Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 Kj amorkuskelkurí nn eftirBjörn Bja.rna.son í athyglisverðri bók, sem kom út núna fyrir jólin, Söngur og stríð, birtir Matthías Viðar Sæmundsson viðhorf sex skálda og rithöfunda til sjálfra sin og tilverunnar. Þar kemst Þorsteinn frá Hamri meðal annars svo að orði: „Um fermingaraldur greip mig veiki sem ég get ekki kallað annað en kjamorkuskelk. Ég gæti trúað að hún hafi ásótt ýmsa. Maður gerði sér grein fyrir því að tilverunni var ógnað og hugsaði mikið um hvað af kjamorkusprengjunni gæti hlotist. Það erfiðasta var að ég bar kvíðann með leynd og sagði engum. Ég get ekki líkt tilfinningunni við annað en sjúkdóm. Svo ijátlaðist hún af mér eins og pestir gera. Eitthvað várð til þess að maður rétti úr kútnum. Én vel má vera að geigurinn hafí tekið sér bólfestu og sé að verki ævina á enda eins og margar sálarflækjur. Þær yfir- gefa menn ekki þótt eitthvað léttist um stund. Það hefur alltaf búið í mér uggur eins og sjá má af ljóðum mínum. Þó minnist ég þess ekki að hann hafi heltekið mig eins og á þessum aldri. Gæti þó ýmsum virst að hann hafi ekki verið eins tíma- bær þá og nú. Vei þeim sem leggja annað eins á fólk. Auðvitað tengdist þessi ótti einhveiju á gelgjuskeið- inu. Þau ár eru mörgum erfið enda unglingum gjarnt að þegja og dylja tilfinningar sínar. Sjálfur hef ég verið því marki brenndur í dagleg- um kynnum." Óttinn við kjarnorkusprengjuna hefur heltekið Þorstein frá Hamri á árunum upp úr 1950, á árum Kóreustyijaldarinnar. Þá voru að- eins fimm ár liðin frá því að kjam- orkusprengjum var kastað á Hiros- hima og Nagasaki. Sovétmenn sprengdu fyrstu atómsprengjuna 1949. Bretar slógust I kjamorku- vopna-hópinn 1952. Á þessum ámm komu vetnissprengjurnar einnig til sögunnar. í hita Kóreustríðsins var um það rætt í ríkisstjóm Bandaríkj- anna, hvort beita ætti kjamorku- sprengjunni í átökunum. Frá því var horfið. ógn sprengjunnar hefur varpað skugga sínum á samskipti þjóða og líf manna í rúm fjörutíu ár. Óttinn er síður en svo úr sögunni, eins og umræður hin síðari ár sýna. Þessi ótti hefur einnig sett svip sinn á umræður um utanríkis- og öryggis- mál hér á landi. Nú má færa rök fyrir því, að hér hafi náðst víðtæk samstaða um það, hvemig best sé að tryggja öryggi þjóðarinnar. Enn er þó tekist á um kjamorkuskelk- inn, ef þannig mætti að orði komast. Alið á hræðslu Fyrir nokkmm ámm vom um- ræður um kjamorkuvopn meðal stúdenta við Háskóla íslands komn- ar á það stig, að ýmsir í þeirra hópi lýstu því yfir opinberlega, að líklega væri tii litils að huga að frekara námi, það kæmi að litlu gagni vegna yfírvofandi hættu á heimsslitum vegna kjamorkustríðs. Þessi ótti við kjamorkuátök hefur verið magnað- ur af ýmsum hin síðari ár. Hann hefur verið þungamiðja í boðskap þeirra, sem beijast fyrir einhliða afvopnun Vesturlanda. Einnig hef- ur því verið haldið á loft, að horfa bæri fram hjá þeim grandvallar- mun, sem er á stjómarháttum í austri og vestri, þegar rætt er um kjamorkuvána. Hún sé svo nærtæk, að menn hafi ekki leyfi til að líta til annarra þátta, sem setja svip sinn á þróun alþjóðastjómmála. Hin síðari misseri hafa samtök eins og Læknar gegn kjamorkuvá og Eðlisfræðingar gegn kjam- orkuvá látið nokkuð að sér kveða. Kjaminn í boðskap þessarar sam- taka, sem ná til manna bæði fyrir austan og vestan jámtjald, er ein- mitt sá, að ekki beri að setja stjóm- málaskoðanir fyrir sig í umræðum um hættuna af kjamorkuvopnum. í því efni eigi að setja lýðræðisríki og alræðisríki á sama bekk. Kirkju- leg samtök hafa meira að segja einnig skipað sér í þessa fylkingu. Stjómmálamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja. í löndum Atlantshafs- bandalagsins hafa fylkingar stjóm- málaflokka klofnað vegna afstöð- unnar til ólíkra hugmynda um vam- arstefnu, sem byggist á því, að árás yrði svarað með kjamorkuvopnum, ef aðrar vamir brystu. Setja deilur af þessu tagi töluverðan svip á stjómmálastarf í Danmörku og Noregi. Hér á landi hafa vinstri- sinnar reynt að fóta sig á sameigin- legri stefnu að þessu leyti. Erfitt er að meta á þessu stigi, hvaða áhrif þessi áhersla á kjam- orkuskelkinn kemur til með að hafa, þegar fram líða stundir. Eins og Þorsteinn frá Hamri bendir á er hér um tilfinningalegt atriði að ræða. í blaðinu Vegurinn, sem Kristileg skólasamtök gefa út, var í desember birt samtal við §óra framhalds- skólanema, Friðrík Má Jónsson, Sigrúnu Lilju Guðbjömsdóttur, Pál Hreinsson og Vem Guðmundsdótt- ur. Síðasta spumingin, sem þau svömðu var á þessa leið: „Emð þið hamingjusöm, þrátt fyrir ógnun kjamorkusprengjunnar?" Svörin vom á þessa leið: Friðrik: Já. Sigrún: Já, ef þú treystir Guði, þá þarft þú ekki að vera hræddur. Vera: Já, við treystum Guði fyrir framtíðinni. Ég er t.d. ekki hrædd við kjarnorkusprengju. Ég er hræddari við verkföll og svoleið- is . . . Friðrik: í Biblíunni er lýsing á því þegar Jesús kemur aftur. Því er lýst sem kjamorkusprengju. Páll: Ég er hamingjusamur. Kjam- orkusprengja er ógnvaldur, en ég óttast hana ekki mikið. Deilt um mann- virkjagerð Hinn 10. september síðastliðinn birtist grein hér í blaðinu, þar sem ég ræddi þær hugmyndir, sem fram hafa komið hér á landi um aukin Qárhagsleg tengsl jnilli íslendinga og vamarliðsins. í framhaldi af henni rituðu þeir Valdimar Kristins- son, viðskipta- og landfræðingur (16. október), og Halldór Jónsson, forstjóri Steypustöðvarinnar hf. (8. október), greinar hér í blaðið. Af þv( tilefni birti ég aðra grein hinn 30. október og svömðu þeir henni, Valdimar 21. nóvember og Halldór 10. desember. Hvorki Valdimar né Halldór hafa rætt um það, sem var meginkjami upphaflegrar greinar minnar í sept- ember, að nái peningahyggjan yfir- höndinni hjá Isiendingum ( vamar- samstarfinu við Bandaríkjamenn, þá verði öryggishagmunimir létt- vægir og sjálfsvirðing gestgjafanna lítilmótleg. Þeir hafa á hinn bóginn lagt áherslu á mannvirkjagerð í nafni almannavama og nauðsyn þess, að aðrir standi straum af kostnaði við hana en íslenskir skatt- greiðendur. Þrír lögfræðingar, sem forsætisráðherra kallaði til, ( því skyni að fá álit á deilunnl innan ríkisstjómarinnar um innflutning á hráu kjöti til vamarliðsins, hafa komist að sömu niðurstöðu og lýst var í grein minni 10. september, að lögskýring, sem byggist ein- vörðungu á vísan til laganna um vamir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928 sé síður en svo einhKt. Telja Drengur að leik að vestanverðu við Berlínarmúr- inn. Margirílýð- ræðisríkjunum tetfa, að hug- myndafræðileg- um ágreiningi milli austurs og vesturs eigi aðýta tilhliðar vegna kjarnorkuhætt- unnar. Berlín- armúrinn ersýni- legt tákn um uppgjöf hins kommúníska stjórnkerfis í keppninni við hin opnu þjóðfélög Vesturlanda keppninni um að búa borgurunum bærileg lífskjör við frelsi og frið. þeir vamarsamninginn frá 1951 þrengja gildissvið þessara laga og heimila innflutninginn. En þrætan um þetta mál var kveikjan að fyrstu grein minni og þar með orðaskipt- unum við þá Valdimar Kristinsson ogHalldór Jónsson. í síðari grein minni vakti ég máls á eigin efasemdum um að vegagerð að tillögu Valdimars og steinsteypt geislaskýli undir Eyjafjöllum að til- lögu Halldórs eða flutningur vam- arstöðvarinnar frá Reykjanesi til Norðausturlands, sem þeir vilja báðir, séu bestu og skynsamlegustu úrræðin til að veija þjóðina. Að m(nu mati skiptir mestu máii, að sameiginlegt vamarátak Vestur- landa sé svo öflugt, að það haldi hugsanlegum árásaraðila í skeQum. Mér finnast þeir Valdimar og Halldór detta í þá gryfju að ala annars vegar á hræðslu og koma á hinn bóginn með „patent-lausnir“ á því, hvemig létta megi af þjóðinni þessari hræðslu. Þeir vilja einfald- lega að það sé gert með mann- virkjum á kostnað annarra. í þessu efni er margt líkt með hugmyndum þeirra og stjómmálamanna, sem telja til dæmis, að unnt sé að leysa allan öryggisvanda Norðurlanda með þv( að lýsa því yfir, að þau séu kiamorkuvopnalaust svæði. Eða þeirra einhliða afvopnunarsinna, sem telja, að Sovétmenn muni fækka kjamorkuvopnum hjá sér, ef vestrænar þjóðir stíga fyrsta skrefið með því að draga úr eigin öryggi. Hræðsluáróðurinn Valdimar Kristinsson gerir því miður enga grein fyrir hugmyndum sínum um það, hvað hér kunni að gerast, ef svo illa færi, að fælingar- kerfið brysti, friðurinn rofnaði og til hemaðarátaka kæmi. Hann forð- ast að taka afstöðu til þessa gmnd- vallaratriðis en sýnist helst hugsa um átök í ljósi þess, sem gerðist í siðari heimsstyijöldinni. Undirtónn- inn hjá Valdimar er sá, að með því að hafa greiðfæra vegi, megi auðvelda landsmönnum að flýja heimili sín og vígdrekum að komast um landið. Fmmlegust finnst mér hugmynd hans, ef rétt er skilin, að unnt sé að veija flugvelli fyrir árás- um með því að hafa „gott vega- kerfí" er geri „varnarliði kleift að komast í skyndingu um landið, því snögg viðbrögð skipta öllu til að bijóta innrás á bak aftur“. Virðist Valdimar þeirrar skoðunar, að hing- að verði sent landgöngulið og barist verði um hemaðarlega mikilvæga staði svo sem flugvelli, hafnir, brýr, hæðir og fjöll. Halldór Jónsson er ekki ( neinum vafa. Hann segir hinn 8. október: „Hershöfðingi einn austur í Sovét hefur hótað Islendingum útrýmingu opinberlega vegna vamarsamstarfs þeirra við NATO. Engin ástæða er til að vísa þessu á bug sem mis- heym. Núverandi vamarstaða okk- ar getur ( engu breytt því, að þetta er vel framkvæmanlegur möguleiki fyrir Sovétmenn." Sakar Halldór mig síðan um “uppgjafar- stefnu . . . gagnvart útrýmingar- hótun Sovéta", en sú stefna eigi ekki hljómgmnn meðal íslendinga. Við svo búið kemur hann með „patent-lausnir" sínar í 4 Iiðum. í grein sinni hinn 10. desember segir Halldór Jónsson: . Ég lel lík- legt, að í kjamorkustyijöld milli stórveldanna verði okkur sendar nokkrar SS 20-flaugar frá Sovét- ríkjunum. Þær hafa hver um sig meðferðis 3 kjamaodda, 350 kíló- tonn hvem (Hiroshima-sprengjan var 20 kílótonn). Einn af þessum myndi springa á miðjum Keflavík- urflugvelli, næsti á Reykjavíkur- flugvelli, einn í Hvalfirði t.d. og hinir einhvers staðar ( lofti yfir Faxaflóasvæðinu til þess að gera það óbyggilegt." Telur Halldór, að geislaskýli undir Eyjafjöllum yrði mjög áhrifarík vöm í þessu tilviki. Halldór segir einnig: „Styijöldin mun standa mjög stutt. Eftir hana verður sú veröld horfin, sem við nú þekkjum. Mogginn mun ekki koma út. Hvað sú framtíð mun bera í •r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.