Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1986 33 Þegar þú velur sparifé þínu sparnaðarleið er fleira sem skiptir máli en háir vextir. HEFÐBUNMN SRARISKfRTEINI RÍKISSJÖÐS BJÖÐAST NÚ MED AUTAÐ 9% ÁRSVÖXTUM, FULLRI VERÐTRYGGINGU, MISLÖNGUM BINDITÍMAOG ÖRYGGI SEM ENGINN ANNAR GETUR SrAEADAF yaxtahækkun. Vextir af verðtryggðum spariskírteinum ríkis- sjóðs hafa nú verið hækkaðir verulega. Skír- teinin eru því áfram einhver arðbærasta sparn- aðarleið og öruggasta fjárfesting sem völ er á. Hefðbundin spariskírteini. Hefðbundin spariskírteini ríkissjóðs hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum, og nú hafa skilmálar þeirra og kjör enn verið bætt til muna. Lánstíminn er lengst 14 ár, en þú getur valið milli þriggja, fjögurra eða sex ára binditíma, og hækka vextirnir eftir því sem binditíminn er lengri. Veljir þú þriggja ára binditíma eru ársvextir 7,0%, fjögurra ára bréf bera 8,5% vexti og sex ára bréf 9,0% vexti. Að binditíma liðnum er þér heimilt að innleysa skírteinin og þá getur ríkissjóður einnig sagt þeim upp. Segi hvorugur aðilinn skírteinunum upp, bera þau áfram ofangreinda vexti til loka lánstímans. Verðbætur, vexti og vaxtavexti færðu greidda í einu lagi við innlausn. Vaxtahækkunin kemur bæði þér og ríkissjóði til góða. t»að er ótvíræður hagur allra landsmanna að' sameiginlegt framkvæmdafé okkar fslendinga komi frá okkur sjálfum fremur en erlendum lánardrottnum - jafnvel þótt vextir á þessum lánum okkar á milli séu háir. Less vegna getur ríkissjóður boðið landsmönnum ofangreind úrvalskjör á spariskírteinum sínum. Með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs færðu því í senn mjög góða ávöxtun á fé þitt - án allrar áhættu, og um leið kemur sparnaður þinn þjóðarbúinu öllu til góða. Sölustaðir spariskírteina ríkissjóðs eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, spari- sjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÖÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.