Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 15.tbl.72.árg. SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrjú æxli fjarlægð úr Reagan Waahington, 18. janúar. AP. ÞRJÚ ny'öp lítil æxli voru fjar- lægð úr ristli Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og skinnsýni var tekið af lýti á andliti hans í gær, er hann gekkst undir ná- kvæma læknisrannsókn. Læknar telja Htlar líkur til þess að æxlin reynist illkynja, en á þeim verða gerðar frekari prófanir. Ekki þurfti að framkvæma upp- skurð til þess að fjarlægja æxlin, en rannsóknirnar og aðgerðin tóku um sex tíma. Þegar Reagan yfirgaf sjúkrahúsið sagði hann fréttamönn- um að allt væri í lagi og hélt síðan ásamt konu sinni til Camp David i Maryland til þriggja daga hvildar. Reagan gekkst undir uppskurð fyrir sex mánuðum og var þá fjar- lægt æxli úr ristli hans, sem reynd- ist ekki illkynja. Læknar sögðu að rannsókninni lokinni að það þyrfti ekki að koma á óvart þó þessi æxli nú hefðu fundist, þegar litið værí til sjúkrasögu Reagans. Japan — Sovétríkin: Samkomulag um aukin viðskipti Tólrýó, 18. janúar. AP. Utanrikisráðherrar Japans og Sovétríkjanna undirrituðu f morgun samkomulag um við- skipti rikjanna. Eduard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lýsti mikilli ánægju með árangur viðræðna þeirra Shintaro Abe. Samkomulagið gerir ráð fyrir auknum viðskiptum Sovétmanna og Japana, sem dregist höfðu mjög saman, eða úr 5,5 milljörðum doll- ara 1982 í 3,9 milljarða 1984. Jafnframt samþykktu ráðherr- arnir að framlengja samkomulag um samskipti á sviði vísinda og menningar, sem runnið hefði út 26. janúar nk. Shevardnadze kvaðst vonast til að gengið yrði frá nýjum samningi fyrir Moskvuheimsókn Abe, en Japanir hafa verið tregir til að gera samning af þessu tagi þar sem þeir segja ekki um nóga gagnkvæmni að ræða í samskipt- um. SvifiðíkaffiíBIáfjöUum Morgunblaðið/Þórjón Pétursson Hér svífa þau Sigurlín Baldursdóttir og Snorri Hrafnkelsson yfir Bláfjöllum í sfnu hundraðasta stökki. Myndin er tekin i 10 þúsund feta hæð og 25 stiga frostí og fallhraðinn er 170 kiló- metrar. Fallhlffaklúbbur Reykjavfkur var að æfingum sfðasta sunnudag uppi á Sandskeiði f blí ðskaparveðri og að þeim loknum var ákveðið að svffa f kaffi. Hundruð útlendinga fluttir frá S-Jemen Vægðarlausir bardagar halda áf ram og ástandið versnar með degi hverjum Lundúnum, 18. janúar. AP. BRITTANNIA, snekkja Bret- landsdrottningar, bjargaði i nótt og morgim um 400 ut- lendingum, sem höfðust við f fjöru austur af Aden, höfuð- borg Suður-Jemens, og sovézkt skip siglir nú til Djibouti með um 300 útlend- inga, flesta Sovétmenn, sem það tók í morgun um borð í höfninni í Aden. Flestir þeirra, sem bjargað var, eru Heseltine fagnar niðurstöðu hluthaf afundar hjá Westland Lundúnum, 18. janúar. AP. MICHAEL Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, fagnaði í gær málalyktum á hluthafafundi þyrlufyrirtækisins Westland, þar sem afstaða var tekin til tílboðs bandariska fyrirtækisins Sikorsky og ftölsku Fiat-verksmiðjanna um aðstoð. Tilboðinu var hafnað þar eð aðeins 62,5% hluthafa samþykktu það, en það þurftí að fá zl\ hluta atkvæða tíl að ltljota samþykki. Heseltine, sem studdi tillögu þess efnis að samsteypa vestur-evr- ópskra fyrirtækja gengi til sam- starfs við Westland og sagði af sér embætti vegna ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um það, sagði fréttamönnum að hann myndi nú athuga náið hvernig hann gæti frekar orðið að liði. Niðurstaðan er talin mikill sigur fyrir málstað Heseltines, en jafnframt ósigur fyrir stjórn og stjórnarformann Westland, John Cuckney, sem höfðu skorað á hluthafa að taka tilboði Sikorsky/Fiat. Cuckney sagði strax að loknum hluthafafundinum að samsteypa fyrirtækjanna í Evrópu ætti að draga tilboð sitt til baka, til þess að valda fyrirtækinu ekki frekara tjóni, en hluthafafundurinn hefur ekki verið beðin að ganga til atkvæða um það tilboð. Robert Lygo, framkvæmdastjóri British Aerospace, sem hlut á að evrópska tilboðinu, og Leon Brittan, viðskiptaráðherra í stjórn Margaret Thatcher, hafa deilt um það hver raunveruleg afstaða rikisstjórnar- innar hafi verið til evrópska til- boðsins. Nú segja þeir að deilan hafi verið byggð á gagnkvæmum misskilningi. Skoðanakannanir sýna að stjórn Thatehers tapar fylgi og Douglas Hurd, innanríkisráðherra, viður- kenndi f gær að deilan um framtfð ryrirtækisins hefði skaðað ríkis- stjórnina um stundarsakir. konur og börn. Ríkisstjórnir Sovétríkjanna, Frakklands og Bretlands vinna saman að því að flytja nokkur þúsund útlendinga, sem búsettir eru í Suður-Jemen. Þrjú brezk herskip, þrjú frönsk og fjöldi kaupskipa liggur undan strönd landsins og eru reiðubúin að taka þátt í aðgerðunum. Hercules- flutningaflugvélar brezka flug- hersins eru komnar til Djibouti til að flytja útlendinga, sem skipin koma með frá Suður-Jemen, til síns heima. Blaðið The Times hefur eftir ónafngreindum vestrænum heim- ildum í dag, að bardagar í Aden séu vægðarlausir og fari ástandið versnandi með degi hverjum. Að kröfu brezka utanríkisráðuneytis- ins beindi útvarpsstöð BBC því til útlendinga, sem enn eru í Aden, að koma sér í sendiráð Sovétríkj- anna, sem er rétt við ströndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.