda vita allir hvað pað á að mierkja — fíkiinn, gráðugur — eða pví um líkt. Undarlegt er nú samt að orðið kemur varla fyrir nema með ,ifyrir“ aftan við sig, til dæmis: hann var ekki mjög ginkeyptur fyrir (eitnhverju). Hvernig í ó- sköpunum hugsa menn að -keypt- nr fijrir geti verið óbjagað mál? Jú! Þedr pykjast, hafa góðar heim- ildir fyrir pessu, peim finst eða pá minnir að hafa séð pað í pesisu sambandi hjá einhverjum fyrirmyndar íslenzkumanni. Þetta er víst að nokkru leyti rétt. Fyr- ir mörgum árum benti einhver fróður maður — ég man ekki hver — á, að ginkeptur væri rétía myndin, en ginkeyptur væri afbökun. Þetía Jiefir ekki haft tilætluð áhrif, heldur máske orðið til aö auka villuna eða fjölga villunum. Hefði petta Ijóta orð ekki verið dregið í dagsljósíð hefði pað máske lognast út af og dregist upp, sem vel hefði mátt vera. Ginkeptur er sama sem: með gínandi. kjaftii. Gin-op eða -gap, keftur (keptur) er af kjaft.. líkt og heftur af haft, skeftur af skaft, reftur af raft o. s. frv. Þetta ginkjaftæði er nú samt alveg óparft og væri skaðlaust, pótt pað legðist niður, en ef ein- hver viM endilega halda pví við, pá er sæmst að rita pað rétt, svo vel skiljist uppruni pess. P. ÍÞröttaráð Vestfjaiða. Iprðttasamband íslands tilkynnir FB.: ípröttaráð Vestfjarða hefir undanfarin ár unnið mikið og ógætt starf til eflingar likamsípióttum á Vestfjörðum. Fyrir utan að það hefir greitt götu innlendra og er- lendra ^þróttafl., sem þangað hafa komið, hefir það haft umsjén með öllum íþróttamótum, sem fram hafa farið á ísafirði, skipað dómara á þau og margt fleira, — Eitt merk- asta og bezta starf iþróttaráðsins hefir verið starfræksla íþióttaskól- ans í Reykjanesi. En þar er sund- skáli og sundlaug, eins og kunnugt er, sem mikið hefir verið endurbætt. Á síðast liðnu ári stofnaði iþrötta- ráðið til námskeiðs þar í Reykja- nesi. Stöð það yfir i fimm vikur. Aðaláherzla var lögð á sundkenslu og fimléika, en ank þess voru kendar ýmsar aðrar iþróttir, einkum ýmsir útileikir, knattspyrna og aðr- ir knattleikir, svo sem t. d. „base- ball“, sem mjög eru iðkaður í Bandarikjunum, en hefi aldrei fyr verið kendur hér á námskeiði. Söngleikir voru kendir kvenþjóð- inni, hringdanzar og fleira. 56 nem- endu luku sundprófi á námskeið- inu, en alls lærðu 78 sund. Tii þess að ljúka sundprófi urðu nemend- urnir að synda 100 stikur i öllum fötum, og geta afklætt sig á leið- inni, ennfremur að synda 100 stikna baksund og 300 stikna bringusund, og geta kafað eftir smá- hlut á þriggja stikna dýpi. Loks var öllum veitt tilsögn í björgunar- sundi og lifgunaræfingum („Scha- fers-aðferðinni“). Um helgar var farið með nemendurnar í ýmsar smáferðir um nágrennið t. d. að Arngerðareyri og í Vatnsdal. Nám- skeiðið tókst hið bezta og eiga kennararnir, þeir Gunnar J. Andrew og Viggo Nathanaelsson, miklar þakkir skilið fyrir þetta nytsemd- arstarf sitt. Er vonandi að þetta starf þeirra veiði ekki látið niður falla, en að ísafjarðarbær, sýslan og ríkið, styrki íþróttaskólann í Reykja- nesi framvegis. Og undir stjórn íþróttaráðs Vesífjarða er þessum nauðsynjamálum vel borgið. Um siðustu áramöt skipaði stjörp íþróttasambands íslands þessa mena í íþróttaráð Vestfjarða: Guijnar J. Andrew formann, Einar O. Krist- jánsson, Finn Jónsson, Guðmund Jönsson frá Mosdal (allir endur- kosnir) og Helga Guðmundsson, en varamenn voru kosnir: Aðai- steinn Jónsson, Ágúst Leós, Áróra Halldórsdóttir, Jakobína Þórðar- dóttir frá Laugabóli og Sigurður Guðmundsson. — Aðsetur iþrótta- ráðsins er á ísafirði og er það skipað tii þriggja ára, Öil sambandsfélög íþróttasam- bands íslands á Vestfjörðum eiga að snúa sér til íþróttaráðs Vestfjarða með tilkynningar um leikmót sín, lagaskýringar og annað, er við kemur íþróttamálum. Næsta ár hefir íþróttaráð Vestfjarða ákveðið að starfrækja íþróttaskól- ann í Reykjanesi. Verða námskeið þau, sem þar verða haldin í árog á komandi árum, vonandí vel sótt. Sonarsonur Jules Verne, sem er borgarstjóri í borg nokfc- urri á Frakklandi. Dm diaglniK og vefflinn 'TT f—***&•$ ¥ U NDt K —-f Jíu\ t a'4 LAK VíKINGS-fimdúr í kvöld. Emb- ættismannakosning o. fl. F. U. J. Fundur verður haldinn í kvö'Id' kl. 8/4 í Iðnó. Félagar eru beðniíj a'ð niæta vei og stundvíslega. Kappskákin um skákmeistaratitil Reykjavík- ur stendur nú þannig, að Eggert Gilfer og Ásmundur Ásgeirsispji hafa flesta vinninga og eru jafn- ir, með fjóra hvor, og eiga eftir að keppa um úrslitin. Verkakvennafélag „Framsókn“ heldur aðalfund annað kvöld kl. 8/2 í alþýðuhúsíiinu Iðnó úppi Þess er vænst, að félagskonur fjölsæki fundinn. Blindravinafélag íslands, félag til hjálpar bliindum mönn- um, var stofnað í gær. í stjórn \’oru Iiosiin: Þorsteinn Bjarnason körfiigerðarmaður, sem unmið hef- Ir miikið starf íil hjálpar blindu fólki, Siigurður P. Sivertsen pró-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.