Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR 1986 47 Minning: Finnur Arnason garðyrkjumeistari Fæddur 6. mars 1914 Dáinn 10. janúar 1986 Að kvöldi 10. janúar sl. andaðist í Landspítalanum Finnur Arnason garðyrkjumeistari eftir nokkurra mánaða dvöl á sjúkrahúsi vegna slyss, sem hann varð fyrir í ágúst- mánuði sl. Er nú genginn góður drengur sem ekki mátti vamm sitt vita. Reyndist það hverjum manni hollt að eiga samskipti við hann svo heilsteyptur sem hann var. Fyrir u.þ.b. 15 árum kynntist ég fyrst þessum frænda mínum. Þrátt fyrir erfið uppvaxtarár bognaði hann aldrei heldur gekk ótrauður áfram, menntaðist og ávann sér traust og virðingu allra, sem honum kynnt- ust. Finnur fæddist að Hólalands- hjáleigu í Borgarfirði eystra 6. mars 1914. Foreldrar hans voru hjónin Guðný María Jóhannesdóttir frá Bústöðum, sem þá var í Sel- tjarnameshreppi, Jóhannessonar Oddssonar frá Lundi í Lundar- reykjadal. Kona Jóhannesar bónda á Bústöðum var Salgerður Þor- grímsdóttir, systir Torfa yfirprent- ara hjá ísafold, föður Siggeirs Torfasonar, afa míns. Faðir Finns var Árni ísaksson, bóndi, Bene- diktssonar. Systir Áma var Björg, móðir ísaks Jónssonar, skólastjóra. Finnur var yngstur 15 systkina. Af þeim er Björg ein eftir á lífí. Fyrir um þremur vikum andaðist mágur hans, Guðjón Ólafsson, fyrr- um bóndi að Stóra-Hofí í Gnúp- veijahreppi og eiginmaður Bjargar. Sama dag og hann var jarðsettur andaðist Margrét, systir Finns. Tæp þijú ár voru á milli þeirra systkina Margrétar og Finns og var ávallt mjög kært með þeim. Finnur ólst upp hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs, en eftir það fór hann til systur sinnar, Unu Kristínar og manns hennar, Sigurðar Einarsson- ar, að Merki og dvaldi þar til sext- án ára aldurs. Þaðan hélt hann til Vestmannaeyja til ísaks, bróður síns, en hélt 1931 aftur heim til foreldra sinna í Borgarfjörð eystra. Veturinn 1934-35 var hann nemandi á Laugarvatni, og um vorið fór hann að Gunnarsholti á Rangárvöllum á jarðræktar- og garðyrkjunámskeið, sem þar var haldið að tilhlutan Kristjáns Karls- sonar, sem þá var ræktunarráðu- nautur Búnaðarfélags Suðurlands, en síðar skólastjóri að Hólum í Hjaltadal. Finnur fór með Kristjáni að Hólum og var þar næstu tvö ár. Hann útskrifaðist þaðan búfræð- ingur 1937. Hélt hann að því loknu til Danmerkur þar sem hann lagði aðallega stund á verklegt nám í garðrækt og jarðrækt bæði á Sjá- landi og Jótlandi. Vorið 1939 hélt hann til Noregs í þeim tilgangi að kynna sér refarækt. Eftir heimkom- una hélt hann austur á Fljótsdals- hérað, og vann þar við ræktunar- störf og liggja þar eftir hann sléttur á mörgum bæjum. Hann vann m.a. hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi á Skriðuklaustri og sá þar um alla jarðrækt og garðrækt. Árið 1943 hélt hann til Þórs- hafnar á Langanesi til Margrétar systur sinnar. Þar kynntist hann konu sinni, Steinunni Sigurðardótt- ur, og gengu þau í hjónaband 4. janúar 1944. Þeim varð tveggja bama auðið: Guðný María, f. 1944, og drengur, f. 1945, sem andaðist nokkurra mánaða gamall. Guðný María er fóstra, en starfar nú hjá Umferðamefnd Reykjavíkur. Mað- ur hennar er Ragnar Hólmarsson, leiktjaldasmiður, sem starfar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Eiga þau þijá drengi: Svavar Gísla, 13 ára, Finn, 4 ára og Kára Hólmar, tæpra tveggja ára. Haustið 1945 fluttust Finnur og Steinunn til Akureyrar. Þar tók Finnur þegar til starfa við ræktun- arstörf, var sjálfstæður garðyrkju- maður fýrstu tvö árin en síðan ráðu- nautur Ákureyrarbæjar í ræktunar- málum til 1955, er hann lét af því starfi að eigin ósk. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og hafa átt hér heima síðan. Hann var gerður heið- ursfélagi í Garðyrkjufélagi Akur- eyrar 1970. Eftir komuna til Reykjavíkur gerðist hann sjálfstæður atvinnu- rekandi við gerð skrúðgarða í hart- nær tvo áratugi. Eftir það réðst hann til Reykjavíkurborgar og hafði á hendi umsjón með lóðum allra bamaheimila í borginni, leigulóðum og hluta af þeim nýbyggingum, sem byggingadeildin hafði með að gera. Finnur var atorkumaður að hveiju sem hann gekk. Það var unun að fylgjast með honum þar sem gróður var annars vegar. Allar plöntur þekkti hann og fylgdist vel með vexti þeirra. Það var ekki að hans skapi, ef illa var að gróðri hluð, og lét hann af því vita, ef honum mislíkaði störf manna. Hann gerði kröfur til þeirra, sem með honum störfuðu, en þó langmestar til sín sjálfs. Minnist ég margra ánægjulegra og lærdómsríkra stunda með honum þakklátum huga, bæði hér í Reykjavík og austur í Laugarási, þar sem við njótum verka hans. Nokkrum dög- um eftir að hann slasaðist er hann féll af þaki húss síns við Óðinsgötu, heimsótti ég hann á spítalann. Ekki heyrðist æðruorð af vörum hans þótt hann væri sárþjáður, heldur vildi hann frétta af hvemig tijánum okkar og plöntunum okkar vegnaði. Svona var hann. Það er mikil eftir- sjá að slíkum mannkostamanni og hans er saknað af okkur hjónum og bömum okkar. Steinunn reyndist manni sínum traustur fömnautur í hvívetna. Við vottum henni og fjölskyldunni allri innilega samúð. Blessuð sé minning Finns Ámasonar. Hjalti Geir Kristjánsson t Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Flatey á Breiðafirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 15.00. Guðrún Jónfna Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Einar Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Salberg Guðmundsson Sigurborg Guðmundsdóttir, Regína Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir. t Þökkum hluttekningu vegna andiáts og jarðarfarar fósturmóður okkar, GUÐLAUGARJÓNSDÓTTUR, Saurbæ á Kjalarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Reykjalundar og öðrum er önnuðust og hjúkruðu henni á liönum árum. Guðbjörg J. Guðmundsdóttir, Ragnheiður S. Jónsdóttir, Anna M. Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR SVERRISDÓTTUR, Úthlíð 5, sem andaðist 13. janúar sl., verður gerð frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 21. janúar kl. 13.30. Sverrir Einarsson, Gunnlaugur Sverrisson, Einar Þór Sverrisson. Guðrfður Guðmundsdóttir, t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDURÞÓRÐARSON, verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Hafsteinn Erlendsson, Ragnheiður Erlendsdóttir, Þóra Björg Erlendsdóttir, Þórey Erlendsdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Björn Haraldsson, GunnarJónsson, Guðbjörn Geirsson. t Móðir mfn og amma okkar, RÓSA ÍVARS, Hávallagötu 11, sem andaðist þann 12. janúar, verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 21. janúar kl. 15.00 Agnar ívars, Guðrún ívars, Jón ívars. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, FINNUR ÁRNASON garðyrkjumeistari, Óðinsgötu 21, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningargjafasjóð Landspítala Islands. Steinunn Sigurðardóttir. María Finnsdóttir, Ragnar Hólmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Óli Örn Tryggvason, Hallgerður Gunnarsdóttir, Hannes Guðmundsson, Sigríður Andrésdóttir, Arnar Aðalbjörnsson og barnabörn. ■f Faðir okkar, tengdafaðir og afi, m ÁGÚST HALLSSON, Skúlagötu 78, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. janúar kl. 10.30. Björn Ágústsson, Guðfinna Halidórsdóttir, Ingvi Ágústsson, Anna Norðdahl, Jón Viðar, Halla Ágústsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Ágúst Ágústsson, Jóhanna Jónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Sófus Alexandersson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SOFFÍA HÓSEASDÓTTIR er lést að heimili sfnu Glitvangi 31, Hafnarfirði, 13. janúar sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriöjudaginn 21. janúar nk. kl. 13.30. Hrönn Kjartansdóttir, Kristján Stefánsson, Kjartan Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttir, Gylfi Kjartansson, Ása Bjarney Árnadóttir, Jóhannes Kjartansson, Hjördfs Árnadóttir, Ragnhildur Hóseasdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Hafnarbraut 20 Neskaupstað, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður i Gufuneskirkjugarði. Árni Sveinsson, Ingileif Guðmundsdóttir, Ólafur Árnason, Eva Ásmundsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA JÚLÍUSDÓTTIR, Stórholti 20, verður jarðsett frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. janúar kl. 15.00. Sigurbjartur Helgason, Ása Jónsdóttir, Guðlaugur Helgason, Aðalheiður Hafliðadóttir, Katrín Helgadóttir, Jón Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR GRÍMSSONAR, Kaplaskjólsvegi 60. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Hermannsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásdfs Sigurðardóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega a.uðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS JÓNSSONAR, Árskógum 18, Egilsstöðum. Anna M. Kjerúlf, Jóhanna Einarsdóttir, Viöar Arthúrsson, Guðrún Einarsdóttir, Jón E. Kjerúlf, Jón M. Einarsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Þorvarður B. Einarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.