Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Minning: Skúli Benedikts son kennari Fæddur 19. mars 1927 Dáinn 12. janúar 1986 Þar sem Amarvatnsheiðin teygir arma grænna hálsa mót Húnaflóa verður Miðflörður — bemskusveit Grettis Ásmundarsonar og Skúla Benediktssonar. Á björtum sumar- degi kann ferðalangi að sýnast sem þessar mjúku, grænu línur streymi út I blátt haf norðursins. Ailt er mýkt og gróska. Þó er þetta um- gjörð upphafs tveggja sagna harðra örlaga. Með árunum skynja ég æ meir Grettis sögu Ásmundarsonar sem eitthvert ógnþmngnast og ægifeg- urst skáldverk um vanda mannlegr- ar tilvistar og takm'arkanir mann- legs lífs. Kappi vex upp, öðmm ágætari að viti og vexti. Hann vinnur hetju- dáðir og drengskaparverk, en einn- ig óhappaverk. Á miðjum ferli glím- ir hann við Glám og augu draugsins — tákn sjálfsspeglunarinnar — fylgja honum sfðan í löngum ein- manaleik útlegðar. Glíman við drauginn kostaðar hetjuna hefting frekari þroska og loks fellur hún í hamravígi Drangeyjar, gjömingum beitt og sjúk. Þó skín ljós yfir þessu myrka sviði mannlegrar niðurlægingar. Grettir nýtur móðurástar og bróð- urhugar og í dauðanum er honum vopn sitt fast í hendi — tákn yfir- burða hetjunnar. Flest dreymir okkur hetjudáðir þó að minni kappar séum en Grett- ir. Flest reynum við að stíga yfir takmarkanir okkar og glímum við okkar Glám. Flestum okkar fylgja draugsaugu sjálfsásökunar um misheppnaða glfmu. Öll föllum við að lokum hvert f sinni Drangey. — Nakinn kom eg_____og nakinn mun eg aftur þangað fara, kvað Job. Skúli Benediktsson fæddist 19. mars 1927 á Efra-Núpi f Miðfirði, sonur hjónanna Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Benedikts Hjartar- sonar Lfndals. Hann var af gáfuðu og mikilhæfu bændafólki kominn og sumir for- feðra hans höfðu verið auðsæknir rausnarmenn. Skúli erfði gáfumar en ekki auðsæknina. Rausn og höfðingsskap sýndi hann þó jafnan er efni leyfðu. Hann var ungur settur til mennta, gekk fyrst í Laugarvatns- skólann, síðan Ingimarsskólann og Menntaskólann í Reykjavík. Þar lauk hann stúdentsprófí 1949. Hann innritaðist f Háskólann, fyrst f íslensk fræði en sfðan Guðfræði- deild. Þar lauk hann einhverjum prófum, m.a. f grisku, en tók ekki embættispróf. A háskólaárum sín- um tók Skúli mikinn þátt í pólitík stúdenta og var formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands 1954—55. Á næstu árum vann hann fyrir sér og vaxandi fjölskyldu sinni við ýmis störf í Reykjavík, nokkuð lengi á Skattstofu Reykjavíkur. Undir lok sjötta áratugarins hóf hann kennslustörf og urðu þau síðan aðalvettvangur hans til æviloka. Hann kenndi víða um land: á Rauf- arhöfn, í Reykjaskóla og í Ólafsvík, síðan lengst við gagnfræðaskólana á Akranesi og Isafirði. Við Fjöl- brautaskóla Suðumesja var hann skamma hríð, en nú tvo síðustu vetuma var hann kominn á heima- slóðir og kenndi á Hvammstanga. Skúli var annálaður afbragðs- kennari og náði undraverðum árangri í að kenna unglingum staf- setningu og reglur móðurmálsins sem og að opna þeim leiðir til lestr- ar góðra bókmennta. Um hríð voru þær landsprófsdeildir, er hann hafði kennt, jafnhæstar í íslensku á landinu öllu. Skúli lét þó ekki sitja við kennslu- störfin ein. Á stopulum stundum tókst honum að semja a.m.k. fjórar kennslubækur í íslensku máli: Kennslubók í fslensku handa fram- haldsskólum (Ak. 1970); Mál og málfræðiæfingar ásamt leiðbein- ingum handa framhaldsskólum (Hf. 1975); íslenska handa 7.-9. bekk grunnskóla (Hf. 1979); íslenska handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum (Hf. 1981). Þá gaf hann út þijár Islendinga sögur til notkunar í skólum. Gísla sögu Súrssonar (Hf. 1971); Grettis sögu Ásmundarsonar (Hf. 1978); og Harðar sögu Grímkelssonar (Hf. 1982). Einnig gaf hann út Tíu ís- lendingaþætti (Hf. 1980). Skúli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragna Svavarsdóttir. Þau áttu saman átta böm, en slitu samvistir. Síðari kona hans var Brynhildur B. Bjömsson. Þau skildu eftir tiltölulega skamma sambúð. Síðustu jól hélt Skúli í ættar- byggð sinni Miðfirði og heilsaði nýju ári reifur á feðrajörð sinni Efra- Núpi. Skömmu eftir áramótin kom hann hingað suður og hugðist hitta lækni. Hann varð bráðkvaddur á heimili systur sinnar hér í bæ að morgni sunnudagsins 12. janúar. Leiðir okkar Skúla lágu fyrst saman haustið 1950 og kynni okkar næstu misseri þróuðust í vináttu sem báðum hefur enst. í upphafi snerist þetta um pólitík. Ég held við höfum verið hugsjóna- menn og trúað á hið góða, fagra og sanna. Alltjent vorum við róm- antfskir sveitamenn á mölinni og ómeðvitað vomm við trúir uppmna okkar meðal vandaðs bændafólks. Það var meira en að mæla hvað við vomm fúsir að draga arður Framsóknar um grýttan akur borg- arinnar, en það óx vfst fátt af fræjum okkar. Skúli var þá þegar, er ég kynnt- ist honum, allþekktur og reyndur í stjómmálaskæmm. Hann hafði verið formaður ungra Framsóknar- manna í Reykjavík og háð frægar sennur á kappræðufundum á sigur- ári þeirra 1949. Eg kynntist því líka á næstu ámm að það gat verið hrein unun að eiga hann að vopnabróður á málþingum. Hann var allra manna skjótvíg- astur, gáfumar snarpar, málfarið kjammikið og skap og harka lyftu vængjum hans oft til glæsilegs flugs. í ræðustóli var hann einatt eins og máfur í miklum vindi. Hann Laugardaginn 11. janúar var jarðsett að Borg á Mýmm Guðfínna Einarsdóttir fyrmrn húsfreyja í Bóndhól. Guðfinna fæddist í Bakkagerði á Reyðarfirði 24. ágúst 1899. For- eldrar hennar vora Einar Gíslason húsmaður í Bakkagerði og kona hans, Halldóra Sveinsdóttir. Bæði vom þau fædd og áttu ættir að rekja í Vestur-Skaftafellssýslu. Langamma Halldóm var Katrín, dóttir Jóns Steingrímssonar pró- fasts á Prestbakka á Síðu, er kunn- ur varð fyrir kjark sinn og hjálpsemi þegar Skaftáreldar voru uppi á síð- ara hluta 18. aldar. Er Halldóra og Einar hófu hjúskap fluttu þau til ReyðariQarðar. Mun þeim ekki hafa þótt vænlegt að sefjast að í heima- högum, fátækt almenn og jarðnæði ekki á lausu, en austur á fjörðum sýndist allt vænlegra með atvinnu. En heldur urðu kjör þeirra kröpp þar eystra og urðu þau þar að sætta sig við húsmennsku hjá þeim sem betur máttu sín. Á tíu ámm eignuð- ust þau sjö böm, en aðeins þijú sveif, velti sér og skaust og kom andstæðingum sínum oftar en ekki í opna skjöldu. Ef annað brást átti hann það höggsax sem fár stóðst — hárbeittan, egghvassan húmor. Við, vinir hans, virtum hann og dáðum og væntum honum mikils frama á vígvöllum stjómmálanna. Hann var kjörinn varaformaður Sambands ungra framsóknar- manna eftir söguleg átök 1956, en eftir það kom hann sjaldan við stjómmáladeilur innan fiokks eða utan og hætti pólitískum afskiptum. Hvað olli? Við því kann ég ekki svör. Ef til vill bar hann fínlegri húð en svo að vel þyldi þær óhreinu eggjar sem oft er beitt í átökum innan flokka. Ef til vill glímdi hann einn í leynum við einhvem þann Glám er hefti vöxt krafta hans á miðjum aldri. Þó hygg ég sanni næst að skýringin sé sú að Skúli var enginn flokksmaður. Hann var í rauninni stjómleysingi og upp- reisnarmaður. Hann var fallinn engill: Lúsífer — ljósberinn — sem flutti með sér birtu efans og gagn- rýninnar og stóð ætíð óhræddur uppi I hárinu á guðunum. Enginn hefur betur en hann kennt mér að efast, vantreysta og gagnrýna öll valdsfyrirbæri — stofnanir, menn og kenningar. Fyrir það skal honum nú þakkað þótt seint sé. Reyndar fannst okkur við eiga það sameiginlegt að hafa horfið frá okkar gamla flokki án sársauka og heiftar og við töluðum stundum seinni árin um Framsókn eins og ófríða og illa gefna stúlku sem við vomm öldungis undrandi á hvað við höfðum verið ástfangnir af í æsku. Pólitískar ástir hafa löngum þótt brigðular, en önnur var sú ást sem aldrei kulnaði í brjósti Skúla. Það var hugarþel hans til íslenskrar tungu. Hann var ástríðufullur unn- andi móðurmálsins, vildi veg þess þeirra komust upp. Litlu síðar lést einnig faðirinn. Var þá ekki um að ræða að halda heimilinu lengur saman og Guðfinna, sem var yngst þeirra systkina er upp komust, fylgdi móður sinni. Var Halldóra sfðan vinnukona á ýmsum stöðum með dóttur sína unga. En þrátt fyrir kröpp kjör í uppvexti varð Guðfinna kjarkmikil og dugleg og eftirsótt til vinnu, og þegar hún hafði aldur til biðu henn- ar vinnukonustörf. Lengst var hún á stórbýlinu Stuðlum við Reyðar- flörð og minntist hún oft dvala>- sinnar þar með ánægju. Rúmlega tvítug flytur Guðfinna til Reykjavíkur og enn em það vinnukonustörfin sem bíða hennar. En tuttugu og tveggja ára giftist hún Guðmundi Þorvaldi Gíslas}mi húsasmið og kaupmanni. Bjuggu þau í Reykjavík til ársins 1934 þar sem Guðmundur stundaði verslun- arstörf, en um laxveiðitímann dvaldi hann með fjölskyldu sína austur við Sog þar sem hann stund- aðilaxveiði bæði í net og á stöng. Árið 1934 kaupir Guðmundur jörðina Bóndhól í Borgarhreppi, lítið býli og húsalaust, en þar var allgóð Minning: Guðfinna Einars- dóttir íBóndhól Fædd 24. ágúst 1899 Dáin 6. janúar 1986 mikinn og lagði löngum allan metn- að sinn í að beina ungu fólki til vöndugleika og hreinlætis í meðferð þess. Ekkert þekkti ég veita honum meiri unað sfðari árin en vel samda sögu eða vel ort ljóð. Sjálfur var hann vísnasmiður ágætur, eins og hann átti kyn til, og hafði hreina nautn af góðum stökum. Hann annaðist og lengur en flestir dálkastjórar vísnaþátt Dagblaðsins/Vísis: „Helgarvísur". I daglegu fari var Skúli glaðvær og félagslyndur, oft gáskafullur og nokkuð glannalegur í háttum og tali. Þegar hann var hér í Reykja- vík minnti hann mig alltaf á góðan bónda í lestaferð sem gerði sér óspart glaðan dag meðan búið var upp á hestana til heimferðar. Ekkert vissi ég hann fyrirlíta meir en smáborgaralegan penpíu- skap. Lífsskilningur hans mótaðist af orðum Bums og Steingríms: — Allt hefðarstand er mótuð mynt,/en maðurinn gullið þrátt fyr allt. í innsta sefa Skúla bjó ekkert óhreint þó að oft léti hann vaða á súðum í veraldarinnar svalki. Þessi félagslyndi maður var í raun einfari og útlagi og hafði valið sér það hlutskipti sjálfur. Það var engin tilviljun að þær þijár íslendinga sögur, sem hann gaf út, vom allar sögur útlaga. Á einferð sinni hafði Skúli oft félagsskap þess slæga konungs Bakkusar, og vissi ég ekki annan mann ókvalráðari og þrautseigari í skiptum við viðsjálan félaga. Aldrei hallmælti hann þessum vini sínum, þótt öðmm mætti þykja sem hann ætti þar högg í garði, en kvaddi hann svo í einhverri fallegustu stöku sinni: Ylur hlýr um æðar líður, allt er þögult, kyrrt og rótt. Þegar kveldar Bakkus býður bróður sínum góða nótt Þannig beit honum til hinstu stundar, líkt og Gretti forðum saxið góða, skýr hugur og skáldmælt tunga. Það nam ég í sfðasta samtali okkar tveimur sólarhringum áður en hann dó. Nú þegar dagur Skúla er allur, sendum við Vigdís aldinni móður hans, bömunum hans og systmm hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og mín bíður það eitt að lokum að bjóða vænum bróður góða nótt. Sveinn Skorri Höskuldsson Fundum okkar Skúla Benedikts- sonar bar fyrst saman haustið 1944 í öðmm bekk A í Ingimarsskólanum iaxveiði, og vakti það áhuga hans á jörðinni. Strax á fyrsta ári vom öll hús byggð að nýju og ræktun hafin. Var sfðan búið rausnarbúi meðan kraftar entust. Guðmundur andaðistárið 1963. Þótt reisn og rausn húsbóndans væri mikil gaf húsmóðirin þar ekkert eftir. Húsmóðurstarfið var hennar starf. Heimilið hennar starfsvettvangur og bar þar allt þess vott að unnið var að með dugnaði og alúð. Þar þótti öllum gott að vera og gott að koma, enda gestkvæmt og gestrisni mikil. Oft var þar margt í heimili, sérstaklega yfir sumartímann. Vom þar jafnan böm eða unglingar bæði úr Reykja- vík og víðar að. Og ekki mun í Reykjavík. Þau kynni, er þá hófust leiddu til mikillar vináttu og bar þar margt til. Sennilega hafa ráðið mestu ýmis sameiginleg lífsviðhorf. Til að mynda vomm við báðir uppmnnir í sveit, sennilega þeir einu í bekknum. Vorið 1945 lauk Skúli gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og stúdents- prófi frá þeim skóla vorið 1949. Ekki man ég eftir nokkmm manni, sem lét eins mikið að sér kveða á menntaskólaáram sfnum, eins og Skúli Benediktsson. Hann átti það til að taka til máls á stómm stjóm- málafundum og halda oft á tíðum bestu ræðuna. Á þessum ámm tók hann að sér formennsku í Félagi ungra framsóknarmanna í Reykja- vík. Við sem þá vomm ungir sveita- menn og framsóknarmenn í Reykja- vfk sáum f Skúla mikinn foringja sem við héldum að mundi reynast okkur farsæll foringi. En Skúli snéri sér að öðmm málum og lét þjóðmál- in lönd og leið. Sennilega hefur Skúla þótt mest til koma fundarins í Austurbæjar- bíói 1949, sem FUF undir for- mennsku hans sjálfs stóð fyrir. Þetta var kappræðufundur stjóm- málafélaga ungra manna í Reykja- vík um væntanlega aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Á þess- um fundi varð Skúli að etja kappi við landskunna fundargarpa, en framganga hans og ræðumennska vakti mikla athygli. Má segja að á einu kvöldi hafi hann nánast orðið landsþekktur maður. Á menntaskólaámm sínum var Skúli til heimilis að Meðalholti 11 hjá Ólöfu Guðmundsdóttur móður- systur sinni og manni hennar, Grími Bjamasjmi. Hjá þeim átti Skúli gott atlæti, sem hann kunni vel að meta eins og hann gat um í minn- ingargrein um Ólöfu en hún lést á sl. hausti. Ég kynntist þeim Ólöfu og Grími í gegn um vináttu mfna við Skúla og það var ekki erfitt að sjá að þar fór vandað og vel gert fólk. Það vakti sérstaka eftirtekt mína hversu vel þau hjón studdu Skúla og fylgdust vel með pólitísku starfi hans. Hausið 1958 hóf Skúli kennslu- störf og kenndi sfðan víðs vegar um land og fór mikið orð af honum sem snjöllum fslenskukennara. Það var samdóma álit samstarfsmanna hans og nemenda. Skúli var skemmtilegur viðmæl- andi, hafði góðan húmor og skáld- mæltur í besta lagi. Um leið og við hjón kveðjum góðan vin hinstu kveðju vottum við eftirlifandi að- standendum hans samúð okkar. Einar Sverrisson ofmælt að húsmóðirin hafi unnið hug og hjarta flestra sem hjá henni dvöldu og störfuðu með glaðværð sinni og góðvild, og mun margur snúningadrengurinn enn minnast dvalar sinnar hjá Guðfínnu í Bónd- hól. Guðfinna var félagslynd og starf- aði um árabil í kvenfélagi sveitar sinnar. Hún hafði yndi af söng og var f kirkjukór Borgarkirkju meðan heilsa entist. Eftir að Guðfinna giftist bjó hún við allgóðan fjárhag miðað við þá tíma enda eigin- maðurinn afla- og atorkumaður. Nutu þess margir bæði vensiaðir og óskyldir, og var ekki sparað að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem með þurftu. Kannski hefur þar einhverra áhrifa gætt að bæði vom þau alin upp við kröpp kjör, misstu feður sína í fmm- bemsku. Þau Guðfínna og Guðmundur í Bóndhól eignuðust þijú böm, Krist- ínu handavinnukennara, Reykjavík, Jón bónda í Bóndhól og Þorvald vélstjóra í Reykjavík. Einnigólu þau upp systurdóttur Guðfinnu, Huldu Guðnadóttur skrifstofumann í Reykjavík. Bamabömin em mörg og einnig bamabamaböm. Og munu bama- bömin nú minnast með söknuði og þakklæti sinnar glöðu og góðu ömmu, sem jafnan tók þeim opnum örmum, var fljót að þerra burt tár ef þess þurfti og ekki síður að taka þátt í gleði þeirra og leilqum. Blessuð sé minning hennar. S.H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.